Morgunblaðið - 20.03.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.03.1962, Blaðsíða 22
22 MORGINBLifílÐ Þriðjudagur 20. marz 1962 7 mark skildi ísland og Noreg á unglingameistaramótinu ISLENZKA Jiðið hafnaði í 4 sæti á Norðurlandamóti ungl inga í handknattleik. Náði liðið aðeins jafntefli við Finna en tapaði öðrum leikj- um — með 1 til 4 marka mun. Frammistaða liðsins er þó rómuð og víst þykir að Island færlof FÖR ísl. landsliðsins í ung- lingaflokki á Norðurlanda- mótið hefur vakið mikla at- hygli. Heima fyrir eru menn heldur ó&nægðir með að ís- land skyldi aðeins fá 1 stig og í» hafna í 4. sæti. Erlendis vekur þátttaka ís- lendinga — og geta þeirra mun meiri athygli. í veizlu sem haldin var eftir mótið var mest um ísland talað. Sænski aðalfararstjórinn var sérlega vinveittur íslandi og íslendingum í ræðu sinni. Hann benti á að „nýi bróðir- inn í hinni norrænu hand- knattleikskeppni" hefði haft forystu í upphafi í 3 af sínum 4 leikjum á mótinu og sýnt sérlega góðan handknattleik. Taldi hann sérstaka ástæðu til að stuðla að því að ísland gæti verið með í þessu móti í framtíðinni. Fararstjóri Islendinganna Axel Einarsson bendir á að iþað sem Islendinga skorti helzt sé skipulag í leik. Með forskoti sínu í þremur leikjum af fjórum hafi þeir náð undir- tökum, en ekki kunnað að halda á yfirburðum sínum, ætlað að gera meira, en allt farið á aðra leið. Það vantar yfirvegun í leik, úthald og þrek. það sé fyrst og fremst skort- ur á keppnisreynslu svo og úthaldi vegna æfinga í litlu húsi að Hálogalandi sem skapað hafi ísl. liðinu þau örlög sem að ofan eru nefnd. Liðið kom mjög á óvart og fær mjög góða dóma í blöð- um í Danmörku. Skal þess sérlega minnzt, að Kristján Stefánsson fyrirliði ísl. liðsins er talinn bezti mað ur er sást á þessu móti. 4 marka forskot í síðasta leik sínum mættu ís- lendingar Norðmönnum. ísl liðið var þá skipað þeim er utan fóru utan Björns og Sig. Haukssonar. Dómari var danskur og dæmdi ágætlega. Norðmenn tóku forystu eftir um 30 sek. en Kristjáh jafnaði áður en mín. var liðin frá leiks- byrjun. Kristján skorar svo ann- að mark litlu síðar og Lúðvík Lúðvíksson tvö í röð. Það lék allt í lyndi. Rósmundur bætti svo marki við og stóð 5-1 fyrir ísland er 15 mín. voru af leik. En Adam var ekki lengi í para- dís. Norðmenn taka að höggva á forskotið og áður en hlé kemur standa leikar 5-5. í upphafi síðari hálfleiks ná Norðmenn forystu en Hörður jafnar af línu. Norðmenn skora síðan úr vítakasti og aftur er jafnað og var Árni þar að verki. Norsk forysta Það syrti í álinn er Norðmenn ná tveimur næstu mörkum. En Kristján gaf aftur vonina er hann skorar tvívegis — annað markið með glæsilegu upphoppi. Enn ná Norðmenn forystu með því að skora úr vítakasti — en Rósmundur jafnar. Norðmenn skora enn en þá jafnar Kristján. 