Morgunblaðið - 10.03.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1962, Blaðsíða 2
2 MORGVNBL4ÐÍÐ Laugardagur 10 marz 1962 30,000 manna her Serkja við landamæri Alsír Serkir skutu i gær niður franska fugvél Algeirsborg og París, 9. marz — (NTB) — V í Ð A í Alsír voru áfram- haldandi óeirðir í dag og féllu a.m.k. 20 menn í Al- geirsborg í morgun. Þá kom til alvarlegra átaka í Oran, en ekki er vitað hve mikið mannfall varð þar. Á Ianda- mærum Alsír og Túnis hef- ur dregið úr átökum hers út- lagastjórnarinnar og franska hersins en stórskotalið þeirra skiptust á skotum í dag úr sprengjuvörpum og þyngri fallbyssum. í París hefur franska stjórn in gripið til víðtækra ráð- stafana til að koma í veg fyrir aðgerðir OAS manna og hefur m. a. verið komið fyrir hríðskotabyssum á þaki byggingar þeirrar, þar sem innanríkisráðuneytið er til húsa skammt frá Elyséehöll- inni. — Franska fréttastofan AFP skýrði frá því í kvöld að vitað vaeri að a.m.k. 27 manns hafi fallið í átökunum í Alsír í dag. Bn ljóst þykir að tala fallinna er mun hærri. Vitað er að 16 manns, þeirra á meðaí fjórar konur, féllu þegar franska ör- yggislögreglan hóf. skothríð á vöruskemmu í Oran. Fjöldi Serkja hafði leitað hælis í vöru skemmunni til að komast und- an húsleit lögreglunnar í Serkja hverfinu. En húsleitin var fyr- irskipuð eftir endurteknar árás- ir Serkja á Evrópumenn. Lög- reglan segir að Serkirnir í vöru Skemmunni hafi hafið skothríð á lögregluna að fyrra bragðL ÁTÖK VJÐ LANDAMÆRIN Á landamærum Aísír og Tún- is hefur orðið nokkurt mannfall í átökum Serkja við franska her inn. Fréttum þaðan ber ekki sdman og virðast Frakkar held- ur draga úr því að hér sé um alvarlega árekstra að ræða. — Frakkar hafa þó viðurkennt að hafa misst þar tvo hermenn og að 13 hafi særzt. I>á segja þeir að átta serkneskir borgarar hafi fallið og rúmlega 30 særzt. — Frakkar draga til baka fyrri fréttir um að Serkir hafi gert tilraun til innrásar í Alsír frá Túnis, en segja að her útlaga- stjómarinnar hafi haldið uppi Skothríð úr sprengjuvörpum og falíbyssum á stöðvar Frakka við landamærin. Frakkar svöruðu skothríðinni, sem náði hámarki aðfaramótt miðvikudags. Hefur smá-dregið úr átökunum í dag. Sýning á listiðnaði 25 kvenna opnuð í dag í DAG kl. 3 verffur opnuð sýning á nútíma listiðnaffi islenzkra kvenna í Snorrasal á Laugavegi 18. Það er tímaritið Mélkorka sem gengst fyrir þessari sýningu. Er þetta sölusýning og aðgangur ókeypis. Sýningin verður opin kl. 2—10 næstu daga. í sýningunni taka þátt 25 kon- ur og sýna þarna alls konar list- iðnað, bæði mjög nýtízkulegan að nokkm bundinn við eldri hefð. Þessar konur sýna: Ásdís Sveins- dóttir Thoroddsen sýnir skart- gripi úr gulli og silfri, Ásgerður Ester Búadóttir, sýnir myndvef og veggteppi, Bergljót Friðriks- dóttir sýnir ryavef og myndvef, Dolinda Tann er sýnir teppi með aladinnálastangi, Erna Signrðar- dóttir Hansen, Gerður Hjörleifs- dóttir og Svava Gísladóttir sýna myndvefnað, Guðrún Júláusdótt- ir. tágavinnu, Gíslrún Sigurbjörns dóttir, flosmottu og gobelinvef, Guðrún Jónasdóttir hördúka, trefla og sjöl, Herdís Gröndal veggskraut, Halldóra Jónsdóttir hnýtt teppi, Kristín Jónsdóttir sáldþrykk, Ragnhildur Ólafsdótt- Stolið segulbands- tæki í Keflavík Föstudagsk völdið 2. marz var Stolið segulbandstæki úr bifreið í Keflavik. Gerðist þetta á tím anuan frá kl. 20 til 2 um nóttina. Var segulbandið í bifreiðinni A-703, sem er rauð og hvít Ohevroletbifreið af árgerð 1949, Og stóð fyrir utan hraðfrystihús ið Snæfell. Var segulbandistækið grátt á botninn, en hliðar dökk gráar. Biður