Morgunblaðið - 29.06.1962, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIB
Fostudagur 29. Júní 1962
mttuiiIifðMfr
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 3.00 eintakið.
ABYRGÐ ERLENDAR
f^rarosóknarmenn eru mjög
argir út af því að
Morgunblaðið skyldi vekja
athygli á ósamiindum og
fölsunum Erlendar Einars-
sonar í ársskýrslu SÍS og
atvinnukúgun þeirri, sem
hótað var á Selfossi fyrir
hreppsnefndarkosningar þar.
Telur Tíminn þessi skrif
Morgunblaðsins sérstakan
fjandskap við samvinnu-
stefnuna.
Sannleikurinn er sá, að
með því pólitíska hlutverki,
sem Erlendur Einarsson tók
að sér að leika, stórskaðaði
hann þau samtök, sem hann
á sérstaklega að þjóna. Á
fyrstu árum hans sem for-
Stjóra SÍS gerðu menn sér
vonir trm að hann vildi
hugsa xnn hag fyrirtækisins,
en reyna að forðast að beita
því í þágu Framsóknar-
flokksins, andstætt hags-
munum þess. Með gerð
svikasamninganna í fyrra-
sumar varð Ijóst, að hann
hafði látið kúga sig til að
bregðast hagsmunum fyrir-
tækisins vegna kröfu leið-
toga Framsóknarflokksins.
Samt sem áður var tekið
að fymast yfir þessar að-
gerðir SÍS, en þá rifjar for-
stjóri þess þær upp, fer með
hrein og vísvitandi ósann-
indi og aðdróttanir að emb-
ættismönnum. Hlaut hann
þó að gera sér ljóst, að með
slíku framferði mundi hann
draga fyrirtæki sitt inn í
hatrammar pólitískar deil-
ur. Ábyrgð hans er því
mikil.
En ef Erlendur Einarsson
hefur verið í einhverjum
vafa um það, hverjum hann
þjónaði með nefndri skýrslu
sinni, þá ætti hann að vita
það núna. Þórarinn Þórar
insson, aðalleiðtogi vinstri
arms Framsóknarflokksins,
birti með mikilli velþóknun
þennan kafla úr ræðu for-
stjórans, þótt hann sleppti
öllu öðru, og kommúnista-
málgagnið helgaði Erlendi
Einarssyni heila ritstjómar-
grein. Þetta tvennt er bezti
vitnisburðurinn um það,
hver orðið hefur árangurinn
af orðum forstjórans.
Samvinnuhreyfingin hef
ur unnið stórvirki hér í
landi og frumkvöðlar henn-
ar börðust fyrir hugsjónum
samvinnustefnunnar og helg
uðu henni krafta sína. Á
síðari árum hefur þessu
verið snúið við. Nú hugsa
leiðtogar Framsóknarflokks-
ins, sem jafnframt hafa und-
irtölcin í SÍS, um það eitt
að hagnýta samtökin í þágu
pólitískra valdadrauma sinna.
Og forstjóri Sambandsins
hefur því miður tekið að
sér að þjóna þessum mönn-
um.
Með þessari stefnu hefur
samvinnustarfi verið gert
mikið ógagn og kemur það
því úr hörðustu átt, þegar
þeir menn, sem staðið hafa
að þessum aðgerðum, saka
aðra um fjandskap við sam-
vinnustefnuna.
FRIÐUR í ALSÍR
T olcs virðist friður vera að
^ komast á í Alsír eftir
þær miklu ógnir og skelf
ingar, sem gengið hafa yfir
landið. — OAS-foringjamir
hafa hver af öðum gefizt
upp og flúið land. Enn eru
að vísu í landinu margir of-
stækismenn, sem tekið hafa
þátt í hryðjuverkum, og
má vera að þeir reyni enn
að láta til sín taka, en um
víðtæk skipulögð samtök
verður naumast að ræða úr
þessu.
Má því segja, að um síðir
hafi vel rætzt úr, og nú gera
menn sér vonir um að Ev-
rópumenn muni áfram dvelj
ast í landinu og hjálpa ti'l
við uppbyggingú þess eftir
að það öðlast frelsi.
Mikið verk er líka að
vinna, því að eyðileggingin
hefur verið geigvænleg. En
með nútímatækni . er fljót-
gert að rétta við, ef margir
leggjast á eitt, og þarf varla
að efa að vestrænar lýð-
ræðisþjóðir muni rétta
Alsírbúum hjálparhönd í við
reisnarstarfinu.
