Morgunblaðið - 10.03.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.03.1962, Blaðsíða 11
Laug'ardagur 10. marz 1962 MORGVNBLAÐ1Ð 11 Sextugur í dag: veitur TÍkisins og stjórn raforku- mála. Jakob Gíslason raforkumáEastióri EF MIINNAST skal starfa Jakobs Gísl'asonar raforkumálastjóra á sextugsafmælisdegi hans, er það næstum því hið sama sem aS rekja framkvæmdir ríkisvalds- ins í rafmagnsmálum landsins frá upþhafi til þessa dags. Ríkis- valdið hafði að visu áður sett lög um rafmagnsveitur, oftar en einu sinni ,og vatnalög voru kom in með kafla um orkuvinnslu úr fallvötnum og vatnsmiðlun o. f 1., en rí'kisvaidið taldi það hlutverk kaupstaða, sveitafélaga og ein- staklinga að koma upp rafveitum og reka þær og lagði eigendun- um skyldur á herðar að hafa allan veg og vanda af rafveitun- um fjárhagslega og tæknilega, þar með talið öryggiseftirlit. Jakob lauk námi frá tæknihá- skólanum í Kaupmannahöfn sem rafmagnsverkfræðingur á önd- verðu ári 1929 og réðist þá um etund til rafmagnsnefndar ríkis- stjórnarinnar í Danmörku, en hún hefir á hendi rafmagnseftir- iiðið þar í landi. Hann kom síð- an hingað til lands og réðst til isl. ríkisstjórnarinnar til að hafa é hendi öryggiseftirlitið með raf- magnsvirkjum fyrir hennar hönd hér á landi. Mun það hafa verið gert sam- kvæmt tillögum Brunabótafélags íslands og ráðunautar þess. Fyrsta rafstöðin var byggð hér é landi 1904 við Hafnarfjarðar- læk og skömmu á eftir komu ýmsar smárafstöðvar víða um landið. I>að var þó ekki fyrr en 1921, að Reykjavík hafði virkj- að Elliðaárnar og 1922 að Akur- eyri tekið Glerá til afnota. Rík- isvaldið hafði þá um nokkurt ekeið launað ráðunautum til leiðbeiningar mönnum um raf- virkjanir einkum bændum til að Ikoma upp smávatnsaflstöðvum hjá sér. Auk vatnsaflstöðvanna í kaup- túnum, sem fyrr var getið voru 6ettar upp oliuhreyfilstöðvar, og fyrsta dísilstöðin sett upp í Vest- mannaeyjum 1915. En ríkisvald- ið hafði engin bein afskipti af þessum málum önnur en greiðslu þóknunar til ráðunauta, sem þó var ekki álitið aðalstarf. Þegar Jaköb kom í þjónustu ríkisins hóf hann skipulagningu á öryggiseftirliti við notkun raf- magns hér á landi, samdi reglu- gerð um raforkuvirki, sem tók gildi 1933. Varð hann þá forstöðu maður rafmagnseftirlits rikisins, en jafnframt annaðist hann rann sóknir á framtíðarframkvæmd- um í rafmagnsnotkun og á þvi, hvernig ríkisvaldið þyrfti að koma til aðstoðar á þessu sviði. Árangur af því urðu lög rnn rafmagnsveitur ríkisins 1942 og um sama leyti komu fram á Al- þingi lög um raforkusjóð, er skapað gæti skilyrði til þess að veita mætti raforku um strjál- býlið hér á landi meira en ella. 1942—’43 fór Jakob til Banda- ríkjanna og kynnti sér þar eink- um rafvæðingu sveitanna, sem byrjað var á fyrir atbeina ríkis- valdsins þar. Síðan gerði Jakob tillögur um ný raforkulög, er tóku gildi 1946, þar sem fyrri lög um rafmagns- eftirlitið, rafmagnsveitur ríkis- ins og raforkusjóð voru felld inn í, en auk þess bætt við nýjum köflum um vatnsorku og rafveit- ur, um ríkisrafveitur. héraðsraf- Nyr sníðahnifur nýjasta gerð til sölu. — Gott verð, — Sími 1711?. Sfúlku vantar í Rauðu Moskvu # Upplýsingar í Garðastræti 2 Vanfar hásefa strax á netabát er gerður verður út frá Kópavogi í vetur. — Upplýsingar í síma 23717. T4KIÐ EFTIR fslenzk kona, gift amerískum manni búsett í Banda- ríkjunum óskar eftir tökubarni. — Hringið í síma 14535. Varð Jakob þá raforkumála- stjóri ríkisins, en rafmagnseftir- litið deild í hans umsjá með sér- stökum forstöðumanrxi. Raf- magnsveitur ríkisins önnur deild og þriðja deild varð jarðhita- rannsóknir