Morgunblaðið - 10.03.1962, Blaðsíða 12
12
MORCUHBLAÐ1Ð
Laugardagur 10. marz 1962
MMlMMkMMMIkMi
| 1KÍNA • ' Kill ÖNNUR.KQMfjiOtjiSTARlKl|
„Rauðgula hættan' ógnar Evrópu
JNwgittiMaMfr
Ctgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át)m.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Augiýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
I lausasölu kr. 3.00 eintakið.
GEFAST ÞEIR UPP
VIÐ SAMYRKJUNA?
lTommúmstamálgagnið á ís-
landi hefur ekki fjölyrt
um fund miðstj órnar komm-
únistaflokks Ráðstjómarríkj-
anna og ræðu Krúsjeffs. —
Venjulega sparar það blað
ekki rúmið, þegar húsbænd-
ur þess í Kreml láta til sín
heyra. En þögn þessi nú á
sínar skýringar.
Krúsjeff lýsti því yfir í sjö
tima ræðu sinni, að landbún-
aðarmálin væru í ólestri og
engar áætlanir stæðust. —
Hann sagði mikinn og alvar-
legan kjötskort vera í land-
inu og kvað landbúnaðar-
framleiðsluna aukast minna
en fólksfjölgun næmi. Þann-
ig dragi í sundur; stöðugt
yrði erfiðara að veita íbúum
Sovétríkjanna sæmilegt við-
urværi.
Þessar upplýsingar stinga
heldur ilhlega í stúf við full-
yrðingar kommúnista á. ís-
landi um það, að lífskjör
bötnuðu jafnt og þétt í Sov-
étríkjunum og meira að
segja miklu meira en í lýð-
ræðisríkjunum. Sannleikur-
inn er sá að samyrkjubú-
skapurinn hefur í Rússlandi,
eins og annars staðar, beðið
algert skipbrot.
Allar líkur benda til þess,
að Krúsjeff geri sér grein
fyrir því, að honum muni
tícki takast að leysa vanda-
mál þjóðar sinnar með því
að viðhalda samyrkjubúskap
og þrælatökum þeim, sem
honum eru samfara, einfald-
lega vegna þess að fólkið
lætur ekki að stjóm. Fjöru-
tíu og fimm ára kommún-
istastjórn hefur ekki megn-
að að þoka þjóðinni áfram
til sæluríkis kommúnismans.
Hin nýja kynslóð, sem alizt
hefur upp við þrotlausan
kommúnistaáróður, er þrátt
fyrir allt ennþá venjulegt
fólk með kostum manna og
göllum.
í grein þeirri, sem Morg-
unblaðið birti í gær eftir Ed-
ward Crankshaw, bendir
hann á, að hinar örsmáu
einkaskákir, sem hver bóndi
hefur til umráða og aðeins
eru örlítið brot af jarðnæði
samyrkjubúanna, gefa af sér
meira en helming landbún-
aðarframleiðslu þjóðarinnar.
Þannig blasir sú augljósa
staðreynd við leiðtogum Sov-
étríkjanna, að frjáls landbún
aður er mörgum sinnum af-
kastameiri en hinn þvingaði
samyrkjubúskapur, hvað sem
öllum kennisetningum líður.
Krúsjeff telur^höfuðnauðsyn
að auka landbúnaðarfram-
leiðsluna, og hann hlýtur að
gera sér grein fyrir að það
getur hann ekki með öðru
en afnámi samyrkjubúanna,
eða a.m.k. með því að draga
mjög úr samyrkjubúskapn-
um. Hinsvegar gerir hann
sér það auðvitað ljóst, eins
og aðrir kommúnistaleiðtog-
ar, að fleira muni eftir
fylgja, ef samyrkjubúskap-
urinn verður afnuminn.
Enn er ekki ljóst hvaða
leið verður valinn austur í
Rússlandi, en hitt dylst eng-
um, að við framkvæmd
kommúnismans í landbúnað-
armálum hefur stórt skref
verið stigið aftur á bak. —
Kommúnisminn hefur þann-
ig ekki einungis brugðizt á
sviði andlegs frelsis heldur
líka á efnahagssviðinu.