Friðnum í Alsír er fagn-
að allsstaðar meðal frjálsra
og réttsýnna manna, þótt
ofstækismenn harmi hann
að sjálfsögðu, hvort heldur
þeir kenna sig við OAS eða
kommúnisma. Fyrir slíkum
mönnum er meginatriði að
upplausn og blóðug átök
kippi stoðum undan heil-
brigðri þróun. ^
SÍLD
Cíldin er tekia að veiðast
^ fyrir norðan og allir
landsmenn fylgjast sem áð
ur af miklum áhuga með
síldarfregnum. Fyrir síðustu
helgi voru menn uggandi
um afdrif síldveiðanna. —
Deila útvegsmanna og sjó-
manna virtist komin í óleys-
anlegan hnút, en ríkisstjórn'
in greip þá til óhjákvæmi-
legra aðgerða til lausnar
. vandanum.
Þáttur Rdssa í al
þjóðaviðskiptum
Athyglisverðar upplýsingar um tvofalt
verð Rússa a útflutningsvorum birtar
í riti hdskólans 1 Pensylvania
FLESTUM mun enn í fersku
minni, er Krúsjeff lýsti því
yfir, nú fyrir skömmu,
Markaðsbandalag-ið væri ein-
kynja hjónaband, sem ekki
gæti staðið lengi. Eins og
komið hefur fram í fréttum,
virðast ráðamenn landanna
í A-Evrópu kvíðnir vegna
framgangs verzlunar, fram-
leiðslu og viðskipta í V-
Evrópu, einkum 6-landanna,
sem nú mynda Markaðsbanda
lagið. Um hvítasunnuna var
haldin í Moskvu ráðstefna
COMECON, sem áiður hefur
verið vikið að hér í blaðinu.
í tilkynningu þeirri sem, gef-
in var út, að fundinum lokn-
um, var fátt að finna, sen.
bendir til stefnubreytingar, en
hins vegar kom fram, að aðal ..
umræðuefnið var, á hvern hátt
mætti hagnýta sem bezt auð-
lindir meðlimaríkjanna, og
auka verkskiptingu.
Hlutverk Rússa I alþjóða-
viðskiptum, undanfarin ár,
hefur einkennzt af tvennu, að-
allega.
• í fyrsta lagi hafa þeir tal-
ið sig öfluga stuðningsmenn
vanþróaðra landa og lagt
áherzlu á, að þeir væru
reiðubúnir að veita slí'kum
löndum alla þá aðstoð, í forrni
lána, sem þeir mættu.
• Hitt atriðið, sem er at-
hyglisvert, er viðleitni Rússa
til að afla sjálfir lána á Vest
urlöndum, til þess að auka
innflutning sinn á ýmsum vör
um, sérstaklega á tæknilegum
nýjungum: Þetta stingur dá-
lítið í stúf við þá yfirlýsingu,
sem getið er næst að ofan.
Krússjeff veittist harðlega
að Markaðsbandalaginu á áð-
urnefndum fundi, eins og áð-
ur er sagt. Auk þesc að kalla
það óviðurkvæmilegum nöfn-
um, taldi hann það eiga litla
framtíð fyrir sér.
Hann beindi máli sínu, enn
einu sinni til vanþróaðra
landa, og taldi nú nauðsyn
bera til að stofna nýtt alþjóða-
viðskiptakerfi, nánast al-
þjóðaviðskiptastofnun, sem
allar þjóðir heims gætu tek-
ið þátt í, án tillits til stöðu
þeirra eða legu í heiminum.
Auðvitað er ætíð álitamál,
hvenær ríkisvaldið á að
grípa inn í hatrammar deil-
ur í þjóðfélaginu, hvort
heldur eru vinnudeilur eða
aðrir alvarlegir árelcstrar. 1
lengstu lög á að sjálfsögðu
að leitast við að sætta deilu-
aðila, en þegar þeir hafa
lýst því yfir að engra sætta
sé von og sáttasemjari ríkis-
ins telur áframhaldandi
fyrir verðkerfi Rússa, eins og
það keaiur fram í verzlunar-
skýrslum frá kommúnista-
löndunixm.
Hér fer á eftir yfirlit yfir
nokkrar helztu vörutegund-
ir, sem seldar eru jöfnum
höndxxm frá Rússlandi til
kommúnistarxkja og Vestur-
landa:
Ef gert er ráff fyrir, aff
verff til Vesturlanda sé 100%,
þá eru vörur, til kommúnista-
ríkjanna, seldar á þessu verffi
(%):
Hráolía 188
Bensín ...... 136
Díselolía .... 141
Kol 177
Járn 93
Sagað timbur 142
Ósagað timbur 120
Hveiti 117
Rúgur 113
Eins og sjá má af þessu, þá
Krúsjeff
Hví ekki affilar aff GATT?
