Morgunblaðið - 29.06.1962, Page 13

Morgunblaðið - 29.06.1962, Page 13
Fostudagur 29. Júní 1962 13 MORCVNBL'AÐIÐ TÓFAN hefir gert mörg um íslenzkum bóndanum ljóta skráveifu og því er hún eitt þeirra meindýra, sem menn bera þyngstan hug til. Hún er því rétt- dræp hvar sem til hennar sést og með hvaða ráðum sem hægt er að granda henni. Refaveiðar eru því stundaðar í hverri sveit og við eigum margar þjóð- kunnar grenjaskyttur, jafnvel svo að um þær hafa verið samdar heilar bækur. MlMkMa lausum dugnaði og elju. Heiða landið fóstraði hann og fjöl- Skyldu hans meðan aðrir brutu land á gresjum Amer- íku. Þaðan flutti hann með 180 fjár. Björn kunni ekki að villast í heiðaferðum hversu sem viðraði. Hann var héraðs frægur leitar- og ferðamaður, enda var um hann sagt: „Hvað er að tala um Björn. — Björn fer út í allt.“ Þá hafði Björn hlaupið til amtmannsins á Akureyri og fengið byggingarbréf fyrir jörð handa' vini sínum, með- an annað bréf hafði á sama tíma verið sent með pósti sem svipt hefði vin hans ábúðinni. Hart veður og ófærð var í þessari för og auk þess hafði Björn aldrei svo mikið sem komið norður á Stóra-Vatns- skarð. Hjónin í Grímstungu, Lárus Björnsson og Petrína Jóhannsdóttir. A3 baki þeirra sér inn Vatnsdalinn. Grímstungubæinn ber við höfuð Lárusar. í grenJóJekt með Grímstungufeðgum: Hvað er að tala um I. greín Okkur fannst því vel við eiga á þessu vori að fara í grenjaleit með elstu starfandi grenjaskyttu landsins, og þeim manni er tvímælalaust hefir grandað flestúm lágfótum. Ef yrðlingar eru með taldir nem ur tala dýranna þúsundum, enda er Lárus bóndi Björns- son í Grímstungu búinn að stunda refaveiðar í milli 50 og 60 ár. Veiðiland hans hef ir verið heiðarnar fram af Austur-Húnavatnssýslu og allt norður á Skagaheiði. Lár us hefir flest unnið rúmlega 100 dýr á einu vori. Það var sólbjartur síðari hluti þriðjudags er við kom- um í Vatnsdalinn, höfðum komið með áætlunarbíl Norð urleiðar frá Reykjavík. Með mér var Eggert Lárusson frá Grímstungu. Við settumst nið ur í hvammi milli Hólanna sunnan við Sveinsstaði, í skjóli fyrir norðannæðingn- um, sleiktum sólskinið og bið um eftir farkosti fram í Vatns dal. Ferðin undirbúin — Hér gaggar refurinn að mál sé að fara á fætur. Lár- us Bjprnssoin stendur við rúm stokkinn og glottir í skeggið. Þessi 72ja ára fjall.agarpur er morgunglaður og það er veiði glampi í augum þessarar gam alreyndu grenjaskyttu. Það er miðvikudagsmorgunn og ekki tjáir að flatmaga leng ur í bælinu, því löng ferð er framundan í dag. Við tökum saman föggur okkar og hús- freyja Lárusar fru Petrína Jó harmsdóttir hefir gert okkur góðan nestismal. Það þarf að laga járn undir þremur hest- •um áður farið er af stað og byrjum við á því. Léttatelpa hefir sótt hestana fyrir okkur upp í fjall. Við gerum ráð fyrir að koma niður á fimmtu dagskvöld eða föstudagsmorg un, allt eftir hvernig ferðin gengur. Við höfum 6 hesta til fararinnar og trúss eru á tveimur. Úti í réttinni er fjöðrum bætt í skeifur og þau járn löguð, sem aflaga fara. Síðan er búið upp á trússahest ana. Margt tækja þarf með í för sem þessa, því auk mat- seldartækja þarf dýraboga og skotfæri. Það er komið fast að hádegi er allt er tilbúið og við höfum kýlt vömbina, kvatt heimafólk og leggjum af stað. Veðrið er sæmilegt, þó frein- ur svalt og ekki sólfar er á daginn líður. Fram Gríms- tunguheiði er riðinn þemb- ingur af og til, haldið vel á- fram. Ég hef hlotið að reið- skjóta 18 vetra hest sem Nasi heitir, engan góðgangshest, en vel vakandi og þrælduglegan. Lítið er um útúrdúra og ekki stanzað nema til að lofa hest- unum ao pissa, fyrr en komið er fram á Svínavatnshæðir. Sjáum tófu. Er við nálgumst hæðirnar sjáum við tófu norðvestant í grjóturð á vesturbrúninni. Hún hleypur hratt fram á brúnina, en verður þá líklega vör við okkur því hún snýst snarlega og þýtur upp yfir urðina. Hún er langt úr skot- færi. Við erum á óheppilegum stað, því vindurinn stendur af okkur en lyktskynjun tóf- unnar er hennar næmiasta skilningarvit. Við getum því slegið því föstu að hún muni halda sig í vindstöðu við okk- ur í hæfilegri fjarlægð, ef hún á yrðlinga í greni þarna í nánd, annars þjóti hún eitt- hvað út í buskann. Okkur virtist henni bregða fyrir á mosavöxnu barði í talsverðri fjarlægð er við komum upp í urðina. Við