Morgunblaðið - 20.03.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.03.1962, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ i " j i:" ? Þriðjudagur 20. marz 1962 GEORGE ALBERT CLAY: GINA Saga samvizkulausrar konu lð fallegt, og kynni einhverntíma að hafa not fyrir það. Gina var allsstaðar kynnt sem unnusta unga Diegos, svo að hún var farin að hata þann titil, en hvemig gat hún dvalizt þarna nema á þeim forsendum einum, að hún væri það. Ekki gat frú Lolyta hvort sem var, kynnt hana sem „Ameríkustúlkuna, sem er í húsinu hjá okkur og er að reyna að taka hann Vicente, son minn, frá henni Luisu Sffredo“! I>etta var staða, sem hafði í för með sér varkárni og virðingu, þar sem hún var ekki venjulegur gestur á heimilinu, heldur unn- usta eins af fjölskyldunni, og sem slík var hún virt og varin en þó fyrst og fremst vöktuð! Alltaf var einhver með henni til eftirlits.. Jómfrú Alverez var svo önnum kafin, að fá varðkonu til liðsauka fré Leyte, sem kölluð var „María Frænka“. Hún var líka meykerling, sem stóð í ein- hverju ójlósu sambandi við fjöl- skylduna, og hafði undanfarið haft einhverja málamyndastöðu á búgarðinum, þar sem ekkert var að gera, og var því ekkert hrifin af þessari vandastöðu sem varðhundur. María frænka var stutt og dig- ur og hangandi brjóstin, sem komu varla í Ijós fram fyrir tunnulaga magann gáfu henni heldur ólögulegt sköpulag, ekki sízt þegar þar við bættust fæt- ur og handleggir, sem voru enn ólögulegri. Svitinn rann stöðugt niður eftir hálsinum á henni að aftan, svo að kraginn á kjclnum hennar var alltaf rakur. Eins var skeggið á efri vörinni, sífellt rakt, og hún þerraði það stöðugt með vasaklút, sem hún sleppti aldrei úr hendinni. Hún kunni ekki orð í ensku. Annarhvor þessara verndar- engla var stöðugt á höttunum kring um Ginu. Hún gat ekki stigið fæti út í garðinn á nóttu eða degi, án þess að önnurhvor „frænkan“ væri í humátt á eftir henni ekki með henni, heldur alltaf á eftir henni. Jafnvel þegar hún var í herberginu sínu, urðu dymar alltaf að vera upp á gátt, og María frænka átti mörg efindi framhjá þeim. Viltu ekki koma inn og upp í til mín? æpti Gina einu sinni, þegar kella hafði alveg verið ,að gera út af við hana allan daginn og kom nú í þriðja sinn fram hjá dyrum hennar. María frænka staulaðist aftur að dyrimum með öilum sínum þimga, og stóð svo þar í vand- ræðum, því að kurteisin heimt- aði, að spurningunni væri svarað en hún skildi hinsvegar ekki orð. Gina brosti og sýndi tennur, en augun voru vingjarnleg. Já, ég er að tala við þig, hélt hún áfram. Ég vildi bara, að þú vild- ir einhverntíma koma að sund- pollinum, þá skyldi ég kæla ofur- lítið í þér. Kella komst í hreinustu vand- ræði, því að stúlkan var greini- lega að tala við hana. Hún kveið fyrir að þurfa að fara alla leið niður eftir hjálp, en þá létti Gina af henni áhyggjunni • með einu setningunni, sem hú kunni í spænsku: Buenas noehes! Kella horfði hissa á blikandi sólskinið, sem kom gegn um gluggatjöldin.... góða nótt, þó þó! En allir Ameríkumenn voru brjálaðir, hugsaði hún og dró sig svo burt. Um mánaðamótin júní-júlí, fór Ginu að verða ljóst, að hún var orðin næstum alltof vön þessu letilífi, sem þarna var lifað, þar sem hún þurfti ekki að hafa neitt fyrir neinu. Letin var komin yfir hana eins og hægfara