Morgunblaðið - 20.03.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.03.1962, Blaðsíða 24
Fréttasimar Mbl — eftir loknn — Erleuilar fréttir: 2-24-85 Inniendar fréttir: 2-24-84 ttgtfttMf&tfr Vettvangur Sjá bls. 13 66. tbl. — Þriðjudagur 20. marz 1962 Kveiktu í sinu og slógu bóndann Valdastöðum í Kjós, 18. marz. 8EINNI hluta dgas sl. laugardag fór Björgvin Guðbrandsson, bóndi á Fossá, suður í sveit til þess að sækja hey. Þegar hann var kotminn ásamt bílstjóra sín- um inn fyrir Reynivallaháls á heimleiðinni, sjá þeir, að leigu- bifreið tlr Reykj avíik stendur á veginum. Með bílnum voru fimm karlmenn og ein kona. Sumt af fólkinu var komið út úr bílnum og hafði kveikt í sinu nálægt veginum. Kallaði Björgvin þá úr bfl sínum til bifreiðarstjórans í hinum bíinum og bað hann að tala um fyrir fólkinu. Hinn anzaði því engu. Fór Björgvin þá út úr hílnum og hugðist skrifa skrásetningarnumer Reykjavíkur bílsins hjá sér. Réðst þá einn Harkolegvj órekstur Mjög harður árekstur varð á tiunda tímanum í gærkvöldi neðst á Suðurlandsbraut, á móts við hús Kr. Kristjánssonar. Slysið vildi til með þeim hætti, eð Moskovits-bifreið, sem var á austurleið. ók fram úr Mercedes- Benz-Jbíl, slóst við það utan í hlið- ina á honum og lenti síðan á Volkswagen-bíl, sem var á vest- urleið. Stúlka, sem sat í aftursæti iþess siðast nefnda, slasaðist í andliti og var flutt á Slysav-arð- stofuna. Miklar skemmdir urðu á bilunum, og varð að flytja bæði Moskovitsinn og Volkswageninn burtu með kranabílum. leigubílsmanna á hann, án þess að nokkur orðaskipti hefðu átt sér stað, og greiddi honum höf- uðhögg. — Hélt fólkið, sem mun hafa verið drukkið, síðan för sinni áfram inn fyrir Hvalfjörð. Björgvin kærði atiburð þennan þegar fyrir Gísla Andréssyni, hreppstjóra á Neðra-Hálsi. Náði hann sambandi við Gisla Búason, hreppstjóra á Ferstiklu á Hval- fjarðarströnd. Tókst Gísla að stöðva leigubílinn á Miðsandi og yfiriheyra fólkið. — Það mun hafa játað ílkveikjuna á sig, en neitað þvi, að bafa slegið Björgvin. Málið er nú í rannsókn. — St. G. Inflúenzan í Hveragerði HVERAGERÐI, 19. marz. — Inflúenzan mun nú hafa náð hamarki hér um slóðir. í dag, mánudag, vantaði 60% nemenda i miðskólann og 30% nemenda í barnaskólann. Einnig eru nokk- ur forföll í kennaraliði. f samráði við lækni var ákveðið að loka skólunum, en reynt verður að hefja kennslu í þeim á föstudag. — Georg. Síld til Akraness AKRANESI, 19. marz. — Hingað kom Höfrungur II. í dag með 684 tunnur af síld. 500 tunnur voru hraðfrystar. hitt fflakað og súrsað handa Svíum. Allir eru hættir hér línuveið- um og hafa tekið þorskanet. Flestir eru á sjó í dag. Blíðalogn er á miðunum og þoka. — Oddur. Góð aflabrögð HAFNARFIRÐI. — Allir bátar eru nú byrjaðir á netum og hafa 7 þeirra fengið frá marz- byrjun ti'l 14. þ.m. 464 lestin Hafa aflabrögð verið með betra móti, t. d. höfðu þeir samanlagt á sunnudag 138 lestir og var Fagri klettur hæstur