Vegna þessara ummæla, er
rétt að geta samkomulags
þess, er gert var fyrir 15 ár-
um, General Agreement on
Tariffs and Trade — GATT
—, sem miðar að lækkun tolla
og afnárrns ýmissa hafta, þann
ig að viðskipti þjóða í milli
megi verða sem auðveldust.
Hér er um að ræða sam-
komulag, sem ekki verður séð,
að sé ólíkt því, sem Krúsjeff
vildi að stofnað væri. Hitt
er athyglisverðara, að Rússar
hafa eki fram til þessa séð sér
fært að fallast á skilmála þá,
sem settir esu fram í þessum
samningi.
Tvöfalt verffkerfi.
Skýringin á því er vafa-
laust fyrst og fremst sú, að
tollar í rússnesku viðskipta-
kerfi gegna allt öðru hlut-
verki en á Vesturlöndum. Hitt
sem er þýðingarmeira, er að
Rússar hafa haldið uppi tvö-
földu verði á útflutningsvör-
um sínum, annaff og þaff lægra
gildir í viðskiptum viff Vestur
lönd, en hitt og hiff hærra í
viðskiptum viff löndin í
COMECON og önnur komm-
únistaríki.
í tímariti háskólans í Pensyl
vaníu,. í Bandaríkjunum, OR-
BIS (A Quarterly Journal of
WORLD Affairs), birtist fyrir
nokkru grein eftir Jan Wsze
laki, þar sem hann gerir grein
eru nær allar þær vörutegund
ir, sem hér eru taldar upp,
seldar til kommúnistaríkjanna
á miklu hærra verði, en Rúss-
ar selja þær til Vesturlanda.
Þar meff er sagan þó ekki
öll sögff. Rússar kaupa af
komimúnistaríkjunum á lægra
verffi, en þau lönd myndu
fá fyrir vörur sínar, ef þau
seldu þær á Vesturlöndum.
Talið er, að samkvæmt þeim
upplýsingum, sem fyrir hendi
eru, þá hagnist Rússar árlega
um 1 billjón rúbla á þessu
fyrirkomulagi, það er að selja
kommúnistaríkjunum á hærra
verði en Vesturlöndum, og
kaupa af þeim fyrir lægra
verð.
Samkvæmt þeirri skilgrein
ingu, sem kommúnistar leggja
í orð eins og nýlendustefnu
og kapitalisma, þá virðist sem
þeir hafi einmitt hitt naglann
á höfuðið, — þ.e. hvað sjálf-
um þeim viðvíkur.
Þær vörur, sem íninnzt er
á hér að ofan, e'ru engin und-
antekning — þannig haga
Rússar sínu viðskiptakerfi.
Samanburffur viff V-Evrópu
óhagstæffur.
Ef gerður er frekar saman-
burður á viðskiptum og þró-
un þeirra í kommúnistaríkj-
i unum og löndunum í V-
Evrópu, þá kemur í ljós, að
um aukningu hefur verið
að ræða hjá báðum aðilum. *
Hlutdeild aðildarríkja COM
ECON í alþjóðaviðskiptum er
um 10% — hefur vaxið um
2% síðustu 10 árin.
Hlutdeild V-iEvrópu nemur
um 40% og hefur aukizt um
5% á 10 árum.
Samanburðurinn er óhag-
stæður, og það verður vart
séð, að viðskipti Rússa við
nágrannaiþjóðir þeirra, eins og
þau eru rekin nú, murii verða
til þess að bæta ha<g manna í
kommúnistaríkjunum al-
mennt. Hér ,er nánast um
arðránskerfi að ræða.
sáttafundi tilgangslausa, er
ekjci um annað að gera en
ríkisvaldið láti málið til sín
taka.
Enginn efi er á því að all-
ur þorri landsmanna hefur
fagnað bráðabirgðalögum
Viðreisnarstjómarinnar til
lausnar á síldardeilunni. Að
sjálfsögðu em kommúnistar
andstæðir lausninni en það
er einmitt bezti vitnisburð-
urinn um að rétt hafi verið
að farið. Hvenær sem komm
únistar snúast gegn ein-
hverju máli geta menn ver-
ið nokkuð öruggir um að
þar sé um gott mál að ræða,
einfaldlega af því að þeirra
hlutverk er að reyna að
eyðileggja lýðræðislega og
farsæla þróun í þjóðfélag-
inu. —< <