Morgunblaðið - 20.03.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.03.1962, Blaðsíða 10
10 MORC V-N BL AÐIÐ Þriðjuclagur 20. marz 1962 MMMaMi heilaga Frðkkum Erfið verkefni framundan — að byggja upp þjóðfélag, sem sé efnahagslega og sfjórnmálalega sjálfstætt — og varðveita frið og frelsi, MÐ var snemma dag's 1. nóv- ember 1954, sem serkneskir þjóðernissinnar hófu hina blóð ugu baráttu fyrir sjálfstæði Alsír, baráttu sem stóð á átt- unda ár og á niú að vera lokið. Útvarjuð í Kairo tilkynnti þennan dag, að byltingin væri hafin í Alsir — „Jehad“ — „heilagt stríð“ gegn Frökkum og barátta fyrir sjálfstæðu serknesku Alsír. Árásir uppreisnarmanna voru 60—70 þennan dag og beindusl helzt gegn frönslkum hermönnum og lögreglumönn- um Og stöðvum- þeirra. Frönsku yfirvöldin töldu þetta fyrst í stað hryðjuverk ein stakra villimanna — en er í kjölfarið fylgdu skipulögð skemm.d a.rverk víðsvegar um landið, rán pósthúsa og banka og verksmiðjur voru sprengd- ar í loft upp, varð ljóst, að hér var alvara á ferðum. Ár- ásirnar voru gerðar sam- kvæmt samræmdum ásetlun- um. Alvarlegust urðu átökin í Aures fjöllunum, suður af Constantine, þar sem lið uppreisnarmanna, áætlað 1—3000 manns gerðu vopnaðar árásir á franskar stöðvar í hinum djúpu dölum milli fjall anna. Þessi átök 1. nóvember 1954 voru hin alvarlegustu frá því uppreisnin var gerð í maí 1945. Eftir tvo daga voru send á vettvang frá Frakklandi fjög- ur herfylki fallhlífarhermanna og 17 flokkar fótgönguiiða. Út- göngubann var sett í bæjunum Bisikra, Batna Og Khencela. Uppreisnarmenn kveiktu í býl um evrópskra manna; fransk- ir hermenn þurrkuðu út serk- nesk þorp; uppreisnarmenn sátu fyrir frönskum hermönn- um og drápu úr launsátri; franskir hermenn merkt svæði, zones inderdites, þar sem alit kvikt var skotið. Og áður en varði urðu þess- ar skærur að fullkominni styrjöid. Hún köstaði hundr- uð þúsundir manna lífið, varð orsök tveggja uppreisna í franska hemum, eyðilagði „Fjórða iýðveldið" í Frakk- landi og stuðlaði að fæðingu hins fimmta, undir stjórn de Gaulle forseta, en skók þó ill- þyrmislega valdastól hans. En loks er þessu lokið — eða rétt- . ar sagt, menn vona, að því sé lokið. Báðir^hinir stríðandi aðilar eiga nú fyrir höndum að uppræia það afl, sem hefur höggið svo stór skörð á báða bóga — leyniíhreyfingu franska hersins O.A.S. og for- ingjann Koul Salan, sem nú Á einni aðalgötu Algeirsborgar. hefur lýst yfir myndun útlaga- stjórnar fyrir Alsír. Getið helztu atburða Eíkki er unnt í stuttu máli að greina frá gangi styrjald- arinnar í Alsír, en hér skal á eftir getið helztu atburða. Það voru af hálfu Frakka tal in tímamót í sjálfstæðisbar- áttu Serkja er Ferhat Abbas gerðist aðili að FLN-samtök- unum (Front de Liberation Nationale) og krafðist þess, að Alsír yrði veitt óskorað sjálf- stæði. Það var í aprílmánuði 1956. Ferhat Abbas var forseti hins hægfara flokks Union Democratique du Manifeste Algérien Og einn helzti maður Serkja á þingi. Hann hafði eitt sitm verið hlynntur því, að Alsír yrði algerlega innlim- að í Frakkiand, en eftir 1943 fór sú skoðun hans að þoka fyrir hugmyndinni um sjálf- stætt Alsír er hefði nána sam vinnu við Frakkland. Abbas átti fund með fréttamönnum í Kairo 21. apríl 1956 og skýrði Ben Bella frjáls Vopnalhlé í Alsír — og Mohamed Ben Bella er frjális maður á leið til Marocoo. Ben Bella hefur verið fangi Frakka óslitið síðan í október árið 1956. Leyni þjónusta franska flughers ins hafði þá komizt að þvi að hann og nánustu sam- starfsmenn hans ætluðu flugleiðist frá Rabat í Marokko yfir til Túnis 1 marokkanskri leiguflug- vél. En áhöfn vélarinnar var frönsk og með því að beita bæði fortölum og hót unum — og þess utan að gera óvirk loftskeytatæki vélarinnar, tókst áð neyða hana til lendingar á alsirsk um flugvelli, þar sem öfl ugt herlið var fyrir. Leiðin lá til Santé-fang- elsisins — síðar til Isle