Morgunblaðið - 29.06.1962, Blaðsíða 20
20
MORGVPBLAÐ1Ð
Fostudagur 29. júní 1962
_____ Alexander Fullerton j
Guli Fordinn
Við Mrewa, sem er fimmtíu
og fimm mílur fyrir norðan
Salisbury, sleppti renninga-
brautinni og við tók níu feta
breiður malbikaður vegur. Nú
hefði ég haft gaman að vita
um fyrirætlanir Lessings. Væri
hann á undan mér, mundi ég
fljótlega komast að því, vegna
þess, að bráðum yrði ég að
korna við í tollskýlinu þar sem
farið er inn í Rodesíu, og þar
mundi ég geta séð í bókunum,
hvort hann hefði verið þar á
ferðinni. Ég bjóst nú ekki við,
að þau væru á undan mér; mér
hafði ekki sýnzt Lessing mundu
vera neinn sérstakur rnorgun-
maður, og þar sem hann mundi
vel vita, að ég ætlaði að verða
snemma á ferðinni, hefði hann
ekki séð neitt unnið við að
gera slíkt hið sama.
f>að fór allt eftir því, hvort
hann væri að reyna að forðast
að hitta mig eða ekki. Eftir
þeim kynnum okkar, sem þeg-
ar voru orðin þótti mér líkleg-
ast, að hann mundi alls ekkert
reyna að forðast mig, heldur
treysta því, að hann væri mað-
ur til að kljást við mig af eig-
■ in rammleik, ef úörf gerðist, og
mundi þykja virðulegra að hafa
þann háttinn á heldur en að
fara undan í flæmingi. Og
þetta að hann hafði konu á
höndunum, gerði það líka ólík-
legra, að hann væri á undan,
því að máltækið um, að sá ferð
aðist bezt, sem ferðast einn, er
ekki nema gullsatt. En svo datt
mér auðvitað líka í hug, að
þetta mat mitt á honum, gæti
hæglega verið rammskakkt, og
að ég væri að fara of mikið
eftir því, sem ég sjálfur hefði
gert, ef líkt hefði staðið á fyrir
mér. Þegar ég fór að hugsa um
það frá þeirri hlið og reyna að
hugsa mér sjálfan mig í hans
sporum, tók ég að vorkenna
honum aftur, en það stóð nú
samt ekki nema andartak. Ég
þurfti ekki annað en hugsa mér
hann og Jane saman, til þess
að öll meðaumkun snerist upp
í megnustu óbeit.
En hugsum okkur nú samt,
að ég væri Lessing og vildi
losna við að hitta Carpenter á
leiðinni norður. Þá vissi ég al-
veg, hvað ég mundi gera. Less-
ing vissi, að Carpenter ætlaði
Síldarstúlkur
vantar mig ennþá til Siglufjarðar, Raufarhafnar,
Vopnafjarðar og Seyðisfjarðar.
Upplýsingar i síma 34580.
GUNNAR HALLDÓRSSON.
SíÉdarsölttin - Sildarsoltun
Stúlkur vantar til sóltunar í sumar á góðri söltunar-
stöð á Siglufirði.
Upplýsingar gefur
SVEINN FINNSSON, hdl.
Laugavegi 30, símar 23700 og 22234
HELANCA
— crepenylon (stretsh) smábarnafatnaður margar
gerðir nýkomið. — Dönsk nærföt, náttföt, kjólar og
drengjaföt. — Sængurgjafir í miklu úrvali.
Barnafatabúðin, Hafnarstræti 19 — Sími 17392.
Kvenfélagið AlJan
Konur munið eftir skemmtiferðinni þriðjudaginn
3. jú á stað kl. 9 frá B.S.Í. Tilkynnið þátttöku
síðas. \ laugardag í sima 34855, 33937 og 23746.
