Morgunblaðið - 20.03.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.03.1962, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 20. marz 1962 e „Snorri Þorfinnsson": l\lý flugvél Loftleiða A SUNNTJDAG bættist ný flug vél í flugilcta Loftleiöa hf., þegar „Snorri Þorfinnsson" lenti á Reykjavíkurflugvelli. Eins Og fyrr befir verið frá greint ákváðu Loftleiðir fyrir notokru að festa kaup á fimmtu doudmasterflugvélinni og tóikust um það samningar milli Loft- leiða og Pan American World Airways. Var svo ráð fyrir gert, að flugvélin yrði afhent X>oft- leiðum í Miami, Florida um miðj- an marzmánuð. Fyrir nokkru fór Alfreð Elías- son, framkvæmdastjóri Loftleiða, til Miami þeirra erinda að veita flugvélinni viðtöku fyrir hönd fé- lagsins. í för með honum var Gunnar D. Lárusson flugvélaverk fræðingur, starfsmaður Loft- leiða. Einnig fóru þeir vestur Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Loftftrðaeftirlits ríkisins og sérfræðingur þess, Dance að nafni, til þess að fylgjast með af- hendingu flugvélarinnar. 10 stunda flug Laugardaginn 17. þ.m. afhenti fulltrúi Pan American, Wenner að nafni, Alfreð Elíassyni flug- vélina, og skömmu síðar var lagt af stað frá Fiorida til Reykjavík- ur. Eftir um 4 klst. flug var komið til New York, og að lok- inni Skammri viðdvöl þar var haldið beint til Reykjavíkur og lent þar kl. 4 e.h. sunnud. 18. þ.m., eftir rúmlega 10 kl-st. flug frá New York Áhöfnin Flugstjóri var Stefán Magnús- son, aðstoðarflugmaður Pálmi Sigurðsson, Höskuldur Elíasson var flugleiðsögumaður, Ragnár Þorkelsson vélamaður og flug- íreyjur Erla Ágústsdóttir, Hildur Hauksdóttir og Sylvia Briem. Flugvélin var fullskipuð far- þegum Og néldu flestir þeirra áfram með flugvélinni til Oslóar, Kaupmannahafnar og Helsing- fors. Snorri Þorfinnsson, hinn nýi farkostur Loftleiða, á Reykjavíkurfiugvelli skömmu eftir aff haon lenti þar á sunnudaginn. — (Ljósm. Mbl. Sveinn Þormóðsson). Kona Kristjáns, fr. Bergþóra, færði þeirn Alfreð og frú Krist- jönu Miilu, konu hans, fagran blómvönd, en Helga Sigurbjarnar Áhöfnin á. „Snorra Þorfinnssyni“ boðin velkoœin á Reykja- víkurflugvelli. Móttakan Meðal þeirra mörgu, sem biðu þess að flugvélin lenti hér í Reykjavík var stjórnarformaður Loftleiða, Kristján Guðlaugsson hæstaréttavlögmaður, og bauð hann framkvæmdastjóra, áhöfn og farkost velkúmin til íslands. ! dóttir flugfreyja færði Stefáni Magnússyni flugstjóra blóm með árnaðaróskum frá félaginu. Nafngiftin Nýju flugvélinni hefur verið gef ið nafnið Snorri Þorfinnsson til minningar um fyrsta hvíta mann- inn, fæddan þar sem nú heitir Ameríka, en hann var sonur Guð ríðar Þorbjarnardóttur og Þör- finns karlsefnis, og er talið að hann hafi fæðzt í Vínlandi árið 1010. Síðar fluttist hann til ís- lands með foreldrum sínum og bjó að Glaumbæ í Skagafirði. 425 farþegar samtímis Hin nýja Gloudmasterflugvél Loftleiða er sömu gerðar og hin- ar fjórar, sem fyrr voru keyptar. Fyrir næstu mánaðarmót verða ný sæti komin í allar fimm Gloud mastervélar Loffcleiða, og geta þá 425 farþegar samtknis verið í öll- um farþegasölunum fimm eða 460 manns í flugvélunum ödlum þeg- ar fluglið er meðtalið. 540 þús. dalir Nýja flugvélin kostar 540 þús- und Bandaríkjadali, Og er í þeirri upphæð innifalið verð tveggja hreyfla og ný flokkun fJugvélar- innar. Um næstu mánaðamót hefst sumanáætlun Loftleiða. Verður ferðunum þá fjölgað úr 8 upp í 11 1 viku hverri fram og aftur yfir Atlantshafið og verða viku- legar viðkomur á íslandi þá 22. Er þá gert ráð fyrir 22 á/höfnum eða 160 manns í flugliðinu öliu. Ferðamannastraumur í vændum Fleiri farbeiðnir liggja nú fyr- ir en nokkru sinni áður í sögu Loftleiða, og er nú Orðið full- skipað í nokkrar ferðanna í sum- ar. Aldrei hafa jafn margir út- lendingar