Morgunblaðið - 21.06.1962, Blaðsíða 3
Fdmmtudagur 21. júní 1962
MORGI’NULAÐIÐ
NOKKUR gróður er nú kom-
inn á yfirborð ReykjavíUut-
tjarnar, eins og vegfarendur |||
íhafa veitt athygli. I>etta er gg
vatnagróður, sem rekur um,
og ber talsvert á honum nú.
bæði vegna hita og vegna
þess að lágt er í Tjörninni.
Annars hefur gróður þessi oftg|
verið meira áberandi en nú. ||
Fuglarnir' á Tjörninni munu gl
gera sér gott af honum.
Menn voru sendir út á bát
í gaer til þess að kraka og||
slíta gróðurinn upp, þar sem
hann þykir fremur til óprýðis. ||
Varð annar þeirra þá fyrir gg
því, þegar hann rak lirífuklór g
una niður, að honum fannst g:
eitthvað kvikt vefjast umg|
hana. Hann kippti henni upp
og sá spriklandi ál slengjast
af henni og niður í vatnið.
Síðar urðu þeir varir við
marga ála, boldangsdigra og
allt að metralanga.
Virðist því sem áll sé geng-
inn í Reykjavíkurtjöm að
nýju. Á síðustu öld voru þeir
talsvert veiddir (stungnir
með álajárnum) handa dönsk
um kaupmönnum, sem hér
höfðu búsetu. íslendingar
vildu ekki líta við þeim. Sagt
er, að állinn hafi verið mat-
reiddur ýmist steiktur eða soð
inn, og var þá sá síðarnefndi
kallaður kokkáll. Síðar var
talið, að allir álar í Tjörn-
inni hefðu drepizt, þegar hún
botnfraus um 1911. Eitthvað
mun hann hafa farið að ganga
í Tjörnina aftur, en þegar
vitriol var sett í hana til þesö
að eyða gróðrinum, mun harrn
hafa drepizt. Er nú þess að
vænta, að menn fari að veiða
ál í gildrur í Tjöminni, eða —
ef þeim þykir það ekki nógu
veiðimannslegt — með ála-
járnum.
Alsír
Fra-mhald af bls. 1.
alsírsku bráðabirgðastjórninni í
Rocher Noir, væri sá grundvöll-
ur, sem byggja yrði á ráðstaf-
anir til að koma á friðsamlegu
ástandi í Alsír. — En samkomu-
lagið verður að vera fyllra,
sagði hann, — og því er nauð-
synlegt að ganga nú þegar frá
aðild evrópskra manna að ör-
yggisliði Alsír.
(TRSIiITAKOSTIR VARÐANDI
ÖR Y GGISLIÐIÐ
Afstaða Jean Gardes þykir
glöggur vottur þess, að flestir
seðstu leiðtogar OAS telji sig
nú ekki eiga annars úrkosta en
að láta undan síga og hætta
hermdarverkum. — Sá, sem
einkum er talinn eiga veg og
vanda af þessari breyttu af-
stöðu, er Jacques Susini, einn
af fremstu stjórnmálaleiðtogum
OAS, sem komið hefur fram af
hálfu samtakanna í samninga-
viðræðunum.
Eins og þegar hefur verið
getið, setti hann í útvarps-
ávarpi á þriðjudagskvöld þá
nýju úrslitakosti, að heitið
yrði innan 48 klukkustunda
að sveitir evrópskra manna
yrðu teknar í hið fyrirhug-
aða öryggislið Aisír.
Það er álit manna í Rocher
Noir, að þessi krafa geti haft
róandi áhrif á evrópskt fólk í
landinu, sem verið hefur ugg-
endi um að það yrði látið
6tanda uppi gjörsamlega varn-
arlaust, eftir þjóðaratkvæða-
greiðsluna hinn 1. júlí nk.
BJARTSÝNI RIKIR
Samkvæmt fregnum frá
Algeirsborg, eru bæði frönsk
yfirvöld og OAS-menn þar
nú bjartsýnir á, að meðlimir
hreyfingarinnar um gervallt
landið muni brátt staðfesta
samkomulagið. I Oran munu
óbreyttir borgarar, sem sam-
komulaginu eru fylgjandi, nú
hafa náð yfirhöndinni, og i
Bone og Constantin er einnig
talið að vænta megi breyt-
ingar til hins betra.