En jafnvel þótt rússnesku
leiðtogamir viðurkenndu
þessa staðreynd eru allar
horfur á, að hinir íslenzku
kommúnistar mundu ekki
gera það, enda geta þeir þá
hallað sér að Kínverjum,
sem framfylgja samyrkjubú-
skapnum með enn meiri
hörku en Rússar.
TILBLJIN
ÍBÚÐARHÚS
Fhns og kunnugt er hafa er-
“ lendir og innlendir sér-
fræðingar komizt að þeirri
niðurstöðu, að íbúðarhúsa-
byggingar hér væru alltof
dýrar og mikið skorti á að
nægileg hagkvæmni ríkti í
byggingariðnaði.
Á þessum vandamálum
verður að finna viðunandi
lausn, því að enn þarf mikið
að byggja hérlendis, þótt
geysimiklu hafi verið afrek-
að á þeim sviðum síðustu ár-
in. Þess vegna vekur sú frétt
athygli að hafin sé bygging
tilbúinna íbúðarhúsa, sem
ráðgert er að verulega muni
lækka byggingarkostnað.
Það er Byggingariðjan hf.,
sem undirbýr byggingu verk
smiðjuunninna íbúðarhúsa
og er vonandi, að sú tilraun
takist jafnvel og til er stofn-
að. —
TÍMINN OG
„SORINN"
npíminn er nú að reyna að
draga í land eftir að
hafa haldið því fram, að í öll
um framfaramálum Reykvík-
inga lægi kjölurinn eftir „í
sora þeirra spilltu sérgæð-
ings- og fjárgróðaafla, sem
HIN ágenga útþenslu. og
yfirgangsstefna kínverskra
kommúnista, sem gefur hinum
gömlu heimsveldisstefnum
ekkert eftir, hefur þegar átt
sinn þátt í mannaskiptum í
forystuliði kommúnista í
Sovétríkjunum. Stefna þeirra
hefur einnig haft talsverð
áhrif í Evrópu, þar sem al-
banskir kommúnistaforingjar
hafa gert bandalag við Mao
gegn Krúsjeff & Co. Sömu
sögu er að nokkru leyti að
segja frá Austur-þýzkalandi
og Tékkó-SIóvakíu. Furðu
fjölmennar nefndir „tækni-
fræðinga“ frá Kína skjóta nú
upp kollinum víðs vegar um
heinr. allan, ekki aðeins í Al-
baníu, Tékkó-Slóvakíu og
Austur-þýzkalandi, heldur
ekki siður í Afríku og Suður-
Ameríku. Uppreisnarmenn í
Alsír hafa fengið tilboð um
flugvélar, vopn og „aðstoðar-
sveitir sérfræðinga og her-
manna". Castró, einvaldur
Kúbu, hefur þegið margvís-
lega aðstoð frá Kína.
Kínverskir kommúnistaleið-
togar draga enga dul á. árásar-
fyrirætlanir sinar. Þeir gera
grafið hafa um sig við rætur
borgarmeiðsins í fjörutíu ár“.
Nú segir blaðið, að með
þessum orðum sé einungis
átt við meirihluta borgar-
stjómar. Varla á blaðið þó
við meirihlutann, þegar það
ræðir um borgarmeiðinn; en
úr því að sorinn hefur grafið
um sig við rætur borgar-
meiðsins í 40 ár, eins og blað
ið kemst að orði, þá getur
víst engum dulizt, að sá
meiður muni verða orðinn
morkinn og hrörlegur. Og
það er einmitt það, sem Tím
inn á við, eins og ætíð, þeg-
ar hann ræðir um Reykjavík
og reykvísk málefni.
En ekki bætir blaðið mikið
fyrir sér í klaufalegri vöm.
Þar gefur að líta kveðjur
eins og þessar:
kröfur á hendur Indverjum, og
hafa þegar hernumið hluta
lands þeirra. Þeir segjast
hvergi hræddir við kjarnorku-
styrjöld, því að „Kínverjar
munu einir lifa slíka styrjöld
af; e.t.v. falla 400 milljónir
okkar, en 200 milljónir verða
eftir til þess að tryggja komm
únismann um allan heim.“.
