Morgunblaðið - 20.03.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.03.1962, Blaðsíða 1
24 síður 19. árgangur 66. tbl. — Þriðjudagur 20. marz 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins Styrjöld Frakka og París og Algeirsborg, 19. mars. — (FÚ — NTB) — SÍÐDEGIS á sunnudag náð- ust samningar í Evian milli Frakka og Serkja um vopna- hlé í Alsír eftir árs styrj- old. Gekk vopnahléið í gildi á mánudagsmorgun og hafði þá franska stjórnin mikinn viðbúnað til að koma í veg fyrir óeirðir. Þrjátíu þúsund manna aukaherlið Frakka er fcomið til Algeirsborgar til að halda uppi reglu í borginni. OAS leynisamtökin hafa tilkynnt að þau hafi myndað útlagastjórn í Alsír og vikið de Gaulle úr forsetaembætti. Þá hafa samtökin lýst yfir tveggja sólarhringa allsherj- arverkfalli f landinu og er þátttaka algjör meðal ev- rópskra manna. Samkvæmt vopnahléssamn Ingunum skuldbinda Frakkar sig til að láta lausa alla pólitíska fanga og stríðsfanga og voru nokkrir þeirra látnir lausir strax á sunnudag. ■— Þeirra á meðal var Ben Bella ráðherra í útlagastjórn Serkja. Franska þlnglð kemur sam an til aukafundar á þriðju- dag til að ræða vopnahlés- samningana og útlagastjórn Serkja kemur saman í Rabat i Marokkó á morgun. Talið er að rúmlega ein milljón manna hafi fallið í Grace Kelly í nýrri kvikmynd Monaco, 19. marz (NTB). í TILKYNNINGU, sem gef- in var út í furstahöllinni í Monaco í dag, er skýrt frá því að furstafrúin af Monaco, sem áður hét Grace Kelly, aetli að hefja að nýju kvikmyndaleik. Er ákveðið að hún leiki í nýrri kvik- mynd Alfreds Hitchcocks, sem byggð er á skáldsögu eftir brezka rithöfundinn Winston Graham. Myndip verður tekin í l Bandaríkjunum í sumar og 7 er áætlað að furstafrúin I komi aftur til Monaco í nóv i ember í haust. styrjöld Frakka og Serkja í Alsír. Þegar vopnahlé gekk í gildi í morgun voru götur stórborganna auðar og ekk- ert líf að sjá vegna verkfall- anna. S AMNIN GURINN í vopnahléssamningunum eru áikvæði urn að bráðabirgðas'tjórn Verði sett á fót í Alsír og fari hún með stjórn í lanidinu næstu tvo imiániuðiina. Stjórn þessi verð uir skipuð 12 mönnuim, Senkj- um og Frökkum, og skipar Frakki forsæti. Þjóðaratkivæða- greiðsla á að fara fram í Alsír um það hvort landið verður á- fram hluti franska rikisins eða hvort ílbúarnir óska að það verði sjáilfstætt ríki. Þá á þjóðin að segja til úm það hve mikla sam vinnu hún vill hafa við Frakka að fengnu sjálfstæði. Frafckar halda rétti síinum tiil olíuvinnislu á Sahara eyðimörkinni, mega hafa herlið í Alsír næstu þrjú árin og halda flotastöðinni i Mers-el-Khebir í að mAnnsta kiosti 15 ár. Frakkar skuldibinda sig til að sleppa öllum stríðsföng um og pólitískum föngium innan tuttugu daga. Mohamed Ben Bella, einm af ráðherrum útlagastjórnarinnar, sem setið hefur í fangeisi í Frakk landi undanfarin ár, var látinn laus strax á sunnudagskvöld. Hélt hann þegar flugleiðis til Sviss og þaðan áfram til Ra,bat í Marokkó, þar sem útlagastjóm in kemur saman til fundar á þriðjudag. Fleiri Serkir voru látnir lausir um leið og Ben Bella. DE GAUUUE SETTUR AF! í útvarpsávarpi, sem Raoul Sal an hershöfðingi, yifirmaður OAS leynisamtakanna, flutti í dag, lýsti hann því yfir að samtökin hefðu myndað útlagastjórn í Alsír og hefði vikið de Gaulle forseta úr embætti. Þá gengust OAS samtökin fyrir því í dag að dreifa flugritum og hengja upp spjöld með áskorunum til Framh. á bls. 2. EIMSKIP SEKTAÐ ? Morgunblaðið átti í gærkvöldi símtal við Einar Baldvin Guð- mundsson stjórnarformann Eim- skipafélags fslands, sem staddur er í New York. Þar kom það fram að þrír menn af áhöfn Goðafoss hefðu gefið sig fram og játað að hafa reynt að smygla til Bandaríkjanna tveim kössum af happdrættismiðum írska happ- drættisins, sem eru að verðmæti um 6 millj. dollarar. Mennirnir þrír eru: Hjalti Jón Þorgrímsson, I. stýrimaður. Magnús Hilmar Björnsson, II. stýrimaður. Vigfús Helgi Gíslason, bryti. Þremenningarnir játuðu á sig sök, en ekkert bendir til þess að nokkrir aðrir á skipinu hafi vitað hvað hér var um að