Morgunblaðið - 29.06.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.06.1962, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. júní 1962 MORGVNBLAÐ1Ð 3 Flugsýn h.f. tilkynnir: | AUar íyiti auglýsingar vorar ; um flugferðir til Hellissands, Hólmavíkur, Gjögurs Þingeyr, ar, Vopnafjarðar og, Norð- fjarðar á áður tilgráindum | dögum, eru hér með aftur- i kallaðar. Flugsýn h.f.. „Flugsýn“ hættir að auglýsa/ SAMGÖNGUR við marga af- skek'kta staði hér á landi eru oft á tíðum strjálar. Flugvell ir eru litlir og hefur Flugfé- lag íslands ekiki séð sér fært að halda uppi reglúbundnum ferðum til þeirra. Því hafa nokkrir framtakssamir, ung- ir menn hafið flug til ýimissa staða, sem helzt hafa verið út undan. Hafa þeir auglýst á- kveðnar ferðir og víst er um það, að þær hafa verið íbúum dreifbýlisins til afar mikils hagræðis. Skömmu eftir sl. helgi bár ust mönnum þessum bréf frá samgöngumálaráðuneytinu, þar sem þeim var tilkynnt, að auglýsingar, er þeir hefðu birt, brytu í bága við reglu- gerð frá 1947 um sérleyfi og lögskráningu áhafna. í tilefni af þessu, senri Mbl. sér til ýmissa aðila, sem mál- inu eru kunnugir. Réttindi flugmanna ekki nægileg. Brynjólfur Ingólfsson, deild arstjóri í samgöngumálaráðu- neytinu kvað nokkra aðila hafa fengið leyfi til svonefnds „tækifærisflugs“. Væri það leyfi til að fljúga með far- þega í flugvélum, er væru ekki stærri en fjögurra sæta, en leyfishafar mættu þó ekki auglýsa ferðir á ákveðna staði, á ákveðnum tímum. — Þetta hefðu þeir aftur á móti gert og því hefði ráðuneytið séð ástæðu til að taka í taum ana. Skv. reglugerð um áætl- unarflug, þarf til þess flug- menn, er hafa meiri réttindi en þeir, sem taka mega að sér tækifærisflug, þ.e. flug- stjóra. Er það vegna ákvæða Jón Magnússon, flugvirki, við tryggingafélaganna, er gera þær kröfur, að farþegar í áætl unarflugvélum séu hærra tryggðir en aðrir og einnig, að flugstjórar stjórni þeim vél- um. Ófullnægjandi vélar. Agnar Kofoed-Ilansen, flug- málastjóri vildi lítið um mól ið segja, en taldi einsýnt að flugmenn þeir, er haldið hefðu uppi áætlunarflugi með smá- flugvélum, hefðú gert það í al gjöru heimildarleysi. Taldi hann fráleitt, að hæ-gt væri að halda uppi reglubundnu far- þegaflugi í einshreyfils flug- vélum. Á leiðum þeim, sem menn þessi hefðu haldið uppi flugferðum á, gætu oft komið til greina aðstæður, sem litl ar flugvélar væru alls óihæfar til að mæta, svo sem ísing eða blindflug, en að / sjálf- sögðu væru þær ekki útbúnar neinum tækjum til slíks. Auk þess kvað flugmálastjóri Flug félag íslands hafa hug á að hefja áætlunarferðir til ým- issa afskekktra staða í--baust, og væri það nú að athuga með kaup á tveggja hreyfla fhigvél í því skyni. Blaðið hafði þá tal af Hilm- ari Sigurðssyni, deildarstjóra innanlandsflugs hjá F.f. Kvað (hann síðasta Alþingi hafa sam þyfckt að festa kaup á vél í þessu skyni, og væri áætlað að hefja reglubundið farþegaflug til Vestfjarða á hausti kom- anda. Væri nú verið að