með jarðborunum ríkisins. Meðan síðari heimsstyrjöldin geisaði, varð ekki mikið úr fram- kvæmdum við raforkuvirki, hvorki aflstöðvar né veitur, en undir eins þar á eftir hófust framkvæmdir ríkisins á þessu sviði með rafmagnslínu suður á Reykjanes og veitu um Suður- landsundirlendið. til Selfoss, Eyrarbakka, Stokkseyrar og víð- ar. Ennfremur aðrar veitur á Noðurlandi. f fyrstunni voru veitur þessar og línur lagðar frá rafstöðvum, sem fyrir voru og afl höfðu aflögu í þessu skyni, en síðan hófst aforkumálastjórn- in handa um byggingu aflstöðva í landshlutum, sem ekki höfðu haft bolmagn til að koma. þeim upp til frambúðar. Þannig komu upp veitukerfi frá samvirkjun á Vestfjörðum og Austfjörðum, en jafnframt hélt áfram rafvæðing í sveitum landsins í vaxandi mæli.. 1943 varð Jakob Gíslason hvata maður að því, að stofnað yrði Samband íslenzkra rafveitna með um 12 rafveitum bæjarfélaga, en síðan bættust við álíka margar. Á ársfundi Sambandsins á Þing- völlum 1953, er það var 10 ára, flutti Jakob erindi um fjárfest- ingu til rafvæðingar næstu 10 árin, um nauðsynlegar virkjanir og fyrsta áfanga í rafvæðingu sveitanna. Þessari áætlun var svo vel tekið, að ríkisstjórnin tók hana upp í stjórnarsamning- ana árið eftir, og varð hún að lögum 1954. Var þar ákveðið að verja 25 millj. króna á ári næstu 10 árin til rafvæðingar á vegum raforkumálastjórnarinnar. Hefur síðan verið unnið ötullega að framkvæmd þessarar áætlunar. Hún hefur ekki breytzt mikið í meðförunum annað en að sök- um verðbólgunnar á þessum ár- um hefur fjárfestingin hækkað hlutfallslega. Við lok þessarar áætlunar 1963 munu öll kauptún og þétt- býli í landinu hafa fengið við- unandi aðgang að rafmagni og í sveitum, þar sem strjál'býlið er eigi meira en svo, að 1 km lengd 'há.spennulínu komi á hvert býli til jafnaðar, eru komnar sam- veitur. Verða þá meira en helm- ingur sveitabýla með rafmagn frá samveitum en auk þess hafa ýmis önnur býli rafmagn frá einkastöðvum. bæði vatnsafl- stöðvum og hreyfilstf'ðvum. Þar á eftir liggur fyrir næsta 10 ára áætlun eða öllu heldur næsti áfanginn ,rafvæðingin þar sem strjál'býlla er. Hann er að vísu fjárhagslega erfiðari við- fangs. En eigi þarf þó að efa, að hann komi þannig á eftir þar til lokið er. Jafnframt 10 ára áætluninni hefur raforkumálastjórnin und- ir forustu Jakobs unnið að rann- sóknum á virkjunarskilyrðurn vatnsafls og jarðgufu í stærri stíl en fram hefur farið til bessa. Hafa stórárnar Hvitá og Þiórsá á Suðurlandi og Jökulsá á Fjöll- um norðanlands verið teknar til athugunar í heild. Verða Sogið á Suðurlandi og Laxá úr Mývatni á Norðurlandi litlar framkvæmd ir í samar.burði við virkjanir þessara stóru fallvatna. í þeim eru um 3000 MW afl og 16 mill- jarðar kwstunda raforka árlega, en að vísu í mörgum aflstöðvum. Auk þess er jarðhitinn hjá okkur talinn álíka mikill að orkumagni. Það sem áunnizt hefur til þessa í virkjunarmálunum, nemur um 100 MW, sem helztu kaupstaðirn- ir hafa staðið að. Áætlað er, að þetta virkjaða afl þurfi að tvöfalda á næsta ára tugi fyrir innanlandsnotkunina eina, en auk þess er sýnilegt að koma þarf til stóriðnaðar til bess að hagnýtt verði hin mikla orka, sem fyrir er í landinu. Liggur SAMBAND ISLENZKRA BYGGINGAFÉLAGA LAUGAVEGI 105 SÍMI - 17992 Byggingavörur Teak-innflutt beint frá Thailandi Afromosía, þurrkuð, Camwood — Guarea Cempexo, steinmálning Borðplast — Þakpappi Galvan. þakjárn 'hér mikið verkefni framundan og má telja, að raforkumálastjóri sé á góðum aldri og vel undir það búinn að standa fyrir lausn þessa mikla verkefnis. Auk þessara emfoættisstarfa, sem