Morgunblaðið - 10.03.1962, Blaðsíða 20
20
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 10. marz 1962
GEORGE ALBERT CLAY
GINA
Saga samvizkulausrar konu
------- 5 ------
hann mundi nokkurntíma geta
sóað, og svo margar stoðir runnu
undir það, að það var í rauninni
ósigrandi, hvað sem fyrir kæmi.
Nema þá, ef til ófriðar drægi.
Og Vicente var hreint ekki að
hugsa um neinn ófrið í maímán-
uði 1938. Hann var að hugsa um
nýja Cadillacinn sinn, um sam-
kvæmið við ströndina, kvöldinu
áður, og um Betetu, sera hafði
tilkynnt honum, að hún væri
barnshafandi. Fjandinn hirði
hana! Gat hún ekki verið var-
kárari? Það var hægt að koma
krakkanum fyrir, því að öllum
Filipseyjakonum þykir vænt um
krakka og framfæri þeirra kost-
ar lítið, en ef hún héldi, að hann
ætlaði að fara að hanga kring um
hana meðan hún væri svona dig-
ur, þá....
í>að var heitt í herbergi Vis-
entes.. afskaplega heitt. Flugna-
netin voru enn um rúmið og há-
vaxinn, grannur líkami hans var
enn í svitakófi, og lökin í rúm-
inu blaut af honum, og enn einu
sinni bölvaði hann hitabeltinu,
þar sem fólk þarf að fara á fætur
um sólarupprás.
Allt í einu mundi hann eftir
því, að hann hafði lofað að eta
hádegisverð með Banos. Hann
var þegar orðinn ofseinn og auk
þess þyrfti hann að tala við föð-
ur sinn áður en hann gæfi Banos
ákveðið svar. Illur í skapi skreið
hann úr bólinu og opnaði inn í
baðherbergið. Glugginn þar var
lítill og mikill hiti inni. Hann
hringdi á Mario og stóð síðan
kyrr fyrir framan mannhæðar-
háan spegilinn og horfði á sjálf-
an sig með velþóknun.
Vicente var hár og grannur
eins og faðir hans, og vöðvarnir
voru furðu sterklegir hjá manni,
sem gerði aldrei handtak. Hann
var þunnleitur og þykkt svart
hárið og augnabrýnnar stungu í
stúf við Ijóst hörundið. Og nú
var hann enn fölari en venju-
lega, því að veizlan í gærkvöldi,
sem hafði staðið fram undir
morgun, hafði leikið hann grátt
og hann hafði dunandi höfuð-
verk, sem var enn verri er hann
leit til hægri og vinstri til þess
að athuga, hvort hann gæti sleppt
því að raka sig.
Þegar hann kom úr steypibað-
inu, beið Mario tilbúinn með
handklæði og hafði þegar sett
raktólin fram á snyrtiborðið.
Hvar í fjandanum varstu?
spurði Vicente reiðilega, þegar
þjónninn fór að þurrka hann.
Ungi herrann svaf, sagði
Mario.
Ég varð samt að hringja á þig.
Mario kom um leið og bjallan.
Ungi maðurinn kraup niður á
hart flxsagólfið og þerraði lærin
og leggina á húsbónda sínum.
Ég ætti ekki að þurfa að
hringja. Hann ýtti drengnum frá
sér. Þú áttir að bíða tiibúinn!
Já.
Já, hvað?
Já, herra. Drengurinn reyndi
að þreifa fyrir sér, hvað hann
ætti að segja.
Vicente fór að raka sig og
Mario hljóp inn í svefnherbergið
til þess að leggja fram hvítu föt-
in og flegnu skyrtuna, sokkana
og opnu ilskóna.
Vicente klæddi sig í snatri og
drenigurinn beið á meðan, fús tii
hjáipar, en vissi ekki, hvernig
hann gæti hjálpað og var því
hræddur.
Allt í einu fleygði Vicente
hvíta jakkanum í andlitið á hon-
um og hreytti út úr sér: Komdu
með annan, sem er almennilega
pressaður.
Mario hljóp út og hélt hendi
fyrir andlitið, því að einn perlu-
hnappurinn á jakkanum hafði
lent í auganu á honum, og þegar
hann kom aftur hélt hann nýja
jakkanum á lofti.
Vicente hrifsaði hann af hon-
um og horfði stundarkorn á
drenginn, sem var nú orðinn frá
sér af hræðslu. Hættu þessu
öskri, sagði hann Ef þú heldur
því áfram, set ég þig í niðursuð-
una. Hver veit nema þú gætir
lært það almennilega!
Hann þaut svo út og eftir gang
inum og hafði næstum rekizt á
ungfrú Alveres á dyraiþrepunum.