skeyttum því ekki frekar um hana en leituðum nú að greni hennar ef ske kynni að hún ætti þar yrð- linga. Þar var vonin að bíða hennar og heilsa upp á hana með eldi og brennisteini ef hún nálgaðist heimili sitt. En leitin á Svínavatnshæð- um bar engan árangur þótt skoðuð væru 6 greni, sem þar eru þekkt. Aðeins fannst hár í einum munna, sem sýndi að gengið hafði verið um gren- ið í vor, en yrðlingar voru engir. Suðaustán í hæðunum var sömu sögu að segja. Skipt var nú leitum, hélt Eggert á Álfthólagreni en Lárus kann aði Ketilholufláargreni og grenin við öldumóðu- höfða og fylgdi ég honum. Bkkert fannst og var því hald ið beina leið að Öldumóðu- skála, sem er gagnamanna- kofi og þar tekið til snæðings. Klukkan var orðin 6 síðdegis. Eftir tæpa klukkustund var enn haldið af stað. Voru nú könnuð greni í Hestlækjar- tungu bæði hið ytra og syðra. Þar var aðbúnaður, skurn af gæsareggi og ofurlítill umgang ur, en ekki nægur til þess að hægt væri að gera ráð fyrir að þar væru yrðlingar. Lárus lagðist þó á munnana og gagg- aði ef von kynni að vera á yrðlingum. Ekkert svar. Hald ið var áfram, skoðuð greni í Hornflá, við Hornfláarlæk, Miðkvíslarkrók og á Réttar- hólsöldu. Lárus var kátur og skemmti legur alla tíð, hafði vísur og frásögur á takteinum. Við flest grenin voru bu,ndnar einhverj ar minningar. Á eitt grenið hafði hann komið að læðunni þar sem hún var að gefa yrð- ið nema einu sinni, þá í fimm ár. Það gerði faðir Lárusar, Björn Eysteinsson, Björn var nánast þjóðsagnapersóna í lif anda lífi, svo margar voru af honum sögurnar. Hann var kunnur fjallagarpur og heiðahind og þegar aðrir flúðu til Ameríku undan horfelli, harðrétti og braðapest flutti Björn fram á heiðar. Þá hafði hann nýlega fastnað sér konu og var búinn að kaupa jörð og greiða nokkuð í henni. Kaupin gengu til baka, en nokurt land fékk hann af jörð inni, sem var Forsæludalur. Landið, sem hann fékk var svonefndar Forsæludalskvísl- ar, gífurlega stórt og unginn úr Grímstunguheiði og Auð- kúluheiði. Landið náði frá Fellakvísl að austan, en hún Þannig leið dagurinn hjá okkur þremenningum við sög ur og vínsnaspjall milli þess sem við athuguðum grenin, sem öll voru tóm og sum lítið um gengin á þessu vori. Gátum legið á tveimur grenjum. Lárus hafði gert ráð fyrir að tíminn myndi leyfa.okkur að liggja á tveimúr grenjum, en þessi dagur leið svo að ekkert var lagzt. Við riðum síðast þembing austan af Rétt arhólsöldu í öldumóðuskála og var þá svarta þoka og vissi ég að sjálfsögðu ekkert hvert haldið var. Lárus spurði tíðum Eggert son sinn hvar þetta eða hitt grenið væri, en hann hafði aðeins einu sinni áður farið á flest þeirra. Eggert reynd- ist furðu glöggUr og hefir því tekið í erfðir bæði ratvísi og veiðináttúru föður síns og afa, því Björn Eysteinsson var orðlögð grenjaskytta. Það eru því mestar líkur til að rebbi muni ekki eiga friðland fyrir þeim Grímstungufeðgum í náinni framtíð, því bræðurnir Eggert og Grímur munu báð- ir taka við starfi föður síns sem tófubanar að honum fra gengnum. Þeir hafa og bætt við sig nýrri grein veiðiskap- arins, en það er vinnsla minka grenja, sem Lárus hefir aldrei lagt sig eftir. ^'■.-■^••.^•.••k-.y:,..,,•:••: r.m- ■' Grímstungufeðgar, Lárus lingunum að sjúga úti fyrir munnanum. Hann. féfck sig ekki til að skjóta hana fyrr en hún var staðin upp, en þá varð hún að deyja eins og allar systur hennar og bræður er til næst. Fæddur á heiðinni. Á Svínavatnsæðum blasti við okkur fæðingarstaður Lárusar, Réttarhóll. Þar hef- ir ekki svo vitað sé verið bú- byssur rennur vestan Sauðafells. Vest urmörk voru við Ströngu- kvísl. Norðurmörk af há Búr felli á Forsæludalsmerki aust ur yfir Eyjavatn og fram náði landið í Búrfjallahala. Efni til bæjarbyggingar fðkk Björn Eysteinsson úr húskofum í Dalsseli, er heyrði undir Forsæludal. Lítil voru hús og lágreist á Réttarhóli, en þar kom Björn undir sig fótunum á ný með takmarka- : Hvíld eftir 14 tíma. Klukkan tvö um nóttina komum við í Öldumóðuskála og höfðum verið 14 tíma á ferðinni. Ekki verður því neit að að slæptur var ég þá orð- inn er> mest furðaði mig hve brattur Nasi var, að hafa haldið á mér alla þessa leið. Hann munaði ekki um 250 pundin að skokka með þau í 14 klukkutíma um mýrarflóa, Framh. á 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.