Morgunblaðið - 29.06.1962, Page 24

Morgunblaðið - 29.06.1962, Page 24
Fréttasimar Mbl — eftir lokun — Erler.dar fréttir: 2-24-85 Innlendat fréttir: 2-24-84 1 CREN3ALEIT Sjá bls. 13 145. tbl. — Föstudagur 29. júní 1962 Hver dk d lombið? KL. 20:16 sl. þriðjudagskvöld var ekið á lamb á Grafningsvegi norð anvert við Ingólfsfjall. Fannst lambið dautt á veginum en sá, sem ók á það, hefur ekiki gefið sig fram. Vitað er að um þetta leyti var þarna á ferð fólksbif reið úr Reykjavík, rauðbrún að lit, og af eldri gerð. Var bifreið þessi á norðurleið. Eru það vin- samleg tilmæli að ökumaðurinn gefi sig fram hið fyrsta við lög- regluna á Selfossi eða rannsókn arlögregluna í Reykjavík, svo og aðrir þeir sem upplýsingar gætu gefið um mál þetta. Við Kerið. — Frá síðustu Varðar-ferð. Sumarferö Varöar austur í sveitir nk. sunnudag HIN árlega sumarferð lands- málafclagsins Varðar verður að þessu sinni farin næst- komandi sunnudag, hinn 1. júlí. — Heimsóttir verða nú margir merkir staðir í Gull- bringusýslu og Árnessýslu, meðal annars staldrað við hjá Strandarkirkju, í Vill- ingaholti, Skálholti og víð- ar. Leiðsögumaður verður Árni Óla, ritstjóri, en hann er eins og allir vita manna fjölfróðastur um sögu þeirra sveita, sem ekið verður um. — Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu við Aust- urvöll kl. 8 á sunnudags- morgun og komið aftur um kvöldið. Sumarferðir Varðar eru nú orðnar árlegur viðburður í lífi borgarbúa, sem beðið er með eftirvæntingu. — Reykvíkingar hafa hundruðum saman tekið þátt í ferðum þessum, og flest- ir eða allir, sem einu sinni hafa verið með í þeim, lagt áherzlu á að komast oftar. — Eru þeg- ar margir, sem hafa skráð sig í ferðir.a á sunnudaginn. Athyglisverð Að þessu ferðaáætlun sinni verður haldið Framsókn afhendir konunum Kópavog PAU tíðindi hafa gerzt í Kópa- vogi að kommúnistar hafa náð þar völdum á ný með aðsíoð Framsóknarmanna. Samþykktu Framsóknarmenn tilboð' frá kommúnistum um samstarf, og mun bæjarstjórirm verða komm- únisti, Hjáimar Ólafsscn, kenn- ari. Ráða kommúnistar bví enn á niý lögum og Iofum í Kópa- vogi með tilstyrk Framsóknar- manna en áður hafði Framsókn- armönnum borizt bréf frá Sjálf- stæðismönnaim þar sem stungið var upp á því að starf bæjar- stjóra í Kópavogi skyldi auglýst laust til umsóknar, en málefni réðu síðan afstöðu flokkanna hverju sinra. Hirtu Framsókn- armenn ekki um að svara þessu bréfi heldur gengu til samstarfs við kommúnista og afhentu þeim völdin í Kópavogi næstu fjögur árin. í gær staðfesti „Þjóðviljinn" samninga Framsóknarmanna og kommúnista í forsíðufrétt undir fyrirsQgninni „Vinstri samvinna í Kópavogi“ og segir að aðilar hafi gengið frá „ýtarlegum mál- efnasamningi og komið sér sam- an um kjör bæjarstjóra, starfs- manns bæjarins og kjör nefnda". Fyrsti fundur bæjarstjórnar Kópavogs verður í dag. Þegar að kosningum i vor af- stöðnum hófu Framsóknarmenn og kommúnistar samningavið- ræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs. Var þeim viðræðum nokkuð komið þeg- ar Framsóknarmenn