Skárxi er það nú flýtirinn!
sagði hún. Þér hafið víst eitt-
hvert áríðandi verk að vinna í
morgunmálið, Vicente.
Víst hef ég það. Hvar er
mamma?
Við vorum á eftirlitsferðinni
okkar. sagði ráðskonan, sem var
til í að skrafa, og þegar við kom-
um út í bílskúrinn, fundum við
Juan að þvo bílinn yðar. Ég þótt-
ist taka eftir, að hann væri allur
ataður út í fjörusandi, en þá bað
móðir yðar mig um að ná í blœ-
vænginn sinn. Hún þagnaði rétt
eins og hún vildi smjatta á óþol-
inmæði hans. Og það er líka ó-
venjulegt, hélt hún áfram, því
að hún notar annars aldrei blæ-
væng á morgnana.
Hún hafði gengið upp þrep og
Vicente jafnmörg niður, þegar
hún hélt áfram: Það var rétt eins
og hún vildi spyrja Juan ein-
hverra spurninga. Ég skyldi í yð-
ar sporum flýta mér, og reyna að
verða fyrri tih
Hún stóð enn efst í stiganum,
iþegar hún sneri sér við aftur og
kallaði til hans: Þetta á bílnum
var líkast leðjunni, sem er í
Talisay og þar í kring. í>ér vitið..
þar sem hr. Banos á sumarhúsið.
Illyrmi! æpti Vicente, og nógu
hátt til þess, að hún heýrði það.
Síðan gekk hann inn í borðstof-
una. Hann gaf sér ekki tíma til
að heilsa stofuþjóninum, sem var
að fægja borðbúnað, né heldur
Ölmu gömlu, sem hafði þó einu
sinni verið fóstra hans, en lézt nú
vera að stjórna eldhúsinu í elli
sinni. Yfir-eldabuskán leit til
jarðar þegar hann kom inn, eins
og vera bar, en hann ýtti henni
til hliðar og ruddist áfram, áleið-
is til bilskúrsins. Loks kom hann
þangað sem hans eigin bíll stóð
úti fyrir, hálfþveginn og þar stóð
Juan, vikadrengurinn, og var að
tala við móður hans.
Góðan daginn! sagði hann og
kyssti móður sína á kinnina, af
því að þarna var þjónustufólk
viðstatt, en síðan sneri hann sér
að drengnum, sem var lafhrædd-
ur.
Þú ert eitthvað seinn í tíðinni,
sagði hann. Þessi bíll átti að
vera þveginn fyrir mörgum
klukkutímum. Næst þegar þetta
kemur fyrir, fer þú aftur í mun-
aðarleysingjahælið.
Hægan, sonur, sagði Lolyta.
Það er ég, sem hef verið að tefja
hann Juan.
Ég vil, að bíllinn minn sé
hreinn um hádegið, nauðaði
Vicente.
Þú mátt taka minn, svaraði
móðir hans, hann er hreinn. En
varaðu þig bara á þessari strand-
leðju.
Vicente skildi aukamerkinguna
í orðum hennar. Það þvæst af,
sagði hann. Það nær hvort sem
er ekki inn úr yfirborðinu.
Ef yfirborðið atast nógu oft út,
geta óhreinindin orðið föst,
sagði hún aðvarandi.
Ég vil nú heldur minn eigin
bíl, sagði hann um leið og hann
ýtti Juan til hliðar og settist við
stýrið
Maður má náttúrlega ekki
spyrja þig, hvert þú sért að fara?
Lolyta litla! sagði hann bros-
andi við móður sína. Stundum
eru hjúin að segja, að þú gangir
næist guði atonátbugum, hvað al
vizku snertir, en -tundum finnst
mér sjálfum, að þú vitir meira
en hann.
Hún endurtók spurningu sína,
rétt eins og hún hefði ekki heyrt
þetta guðlast. Ég mætti vist ekki
spyrja þig, hvert þú sért að fara?
Það mættirðu vel, og jafnvel
kæmi til mála, að ég segði þér
það í óspurðum fréttum.
Lolyta yppti öxlum. Það var
óviðeigandi, að hann svaraði
henni þannig, en hún vildi ekki
vera að ávíta hann — hann kynni
þá að segja henni sumt, sem hún
vissi en vildi samt ekki heyra
af hans vörum. Kemurðu í kvöld-
mat?
Kannski.'Vicente setti vélina í
gang og lá sýnilega á að komast
sem fyrst af stað.
Lolyta hallaði sér upp að hurð
inni hjá honum. í dag kemur
kærastan hans unga Diego frá
Ameríku, og í kvöld höfum við
boð fyrir hana. Þú kemur von-
andi?
Ég sé enga ástæðu til að fara
að breyta neinu vegna Diego og
þessarar konu, sagði hann, en ég
skal gera það fyrir þig að koma.