Og nú gert ráðstafanir til að eiga viðdvöl á íslandi á austur- eða vesturleiðum Loft- leiða, og má því ætla, að næsta sumar muni verða hér fleiri er- lendir ferðamenn en nokkurn tima fyrr. Snorra Þorfinnssyni, hinni nýju Cloudmasterflugvél Loftleiða, verður einkum ætlað að vera til taks ef hlaupa þarf skyndilega í skörð. ÖU stærri flugfélög hafa jafnan á að skipa nægilega mörg um varafiugvélum til þess að firra töfum. ef smá vægilegra lagfæringa er þörf á áætlunar- í flugvélur.um eða ef tafir verða á ferðum þeirra vegna veðurs. Hingað til hafa Loffcleiðir ekki átt neinni varaflugvél á að skipa, en með kaupunum á Snorra Þor- finnssyni er úr því bætt. Flugvél- in verður ennig notuð til æfinga- flugs og e. t v. nokkurra leigu- ferða, en eins Og fyrr greinir, á hún fyrst og fremst að vera til tryggingar því að ferðunum verði örugglega haldið uppi samkvæmt gerðum áætlunum og þannig brúað það bil, sem stundum hefir orðið að undanförnu vegna þesa að félagið hafði engri varaflug- vél á að skipa. Tveir leynivín- salar teknir UM helgina voru tveir leyni- vínsalar í Reykjavík handtekn- ir. — Báðir eru þeir leigubíl- stjórar, Enn rýkur úr Öskju A SUNNUDAG flaug Björn Pálsson yfir Öskju í björtu veðri. Segir hann að enn sá töluvert af gufu á Öskjusvæð- inu og álíka mikið og um dag- inn, er hann fór þar yfir. Rýk- ur á svipuðum slóðum og þá, en engin önnur merki sjást um eldsumbrot. Var dálítið hvasst á sunnudag og reykurinn áber- andi. — • Sjúkraflugmaður Ég hitti Björn Pálsson, flugmann, tvisvar í síðustú viku, sem reyndar er ekki í frásögur færandi. Og þó — í bæði skiptin komu fyrir atvik, sem gáfu mér hugmynd um hvernig daglegt líf hans er. Á mánudagskvöldið hitti ég hann í bíói. Við vorum að sjá Ben Hur. í miðri mynd var Björn sóttur, sjúklingur beið úti á landi, sem þurfti að komast í sjúkrahús og Björn brá skjótt við. Á þriðjudagskvöldið var ég að sjá „My Fair Lady“ í Þjóð- leikhúsinu, og meðan við vor- um að fá okkur kaffisopa í hléinu kom Björn inn. Hann varð að láta sér nægja seinni hlutann af leiknum. Lítil telpa austur á Vopnafirði hafði fengið botnlangabólgu og síð- an lífhimnubólgu og Björn var að koma frá að sækja hana. • Tilgangslaust ódæði Flestir sem um unglinga þessa bæjar tala eða rita hall- ast að þeirri skoðun að þeir séu nú ekki eins afleitir og stundum virðist. Þó á fólk erfitt með að finna afsakanir eftir að fyrir þá hefur komið það sem gamla konan er kom hér á laugardag, varð fyrir, Hún býr á Hverfisgötu og hef- ur orðið fyrir ýmsum leiðind- um af völdum unglinga, sem gjarnan fara yfir lóðina henn- ar á leið úr skólanum. T.d. var alltaf vellt úr öskutunn- unum hennar yfir allt portið I fyrra og þvottasnúrurnar era ætíð skornar niður. Á föstudaginn þvoði gaml» konan ullarföt af fjölskyld- unni, fallega peysu af mannl sínum, peysu af dóttur sinni, tvær af litlu bamabami og spari gammosíubuxurnar. — Þetta hengdi hún út á snúm bak við hús sitt og brá sér svo frá. Dóttir hennar og barnið lágu í inflúenzu inni. Þegar gamla konan kom svo og tók þennau fatnað niður, var búið að sarga, sennilega með hníf, ermar og stykki úr öllum flíkunum. Til hvers? það getur enginn ímyndað sér, Nú sá enginn hver þetta ó- dæði vann. En af fyrri kynn. um hlýtur hún að hallast a8 því að unglingarnir, sem aldrei hafa séð í friði annað I portinu, eigi þar hlut að máli, Og geðveilir unglingar em sjálfsagt til, ekki síður ea fullorðnir. ©PIB Yngsti farþeginn með „Snorra Þorfinnssyni“ var níu mánaða gömul telpa, Barbara Critelli, dóttir frú Hafdísar Critelli og manns hennar, sem er bandarísk- ur ríkisborgari. Hér sést ein flug- freyjanna, Erla Ágústsdóttir, bera Barböru niður landgöngu- stigann. AUTO SCHooi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.