sjúkdómur, þangað til hún var runnin henni í merg og bein. Hún tók að óttast, að hún færi að verða einskonar innistæða þarna, rétt eins og María frænka og tók að óttast, að einhverntíma yrði hún sjálf notuð sem verndarengill, og ef til vill sett út á einhvern búgarð- inn. Mario var eini sólskinsblettur- inn í þessari tilveru. Oftar en ekki læddist hún út á nóttunni og hitti hann í myrkrinu við sund- poliinn. Hún hafði aldrei séð framan í hann og vissi ekki, hvaða hlutverki hann gegndi þarna á heimilinu, og þau höfðu aldrei snert svo mikið sem fingur hvort á öðru. í hennar augum var hann ekkert annað en dreng- urinn, sem var að synda. Og hann heimtaði ekki annað af henni en að hún kæmi í. sundpollinn og léki sér við hana meðan allir aðrir væru í svefni. Enda þótt hann væri í hennar augum fremur draumur en veru- leiki var hún farin að hlakka til funda þeirra þegar kom fram yf- ir miðjan dag. Þannig var raun- veruleikinn hjá henni orðinn draumur og draumurinn raun- veruleiki. En svo kom veruleikinn til hennar, þegar de Aviles fór með hana í ameríska klúbbinn. Vic- ente ætlaði líka að fara og hún hafði nú ásett sér að segja hon- um einhvernveginn, að hún ætl- aði sér ekki að giftast unga Di- ogo.’ Þessi klúbbur var skemmti- staður Ameríkumanna, sem dvöldu í Cebuborg, alveg á sama hátt og bæði Englendingar og Spánverjar höfðu klúbba fyrir sig. Þessi klúbbur hafði bezta golfvöllinn á allri eynni og auk þess ágæta tennisvelli og sund- poll. Borðsalurinn var stór og há- vaðasamur og þar var hljóm- sveit, sem lék ameríska tónlist. Vicente bauð henni strax upp í dans og hélt fast utan um hana, svo að það var næstum óþægilegt í þessum mikla hita, en æsti hana upp, engu að síður. Henni varð næstum hverft við, 'þegar hann laut niður að henni og sagði: Ertu þá ekki lengur hrædd við mig? Ég hef aldrei verið hrædd við þig, Vicente, sagði hún. Ég var bara ringluð, meðan Diego var vandamál hjá mér — annað var það ekki. Ég vissi bara ekki í fyrstunni, hvað ég vildi. Þú veizt það þá núna? Já, svaraði hún. Nú veit ég hvað ég vil. Ég sagði þér einu sinni, að við mundum geta skemmt okkur saman, en svo læstir þú alltaf dyrunum hjá þér, af því að þú trúðir mér ekki. Hann hélt henni fast upp að sér og snerti hárið á henni með hökunni. Þú læsir þeim ekki í kvöld, er það? Dyrnar hjá mér eru læstar á hverri nóttu svaraði hún. Hún vissi, að hún varð að stilla sig og hrapa ekki að neinu. En svo eru til lyklar að læsingum. Hann var enn brosandi þegar hljómlistin þagnaði. Já, ef mað- ur getur fundið lykilinn, Gina. Hvernig er bezt að finna hann? Bézta aðferðin er að biðja stúlkunnar, svaraði hún um leið og hann leiddi hana að borðinu. Hún leit djarflega framan í hann. Hann hneigði sig um leið og hann gekk frá henni. hneigði sig djúpt, en andlitssvipurinn var óræður. Síðan dansaði hann við móður sína og gekk síðan að veitingaborðinu. En svo kom hann ekki aftur og hann varð þeim ekki samferða heim. Henni hafði brugðizt bogalistin. Morguninn eftir tók hún að hugsa um, hvort hún hefði nú kannske verið offljót á sér að snúast, eða hvort hann he-ii kannske yfirgefið hana Luisu vegna. Kannske hefði hann mis- skilið hana algjörlega eða elsk- aði Luisu enn. Þessi hugsun varð henni kvöl. Hún hitti Luisu úti í garðinum hjá foreldrum hennar og þegar Gina