Morgunblaðið - 17.06.1962, Page 4
4
MORGVyBLAÐlL
Sunnudagur 17. júnl 1962
Nýja hraunið á Tristan da Cunha. Gosið átti sér stað rétt hjá þorpinu, eins og sjá má
af því, að þorpið sést í neðra horni myndarinnar til hægri.
Nýja hraunið
á Tristan
da Cunha
MENN hafa hingað til hald-
ið, að Tristan da Cunha hafi
síðast gosið á undan nýaf-
stöðnu gosi fyrir hálfu
fjórða árþúsundi. Leiðangur,
sem fór til að athuga hið ný-
afstaðna gos fann hinsvegar
merki um, að gos hafi orðið
á suðurenda eyjarinnar fyrir
2—3 öldum.
Leiðangurinn komst að
raun um, að eyjarnar Inacc-
essible og Nightingale, sem
eru skammt frá (um 20 míl-
ur), séu leifar gamals eld-
fjalls, en Tristan da Cunha
sjálf er sjálfstætt eldfjall,
sem rís 6000 metra frá sjáv-
arbotni á Atlantshafshryggn-
um upp á efsta tind. Aðal-
gígurinn er á miðri eynni,
en um 20 gamlir aukagígir
eru um eyjuna.
Við gosið ýttist glóandi
hraundrangur um 80 metra
upp úr gígnum. Drangurinn
hrundi sjávarmegin og ákaf-
lega seig hraunleðja vall upp
úr gígnum.
Nýja hraunið er orðið 1000
metra breitt neðst, 80 ekrur
að flatarmáli og um 25
metra djúpt.
Gosið hætti alveg um miðj
an marz; síðustu 2 mánuðina
myndaðist kúfur yfir gígn-
um. Kúfurinn ris um 30 m
hár yfir hraunið. Foringi
leiðangursins, dr. I. G. Gass,
vill engu spá um, hvort íbú-
um eyjarinnar sé óhætt að
snúa heim.
(New Scientist)
Var hið týnda
tungumál Kritar
semitamál ?
Málfræðingurinn Cyrus H.
Gordon við Brandeis Uni-
versity telur sig hafa ráðið
hina miklu gátu, sem mál-
fræðingar hafa barizt við að
leysa áratugum saman:
Hvert var tungumál Forn-
Krítverja?
Hann segir það hafa verið
fönikísku.
Fyrir fimm árum vakti
hann miklar deilur meðal
málfræðinga með þeirri til-
gátu að málið á Linear A,
letrinu sem Krítverjar not-
uðu áður en Grikkir náðu
eyjunni á sitt vald á 15. öld
f. Kr., hafi verið akkadíska.
Akkadíska var semítamál,
eins og fönikíska. Gordon er
nú fullviss um að þetta mál
hafi verið fönikíska.
Á fornum leirtöflum og á-
letrunum frá Krít er þrenns-
konar letur, sem nefnast
Linear A, Linear B og Ete-
ocretan. öll hafa þau reynzt
erfið að þýða. 1952 tókst
Michael Ventris, brezkum
húsateiknara og frístunda-
dulmálsfræðingi, að ráða
Linear B með því að gera
ráð fyrir að tungumálið á
textunum væri frum-gríska.
Árið 1957 tókst Gordon að
finna semitísk orð á krít-
verskum vörulistum með
Linear A letri.
Á síðasta ári voru allir
krítversku textarnir gefnir
út, ljósmyndaðir. — Gordon
tókst þá, með hjálp ýmissa
annarra merkja að ráða þá.
Tungumálið reyndist fönik-
íska. Sama mál reyndist á
hinum fáu textum með Ete-
ocretan letrinu.
Þessi uppgötvun leysir
eina af mestu ráðgátum forn
leifafræðinnar og er sögð
„þýðingarmeiri fyrir sagn-
fræðinga en fundur handrit-
anna við Dauðahafið“.
Gordon telur nú, að hebr-
eska og gríska menningin
hafi ekki þróazt sjálfstætt,
heldur séu runnar af sam-
eiginlegri menningu, sem
hafi náð um öll löndin við
austanvert Miðjarðarhaf á
mínóíska tímabilinu.
(Scientific American)
Ær með falskar
tennur
1 Bretlandi hefur verið
gerð tilraun með að halda
ám á lífi með því að láta
þær fá falskar tennur.
Brezkir bændur fá því
betra verð fyrir dilkakjöt
sitt, sem lömbunum er slátr-
að yngri. Þessvegna er þeim
mikilsvert, að ær þeirra ali
sem vænst lömb, og það gera
þ^er á aldrinum 10—12 ára.
En úr því að ærnar eru orðn
ar 9 ára fara tennurnar að
detta úr þeim. Eiga þær
erfitt1 með að bíta, því eins
og kunnugt er hafa jórturdýr
ekki tennur í efra skolti.
Bóndi nokkur í Devonshire
gerði tilraun með að bjarga
nokkrum beztu lambám sín-
um með því, að láta smíða
gervitennur í neðri skolt
eirra. Sami tanngarðurinn
féll nokkurnveginn að góm-
um allra kindanna. Hann lét
því smíða nokkra eins, og
festi þá undir neðri kjálka
kindanna með spöng.
Ærnar, sem verið höfðu að
horast niður, tóku nú að
fitna sem óðast, og sýnir
að þær geta ekki að-
eins notað tennurnar, heldur
valda þær skepnunum ekki
teljandi óþægindum. Brezkir
fjárbændur líta þessa nýjung
hýru auga. ,
(New Scientist)..
þj er lei,!?ur einn a
sflötii
mn me
ARNI CESTSSON
• MIO» OO HtllDVItZtU*
m
Vatnsstíg 3 — Slmi 17930
od. 'Jó.Acumsson <L SmitA AQL
S'uni 24244 (3 tuAUx)
% ílarsh LsííitJBÍa/l
Heimilistœki
frá
Hoílandi
W.C. tæki af nýrri gerð, kassi og skál sam-
steypt og því mun auðveldara að hreinsa
tækið. Vatnsrennslið 1 kassann er alveg hljóð-
laust og vatnstengingu mjög haganlega fyrir
komið. Handlaugar af mörgum gerðum einnig
fyrirliggjandi.
Góð og vönduð vara — fallegar línur.
Athugið verð og gæði.
Heimsþekkt
vörumerki
U Sp
Einkaumboðsmenn
á íslandi fyrir:
Langinest selda garðsláttuvélin
NORLETT mótorsláttuvélin
slær og fínsaxar grasið og
dreifir því aftur jafnt á flöt-
inn. Rakstur því öþarfur. —
Slær alveg upp að húsveggj-
um og út í kanta. Hæðar-
stilling á öllum hjólum, sem
ræður því hve nærri er sleg-
ið. Ameriskur Briggs &
Stratton benzínmótor.
Vinnslubreidd 19 tommur.
Létt og lipur í notkun.
Gerð 805 fyrirliggjandi.
Verð kr. 3530.00
á Norðurlöndum