Morgunblaðið - 20.03.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.03.1962, Blaðsíða 12
) Í2 MORGVNBLAÐ1Ð Þriðjudágur 20. marz 1962 I CTtgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Aug'iýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askríftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. FRIÐUR ¥Tm helgina bárust þau ánægjulegu tíðindi, að samninganefndir Frakka og Serkja, sem setið höfðu á fundum í Evian, hefðu kom- izt að samkomulagi um vopnahlé í Alsír. Þrátt fyrir stöðug hefndar- verk hinna fasistisku OAS- samtaka og árekstra franskra og serkrieskra öfgamanna, virðist de Gaulle halda næg- um völdum, bæði heima fyrir í Frakklandi og eins í Alsír, til þess að koma fram áform- um sínum og tryggja sjálfs- ákvörðunarrétt Alsírbúa. — Ekki er að efa að OAS-menn munu enn gera tilraunir til þess að hindra áform de Gaulle, en hann hefur þegar sýnt, að hann er staðráðinn í að hopa hvergi. Fregnirnar af samningun- um í Alsírmálinu gleðja menn um allan heim. Þó eru til þeir hópar manna, sem óska áframhaldandi illdeilna í landinu, annarsvegar komm únistar og hinsvegar sálufé- lagar þeirra í OAS-samtök- unum. Þessir tveir flokkar manna þykjast að vísu vera helztu andstæðingar hvers annars, en skyldleiki þeirra birtist m.a. í því, að báðir aðilar nærast af átökunum og hvorugur vill, að stillt sé til friðar. De Gaulle hefur mjög vaxið af afskiptum sínum af Alsírmálinu og stjórnsem- inni síðan hann tók við völd- um. Menn óttuðust nokkuð að fela aldurhnignum manni svo gífurleg völd, sem de Gaulle hefur haft, en hann hefur sýnt, að hann hyggst ekki misnota þau, heldur einungis leiða þjóð sína yfir eitt erfiðasta tíma- bil í sögu hennar, koma á friði og styrku lýðræðislegu stjómarfari. ÖSIGRAR FRAM- SÓKNAR OG KOMMÚNISTA |>andalag Framsóknarmanna " og kommúnista í verka- lýðshreyfingunni hefur beð- ið hvert afhroðið af öðru í stjórnarkosningum í verka- lýðsfélögunum. — Fram að þessu hafa kommimistar og Framsóknarmenn þó barizt hetjulega á flóttanum og hvarvetna lagt til atlögu. Nú er hinsvegar svo af þeim dregið, að þeir reyna ekki einu sinni að bjóða fram í einu stærsta verkalýðsfélag- inu, bifreiðastjórafélaginu Frama, heldur eru lýðræðis- í ALSÍR sinnar sjálfkjörnir. Eins og kunnugt er hefur lengst af verið mjótt á mun- unum við kosningar í þessu félagi, og náðu stjómarand- stæðingar til dæmis yfir- höndinni, þegar siðast var kjörið á Alþýðusambands- þing. Nú hefur sjálfsagt ver- ið talið skárra að taka áfall- inu af því að bjóða ekki fram, en að láta koma skýrt í ljós, hve fylgishrunið í fé- laginu er mikið. Sú ákvörð- im er samt einhver mesta gjaldþrotayfirlýsing, sem stjómarandstæðingar hafa gefið um sjálfa sig. Af úrslitunum í verkalýðs- félögunum má í fyrsta lagi draga þá ályktun, að laun- þegamir geri sér grein fyrir því, að líklegra sé til ávinn- ings að fylgja kjarabótaleið- inni og afneita hinni úreltu verkafallastefnu kommún- ista. í öðru lagi em úrslitin glöggur vottur um það, að launþegar eins ogaðrirsjáað rétt er nú stefnt í íslenzkum stjómmálum og viðreisnar- stefnan nýtur almenns fylgis. Loks hefur glöggt komið í ljós, ekki sízt í Iðju, að æsku lýðurinn afneitar kommún- isma og vill engin samskipti við hann hafa. Og meðan Framsóknarmenn eru í bandalagi við kommúnista, forðast unga fólkið þann flokk líka. HÆTTIR KREPPU- SÖNGURINN? TTvarvetna eru menn farnir að brosa að þeim barna- lega málflutningi