vinna að endurbótum margra minni flugvalla fyrir vestan og væri enn ekki hægt að segja, hvaða tegund flugvélar yrði fest kaup á, en að sjálfsögðu yrði hún útbúin hinum fullkomn- ustu tækjum til blindflugs. — Um flug til annarra staða, þar sem aðeins eru litlir flugvell- ir, kvað Hilmar enn efckert hafa verið ákveðið, en þau mál væru í undirbúningi. Nauðsynlcg þjónusta. Flugfélagið, „Flugsýn", er í eigu Stefáns Magnússonar, Jóns Júlíussonar, Jóns Magnússonar, Harðar Eiriks- ‘ sonar og Jóns Þ. Jóhannssonar j sem allir starfa jafnframt hjá ' Loftleiðum. Hefur félagið flog ið með vörur og farþega til ' ýmissa staða úti á landi, auk í þess, sem á vegum þess er , rekinn flugskóli og á Flugsýn tvær „Cessna-140“ flugvélar 1 til þeirra nota. Einnig á félag- ( ið „Stinson“-vél, fjögurra j sæta og loks „Norseman“-vél, sem keypt var sl. haust af 1 dönsku Grænlandsverzlun- ( inni. Eru um 500 vélar af s þeirri gerð í notkun víða um heim, enda taldar mjög traust ' ar og öruggar. ( Blaðið hafði tal af Jóni | Magnússyni, flugvirkja Flug- , sýnar og spurði um álit hans á fyrirmælum samgöngumála ( ráðuneytisins. Kvað hann þá ( félaga hafa ákveðið að aftur . kalla allar fyrri auglýsingar sínar um flug út á land á á- ( kveðnum dögum, úr því að | það væri vilji ráðuneytisins j og flugráðs. Hins vegar hefðu ' þeir leyfi til að fljúga hvert á ' land sem er, eftir pöntunum f og myndu þeir að sjálfsögðu ( halda því áfram. Þeir hefðu flogið til margra staða úti um land, einu sinni í viku til I flestra, og þar eð auðsýnilegt * væri, að fólk úti á landi þarfn ( aðist mjög slíkrar þjónustu og j kynni vel að meta hana, væri engin ástæða til að leggja ' hana niður. Aðspurður kvað ( hann mjög vafasamt, að blind ( flugstæki kæmu að fullum , notum í litlum vélum, þar sem ' aðeins fjórir flugvellir úti á ( landi, ísafjörður, Akureyri, j Egilsstaðir og Vestmannaeyj ar hefðu aðstæður til að láta ' þau koma að notum. f Auglýsum áfram. Fjórir ungir menn stofnuðu fyrir nokkru síðan flugfélag, er þeir nefndu „Flugfélag Reykjavíkur“. Eru það þeir Erlingur Einarsson, sem er framkvæmdastjóri félagsins, Egill Benediktsson, Björn Thoroddsen og Erlingur Jó- hannesson. Nokkur styr hefur staðið um nafn félagsins og er þess var farið á leit við borg arráð, að leyft yrði að nota það, neitaði borgarráð þeirri beiðni. Er Erlingur Einarsson var spurður um álit sitt á bréfi samgöngumálaráðuneyt- isins, sagðist hann álíta grund völl þeirra skrifa mjög vafa- saman. Kvað hann það hafa komið fram á fundi, er hald- inn var með deildarstjóra ráðu neytisins, flugmálastjóra, full trúa „Flugsýnar" og fulltrúa „Flugfélags Reykjavíkur“ að ef auglýstar væru ferðir til ákveðinna staða og flogið Framli. á bls. 22. 