Jakpb hefir unnið og að from an hefir verið getið hefur hann einnig sýnt mikinn áhuga á fé- lagsstörfum. Hann var formað- ur Verkfræðingafélags íslands s.l. 2 ár. Hvatamaður að því, að stofn uð var deild rafmagnsverkfræð- inga innan Verkfræðingafélags fslands 1941 og Stjórnunarfélags fslands 1961 og fyrsti formaður beggju þessara félaga. Hann var hvatamaður að því, að stofnuð var landsnefnd fslands innan al- þjóðaorkumálaráðstefnunnar (World Power Conference), al- þjóðanefndar um stórar stíflur (CIGB) og aliþjóðanefndar um háspennuvirki (CIGRE) og for- maður í 2 fyrsttöldu nefndunum, ennfremur var hann meðstofn- andi og í stjórn Ljóstæknifélags fslands, sem er landsnefnd inn- an alþjóðlegu Ijóstæknideildar- innar (CIE). Hefir hann ofí tek- ið þátt í störfum þessara nefnda, sótt fundi í alþjóðaráðstefnunum og staðið fyrir því, að frá fs- landi hafa komið erindi til f’utn- ings á fundum þeirra. Jakob Gdslason á þvi í miklu annríki, er nú standa fyrir dyr- um hinar miklu framkvæmdir í naíorkumálunum* og við færumst nær því, að leystur verði xálega 70 ára gamall draumur Frímanns B. Arngrímssonar um virkjun vatnsaflsins hér á landi í stór- um stíl og eigi miklu yngri draum ur um hagnýtingu jarðhitans. Það er því sérstök ástæða til að óska honuim til hamingju með 60 ára afmælið og verkefnin framundan. Steingrímur Jónsson. JAKOB Gíslason er fæddur 10. marz 1902 á Húsavík í Suður- Þingeyjarsýslu. Hann er sonur hjónanna Gísla heitins héraðs- læknis Péturssonar, útvegsbónda í Ánanaustum í Reykjavík, Gísla- sonar og Aðalbjargar Jaikobsdótt ur, kaupfélagsstjóra á Húsavík, Hálfdánarsonar. Jakob lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í ReykjaVíK 1921 og prófi í rafmagnsverkfræði frá Verkfræðiháskójanum í Kaup mannahöfn snemma á árinu 1929 með einhverri hæstu einkunn, sem íslendingur het'ur fengið þar. Skömmu síðar réðist hann í þjón- ustu ríkisins og hefur starfað þar síðan. Ég kynntist Jakobi fyrst árið 1944, en árið eftir réðist ég sem starfsmaður til hans og hef- ur verið náið samstarf með okk- ur siðan. Það er því yfir nokkum veg að líta, og koma mér þá í hug emfoættishæfileikar Jakobs. Hann er þeirri gáfu gæddur að sjá langt fram á við og gera sér grein fyrir þróuninni og þeim verkefnum sem leysa þarf. Á s'nn hægláta hátt vinnur hann svo öruggt að settu marki og það þótt ekki blási byrlega stundum. Um stöðnun er ekk' að ræða, en hún er einhver mesti vágestur ellra embættisstoínana bæði hér á landi og annars staðar. Jakob er einn þeirra manna, sem hvað bezt gerir sér grein fyrir því, sem okkur fslendinga skortir mest, aukna menntun og verkkunnáttu. Hann hefur því mjög látið þau mál til sín taka og skapað fyrsta visinn að margs konar vísinda- og rannsóknar- starfsemi, t.d. á sviði jarðeðlis- fræði og stjórnunar, svo eitthvað sé nefnt og hygg ég að við eigum Jakobi ekki síður mikið að þakka á þessu sviði en á sviði raforku- málanna. Jakob er tvíkvæntur. Fyrri konu sína Hedvig, dóttur Kristian Emanuel Hansen, prentsmiðju- eiganda í Kaupmannahöfn, missti hann árið 1939. Þau áttu tvo syni, Gísl-a og Jakob. Árið 1946 kvænt- ist Jakob Sigríði Ásmundsdóttur, Guðmundssonar, fyrrv. biskups, hinni ágætustu konu og eiga þau þrjú börn, Ásmund, Aðalbjörgu og Steinunni. Jakob Gislason er einstaklega prúðmannlegur í allri framkomu og húsbóndi með ágætum. Það er því með hlýleik sem við starfs- mennirnir hugisum til hans og fjölskyldunnar á sextugs afmæl- inu. Eiríkur Briem. Lmerískir samkvæmiskjólar Saumum einnig eftir máli Laugavegi 20 — Sími 14578.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.