Framsókn- armanna, að hér ríki nokk- urs konar kreppuástand, samdráttur og móðuharðindi af manna völdum. Um allt land er full at- vinna og hagur manna góð- ur, meira að segja betri en Viðreisnarstjórnin þorði í upphafi að lofa, því að hún lýsti því skýrt og greinilega yfir, að allir yrðu að taka á sig nokkrar byrðar til að rétta við efnahag landsins. Samhliða berast svo fregn- ir af því, að aldrei hafi ver- ið jafnmikil sparifjáraukning og á síðasta ári, aldrei jafn- hagkvæmur viðskipta- og greiðslujöfnuður síðan á styrjaldarárunum, að hafin sé greiðsla skulda þeirra, sem vinstri stjórnin hlóð á íslendinga og fjárhagur okk- ar í heild út á við styrkist með hverjum mánuðinum UTAN ÚR HEIMI 1 ---- Sameinuöu þjóð- irnar og Tshombe FOBMÆLANDI Sameinuðu þjóð anna gaf eftirfarandi yfirlýsingu á fundi við fréttamenn í Leopold- ville hinn 23. febrúar s.l.: „Eftir að Kitona-sáttmálinn hafði verið undirritaður, var svo að sjá sem Tshomibe hefði tekið sáttfúsari afstöðu til Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði að hann hefði fastákveðið að leysa vanda- mál leiguliðanna. Ennfremur ósk aði hann þess, að lögfróður mað- ur frá Sameinuðu þjóðunum „skyldi rannsaka form og orða- lag þeirra ályktana, sem fylkis- þingið gerði meðan það fjallaði um Kitona-sáttmálann“. Eftir fundi Katanga-þings (frá 3. janúar til 15 febrúar) var orðið ljóst, að hin sáttfúsa af- staða Tsihombes er að snúast í kænlega útreiknaða andstöðu við stefnu og aðgerðir SÞ í Katanga: f fyrsta lagi með því að fá þingið til að samþykkja hvorki né hafna Kitona-yfirlýsingunni, heldur biðja um ýtarlegri viðræður í „anda yfirlýsingarinnar". í öðru lagi með því að fá ættarhöfð- ingajna til að leggjast gegn Kitona-yfirlýsingunni. heldur biðja um ýtarlegri viðræður „í öðru lagi með því að fá ættar- höfðingjana til að leggjast gegn Kitona-yfirlýsingunni og gegn ferðafrelsi starfsmanna SÞ í Suður-Katanga; og í þriðja lagi með því að hefja að nýju lög- regluaðgerðir í Norður-Katanga jafnframt því sem Sameinuðu þjóðunum var synjað um leyfi til að flytja liðstyrk sinn til Kipushi, Kolwezi, Jadotville o. s. frv. í því skyni að koma í veg fyrir að leiguliðarnir sneru aftur. í vikunni áður en þingið kom saman átti Tshombe að ganga úr skugga um, að hve miklu leyti yrði gengið að Kitona-sattmál- anum án skilyrða. Hinn 7. janúar hafði „stjórnmálanefnd" þings- ins samþykkt álitsgerð þar sem lýst er yfir samþykki við yfir- lýsinguna með ákveðnum fyrir- vara. Þegar lögfræðiráðunautur Sameinuðu þjóðanna kom á vett- vang leyfði forsetinn þinginu að halda áfram umræðum, með þeim árangri að nefndin, sem fjallar um pólitísk og utanríkis- mál, samþykkti hinn 13. febrúar með 13 atkvæðum gegn engu (en einn meðlimur sat 'hjá) ályktun- artillögu, sem lögð skyldi fyrir þingið, þar sem nefndin sam- þykkir Kitona-yfirlýsinguna án nokkurs fyrirvara. Ályktunin hafði sama orðalag og bréfin sem fóru milli dr. Bunche, Adoula og Tshombe, þar sem lýst er yfir, að verði skilyrðum Kitona-sáttmálans fullnægt, gæti það skapað grundvöll fyrir lausn Katanga-vandans. Hinn 14. febr., þegar nefndin átti aðra umræðu um málið, var ályktunartillög- unni frá deginum áður breytt í mjög veigamiklum atriðum. At- enn viðurkennd. en nú er talað um „anda“ þeirra í ályktuninni. Næsta dag samþykkti þingið nýjar breytingar, sem drógu enn úr áhrifum Kitona-yfirlýsingar- innar. f staðinn fyrir samþykkt þingsins á Kitona-yfirlýsingunni