1 Erlingur Einarsson við „De Haviland Rapide“ fiugvél félangs sins. Fljúgum til Hellissands — Hólmavikur — Gjögurs — Búðardals — Stykkishólms. SúnmO-3-75. Þannig hefur „Flugfélag Reykjavíkur“ auglýst ferðir sín- ar íMbl. STAKSTEII\IAR Þáttur Framsóknar og Sambandsins Alþýðublaðið birti í gær for- ystugrein, þar sem rædd er af- staða Framsóknarmanna til vandamála útvegsins. Er þar m.a. komizt að orði á þessa leið: „Tíminn segir, að ríkisstjórn in hafi felit gengið í fyrrasumar og hækkað útflutningsgjöld á sjá.varafurðum og það hvort- tveggja hafi ásamt háum vöxt um lagzt þungt á útveginn. Hins vegar sleppir Tín’.inn alveg þætti Framsóknar, Sambandsins og kommúnista í þessu máli. Mönnum er það enn í fersku minni, að það var Sambandið, að áeggjan Framsóknar og kommúnista, sem hafði forystu um það á s.l. ári að koma á meiri almennum kauphækkunum. en atvinnuvegirnir gátu risið undir Og ef útvegurinn hefði átt að bera kauphækkun, án þess að fá meira greitt fyrir vörur sínar á erlendum markaði í islenzkum krónum, hefði hann sennilega stöðvazt alveg. Gengisbreyting- in varð því útveginum tii bjarg ar á s.I. ári en ekki til skaða, eins og Tíminn vill halda fram. Hinsvegar hefði aldrei til neinnar gengisfellingar þurft að koma á s.l. ári ef Framsókn og kommúnistar hefðu ekki komið á mun meiri kauphækkunum. en efnahagskerfið þoldi. Aðgerðir Framsóknar og kommúnista í launadeilum á s.l. ári voru fyrst og fremst tilræði við útvegimi, sem ekki þoldi nein áföll. En ríkisst'órnin kom í veg fyrir að það tilræði heppnaðist.“ Ein verzlun í hverju héraði Einu sinn var kaupfélagsstjóri í Vík í Mýrdal, sem hélt því fram, að hagsmunir fólksins gagnvart verzlun og viðskiptum væru bezt tryggðir með því að einungis ein verzlun væri í hér aði hverju. Að áliti hans hlaut sú verzlun að vera kaupfélags- verzlun. Þessi nýstárlega kenning kaup félagsstjórans vakti allmikla athygli ogs var mikið rædd í blöðum og á mannfundum. En hún reyndist eiga lítinn hljóm- grunn hjá þjóðinni. AHur al- menningrur gerði sér ljóst, að slíkt verzlunarfyrirkomulag myndi ekki heppilegt. Af því hlyti að leiða, að öll samkeppni um viðskipti fólksins væri útilok- uð. Hinu eina verzlunarfyrir- tæki, hvort heldur það væri kaupmannaverziun eða félags- verzlun, myndi skapazt einokun araðstaða, sem ekki væri æski- leg*. Úrelt kenning Kaupfélagsstjórinn, sem hélt fram sjónarmiði einokunarinnar hefur nú gengið fram á ritvöll- inn í Tímanum að nýju. Að þessu sinni er erindi hans að verja hótanir þær um atvinnu- kúgun, sent. Framsóknarmenn beittu á Seifossi í síðustu hreops- nefndarkosningum. Honum finnst það sjálfsagt að andstæð ingum Framsóknarmanna sé hót að brottrekstri úr stöðum sínum hjá samvinnufyrirtækjum, ef þeir ieyfi sér að vera á framboðs iista Sjálfstæðismanna og kjósa á móti forystumönnum Kaupfél ags Árnesinga og fyrirtækja þess. Honum finnst það líka sjálf sagt að menn greiði atkvæði eft ir því hvar þeir taka laun sin. Hætt er við því að þessi úr— elta afturhaldskenning Fram- sóknarmanna eigi ekki meiri hljómgrunn hjá þjóðinni en sú kenning kaupfélagsstjórans í Vík að það samræmist bezt hags munum almennings að ein ver/,1 un sé í héraði hverju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.