Keflavikurlögreglan þá sem kynnu að hafa orðið varir við mannaferðir þarna um að gera sér aðvart ir veggdregil, Rósa Eggertsdóttir jurtalímingar, Sigríður Björns- dóttir brenndar trémyndir, Sig- ríður Halldórsdóttir brekán, rya, krabbavef og glitvef, Sigrún Jóns dóttir batik, Sigrún Gunnlaugs- dóttir steinda skartgripi, Stein- unn Marteinsdóttir keramik, Sól- borg Gunnarsdóttir ullarmuni, Vigdís Kristjánsdóttir ryavef, myndvef, gobelinvef og nálaflos úr togi, Vigdís Pálsdóttir hnýtt teppi og Þóra Marta Stefánsdótt- ir smeltskál. RÚSSNESKAR FALLBYSSUR Talið er að útlagastjórnin bafi um 30.000 manna her við landa- mærin og fréttastofa Reuters hefur það eftir áreiðanlegum heimildum að herinn sé búinn nýjum rússneskum fallbyssum með 75 mm. hlaupvídd. Fransk- ar herflugvélar voru sendar frá flugstöðinni í Bone til árása á Framhald á bls. 23. Hér er verið að taka sýnishorn í gær úr danska saltskipinu Idalith. Árangur þeirrar rannsóknar varð sá, að ekki var taliff óhætt að selja salt ið til fisksöltunar. (Ljósm. Mbl. Ó. K. M.). Bæjarbruni í Ölfusi Hveragerði, 9. marz. — Bærinn Litli-Saurbær í Ölfusi skemmdist mjög mikiff af völd- um bruna í dag. í Litla-Saurbæ búa hjónin Jón Helgason og Margrét Kristjáns- dóttir, en sonur þeirra, Sverrir Jónsson, stendur fyrir búi. Einn ig býr þar annar sonur þeirra, Kristján Jónsson sérleyfishafi, en hann var ekki heima, þegar eldurinn kom upp. Bærinn er steinsteyptur, ein- lyft hús með risL en timburgólf milli hæða. Eldurinn kom upp mi’li hæða í suðaujsturenda húss ins á öðrum tímanuim í dag. Mun fólkið eklki hafa Orðið eldisins vart fyrst í stað, þvi að frú Margrót var að steikja kileinur í eldhúsinu, svo að reykjarlyktar innar gættj ekki. Um kl. 13:30 fannst Jóni annarieg bruna- stybba vera komin í húsið, svo að þau hjónin litu upp á loftið. Var þá magnaður eidur og reykjar- kóf. Hringt var í slöikkviliðið í Hveragerði, en þangað er um tíu mínútna akstur. L’*ið kom mjög fljótt á vettvaftg, þótt slökfevi- liðsmenn væru allir við dagleg störf, og yrðu suimir að fara vettl ingalausir og klæðalitlir. Sverrir var við beitarhús um tíu mín- útna gang frá bænum, og vissi hann ekiki um brunann, fyrr en hann sá slöklkviliösbílana þjóta heim í hlað. Þegar slökkviliðið kom, var eldurinn rnjög magnaður í suð austurhluta ri^ins, og eins voru eldtungur farnar að teygja sig niður í svefnherbergi hjónanna NAIShnúUr / SVS0hnútar SnjóAoma f 06 i * 7 Skúrir K Þrumur W’Z, KuUaskit v' HihtkÉ H Hmt L.AtílL Kl. 11 í gær var ísland í NA lægum loftstraumi, bjart sunnanlands, en él á stöku stað norðaníands. Yfir Bret- landseyjum var hæg suðlæg átt, hlýtt og sums staðar súld. Allar breytingar á kortinu eru hægfara, og eni því horfur á svipuðu veðri áfram. Veðurútlit kl. 10 í gærkvöldi: Suðvesturmið: NA kaidi og léttskýjað, hvass austan og skýjað á djúpmiðum. Suð- vesturland til Breiðafj., Faxa flóamið og Breiðafj.mið: NA kaldi, bjartviðri. Vestfirðir og Vestfj.mið: NA kaldi, skýj að með köflum. Norðurland: NA kaldi, él austan til og á annnesjum. Norðausturland, Austfirðir, norðurmið og norð austurmið: NA kaldi, smáél. Austfj.mið og suðausturmið: NA stinningskaldi, smáél. Suð austuriand: NA kaldi, bjart- viðri. Horfur á sunnudag: NA átt, hvass austanátt suð ur af landinu, él á Norðaustur landi, en bjartviðri sunnan- lands og vestan. Frost um ailt land. í suðurhluta neðri hæðarinnar. Slökkviliðið gekk vel og rösk- lega fram, og eftir klukkutíma var eldurinn siökktur. Allvel gekk að ná í vatn, þótt aðaldælan stáflaðist vegna slýis og annarra óhreininda í skurði, sem vatnið var tekið úr. Miimi dœla var þá sett í gang. Húsið er að mestu ónýtt uppi, Og suðurhlutinn niðri mjög skemmdur af eldi og vatni. Á neðri hæðinni næ rvatn í mjóa legg. — Húsið er vátryggt. Eldurinn er talinn hafa bvikn að út frá raflmagni. Húsið er að sjáiifsögðu raf- magnslauist og olíukyndingin því ekki virk, en hins vegar er þavna kolaofn í sambandi við kynding arkerfið, svo að hægt er að hita húsið upp. — Georg. 