beindi samtalinu að Vic- ente, varð hún steinhissa á undir- tektum Luisu, sem voru rétt eins og ekkert væri um að vera. Hún játaði að hún hefði ekki séð Vicente í hálfan mánuð, og hitt með að að vísu væri ætlunin, að þau gengi að eiga hvort annað, en væru hinsvegar ekki opinber- lega trúlofuð. Ég skil ekki hvernig þú getur verið bæði trúlofuð og ótrúlofuð, sagði Gina, til að þreifa fyrir sér. Hann hlýtur að hafa beðið þín? Nei. Don Diego hefur beðið föður minn um hönd mína, út- skýrði Luisa. Það er siðurini hér, og ekki ætla ég að spyrna móti því. Ég held, að ég hafi ailtaf elskað Vicente, sagði hún lágt. Ég hef alltaf vitað, að ég mundi giftast honum, og hann kemur til mín þegar.... þegar hann.... þegar hann hefur.... ... .hlaupið af sér homin! Gina hló, en Luisa tók ekki undir með henni. En svo langaði Ginu til að særa Luisu, þó ekki væri nema til þess að sjá, hvort hún gæti elskað og hatað og grátið, eins og annað fólk, og bætti því við: Hann hagar sér ekki eins og hann langi neitt til að giftast þér. Þú misskilur þetta, svaraði Luisa blátt áfram. Hann langar ekkert til að giftast mér núna. Það kemur allt seinna. Jæja, þú um það, svaraði Gina og ypti öxlum. Seinna sagði hún við sjálfa sig, að enn hefði hún ekki beðið ósigur. Vicente elskaði ekki Luisu og langaði ekkert að eiga hana. Því auðveldara yrði honum að líta á hana sjálfa sem hugsanlega eiginkonu. En þá mundi hún eft- ir því, að nú var hún búin að vera sjö vi'kur í Cebuborg og júlímánuður var næstum á enda. Hún yrði að tryggja stöðu sína og því fyrr því betra. IX. Nú var braut Ginu brotin og það var jafn óhugsandi að víkja af henni og það hefði verið að stöðva einhverja hellidembuna, sem þarna voru svo algengar rétt fyrir aðal-regntímann. Hún hafði hlakkað til regntímans, af því að hann mundi færa með sér svala og kælu, en hún komst brátt að því, að regndemburnar í hitabeltinu færðu hvorki svöl- un né létti. Það var eins og himnarnir opn- uðust fyrirvaralaust og þjónustu- fólkið flýtti sér að hlaupa í næsta — Þetta var Daniel. Eg verð að segja það, að hún gerir það, sem hún getur til að gera mig afbrýðisama! X' * GEISLI GEIMFARI X- X- X- 1F THAT DURABILLIUM SPACB SHIP IS TESTED, IT WILL TURN OUT TO BE a o/tAsreK! J - •— Hvaða galla fannst þú á dura- bilium-blöndunni, John? Það er nauð- synlegt fyrir okkur að vita það. — Eg get ekki skýrt frá því. Það tekur of langan tíma og er of flókið. Eg legg til að þú komir strax hingað í rannsóknarstöðina. Ef durabilium- geimskipið verður reynt getur það haft hinar eilvarlegustu afleiðingar. afdrep. Við hverjar dyr og glugga voru regnpollar, sem þurrka þurfti upp og svo varð að hreinsa burt laufið, sem þakti allt yfirborðið á sundpollinum og oft varð að leggja nýja steina á þakið, í stað þeirra, sem fokið höfðu. Þannig hamaðist veðrið á ýmsan hátt, og húsbændurnir fóru jafnvel að tala um að fara til Hong-Kong eða Evrópu, eða jafnvel til Japans, meðan á þessu stæði. ÍHÍItvarpið Þriðjudagur 20. marz. 8.00 Morgunleikfimi (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónl. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar, — 9.10 Veð-Aiifregnir. — Tónl. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —• 12.25 Fréttir og tylkynningar). 