d* Aix og Ohateau d’ Aunoy. Ben Bella hélt uppi stöð ugum bréfaskriftum við vinj sína og hann bar sig í öllu eins og maður sem veit, að frelsi er framund an. Hann notaði tíma smn vel, las feiknin öll, einkum þó rit um efnahagsmál og stjórnmál. Hann nam ensku, þýzku og ritmál jtten Bella frjáls maður. Araba og hann hélt áfram að beita áhrifum sínum á hvern þann hátt, er hann máttí. í nóvemiber 1961 hætti hann að n<_yta matar til áréttingar kröfu sinni um, að hann og aðrir serk neskir fangar Frakka — alls 10 þúsund — yrðu meðhöndlaðir sem póli- tískir fangar en ekki sem glæpamenn. Eftir að Ben Bella hafði svelt sig * í 3 vikur létu Frakkar undan. Hann var þá orðinn svo máttfarinn, að óttast var um líf hans. -- X X X — Ben Bella er nú 46 ára að aldri. Hann fæddist í Marnia í Alsír nærri landa mærum Marokkó. Móðir hans sem þá var bláfétæk bóndakona hefur um langt skeið búið í Marokko sem sérstakur og virtur skjól- stæðingur byltingarmanna í Oujda í Marokko. Þegar Ben Bella hafði lokið barnaskólanámi gekkst hann áaamt öðrum jafn- öldrum sínum undir her- þjálfun hjá franska hern um, sem starfrækti í því Skyni svokalilaðar „Ungl- ingavinnubúðir". í heims. styrjöldinni síðari barðist hann með „Fr jálsum Frökk um“. Árið 1949 var Ben Bella orðinn leiðtogi leynihreyf ingar serkneiskra byltingar manna „OS“ — eða „Org anisation Secrét", sem stofnuð var tveim árum áð ur af honum og fimm mönnum öðrum, sem töldu, að ekki yrði komizt hjá byltingu, ef tákast ætti að vinna sjálfstæði til handa Alsír. Þessir sex úpp hafsmienn byltingarimnar fengu brátt þrjá valda menn í viðíbót og gengu þeir gjarna síðar undir nafninu „hinir níu sögu- frægu“. Af þeim eru nú aðeins fjórir lifandi. Frakkar urðu fyrst til- finnanlega fyrir barðinu á Ben Bella árið 1949 er hann stjórnaði árás á aðalpóst húsið í Oran. Þar rændu þeir félagar þrem milij. 1 franka en Bella var hand I tekinn og sendur í Blida fangelsið. Um miðjan roarz árið 1952 tókst honum að flýja þaðan og komast til Cairo með aðstoð vinar sdns Abderrahman Kiouane serknesks lögfræðings. Næstu árin átti hann mik il samskipti við Gamal Abdel Nasser í Egypta- landi og urðu þau kynni mjög til að móta aístöðu hans til byltingarinnar í Alsír. Þeir Nasser áttu langar viðræður saman og kom svö, wð Egyptinn lét tvo beztu sérfræð- inga sína aðstoða Ben Bella við samningu fram- tíðaráætlana fyrir Alsír. Vorið 1954 er vitað af Ban Bella einhvers staðar Framh. á bls. 23. i frá ástæðunni til þess, að hann og fiokkur hans tæki höndum saman við FLN.Hann sagði, að Frakkar spyrðu, við hverja þeir ættu að semja um fram- tíð Alsír — og hans svar væri nú: Við FLN — við þá hreyf- ingu, sem hefði barizt blóðugri baráttu fyrir sjálfstœði lands- ins. Upp frá þessu yrðu ekki flokkadrættir milli Serkja. Þeir myndu ekki gefast upp, ekki semja vopnahlé, ekki frið heldur halda áfram baráttunni fyrir sjálfstæði landsins. Serk ir væru reiðubúnir til samn- inga, sagði Abbas, með því skilyrði, að Frakkar viður- kenndu Alsír sem fullvalda ríki — og samningsaðilinn væri FLN. En FLN tóks ebki að sam- eina alla Serki undjr sitt merki. Hægri armur flokksins M.T.L.D. (Mouvement pour le Triomphe des Libertés Démo- catiques) fylgdi FLN en vinstri armurinn (floibkurinn hafði raunar klofnað 1954) tók upp nafnið Mouvement de Nation Algerien — M.N.A. og stóð emn sér. Ennfremur kommúnistaflokkurinn, sem þá var bannaður. Og nú skal farið hratt yfir sögu: Árið 1957 9. janúar: Frakkar bjóða Serkjum sjálfstjórn í inn anríkismálum en með franskri yfirstjórn í Alsír. 2. júlí: John F. Kennedy, þá öldungardeildarþingmað- ur demokrata á þingi Bandaríkjanna leggur til, að Bandaríkjamenn hafi milligöngu um Alsírmálið. Og hann lýsir þeirri skoð- Framh. á bls. 23. „Við krefjumsf a.m.k. réttar iil þess að stjórna sjálfum okkur illa", segja for- ystumenn FLN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.