fékk Tsihombe sem sé umboð til að halda áfram viðræðum við miðstjórnina í Kongó „í anda yfirlýsingarinnar". Meðan Tshombe beið eftir þessari ályktun frá þinginu, hafði hann þegar skipulagt fundinn, sem hann átti við ættarhöfðingj- ana 17. febrúar í þvd skyni að tryggja sér fylgi þeirra við sína eigin túlkun á Kitóna-yfirlýs- ingunni og fá þá til að neita her- mönnum SÞ um aðgang að Jadot- ville, Kolwezi, Kipushi o. s. frv. Um svipað leyti gaf hann fyrir- skipun um nýjar hernaðaraðgerð- ir í Norður-Katanga. Það að hernema Kongolo að nýju og fljúga DC-4 flugvél til Kongolo með matvæli eða her- gögn handa herlögreglunni er andstætt og brýtur í bág við þau skilyrði, sem Sameinuðu þjóð- irnar hafa sett. Tsihombe hélt því fram, að íbúar Kongolo hefðu verið illa á sig komnir og beðið um hjálp. SÞ tilkynntu mið- stjórninni og Tshombe, að ætl- unin væri að senda sérstaka nefnd til Kongolo til að rann- saka ástandið og útvega hjátp, er mauðsyn krefði, en Tshomibe hefur ekkf samþykkt þá hug- mynd. Sú staðreynd að herjeppar og vopnuð herlögregla komu aftur í ljós í Elisabethville bendir til 'þess að átt hafi sér stað hernað- arrekstur strax eftir að þingið hafði samþykkt tillöguna um Kitona-yfirlýsinguna. E.t.v. vissu þeir meðlimir Katanga-þings sem í skyndi náðu sér í „passa“ Og heimtuðu að komast frá Elisa- bethville, áður en „orustan“ hófst, hvað stjórnarvöldin 1 Katanga höfðu ráðgert. Eigum við að draga þá ályktun af þess- um viðburðum, að Tshombe og félagar hans vilji ekki friðsam- lega lausn vandans? Eða er þetta Ný skip til Færeyja Thorshavn, Færeyjum, 18. marz. Einkaskeyti til Mfol. FÆREYSKA stjórnin hefur tek- ið tilboði frá Vestlandsk Far- tygsbyggerlag í Bergen um Ián- veitingu vegna smíða á allt að 15 125 feta fiskiskipum úr stáll á norskum skipasmíðastöðvum, Lánið nemur 70% af snráðakostn- aðinum og endurgreiðist á sjö- árum með 7% vöxtum. Þá hefur stjórnin undirritað samning við Skala Skipasmiðja í Færeyjum um smíði á björgun- ar og eftirlitsskipi, sem áætlað er að kosti 2,5 milljónir króna (ísl. 15,7 millj.) auk vélar. Skipið verður byggt sem skuttogari og á að afhendast í ágúst 1963. Þetta verður fimmta stálskipið, sem smíðað er í Færeyjum. e FYRSTI hæstaréttardómarl af veika kyninu hefur nýlega verið skipaður í Mexíkó. Dómarinn er frú Salmoran de Tamayo. Tshombo riðin í Kitona-sáttmálanum eru {bar nýtt tilbrigði i helgidansl Katanga? — (Frá SÞ). sem líður. Þegar þannig er umhorfs í þjóðfélaginu eftir áratuga halla og margháttaða spill- ingu af uppbóta- og nefnda- farganinu, er sannarlega bjálfalegt að ímynda sér, að fólk fáist til að trúa því, að hér sé allt að farast í sam- drætti og kreppu. — Það er saga út af fyrir sig, að heill stjórnmálaflokkur, sem telja verður lýðræðissinnaðan, skuli álíta það heppilegustu bardagaaðferðina að beita fréttafölsunum, þögn um mikilvægar fréttir af efna- hagslífinu eða beinum blekk- ingum. Það eru sannarlega lítil meðmæli með stjórn- málaflokki og dagblaði. En þó kastar fyrst tólfunum, þegar reynt er að sannfæra almenning um andstæðu þess, sem hann hefur dag- lega fyrir augunum. Ef Tímamenn vilja halda slíkri túlkun áfram, þá geta þeir auðvitað gert það og við andstæðingar þeirra látum það okkur í léttu rúmi liggja. En í fullri vinsemd skal blaðinu bent á, að virðing þess mundi vaxa, ef það reyndi a.m.k. að hafa hlið- sjón af staðreyndunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.