í Ryall-gistihúsið í Blantyre,
sem var nægilega löng dagleið
á bíl, ekki sízt fyrir þann, sem
þekkti portúgalska hlutann af
leiðinni, og það hefði legið
beint við að halda (fyrir Less-
ing), að Carpenter hefði verið
að segja satt, þegar hann lét
í ljós þessa fyrirætlun sína. Þá
kynni Lessing, sem hafði þeg-
ar sagzt ætla að gista á sama
stað, að vona, að Carpenter
mundi koma þangað og setjast
þar að til að bíða eftir honum
í gistihúsinu. Lessing mundi
því fara frá Salisbury um miðj
an morgun, og gæta þess að
aka ekki fram á Carpenter á
leiðinni, og haga því þannig,
að hann færi gegn um Blantyre
skömmu eftir að dimmt væri
orðið. Hann mundi svo aka
fjörutíu og tveimur mílum
lengra áfram, til Zomba, þar
sem er gott gistihús uppi í
brekkunni fyrir ofan bæinn,
svo mundi hann fara snemma
af stað að morgni og geta haft
von um, að Carpenter færi sér
að öllu tómlega í Blantyre, í
þeirri von, að þau Jane kæmu
þangað bráðlega.
En svo gæti annað komið til
greina. Hann gæti látið sig
gruna að Carpenter væri ekki
fullkomlega bjáni og gæti séð
við svona bragði. Þá mundi
Lessing bíða heilan dag í Salis-
bury í þeirri von, að Carpenter
héldi þann, sem hann leitaði
að, vera kominn á undan sér
en ekki eftir, og þyti þá norð-
ur eftir, gegn um Njassaland.
(Malbikið hafði þrotið snögg-
lega, og ég ók eftir breiðum mal-
arvegi, sem var ósléttur á köfl-
um, en þó ekki slæmur og ég
þurfti ekki að draga úr ferðinni.
Svo kom malbik aftur og nú
vöru tuttugu mílur til Mtöko).
Mér datt í hug, að Lessing
mundi hvörugt gera af þessu
tvennu. Hann var bundinn við
ákvörðunarstað sinn, Austur-
strödina, og ef hann væri að
dingla svona á eftir mér, mundi
hann missa heila daga úr áætlun
sinni. Hann leit út fyrir að kunna
að meta þægindi. og ég þóttist
viss um, að hann mundi standa
við þær gistilhúspantanir sem
hann hefði gert. Auk þess er svo
helmingi er-fiðara að vera alltaf á
eftir öðrum heldur en þjóta
fram úr honum.
Mig grunaði, að Harry Clewes
hefði haft á réttu að standa þeg-
ar hann sagði, að Lessing mundi
ekki síður hafa auga með mér en
ég með honum. Hann mundi
vilja afgera málið og geta" svo
lagt það til hliðar. Að hlaupa frá
því, hefði verið að gera lítið úr
sér í augum Jane, og það þóttist
ég viss um, að hann vildi sízt af
öllu gera. Það vildi ég heldur
ekki — svo að við vorum þama
í rauninni eins og tveir hanar,
búnir til ats. Aðeins með þeim
mismun, að það, sem barizt var
um — Jane — var líka á vígvell-
inum, og það gerði málið flókn-
ara, að minnsta kosti hvað mig
snerti, af því að ég var einráð-
inn í því að hún skyldi ekki
hljóta neitt mein af þessu, hvern
ig svo sem aillt veltist. Ég efaðist
um, að Lessing væri sama sinnis,
en þar kann ég að hafa vanmetið
hann; hugsanlegt var, að hann
elskaði hana eins heitt og ég.
En það hélt ég samt ekki, og
fannet það reyndar óhugsandi,
að svo gæti verið, en ég varð nú
samt að gera ráð fyrir því.
Hér um bil tvö hundruð metra
fram undan mér, sá ég ofan á
stýrishúsið á vörubíl, upp fyrir
næsta hæðarhrygg á veginum; ég
veik mínum bíl yfir til vinstri,
svo að hann fór út af malbikinu
og í lausu mölina og mokaði
henni upp í brettin með miklu
glamri og hávaða. Vöruhíllinn
kom nú í ljós, að það var þá alls
ekki neinn venjulegur vörubíll,
heldur einn þessara geysistóru
bíla, líkastur þeim sem húsgögn
eru flutt á, en slíkir bílar annast
mjög vöruflutninga á vegum í
Afríku. Ég hef alltaf dáðzt að
bílstjórunum, sem geta stjórnað
þessum skrímslum á verstu veg-
um heims, árið út og árið inn,
jafnvel á regntímanum, og ætti
ég að semja skrá yfir þau verk
sem ég vildi sízt gera, kæmi
þetta þar ofarlega.