13.15 Erindi bændavikunnar: a) Opinber afskipti af landbún-* a’3i á íslandi frá lokum síðari heimsstyrjaldar (Bjöm Stef- ánsson ritstjóri). b) Reynslubú í Vikan, Noregi (Arnþór Sigurjónsson rithöf.). 14.00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk. Tónlist. — 16.00 Veðurfr. — Tónl. — 17.00 Fréttir. — Endurtekið tónlistarefni). 18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Konsert í e-moll fyrir óbó og strengj asveit eftir Tele- mann (Haakon Stotijn og kamm- erhljómsveitin í Amsterdam leika; Japp Stotijn stjómar). 20.15 Framhaldsleikritið „Glæstar von- ir“ eftir Charles Dickens og Leik stjóri: Ævar R. Kvaran. Leikend- ur: Gísli Alfreðsson, Balvin Hall- dórsson, Valur Gíslason, í>orst- einn Ö. Stephensen, Gísli Hall- dórsson, Anna Guðmundsdóttir, Jón Aðils, Bryndís Schram, Lár- us Pálsson. Þorgrímur Einarsson, Klemenz Jónsson o.fl. 20.50 ,,Kvennaljóð“ (Frauenlibe und Lebe), lagaflokkur eftir Schu- mann (Christa Ludwig syngur við imdirleik Geralds Moore). 21.15 Erindi: Rabb um háskólabæinn Lund; síðari hluti (Dr. Halldór Halldórsson). 21.40 „Um haust“, konsertforleikur op. 11 eftir Grieg (Konugl. fílharm- oníusv. 1 Lundúnum leikur; Sir Thomas Beecham stj. 21.50 Söngmálaþáttur þjóðkirkjunnar (Dr. Robert A. Ottósson söng- málastjóri). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíysálmar (25). 22.20 Lög unga fólksins (Guðrún Ás- mundsdóttir). 23.20 Dagskrárlok. Miðvikudapur 21. marz. 8.00 Morgunleikfimi (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónl. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 9.10 Veðunfregnir. — Tónl. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Erindi bændavikunnar: a) Nýjungar í ullarframleiðslu (Stefán Aðalsteinsson búfjár- fræðingur). 9 b) Sauðfjárrækt (Sigfús >or- steisscm ráðunautur). c) Fjármennska / eftir l>orstein Geirsson bónda á Reyðará (EgiU Jónsson ráðunautur flytur). 14.00 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og til. Tónleikar. 16.00 Veðurfr. — Tónl. — 17.00 Fréttir. — Tónleikar) 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Leitin að loftsteininum" eftir Bernhard Stokke; III. (Sigurður Gunnars son þýðir og les). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 t>ingfr. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Haraldur Árnason ráðunautur talar um meðferð bú- véla. 20.05 Létt lög: Egerlánder músikant- arnir syngja og leika. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fomrita: Eyrbyggja saga; XIV. (Helgi Hjörvar rit- rithöfundur). b) íslenzk tónli9t: Lög eftip Bjarna Böðvarsson. c) Dr. Símon Jóh. Ágústsson pró- fessor flytur frásöguþátt um gamalt útilegumannabæli, Þórð- arhelli á Ströndum. d) Sigurbjörn Stefánsson flytuí vísnaþátt. e) Jóhannes úr Kötlum les úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar, 21.45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinsson cand mag). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmur (26). 22.00 Veraldarsaga Sveins frá Mæli- fellsá; VIII. lestur (Hafliði Jóns- son garðyrkjustjóri). 22.40 Næturhljómleikar: Kammerhljóm sveit útvarpsins í Strassborg leik ur. Stjórnandi: Marius Briancon, a) Sinfónía nr. 83 í G-dúr eftir Haydn. b) Lítil sinfónía fyrir blásturs- hljóðfæri etftir Gounod. c) Divertimento nr. 7 etftir Moz- art. 1 23.35 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.