vera. — Upplýst er að kassarnir voru settir um borð í Goðafoss í Dýfl- inni að næturlagi, sagði Einar Baldvin. En hleðsla Goðafoss hefst í fyrramálið og eru yfir- gnæfandi líkur fyrir því að skipið sigli á föstudag eins og gert hafði verið ráð fyrir. — Ef skipið fær sekt, sagði Ein ar Baldvin, er ekki vitað hve mikla, né hvenær upphæðin verður ákveðin. Þessir þrír menn, sem stóðu að smyglinu, hafa leyfi til að fara heim með Gíoðafossi gegn 3.000 dollara tryggingu sam- tals, þ.e. 1.000 dollara trygglngu * á mann. með þeim skilyrðum að þeir skuldbindi sig til að mæta fyrir rétti í New Jersey þegar málið verður tekið fyrir. Ekki er vitað hvenær það verður. Aðspurður sagði Einar Bald- vin: Við getum ekki staðhæft hve mikið tjón þetta verður fyrir Eimskipafélagið. Ef skipið fær sekt, er 'heldur ekki að vita hvort 'það verður nú, áður en það lætur úr höfn, eða seinna. Areiðanlegt er, að rétt hefur verið snúizt I þessu máli af hálfu Eimskipafé- lagsins og málið hefur verið fært í eins góðan farveg og unnt er * þessu stigi. — Enginn veit, sagði Einar Baldvin að lokum, 'hverjir standa á bak við þennan mikla smygÞ hring, en vitað er að bandarísk yfirvöld hafa mikinn áhuga á að komast til botns í þessu mikla smyglmáli. Eimskipafélag íslands gaf I gærkvöldi út fréttatilkynningu í samibandi við þetta smyglmál og er hún í samræmi við samtal Mbl. við Einar Baldvin Guðmundsson. Kemur þai fram að Hjalti hefur verið 13 ár í þjónustu félagsins, Hilmar - ár og Helgi 11 ár. TYRIR RÉTTI Fréttaskeytið, seim Mbl. féfck frá AP í gær, er svohljóðandi: Þrír menn af áhöfn íslenzfca kæli skipsins Goðafoss voru hand- teknir í dag fyrir tilraun til að smygla til Bandaríkjanna írskum hapi>drættismiðum fyrir rúmlega sex milljónir dollara. Hinir hand teknu voru Hjalti Jón Þorgrims- son, 36 ára, fyrsti stýrknaður, Framh. á bls. 2. Serkja lokið Vopnahlé komst á í gær eftir 7V‘z árs styrjöld, sem kostað hefur rumlega 1 milljón mannslífa Ben Youssef ben Khedda forsætisráðherra útlagastjórnaf Serkja hélt í gær flugleiðis frá Túnis til Rabat í Marokkó. Hafði hann viðkomu í Róm og var þá meðfylgjandi mynd tekin. Talið er sennilegt að Ben Khedda verði fyrsti forsætisráð> herra í Alsír eftir að landið öðlast sjálfstæði. Akærðum Goðafossmönnum sleppt gegn tryg Þr'ir ytirmenn á Goðafossi viðurkenna abild oð smyglmálinu Þ R í R skipverjar á Goðafossi hafa gefið sig fram í New York og játað að hafa gert tilraun til að smygla til Banda- ríkjanna írskum happdrættisseðlum fyrir um 6 milljónir dollara. Mennirnir eru Hjalti Jón Þorgrímsson, I. stýri- maður, Magnús Hilmar Björnsson, II. stýrimaður og Vig- fús Helgi Gíslason bryti. 1 símtali, sem Mbl. átti í gærkvöldi við Einar Baldvin Guðmundsson, stjórnarform. Eimskipafélags íslands, sem nú er staddur í Bandaríkjunum vegna þessa máls, sagði hann að ekkert benti til þess að nokkrir aðrir skipverjar á Goðafossi hafi vitað um málið. Skipverjunum þremur hef- ur verið sleppt úr haldi gegn tryggingu, sem nemur alls 3.000 dollurum og skuldbinda þeir sig til að mæta fyrir rétti þegar málið verður tekið fyrir. Eru yfirgnæfandi líkur fyrir því að Goðafoss leggi úr höfn áleiðis til Reykja- víkur á föstudag eins og gert hafði verið ráð fyrir. Ef skipið fær sekt er ekki vitað hve mikla, né hvenær upp- hæðin verður ákveðin. Einar Baldvin sagði að ekki væri vitað hverjir stæðu á bak við smyglhringinn, en yfirvöld- in hefðu mikinn hug á að koniast til botns í þessu máli. í fréttaskeyti, sem Mbl. fékk í gær frá Associated Press segir ennfremur að þrír menn aðrir, allir Bandaríkjamenn, séu flæktir í málið. Voru þeir kallaðir fyrir rétt í dag, en látnir lausir gegn fjártryggingum. Lögðu tveir þeirra fram 5.000 dollara tryggingu hvor, en sá þriðji 1.000 doll- ara. Yfirtollfulltrúinn í New York, Lawrence Fleishman, skýrði frá því í dag að Sigurður Jóhannsson skipstjóri og áhöfn hans og fulltrúar Eimskips í New York hafi allir sýnt mikinn samvinnuvilja og aðstoðað á allan hátt við lausn málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.