Þegar bíll þessi köm yfir hrygg
inn, beindi ökU'maðurinn honum
af miðju vegarins og við fórum
hvor frarn hjá öðrum, blindaðir
af rykmekkinum hvor frá öðrum.
Rétt áður en víð hittumst, lyfti
ökumaðurinn hendi, svo sem í
kveðju skyni og ég veifaði á
móti, en í sama bili gat ég lesið
það, sem málað var á bíl hans:
„Vörubílastöð Afriku(‘. Svo vor-
um við komnir hvOr fram hjá
öðrum og ég gat aftur séð veg-
inn,. af því að rykið fauk í hina
á’ttina. Ég hélt mig yzt á vegin-
um þar til ég var kominn yfir
hrygginn, því að vel gat annar
bíll verið rétt á eftir hinum
— stundum fara þeir fleiri sam-
an. En svo reyndist nú ekki vera
og ég kom mér fljótt inn á veg-
inn og upp í sjötíu málur aftur.
Ég hafði aldrei rekizt á þetta
flutningafyrirtæki áður, annað-
hvort var það nýtt, eða þá tii-
heyrði það félaginu, sem hélt
uppi ferðum milli Salisbury og
Blantyre.
Nú var skammt eftir til Mtokö.
Til beggja handa var vesældar-
legur kjarrvöxtur og smáklettar,
sem voru þaktir ryki, og líklega
hefur þarna verið landbúnaðar-
sveit lengra frá, en þetta var
feikna leiðinlegt og tiibreyting-
arlaust land að fara um, og
hvergi nein hvíld fyrir augað. En
þar sem ég þurfti að nota mín
augu við veginn, missti ég ekki
af neinu, en oft varð mér litið
í spegilinn, aftur fyrir mig — vel
gat verið, að Lessing væri
skammt á eftir mér. Ég fór að
geta mér til um, hverskonar bíl
hann væri í ■— líklega var hann
nýr og af dýrustu tegund.
Og svo var loks komið til
Mtoko. Síðasta klukkutímann áð-
ur en þangað kom var ég að
hugsa um skemmtilegt efni: Ég
ætlaði að koma við í gistihúsinu
þar og drekka ískaldan bjór. Mér
veitti ekki af því, eftir gærkvöld-
ið og svo í þessum óskaplega
hita.
Staðurinn var nú ekkert til að
verða hrifinn af. Tollstöðin var
lítið meira en skúr, og þar var
enginn maður, svo að ég gekk
aftur að bílnum og flautaði, og
Afríkumaður, sem hafði hallað
sér upp að staur, letilega eins og
slíkra er siður, glotti allt í einu
til mín og gekk svo til annars
húss, þar skammt frá. Kom svo
aftur með hvítum manni í köfl-
óttri skyrtu og hólkvíðum bux-
X- X- * GEISLI GEIMFARI X- X X
Það er sannarlega margt furðu- — Jæja! Feginn <ur ée að geta Allt í einu hringir aðvörunar-
legt að sjá á sýningunni. En það er hvílt mig. bjallan.
þreytandi. Um kvöldið.... — w”oA w'"' nú komið fyrir.... ?
um. Þetta var mjög ungur mað-
ur og þegar ég bauð honum góð-
an daginn, leit hann bara á mig
með alvarlegum embættissvip og
gekk svo á undan mér inn í skúr-
inn. Þegar ég kom inn, var hann
þegar setztur við borðið og bú-
in að opna bók. Ég afhenti hon-
um skjölin viðvíkjandi bílnum
og svo vegabréfið mitt og hann
tók að skrifa, hægt og varlega.
Enn hafði hann ekki sagt orð.