Og, Vicente, sagði hún og
hallaði sér að hurðinni og var að
hugsa hvað það væri einkenni-
legt að elska son sinn en sam-
tímis kunna svona illa við hann.
Ef þú þarft að ata bílinn þinn út
í strandleðju, þá gættu þess, að
ekki slettist neitt á bílinn hans
föður þíns.
Hann brosti og hallaði sér til
hennar og snerti nefbroddinn á
henni með vörunum. Ég elska
þig, sagði hann. Gleymdu því
aldrei.
Hann ók hægt gegn um blóma-
garðinn, af því að móðir hans
heimtaði það og horfði á eftir
honum, en þegar hann var kom-
inn út á veginn, jók hann hrað-
ann. Avenida Lopez var gata fína
fólksins og ríka fólksins, þar sem
hvert hús var út af fyrir sig með
víðlendum görðum í kring, svo
að þar var engin veruleg um-
ferð. En jafnskjótt sem hann
beygði inn í Avenida de Mangos,
tók nokkuð annað við. Þar varð
fíni bíllinn að smjúga innan um
kerrur innlendra manna, sem
næstum fylltu götuna. Og þar
var enginn að flýta sér, hvorki
að komast áfram né víkja.
En það var eins og Vicente
gæti ekki haft nema hálfan hug-
ann við umferðina — honum var
annað vandasamara í huga, sem
sé, hvað hann ætti að segja við
föður sinn. Loks kom hann að
verzlunarhúsunum, sem voru
höfuðstöðvar fyrirtækjanna De
Aviles & Cia. og að lokuim að
hurðinni, sem bar nafnspjaldið
Diego de Aviles.
Diego sat við rauðaviðarborð
í miðri skrifstofunni sinni, og
Vicente gekk til hans. Honum
leið hálfilla eins Og alltaf þegar
hann kom þarna inn og lét sig
nú falla í hægindastól, sam-
kvæmt bendingu gamla manns-
ins. Hann beið eftir, að faðir
hans segði eitthvað, en þegar
það ekki varð, neyddist hann
sjálfur til að rjúfa þögnina: Ég
vil fara að heiman, pabbi!
Þú átt við, að þú viljir vinna
annarsstaðar. Diego reyndi að
dylja undrun sína.
J-á-á.... áður en lýkur, svar-
aði Vicente, en eins og er langar
mig að fara til Japan og vera
þar eitthvað dálítið.
Til hvers það?
Japanirnir eru að ryðja sér til
rúms í Austurlöndum....
Það virðast Kínverjar efast
um.
.... og iðnaðurinn þeirra tek-
ur framförum, risaskrefum.
Mér er fullkomlega kunnugt
um, hvað framfönxm Japana líð-
ur. Röddin var kuldaleg. Ég
spurði til hvers þú vildir fara til
Japan.
Vicente reyndi að tala með
eðlilegum raddblæ. Mér finnst
við eigum að kynna okkur að-
ferðir þeirra. Japönsk áhrif breið
ast út óðfluga, og einhvex-ntíma
kemur að því, að því, að við
verðum að eiga viðskipti við þá.
Það eigum við þegar.
Ég á ekkí við þessi gömlu og
úreltu viðskipti, sagði Vicente.
Ég á við hið nýja fyrirkomulag
þeirra og að kynnast yngra fólk-
inu. Það er orðið þreytt á gamla
fyrirkomulaginu og innan tíðar
verður það ráðandi í landinu. Og
ég vildi reyna að læra....
Gott og vel, svaraði Diego, en
hver hefur sagt þér þetta allt?
Þetta segja allir.
Ég var að spyrja, hver hefði
sagt þér það.
Blas Banos, til dæmis.
Þú þekkir hann
Ekki mikið, en nokkuð.
X- X- >f
GEISLI GEIMFARI
X- >f >f
TWO DAYS LATER, TEST/HG ON DURAB/LL/UM
/S ABOUT TO BEG/N... ,—7----------------
50 AM I... BUT
TRV NOTTO SHOW
IT, LURA/
VANDAL, I OAN'T
HELP IT... I'M
NtRVOUS AS
A CAT J Æ
.— Þér megið treysta því að ör-
yggiseftirlitið verður á verði. Eg skal
nú þegar skipa mönnum mínum í
varðstöður.
Tveim dögum seinna, þegar dura-
bilium prófanir eru um það bil að
hefjast. ...
— Vandal, ég get ekki að því gert
.... Ee taugaástyrk eins og kött-
ur. —
— Eg líka.... En reyndu að láta
ekki á því bera, Lára! Það er mikið
um háttsetta menn hér.... Og fimm
milljón dalir í húfi fyrir okkur.
