Morgunblaðið - 20.03.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.03.1962, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 20. marz 1962 MORGVNBL 4 Ð1Ð 11 Björn Tryggvason. Egill Steingrínc.sson. Hólmar Frímannsson. Siglf irzkir s|ómenn kvaddir Fáein kveðjuorð. ÞAK er sorg um Siglufjörð. — Mig setti hljóðan er ég heyrði lát þriggja fyrrverandi slkips- félaga minna, er ég starfaði með um nokkurt skeið á togurum Sigluifj arðarbæ j ax. Vorum við allir góðir félagar, áttum oikikar ánægju og gleði- etundir saman, sem gleymast ei þó árin líði á hinni leyndar- dómsfullu atooniöild. Björn Tryggvason vélstjóri, er mér enn í huga sem drengur góður, er vildi öllum gott gera, var gestrisinn og gamansamur, enda heimili þeira hjóna otft þétt eetið ékf vinum og kunningjum, ©g skorti þá ekki glaðlegt Og gott viðmót frú Höllu, konu Björns heitins. Mó mð sannd segja, að störf Björns heitins hafi einkennzt af dugnaði og karl- mennsku, þrátt fyrir sjúkdóan þann, er að honum gekk síðustu árin. Kvæntur v'ar hann hinni mestu og myndarkonu, frú Höllu Jóhannsdóttur og varð þeim fimm bama auðið. Hann lézt að heimili sínu 4. janúar s.L ak Egill Steingrímsson og Hólm- ar Frímannsson voru hásetar á togaranum Elliða, er fórst í fár- viðri og stórsjó út atf Öndverðar- nesi, laugardaginn 10. febr. s.l. — Höfðu þeira farið í gúmbát, sem slitnaði frá togaranum og hvarf út í náttmyrkrið og fannst eigi, þrátt fyrir mibla leit fyrr en daginn eftir að tilvísun flug- vélar. Voru þeir félagar þá báðir látnir. Var útför hinna imgu sjó- manna gerð frá kirkju Siglu- fjarðar. Var hún fjölmenn og öll hin virðulegasta. * Allir voru menn þessir á bezta aldurskeiði. Þeir voru feður, eig- inmenn og synir, sem unnu störtf sín atf kostgætfni fram á síðustu stundu, þekktir af öllum Sigl- firðingum sem góðir borgarar, er tóku tryggð við hinn norðlenzka síldarbæ á Þormóðseyri, sem þeim duttlungum er háður, að vera ýmist iðandii atf lífi eða tóm legur og dularfullur í myrkrf og hríðarbyljum vetrarins. Ég vildi með þessum fáu orð- um flytja ástvinum og aðstand- endum hinna látrau inniiegar sam úðarkveðjur. Menn þessir eru harmdauði öllum, sem til þeirra þekktu, en minningin um góða drengi lifir í hugum okkar. * Sk. St. Að gefnu tilefni Athugasemd frd Kron MORGUNBEAÐIÐ hefur tvíveg- Is — nú síðast 13. þ. m. að til- stuðlan Félags ísl. stórkaup- manna — birt meginhluta grein- ar um verðlagsákvæði sem birt- ist í félagsriti voru á s.l. hausti. Þar sem veigamikill hluti grein- arinnar er í báðum tilfellum felldur niður teljum vér rétt að óska þess að greinin sé enn birt í Morgunblaðinu og óstytt. Það sem félag ísl. stórkaup- manna felldi niður úr greininni, er hér. prentaö með breyttu letri. Er Þörf verðlagsákvæða? Á undanförnum árum hefur Verð allrar vöru og þjónustu hækkað mjög mikið Allan þann tíma hafa verið uppi skiptar skoð anir um hverjar væru orsakir hækkananna og hvernig hamla mætti gegn þeim. Helzta ráðið hefur verið að hið opinbera setti reglur um hámarksverð eða há- markssölulaun, og höfum við bú- Ið við slíkar reglur og tilskipanir í 2 til 3 áratugi og margan vanda þjóðarbúskaparins átt að leysa með því «ð breyta þeim einu ginni eða tvisvar á ári eða með hverjum bjargráðurp, viðnámi cða viðreisn. Afskipti ríkisvalds- ins af þessum málum hafa nú Btaðið það lengi að margir eru .farnir að líta á þau sem ómiss- »ndi „inventar" í þjóðlífinu og •ð þau leysi allan vandann, sé þeim breytt af og til. Sannleikurinn er sá að verð- Jagsákvæðr þau sem við búum Við tryggja ekki lægsta verð. Það eina sem þau tryggja er að selj- endi má taka ákveðinn hundraðs- hluta í sölulaun, hvort sem hann hefur keypt vöruna á háu eða iágu verði og tryggja á þann hátt mestan hagnað þeim Sem gera ©hagstaeðust innkaup. Það er því tímabært að hug- leiða hvort þessara afskipta sé þörf, hvaða áhrif það hefði að afnema verðlagsákvæðin og hvort annað gæti komið í þeirra stað. Með óhindruðum innflutningi og framleiðslu vara innanlands er fallin ein aðal ástæðan fyrir verð lagsákvæðum, sú að vegna tak- markaðs framiboðs verði varan iækkuð óeðlilega. Ef ákvæðin væru afnumin gengi fólk þess ekki dulið að verð gæti verið mis- munandi hátt á sömu vöru og mundi þá bera saman verð fleiri aðila og kaupa þar sem verð og vörugæði væru bezt. Einn aðal gallinn á langvarandi verðlags- ákvæðum er sá að þau sljófga tilfinningu almennings fyrir verð hinna ýmsu vörutegunda. Marg- ar vörur eru seldar á sama verði í öllum búðum og allt of margir draga þá ályktun af því að verð allra vara sé á sama tíma í öllum búðum það sama. Það er mjög hættuleg þróun ef menn hætta að gera samanburð á verði og þeirri þjónustu sem þeim er veitt, Árvekni og að- gæzla alls almennings í innkaup- um verður bezta og heilbrigðasta verðlagseftirlitið. Kaupfélögin eru stofnuð og starfrækt fyrst og fremst til að I selja góðar vörur og þjónustu á sannvirði. Þau eru opin öllum og innan þeirra hafa allir sama rétt. Með því að gerast félagsmenn í kaupfélagí og verzla við það tryggja menn sér sannvirði vöru og þjónustu á hverjum tíma, og gagnvart þeim er ekki þörf neinna verðlagsákvæða. Félags- menn kjósa sér stjórn, ráða starfs menn og ráðstafa þeim tekjuaf- gangi sem kann að myndast, ann- aðhvort til uppbyggingar félag- inu eða sem endurgreiðslu til fé- lagsmanna í hlutfalli við kaup þeirra hjá félaginu. Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis er samvinnufélag 5500 Reykvíkinga sem stefnir mark- visst að því að selja góðar og ódýrar vörur, veita góða og örugga þjónustu í fyrsta flokks búðum. Verðsamanburður undanfarin ár hefur sýnt að KRON selur jafn an margar vörur undir almennu búðarverði í bænum. Það eru vinsamleg tilmæli til allra Reykvíkinga að þeir geri sem tíðastan samanburð á verði og vörugæðum í KRON búðum og öðrum verzlunum og ef þeir vilja gerast þátttakendur í eina varanlega verðlagseftirlitinu þá gangi þeir í KRON, gerist félags- menn og taki virkan þátt í fé- lagsstarfinu. (Frá KRON). Unglingur óskast til að bera MorgunbJaðið út í eftirtalið hverfi FJÓLLGATA Sími 22480. Skrifstofustúlka Innflutningsfyrirtæki vantar nú þegar góða skrif- stofiistúlku cil almennra skrifstofustarfa. Verzlun- arskólapróf, eða hiiðstæð menntun æskileg. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „Reglusöm — 4117“, fyrir 25. þ.m. Tilboð óskast í PAPPÍRSPOKA til umbúða á sementi. Útboðslýsingu má sækja 1 skrifstofu Sementsverksmiðju rikisins, Hafnarhvoli, Reykjavílc. Sementsverksmiðja ríkisins Afvinnurekendur 21 árs gömul stúlka óskar eftir góðri vinnu í ReyVJe- vík frá næstu mánaðamótum. — Margt kemur tll greina. Er vön almennum skrifstofustörfum. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. föstudag, merlrt: „4115“. Til sölu Hentugt fyrir veitingastofur eða mðtu- neyti. Stólar, sófar, bardiskur og hilliur tilheyrandi veitingastofunni Adlon Lauga- vegi 11, til sýnis á staðnum. Afgreiðslustúlka Viljum ráða afgreiðslustúlku í vefnaða*- vörubúð (metravara). Áherzla lögð á fágaða framkomu. Starfsvani æskilegur. Upplýsingar í skrifstofunni kl. 5—7. Jörð til sölu Til sölu er % jörðin Skálmardalur í Múlahreppi, Barðastrandarsýslu. Á jörðinni er nýbyggt íbúðar- hús úr steini Þar er góð siglungsá. Nánari upplýs- ingar hjá eiganda, Jóni G. Guðmundssyni, Innstu-Tungu, Tálknafirði IJTROD Tilboð óskast i þvott á taui fyrir borgarsjóð Reykja- víkur og stofnanir hans. — Útboðslýsingar má vitja í skrifstofu vora, Túngötu 12, III. hæð. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.