10—12 dagj saltieysi í Rvík SALTIÐ UM borð I saltskipinu Xdalith, sem liggur í höfninni I Reykjavík, hefur verið athugað. Þar sem ekiki þykir fuillvíist, að sá saltfarmux sé ómengaður af kopar. verður það salt ekki selt til fisksöltunar. Verður birgða- stöð Kol & Salt hér í Reykjavík því saltlauis í 10—12 daga, en að þeim tima liðnum á að vera komið salt hingað, sem óhætt á að vera að nota í saltfiskinn. — Hins vegar verður ekki saltskort ur á Suðurnesjum, þvi að í dag kemur saltskip til Keflavibur, eins og skýrt var frá í Mbl. í gær. Saltbirgðirnar, sem hér eru, eru nothæfar til alls annars en til fisksöltunar. Keyptu sófa með afborg- un og seldu fornsala í FYRRADAG bar svo við að tveir ungir mcnn komu inn í húsgagnaverzlun eina hér í bæn um. Festu þeir kaup á forláta sófa, og gerðu kaupsamning þar að lútandi en húsgögn er víðast hvar hægt að fá með afborgun- um nú til dags. Piltarnir fengu sér síðan sendi ferðabíl og óku sófanum rakleið is til fornsala, þar sem þeir seldu hann fyrir 2000 krónur. Kaup- samningurinn í húsgagnaverzlun inni hljóðaði hinsvegar upp á 5000 króniur. — Ökumanni sendi- ferðabílsins greiddiu piilitarntr með ávísun, en þegar bílstjórinu framvísaði henni kom á daginn að innistæða var ekiki fyrir hendL Rannsóknarlögreglan fékk mál þetta til meðferðar í gærmorguu Þá hefur húagagnaverzlunin, sem seldí piltunuim sófann, kom ið við sögu í máli þessu, eu sarmkvæmt samningum, sem gerðir eru um aflborganir, er slkýrt tekið fram að kaiupand inn öðlast ekki eignarrétt á þvi, sem hann kaupir, fyrr en andivirð ið er að fullu greitt. Skáldkonur kynntar NÆSTKOMANDI sunnudag kl. 2 e.h. mun Stúdentaráð Básikóla fislandis gangaat fyrir bókmennta kynningu í hátíðasal Háskólans. Mun hún vrða helguð vericunn nokikurra íslenzkra skáldlkvenna frá 17., 18. og 19. öld. . Frá 17. öld má nefna Hildd Arn grímsdóttur lærða, en hún var móðir Páls Vídalín, lögmanns og skáldis. Frá 18. öld verða m.a. kynntar þær Látra-Björg og Katrín, dóttir sr. Jón Steingríms sonar. Af 19. aldar skáldlkonum má nefna Vatnsenda-Rósu og Guðnýu Jónsdóttur frá KXömbr um. Sumt af verkum þeirra kvenna, er kynntar verða hefur ekki áður komið fyrir almenn- ingssjónir, þar sem margt af því er óprentað í handriti á Lands- bókasafninu. Frú Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri, mun flytja erindi um skáldkonurnar og velur hún það efni, sem flutt verður en það eru einkum ljóð þ.á.m. ljóðabréf og eitt ævintýri. Sem kunnugt er hefur frú Guðrún um fjölda ára rannsakað skáldskap íslenzkra kvenna og grafið úr gleymsku margt merkilegra hluta. Auk hennar munu þau Lárus Páls« son, leikari, Óskar Halldórsson, cand. mag. og stúdentarnir Bríet Héðinsdóttir og Hugrún Gunnara dóttir lesa upp. Aðgangur að bókakynningu þessari er ókeypis og öllum heim ill. Málverkasýning að Týsgötu 1 í DAG kl. 2 opnar SigUrður Kristjánsson málverkasýningu að Týsgötu 1. Sýnir hann þar um 20 myndir allar gerðar á fyrra ári og þessu. Þetta er þriðja sýning Sigurðar hér í bænum og er afmælissýn. ing. Sýningin verður næstu viku, opin kl. 2—7. Umsjónarmaður sýningarinnar er Kristjám Fr Guðmundssor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.