Ef þú þekkir hann yfirleitt, þá
iþekkirðu hann ofmikið, sagði
Diego hvasst og stóð upp úr
stólnum. Blas Banos er ekki Jap-
ani eins og þú veizt, og væri
reyndar ekki betri þó að hann
væri það. Mér kemur það ein-
kennilega fyrir sjónir, að maður
sem hefur fengið jafnmikla skóla
menntun og þú, skuli ekki vita
neitt í sinn haxis. Veizt þú ekki,
að maður getur hrósað föður-
landi sínu, þegar hann dvelur
erlendis, af hinum og þessum
ástæðum, sem allar geta verið
meinlausar, en maður, sem hrós-
ar öðru landi upp á kostnað síns
eigin lands, er hættulegur og
hann ber að varast. Hann er til-
vonandi föðurlandssvikari.
Vicente hló. Það er auðséð, að
þú hefur hlustað á hinar og þess-
ar lygasögur.
Og þú, sonur sæll, hefur enn
ekki heyrt hinar og þessar sann-
ar sögur.
Vicente stóð upp, hann fann,
að hann hafði tapað taflinu. Úr
því svona er, þýðir ekki að ræða
þetta frekar.
Öðru nær mótmælti Diego. Ég
held einmitt, að við eigum eftir
að ræða það ítarlega, en fyrst
þarf ég bara að hugsa það gaum-
gæfilega.
Þú heldur þá, að ég megi fara?
Ég sagðist þurfa að hugsa mál-
ið, endurtók gamli Spánverjinn,
Hvað ætlarðu þér að gera í Jap-
an? Hverja hittirðu þar? Kann-
ske japanska umboðsmanninn
okkar?
Vicente hló. Tanaka gamli hef-
ur ekki verið annað en bergmál
af þér, síðustu þrjátíu árin, pabbi.
Hvað ætli hann svo sem viti um
hið nýja Japan. _r,
Ég skil. Og hvern þá?
Ja,.. Banos á vini í Japan, ^
Ekki er að efast um það. Diego
hló þurrlega. Jæja, þetta verður
til athugunar, eins og ég sagði.
Vicente andvarpaði og reis úr
sæti. Samtalinu var lokið, en
sannast að segja var hann engu
nær.
Faðirinn sagði ekkert, er Vic-
ente gekk út úr skrifstofunni. En
þegar hann var kominn út í dyr,
sagði hann snögglega: Þú verður
heima í kvöld, Vicente. Þetta var
skipun en ekki sdurning. Unnust-
an hans unga Diego kemur, og
það á við, að öll fjölskyldan sá
viðstödd til að bjóða hana vel-
komna.
IV.
Skipið ruggaði og Gina vakn-
aði í káetunni sinni. Stundarkorn
lá hún kyir og naut alls skrauts-
ins, sem kring um hana var, I
hálfgerðu móki. En þá mundi
hún, að hún átti að koma til Ceba
SHÍItvarpiö
L.augardagur 10. nar*.
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Morgun
unleikfimi. — 8.15 Tónleikar.
8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar —
9.10 Veðurfregnir — Tónleikar)«
12 00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
. 12.25 éttir og tilkynningar),
12.55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).
14.30 Sjkaldaglíma Ármanns: Eysteinn
I>orvaldsson blaðamaður lýsir
':krum helztu viðureignum 50«
skjaldarglímunnar 11. f.m.
15.00 Fréttir. — Tónleikar.
15.20 Skákþáttur (Guðmundur Am*»
laugsson).
16.00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttu*
(Stefán Guðjohnsen).
16:30 Danskennsla (Heiðar Ástvalda*
son).
17.00 Fréttir. — I>etta vil ég heyr»|
Jón Bjömsson bahkafulltrúl
velur sér hljómplötur.
17.40 Vikan framundan: Kynning á daf
skrárefni útvarpsins.,
18.00 Útvarpssaga barnanna! .JNýj®
heimilið" eftir Petru Flagstad
Larssen; XVI. — sögulok (Benoa
dikt Arnkelsson þýðir og les).
18.20 Veðurfregnir.
18.30 Tómstundaþáttur bama og ung^
linga (Jón Pálss~n).
18.55 Söngvar í léttum tón. — 19.10
Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 ,,My Fair Lady“: Egill Bjamason
spjallar um söngleikinn og kynn
ir úr .honum nokkur lög.
20.30 Islenzk leikrit; III: „Hvítar ró®*
ir“ eftir Þorbjörgu Ámadóttur,
— Leikstjóri: Lárus Pálsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10
’assíusálmar (17).
22.20Danslög, þ.á.m. leika Svavat
Gests og hljómsveit hans „tvist-
lögin“. Söngfólk: Helena Eyjólíi
dóttir og Ragnar Bjamason. ^
24.00 Dagskrárlok.