Síðustu 3 dagana hefur
•llt verið með ró og spekt í
AJgeirsborg, nema hvað eitt
minni háttar bankarán var
framið þar. Samgöngur eru nú
Önnur tilraunin
mistókst líka
Engin hætta af voldnm sprengjunnar
Honululu, 20. júní. (NTB-AP)
BANDARÍKIN gerðu á mið-
vikudag tilráun til þess að
sprengja kjarnorkusprengju
í háloftunum yfir Johnston-
ey á Kyrrahafi — en tókst
ekki. Varð að eyða eldflaug-
inni, sem flutti sprengjuna,
skömmu eftir að henni hafði
verið skotið á loft. \
komnar í eðlilegt horft aftur,
næstum 70% af verkamönnum,
sem múhameðstrúar eru, sækja
á ný vinnu sína í evrópskum
borgarhlutum og fer stöðugt
fjölgandi. Léttari blær er yfir
öllu, og styrkist jafnt og þétt
sú trú fólks, að nú sé ógnaröld-
inni loksins að ljúka fyrir fullt
og allt.
SKEMMDARVERK UNNIN
í Oran var ástandið ekki orð-
ið eins tryggt. Síðdegis á mið-
vikudag var gasstöð í útjaðri
borgarinnar sprengd í loft upp
í eigi færri en 5 öflugum spreng
•ingum. Ekki var kunnugt um að
neinn hefði slasast, en mikill
eldur logaði og náðu logarnir
upp í 100 m hæð. í bænum
Bone í Austur-Álsír var ráðliús-
ið eyðilagt í bruna, sem þar átti
sér stað eftir að þrjár spreng-
ingar höfðu verið sprengdar. —
Þrír slösuðust, og umfangsmikið
skjalasafn eyðilagðist. Skemmd-
arverk þessi eru ekki talin fela
í sér sérstakar líkur til þess að
áframhald verði á hermdar-
verkum OAS-manna.
AFSTAÐAN ENN A HULDU
Upplýsingaskrifstofa FLN,
hreyfingar alsírskra þjóðernis-
sinna, í Túnis, hefur enn ekki
skýrt frá afstöðu útlagastjórn-
arinnar til samkomulagsins, sem
gert var í Algeirsborg á sunnu-
daginn.
Þetta er í annað skipti, sem til-
raun til að sprengja kjarnorku-
sprengju í háloftunum misheppn
ast. Fyrri tilraunin var gerð á
sömu slóðum fyrir stuttu.
Tæknilegir gallar, sem í ljós
komu, örfáum mínútum eftir að
eldflauginni hafði verið skotið á
loft, ollu því, að óhjákvæmilegt
þótti að eyða flauginni. Kjarn-
orkuhleðslan sjálf var hins vegar
ekki sprengd. Féllu leifar eld-
flaugarinnar niður á svæði því,
sem afmarkað hafði verið fyrir
tilraunina. Engin hætta er sögð
stafa frá misheppnan tilraunar-
innar.
Kjamorkusprengingin átti að
verða í 320 lcm hæð og var
sprengjan eitthvað yfir 1 mega-
lest að stærð. — Kjarnorkumála-
nefnd Bandaríkjanna hefur ekk-
ert viljað segja um tilraunina.
Fundur Sjálfstæð-
ismanna á Skaga-
strönd
ÞANN 15. júní sl. var fundur í
Sjálfstæðisfélaginu Þrótti á
Skagaströnd.
Formaður félagsins, Ingvar
Jónsson, setti fundinn og stjórn-
aði honum. Fundarritari var
Þórður Jónsson.
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, framkvæmdastjóri Sjálfstæð
isflokksins, flutti erindi um skipu
lag og starfsemi Sjálfstæðis-
flokksins. Séra Gunnar Gíslason,
alþingismaður, ræddi um stjórn-
málaviðhorfið og síðan voru al-
mennar umræður og tóku þessir
til máls: Ásmundur Magnússon,
Ingvar Jónsson, Þórður Jónsson,
Jón Benediktsson og Axel Jóns-
son. —
Á fundinum fór fram kosning
fulltrúa í Fulltrúaráð Sjálfstæð-
isfélaganna í Austur-Húnavatns-
sýslu og kjördæmisráð Sjálf-
stæðisflokksins í Norðurlands-
kjördæmi vestra.
Mýir samningar
verzBunarfólks
I GÆRMORGUN tókust1
sanmingar milli Virmuveit-
endasambands íslands og
Vinnumálasambands sam-
vinnufélaganna annarsvegar
og Landssambands ísl. verzl-
unarmanna hins vegar. Kaup
taxtar eftirtalinna félaga
hækka um 9% frá og með 1.
júní:
Skrifstofu- og verzlunarmanna-
félag Suðurnesja.
Verzlunarmannafélag Hafnar-
fjarðar.