Hversu Iengi getur Krúsjeff
ráðið við gauksungann í
hreiðri kommúnismans, sem
er að vaxa fósturforeldrunum
upp fyrir höfuð ? Eyjamar í
Formósusundi, sem eru á valdi
stjómar Chiang-Kai-Sheks,
eru e.k. tímasprengjur, sem
Mao getur látið springa, hve-
nær sem honum hentar.
Áróðursútsendingar kín-
verska útvarpsins til útlanda
hafa aukizt úr 438 stundum
á viku í 673 stundir síðan 1960.
Hin opinbera „fréttastofa"
Peking-stjórnarinnar, Hsin-
hua, hefur á sama tíma kom.ið
á fót 32 nýjum áróðursmið-
stöðvum erlendis. Áróðurs-
pistlar, sem miðstöð þeirra í
Kaupmannahöfn gefur út, em
þýddir á íslenzku og þeim
dreift meðal íslendinga, að því
„Forysta Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík telur sann-
arlega „að allt sé fertugum
fært“, líka að beita þessum
einræðistökum“.......Á síð-
ustu árum eru tvö dæmi
kunnugust um eðli þessa
stjórnarfars — í ríki Hitlers
og ríki kommúnista á Is-
landi“.
Reykvíkingar hafa sem
sagt í 40 ár kosið yfir sig ein
ræðistök og stjómarfar á
borð við nazisma og komm-
únisma. Ekki er að furða
þótt Framsóknarmönnum
finnist Reykvíkingar lítil-
sigldar sálir, þótt þeim finn-
ist hugsanir þeirra og at-
hafnir líkastar „sora“.
er virðist um skrifstofur Máls
og menningar. Kostnað við
þýðingu, prentun og dreifingu
greiðir kínverska ríkisstjórn-
in auðvitað eftir einhverjum
leiðum, þótt óneitanlega væri
því fé betur farið til að linna
hungurkvalir almúgamanna
austur í gula heinusveldinu.
Kínverskir kommúnistar stóðu
fyrir 69 áróðurssýningum
erlendis á sl. ári (1961), og 814
„menningar-sendinefndum" o.
s.frv. var boðið til Kína. Allt
þetta sýnir, að Mao er sífellt
að láta meira að sér kveða í
sókn sinni út á við. Nýjasti
vinningur hans, Albania, er
geysilegt áfall fyrir Sovétrík-
in. Þar hafa Kínverjar fengið
aðstöðu, fótfestu í Evrópu, sem
getur átt eftir að snúa valda-
hlutföllum kommúnista i
Evrópu við. „Gula hættan" er
nú að verða að meirl raunveru
Ieika, en nokkurn tima áður í
mannkynssögunni, ekki sízt
þegar ofstækistrú leiðtoganna
á blóðrauðan bolsjevisma ræð
ur stefnu þeirra.
(Með einkarétti:
Nordisk Pressebureau
og Mbl.).
Kvikmyndasýning
á vegum Germaníu
í DAG, laugardag, verður
kvikimyndasýning á veguim félags
ins Germania í Nýja bíói.
Auik fréttamynda, sem eru
mjög nýlegar, frá janúar s.J..
verða sýndar f jórar fræðslumynd
ir. Er ein miyndin um eftirlit og
viðhald með þjóðvegunum þýzku
önnur uim sénkennilega útileilk
fimi kvenna, og er sú mynd tek
in í lituim í fögru umíhverfi. —
Þriðja myndin er hins vegar jazz-
ballett, og gefur hún ndkkra hug
mynd uim þróun baillettsins
Sú myndin, sem gera má náð
fyrir að mesta athygli veki er
um síldveiðar í Norðunsjó. Er
veiðitæfcná að ýmsu leyti gerólik
því, sem hér tíðkast.
Sýningin hefst kl. 2 .h., og er
ölluim heimdll aðgangur, börnum
þó einungis í fýlgd með fuliorðn
uim.