6etta var barátta upp á líf og dauða og Norðmönnum veitti alltaf heldur betur og síðasta markinu ná þeir — og tími vannst ekki til' að jafna. Leikurinn var alltaf afar spennandi ef undan er skilið hið glæsilega forskot ísl. liðsins í byrjun. Þetta var hörikuleikur og gat farið á hvorn veginn sem var. Það voru hins vegar Norð- menn sem heppninni hrósuðu. Frá gangi leiksins séð hefði sigurinn allt eins getað orðið íslands megin. En liðin voru ákaflega jöfn — bæði góð. Körfuknattleiksmótið Um helgina fóru fram 4 leikir í körfuknattleiksmóti fslands. Á laugardaginn kepptu í 1. fl. karla lið KFR og Ármanns. Ármann vann með 45 gegn 31 stigi. Sama kvöld sigraði KFR lið KR í meistarafiokki karla með 64 stigum gegn 54. - Á sunnudaginn kepptu í 1. flokki lið ÍS og lið ÍR. Unnu IR- ingar með 54 stigum gegn 32. I meistaraflokki karla kepptu þá lið Ármanns og ÍKF. Ármenningar unnu yfirburðasigur, 83 stig gegn 35 — Myndin er úr leik Ármanns og ÍKF og tók Þormóður Sveinsson hana. ísland og Finnland jðfn » ísland hafði forystu nær allan leik- inn en Finnar jöfnuðu á síðustu mín. •‘'///'w. vv'ff. ,. . ■ .... / ÍSLENZKA unglingalandsliðið í handknattleik gjckk til leiks gegn Finnum á Iaugardaginn og voru þá aðeins 50 mín. liðnar frá því Iiðið hafði lokið leik gegn Dönum. Leiknum lyktaði með jafntefli 13 mörk gegn 13. íslendingar voru aldrei Jtndir í þessum leik, höfðu eitt sinn í fyrri hálfleik 4 mörk yfir og rétt fyrir leikslok 3 mörk yfir. En reynsiuleysi og þreyta frá fyrri leiknum kom í veg fyrir að sigurinn ynnist. sprengdi þó ollo Þórólfur Beck var hér heima um helgina, eins og við skýrðum frá á föstudag. Hann fór á æfingu með sínum gömlu félögum og kom þar heldur betur á óvart. Þeir hlupu út og áttu að hlaupa nokkra hringi á vellin- um. Ekki leið á löngu áður en Þórólfur var í fararbroddi og gátu fáir fylgt honum. Þegar hlaupum var lokið blés Þórólfur varla úr nös, en hinir gengu upp og niður af rnæði. „Öðru vísi m.ér áður brá“ — sagði einhver, því Þórólfur var manna latastur að hlaupa. Og menn voru ekki í vanda með skýringar af hverju hann hefur misst 8—10 kg af sinni fyrri þyngd. Það sást greini- lega á honum að hann hefur gengið í gegnum erfiða þjálf- un — og tekizt vel. — Mynd- irnar tók Sveinn Þormóðsson. Lúðvík Lúðvíksson skoraði fyrsta markið, en Finnar jöfn- uðu von bráðar. íslendingum var dæmt vítakast en Kristján Stef. skaut framhjá. En þetta feilskot hættl hann vel upp, því næstu þrjú mörk skoraði Kristján. Eitt Framih. á bls. 23. Kristján beztur KRISTJÁN Stefánsson, Hafn- arfirði, fyrirliði íslenzka lands liðsins * handknattleikförinni til Danmerkur, varð marka- hæstur allra þátttakenda í keppninni. Hann skoraði 19 mörk. Næstur kom sænskur piltur, sem skoraði 13 mörk. Kristján fær mikið lof f hlöðum erlendis og meðal þátttakenda á mótinu. Telja þeir hann án all^ efa bezta handknattleiksmann mótsins. Slikt er mikill heiður okkar landi — og ekki sízt Kriistj- áni sjálfum. Dönsk blöð tclja Kristján I röð allra fremstu handknatt- leiksmanna. Eitt þeirra líkir honum sl. sunnudag við einu bezta handknattleiksmann Dana fyrr og síðar þegar hann var upp á sitt bezta. Það er heiður ísl. íþróttum að eiga mann sem Kristján og njóta hans í keppni er- lendis sem heima. Island náði 4 marka for- skoti - en Noregur vann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.