Ég reyndi að gægjast á línuna
fyrir ofan mitt nafn, en náði ekki
yfir borðið og auk þess var höf-
uðið á honum alveg niðri í bók-
inni og skyggði á það, sem mig
langaði að sjá. Ég spurði hann
því: Hefur nokkur vinur minn
að nafni Lessing, farið hér um
á undan mér?
Drengurinn leit hvasst á mig,
rétt eins og ég hefði verið iað
segja eitthvað ljótt. SvO leit
hann í bókina og renndi fingr-
inum yfir línurnar. Ég gat vel
séð dagsetninguna í hinum dálk-
inum, og þegar hann hætti að gá,
sá ég, að hann var þegar kominn
yfir þrjá daga. Hann sleikti fing-
urinn og ætlaði að fara að fletta
við, en ég sparaði honum það
ómak.
Nei, þetta átti að vera í morg-
un.
Hann leit upp, næstum reiði-
lega, líklega fyrir að ég hafði
látið hann sleikja fingurinn til
einskis. Munnvatn, ekki síður en
önnur væta, var dýrmætt í þess-
um ofsáhita. Svo lauk hann við
innfærsluna og rétti mér skjölin
aftur. Ég dirfðist að rjúfa þögn-
ina aftur.
Getið þér sagt mér, hvar gisti-
húsið er? Hann gekk út að dyr-
um með mér og benti eftir veg-
inum, í þá áttina, sem ég var að
fara í. Svo sagði hann: í þessa
átt og svo til hægri. Það er ekki
annað hægt en sjá það. Ég þakk-
aði honum fyrir upplýsingarnar.
Bíllinn var nú búinn að standa
kyrr í tíu mínútur og var orðinn
heitur eins og bakaraofn, enda
var þarna engin forsæla, svo
langt sem augað eygði. Ég kom
honum í gang og reyndi að lofta
hann út og síðan fór ég eftir til-
vísun tolllþjónsins. Það var rétt
hjá honum, að gistihúsið var auð
fundið, enda hefði á svona stað
illa verið hægt að fela kött, auk
heldur heilt hús. Þegar ég kom
að því, sá ég, að helzta einkenni
þess var stór klettur, sem stóð í
miðju bílastæðinu, en ekki var
þarna neinsstaðar neinn skuggi.
Ég drakk bjórinn í stofu, sem
‘líktist mest nítjándu aildar dag-
stofu í Englandi. Ég man það nú
ekki í smáatriðum, en þarna var
SHÍItvarpiö
Föstudagur 29. júní
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35
Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 „Við vinnuna": Tónleikar.
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir ogtilk.
— Tónleikar. — 16.30 Veðurfr.
— Tónleikar. — 17.00 Endur-
tekið tónlistarefni).
18.30 Ýmis þjóðlög. — 18.45 Tilkynn*
ingar. — 19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Efst á baugi (Björgvin Guð-
mundsson og Tómas Karlsson).
20.30 Frægir hljóðfæraleikarar; III,
Pablo Casals sellóleikari.
21.00 „Lifandi manna land“: í>or*
steinn frá Hamri les úr nýrri
ljóðabók sinni.
21.10 Tónleikar: Fiðlusónata nr. 2 eftir
Carl Nielsen (Emil Telmányi
leikur á fiðlu og Victor Schiöler
á píanó).
21.30 Útvarpissagan: trSkarfaklettur‘,'
eftir Sig. Helgason; II. (Pétur
Sumarliðason).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Kvöldsagan: ttÞriðja ríkið rís og
fellur'* eftir William Shirer;
IX. (Hersteinn Pálsson ritstj,
þýðir og les).
22.30 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón««
list.
a) Sinfóníuhljómsveit 1 Detroit
leikur frönsk göngulög: Paul
Paray stjórnar.
b) Lög úr óperettunni „Fugla«
salanum'* eftir ZelLer (Peter
Anders, Anny Schlemm o.fl,
syngja með kór og hljómsveit
undir stjórn Franz Marsaleks)
c) „Gayaneh'*, ballettsvíta eftir
Khatsjatúrían (Fílharmoníu-
eveit Vínarborgar leikur; Con-
stantín Silvestri stj.)
23.15 Dafiskrárlak-