skyndilega buðu upp á samstarf allra flokka um stjórn bæjarins, en því til- boði var hafnað af Sjálfstæðis- flokknum og Allþýðuflokknum, sem lýstu því yfir að ek'ki yrði gengið til samstarfs við komm- únista. Fyrir nokkru rituðu bæjarfulíl- trúar Sjálfstæðismanna í Kópa- Framhald á bls. 23. austur á bóginn til ýmissa merkra og sögufrægra staða í Framhald á bls. 23. Banaslys á síldarmiðunum Siýrimanninn tók út með nótinni Akureyri, 28. júní. SEINT í gærkvöldi eSa nótt varð það slys er vélskipið Hafþór frá Norðfirði var að kasta á síldarmiðunum á vestursvæðinu úti af Horni, að stýrimaður skipsins, Hilm ar Tómasson frá Norðfirði, lenti á einhvern hátt í nót- inni og dróst með henni fyr- ir horð. Mikil leit var gerð að Hilmari, hæði af skipinu sjálfu og léttabát frá því, en hann náðist ekki. Hilmar var þrítugur að aldri og lætur hann eftir sig konu og þrjú böm. Hafþór kom til Akureyr- ar á fimmta tímanum í dag, og munu þessu fara föstudag. sjópróf í máll fram á morgun, Verður þá væntanlega hægt að skýra nánar frá til- drögum slyssins, en skipverj- ar vildu lítið um slysið segja fyrr en sjópróf hefðu farið fram. — St. E. Sig. > Lagos, Nígeríu, 28. júní (AP) Stjórn Nígeríu hefur ákveðið a3 þiggja boð sovézku stjórnarinn ai um að senda 45 stúdenta til náms í Sovétríkjunum. Fá stúd entarnir námsstyrki til fimm til sex ára náms í vísindum ýmiss konar, tækni og landbúnaði. Konráð Einarsson og Karl Þorláksson með yrðlingana. Með lóuegg og þrastar- unga handa yrðlingunum HVERAGERÐI — Mér datt í hug að það væri eitthvað að frétta, er ég sá hér í Hvera- gerði þá bændur Konráð Ein- arsson á Grímslæk og Karl Þorláksson frá Hrauni í Ölf- usi. Ekki þarf að kynna þá heiðursmenn, báðir reka þeir myndarleg bú. Auk þess hafa margir fengið að renna fyrir lax hjá þeim. Eklki vita þó allir að Konráð bóndi er bú- inn að stunda refaveiðar í 30 ár og gerir enn, þó hann sé 63 ára gamall. Karl hefur í 20 ár legið á grenjum, með góð- um árangri. Þegar ég tók þá bændur tali, voru þeir að koma ofan af svokölluðum Landdölum, en þar hefur verið greni í 25 ár og töldu þeir það éinsdæmi, et. ástæðan sennilega sú að grenið er svo sendið. — Það brást ekki í þetta sinn að þeir fengju veiði, tvö fullorðin dýr og tvo yrðlinga, sem þeir höfðu lifandi hjá sér til að tæla dýrin út. Eftir nokkurra kluikku- stunda bið, sást til gömlu dýr anna með björg í bú og var kvendýrið með fjóra skógar þrastarunga og karldýrið með lóuegg í kjaftinum. — Ekki eiga þessi dýr eftir að valda meira tjóni. Refaskyttunnar töldu að einn yrðlingur væri eftir í greninu, en þeir höfðu ekki nógu langa viðdvöl þár, því fleiri greni þurfti að vinna. Næsta dag hafði ég tal af Karli. Þá vóru þeir búnir að ná í tvö fullorðin dýr til við bótar, en ekki náðu þeir yrðlingum og lögðu út boga. Heldur þótti þeim bændum kalt að hafast við í útilegunni í hífandi roki og rigningu. — Þess má áð lokum geta að veiðst hafa 9 minkar á þessu ári á Grímslæk hjá Konráði. — Georg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.