með 20% lest. , Ágúst kom hingað í gærmorgun með bflaða véi og er hann fyrsti togarinn hér, sem stöðvast vegna verkfallsins. Hann hafði 60 lestir af fislki. Myndin sýnir Harry T. Venable, 29 ára, vörubílstjórann, (ann- ar frá hægri) sem handtekinn var er hann ók kössunum með happdrættismiðunum frá Goðafossi. Er myndin tekin af Venable í vörziu lögreglunnar í Jersey City. — Var Venable látinn laus gegn 5000 dollara tryggingu í gær. (AP). Togarasölur TVEIR togarar seldu erlendis á mánudag. Fylkir seldi í Grímsby 153.594 lestir fyrir 9.679 sterlings. pund. > Hvalfell seldi 1 Bremenhaven 183 smálestir fyrir 119.000 þýzk mörk. Tog ararnir EKKERT gengur í deilunni um kaup og kjör togarasjómanna. Þessir togarar liggja nú í Reykja víkurhöfn af völdum verkfallsins: Askur, Freyr, Geir, Neptúnus, Jón Þorláksson og Víkingur. Auk þess liggja hér Akurey og Gylfi. Hallveig Fróðadóttir var væntan- leg hingað í mörgun. í Hafnarfirði liggur nú Ágúst, en hann þurfti að koma inn vegna vélarbilunar. Hin nýkjörna stjöm Bifreiðafélagsins Frama á fyrsta fundi sinum. Merki félagsins I baksýn. Frá vinstri talið: Björn Sigurðsson, Grímur Frið björnsson, Samúel Björnsson, Bergsteinn Guð- jónsson, Sófus Bender, Jakob Þorsteinsson og Narfi Hjartarson. Gest Sigurjónsson vantar á myndina. — (Ljósm. Ól. K. M.). Infiúenzan að fjara út INFLTj enzufar ALDURINN virðist nú vera að fjara út í Reykjavík og á Suðurnesjum, en hinsvegar heldur hann áfram að breiðast úl um landið. T. d. hefur skólum verið lokað í Hveragerði, Flateyri og víðar. Gagnfræðaskólar í Reykjavík hófu kennslu að nýju á föstudag, og hafa forföll þar ekki verið mikið meiri en eðlilegt getur tal- izt. t barnaskólum var kennsla hafin á mánudagsmorgun. í Mið- bæjarskólanum voru forföll ekki áberandi, þótt þau væru eitthvað meiri en vant er. í Medaskólann vantaði 11.4% nemenda, en þar eru eðlileg forföll talin 5—6%, í Laugarnesskóla vantaði 7—8%, — Bendir al)t til þess, að inflú- enzan sé nú að ganga yfir. Kennsla í sundi og leikfimi hefur ekki verið leyfð enn. Síldarverksmiðja reist á Reyðarfiröi Reyðarfirði, 19. marz. RÍKISSTJÓRNIN og Síldar- verksmíðjur ríkisins hafa ákveffið að byggja hér á Reyð- arfirði sildarverksmiðju, sem á Fær Flugfélagið Skymaster ? MBL. hefur frétt, að í athugun sé nú hjá Flugfélagi íslands að kaupa eða taka á leigu Skymaster flugvél til inmanlandsflugs hér á sumri komanda. Mun flugfélagið þegar hafa þreifað fyrir sér vest- an hafs i þessu efni. Afli Sandgerðisbáta SANDGERÐI, 19. marz: — Afli undanfarna daga hefur verið all sæmilegur, og komu samtals á land frá föstudegi til sunnudags rúmar 360 lestir. Á laugardag komu 63,3 lestir á land. Aflahæstir voru netabát arnir Stafnes með 20,1 lest, Þor steinn Gíslason með 9,1 og Aldís með 7,4 lestir. Á sunnudag bárust 87,9 lestir á land. Aflahæstir voru netabát iirnir Aldís með 17,7 lestir, Staf nes meb 13,8 og Barði með 13,3. — Fréttaritari