Verzlunarmannaf. Borgarness
Verzlunarmannaf. Akraness
Verzlunarmannaf. Snæfellinga
Veslunarf, Vesíur-Barðstrend-
inga
Verzlunarmannaf. Bolungavíkur
Verzlunarmannaf. ísafjarðar
Verzlunarmannaf. Húnvetninga
Verzlunarmannaf. Skagfii'Ginga
Verzlunarmannaf. Norður-Þing-
eyinga
Verzlunarmannaf. Neskaup-
staðar
Verzlunarmannaf Reyðárfjarðar
og Egilsstaðahrepps
Verzlunarmannaf. Eskifjarðar
Verzlunarmannaf. Vestur-Skaft-
fellinga
Verzlunarmannaf. Rangárvalla-
sýslu
Verzlunarmannaf. Vestmanna-
eyja.
Samningar þessir verða nú
sendir félögum til endanlegra
samþykkta.
(Frettatilkynning frá L.Í.VI)
STAKSTEINAR
Atvinnukúgnn
af verstu tegund
Aðfarir Framsóknarmanna tyr
síðustu hreppsnefndarkosn-
ingar á Selfossi sýna kaldrifj-
aðri frekju en menn eiga al-
mennt að venjast í pólitískri
baráttu hér á landi. 1 blaði, sem
þeir gáfu út fyrir kosningarnar
voru þrásinnis hafðar í frammi
grófar hótanir um atvinnukúg-
un af hálfu Kaupfélags Árnes-
inga og fyrirtækja þess.
í blaði þessu var m. a. komizt
að orði á þessa leið:
„Eðlilegast hefði verið að hér
á Selfossi hefði komið fram að-
eins einn listi, sem grundvallast
á samvinnustefnunni, af því að
hér vilja fáir kannast við ann-
að en þeir séu samvinnumenn,
að minnsta kosti í orði. Því
verður ýmsum á að spyrja: Til
hvers er verið að stilla upp
lista, sem ætlað er það hlut-
verk að vinna atkvæði frá sam-
vinnumannalistanum? Einkum
og sér í lagi er hlálegt að sjá
nöfn gamalla og gróinna starfs-
manna hjá samvinnufyrirtækj-
unum á andstöðulistanum, mönn
um er hafa þar mannaforráð og
trúnaðarstörf. Hafa þessir menn
ekki trú á samtökunum? Eru
þeir í grundvallaratriðum ámóti
þeirri upphyggingarstarfsemi,
sem þeir vinna hjá og njótaþar
góðra kjara.“
Andstæðingar Framsóknar-
manna innan samvinnufélag-
anna mega með öðrum orðum
ekki kjósa á móti þeim! Starfs-
menn kaupfélagsins á Selfossl
og fyrirtækja þeirra verða aS
fórna sannfæringu sinni, ef þeil
eiga að halda atvinnu sinni!!
Þeim einum verði trúað —
Síðar í þessari sömu grein
kosningablaðs Framsóknar á
Selfossi er komizt að orði á
þessa leið:
„Þetta mun þó ekki koma svo
mjög að sök í þetta sinn, þvi
almenningur fylkir sér áreiðan-
lega fast um samvinnumanna-
listann, en gerir þá um leið
kröfu til þess að þeim einum
verði eftirleiðis trúað fyrirmeiri
háttar verkefnum samvinnusam
takanna, sem eru í raun ogsann
leika samvinnumenn í orði og á
borði."
Hótunartónninn í þessum
skrifum fer ekkert á millimála.
Framsóknarmálgagnið gerir
kröfu til þess að þcir menn
verði hreinlega reknir úr þjón-
ustu samvinnusamtakanna, sem
ekki eru Framsóknarmönnum
nægilega auðsveipir. Til þess að
geta verið „samvinnumenn í
orði og á borði“ þurfa menn
sem sagt að vera Framsóknar-
menn eða kommúnistar!
„Þar taka þeir laun sínM
Loks bítur Framsóknarmál-
gagnið á Selfossi höfuðið af
skömminni með því að birta
eftirfarandi ummæli með mynd
af manni, sem er við vinnu á
verkstæði í kauptúninu:
„Hvar vinna Selfossbúar?
Hér er einn þeirra við störf
sín hjá samvinnufyrirtæki. Þar
taka þeir laun sín. Jafnvel D-
listamenn kunna vel við sig á
slíkum stöðum.“
Hér getur að líta kúgunar-
boðskap Framsóknar ómengað-
an. Pólitísk sannfæring mannaá
að fara eftir því hvar þeir „taka
laun sin.“ Menn sem vinna hjá
kaupfélögum og fyrirtækjum
þeirra eiga þess vegna að kjósa
Framsóknarflokkinn og banda-
menn hans í kommúnistaflokkn-
Þessar aðfarir Framsóknar-
manna á Selfossi eru svo sví-
virðilegar að fyllsta ástæða er
til þess að vekja athygli á þeim
og fordæma þær harðlega.