Lýbræáissinnar sjálfkjörnir í Bifreiðastjórafél. Frama Kommúnistar þorðu ekki að bjóda fram EIN S og kunnugt er, hafa kommúnistar og bandamenn þeirra farið hverja hrakförina annarri verri í kosningum í verkalýðsfélögum að undanförnu. Nú er svo komið, að þeir treystast ekki lengur til þess að bjóða fram í Bif- reiðastjórafélaginu Frama, og urðu listar lýðræðissinna því sjálfkjörnir í háðum deildum félagsins. Er þetta þó félag, sem kommúnistar hafa haft nokkur ítök í og jafn- vel unnið, eins og t. d. í kosningu fulltrúa á þing ASÍ árið 1960. Þá hlaut listi kommúnista 235 atkvæði, en listi lýðræðissinna 230 atkvæði. Við stjórnarkjör 1961 fengu kommúnistar 158 atkvæði, en lýðræðissinnar 266 atkvæði. Mun sú hraklega útreið ásamt úrslitum í kosningum í verkalýðsfélögum nú almennt hafa orðið til þess að draga allan kjark úr kommúnistum. Framboðsfrestur til stjórnar- | stjórn og trúnaðarmannaráði kjörs rann út kl. 18 sl. laugardag. ' deildanna. Kom aðeins fram einn listi, eins ! Stjórn Sjálfseignarmannadeild- og fyrr segir, í hvorri deild íélags ' ar er þannig skipuð: ins, og urðu þeir því sjálfkjörnir. | Formaður: Bergsteinn Guðjóns Listarnir voru bórnir fram af son, Hreyfii. Varaformaður: Sófus Bender, Borgarbílastöðinni. Ritari: Jakob Þorsteinsson, B. S. R. Meðstjórnendur: Narfi Hjart- arson, Bæjarleiðum, og Gestur Sigurjónsson, Hreyfli. Stjórn Launþegadeildar er þannig skipuð: Formaður: Samúel Björnsson, Landleiðum. Varaformaður: Grímur Frið- björnsson, Steindóri. Ritari: Björn Sigurðsson, Stein- dóri. Stjórnir deilda mynda stjórn félagsins og er hún þannig skip- uð: Formaður: Bergsteinn Guðjóns son. Varaform.: Sarnúel Björns- son. Ritari: Jakob Þorsteinssom. Vararitari: Grímur Friðbjörns- son. Gjaldkeri: Sófus Bender, Varagj.: Björn Sigurðsson. að afkasta 1250 málum á sólar hring, en auk þess á hún a3 hafa geymslurými fyrir allt a# 10 þúsund mál, Mjög mikil án.ægja ríkir hér, sem og annars staffar á Aust- fjörðum, yfir þessum fram- kvæmdum. Ennfremur mun elga at stórauka afköst síldarverk- smiðjunnar á Seyðisfirði, eH SR hafa nýverið keypt hana. Rétt er í þessu sambandi al minna á, að á undanförnum árum hefur meirihluti þesa sildarmagns, sem veiðzt hefuf fyrir Norður- og Austurlandi, veiðzt sunnan Langaness. Eina og kunnugt er, hafa afköst sild arverksmiðja á Austurlandt verið svo hverfandi litil sam- anborið við magn það, er á land hefur borizt, að stórvand- ræði hafa hlotizt af, svo sen» margra daga bið eftir löndun, eða sú neyðarráðstöfun a# sigla með aflann af Austf jarða miðum norður til Sigluf jarðar, oft í tvísýnu veðri. Ónóg skilyrði til að taka við síld hér á Austfjörðum hafa valdið þjóðinni milljúna- tjóni á undanförnum árum, Því fagna allir hér ákvörðua ríkisstjórnarinnar um aS byggja hér verksmiðju og auka afköst annarrar til mót- töku og vinnslu síldar á Aust- urlandi. Hér á Reyðarfirðl Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.