Morgunblaðið - 29.06.1962, Page 8

Morgunblaðið - 29.06.1962, Page 8
MORCVNBL iÐIÐ Föstudagur 29. júní 1962 '> % Umsagnir um ensku útgáf una á bdkmenntasögu Stefáns Einarssonar Þau mistök urðu í blaðinu á þriðjudag að sagt var frá sextugs afmæli dr. Stefáns Einarssonar prófessors í Baltimore, en átti að vera 65 ára afmæli hans. Stöf- uðu mistökin af röngum upplýs- ingum frá Bandaríkjunum. Eins og mörgum Íslendíngum mun vera kunnugt er dr. Stefán þekktur víða um heim fyrir rit sín um íslenzkar bókmenntir og málvísindi, fyrir greinar um sömu málefni í fjölmörgum tíma ritum bæði austan hafs og vest- an, og fyrir 35 ára kennslustörf við einn þekktasta háskóla Bandaríkjanna, þar sem hann nýtur mikils álits. Þegar rit hans um íslenzkar bókmenntir frá upphafi til vorra daga, „A Hístory of Ice- landic Literature," kom út í Bandaríkjunum árið 1957, var mikið um hana skrifað í blöð- um og tímaritum, bæði í Banda ríkjunum, Kanada, Bretlandi, Þýzkalandi og Svíþjóð. Einnig var um hana fjallað í íslenzkum blöðum og tímaritum, en hún kom út í íslenzkum búningi, auk in og endurbætt, í fyrrahaust. Meðal þeirra sem skrifuðu um bókina voru Hjálmar Björnson ritstjóri í Minneapolis, Joseph G. Harrison, Raymond E. Lind- gren, Hedin Bronner, Loftur Bjarnason, Jóhann Hannesson og Paul Schaoh, allir "í Banda- rikjunum, K.G. Ljunggren og Peter Hallberg í Svíþjóð, Sieg- fried Gutenbrunner og A. D. Bouman í Þýzkalandi, Peter Foote í Bretlandi og ýmsir fleiri fræðimenn. í „Minneapolis Sunday Tri- bune“ (16.2.1958) segir Hjálmar Björnson m. a.t „Stefán gefur snjalla lýsingu á straumum og stefnum í bókmenntun: þjóðar- innar. Hann ritar af skáldlegu innsæi, en með aðferðum og skilningi fræðimannsins. Saga hans minnir oss á það, á tímum þegar þess er þörf, að menning hvaða þjóðar sem er, er mikil vægur hluti af vörnum hennar." f „The Christian Science Moni tor“ (15. 5. 1958) segir Joseph G. Harrison m.a.: „Fyrir ensku- Dr. Stefán Einarsson mælandi þjóðir hefur allt, sem, íslenzkt er, alveg sérstakt og stöðugt aðdráttarafl, því í sögu þessarar smáþjóðar, mitt á milli Evrópu og Ameríku, lesa ensku mælandi þjóðir forsögu sína með skýru letri. . . Þetta er djúp- Skyggn og ýtarleg bók, kannski fremur fyrir fræðimenn en fólk flest, en sá sem les verður að bókarlokum eins fróður um bók menntir íslenzku þjóðarinnar eins og hægt er að vera um bókmenntir nokkurrar þjóðar af nokkrum bókum. Ennfremur skilur bókin við lesandann full- an aðdáunar á listgáfu þessara fáu fiskimanna, bænda og hand verksmanna, að þeir skyldu geta framleitt og geymt svo dýran arf í bókmenntum sínum.“ í „Times Literary Supple- ment“ í Lundúnum (23 . 5. 1958) segir m.a. í ritdómi um bókina: „Þessi velskrifaða og ýtarlega bók eftir prófessor í norrænum fræðum við Johns Hopkins-há- skólann, sem sjálfur er íslend- Hárgreiðslusveinn óskast strax hálfan eða allan daginn hátt kaup. Minna Breiðfjörð hárgreiðslustofan Grettisgötu 6 — Sírní 24744. Tilkynning Nr. 8/1962. Verðlagsnefnd hefur ákveðið, að verð hverrar seldrar vinnustundar hjá pípulagningamönnum megi hæst vera sem hér segir; 9 Dagv.: Eftirv.: Næturv.: Sveinar ........ kr. 47.65 kr. 74.10 kr. 89.60 Aðstoðarmenn ...... — 39.95 — 58.45 — 71.30 Verkamenn ........ — 39.25 — 57.45 — 70.10 Verkstjórar ...... — 52.40 — 81.50 — 98.55 Söluskattur er innifalinn í verðinu og skal vinna, sem er undanþegin söluskatti^ vera ódýrari sem því nemur. Reykjavík, 27. júní 1962. VER.ÐLAGSSTJÓRINN. ingur, er fyrsta fullkomna saga íslenzkra bókmennta á enska tungu. . . . Að lokum mætti enn lofa bókina eigi aðeins fyrir fræðimennaku og ýtarleik, held- ur líka fyrir hressandi umburð- arlyndi og hlutleysi, sem er jafnaugsýnilegt í kaflanum um miðaldir sem nútíðina.“ f „Scandinavian Studies" (nóv 1958) segir prófessor Loftur Bjarnason m.a. „Að lokum verð- ur að minna á það aftur hve þörf in fyrir þessa bók var mikil. Það var mikið lán að maður með hæfileika dr. Stefáns Einarsson- ar, sem þekkir og elskar íslenzk- ar bókmenntir, og skrifar auk þess skýra og áhrifamikla ensku, skyldi verða til að kynna ensku- mælandi þjóðum þessar bók- menntir. Vonandi verður enn skrifuð stærri bók í mörgum bindum með útdrætti úr bóik- menntunum — en þar til sú bók er samin spáir ritdómarinn því að bók dr. Stefáns verði enn um langan aldur aðalritið um íslenzkar bókmenntir á enska tungu.“ í „Books Abroad“ (nóv. 1958) segir Peter Hallberg m.a,: „Það er mikið og marglitt efni sem Stefán Einarsson hefur safnað í bókmenntasögu sína. Stundum virðist manni sem höfúndur hefði getaö takmarkað tölu rit- höfundanna og bókanna dálítið. Á einum stað talar hann um þann venjulega íslenzka galla að sjá ekki skóginn fyrir trjánum, og tæplega mun höfundurinn sjálfur vera laus við þennan þjóðargalla. Á löngum köflum hættir framisetningunni við að verða að þurri skrásetningu. Á hinn bóginn hefði ritið misst nokkuð gildi sitt sem uppsláttar rit, ef meira hefði verið fellt úr. Þess ber að geta að ágæt nafnaskrá fylgir bókinni .... Verk Stefáns Einarssonar er fullt af matarmiklu efni og sönn náma öllum þeim er óska áreiðanlegr- ar vitneskju um íslenzkar bók- menntir á öllum sviðum, frá EcMukvæðum til atómslkáld- skaparins." Peter Hallberg birti einnig langa ritgerð um bókmenntasög- una í sænska tímaritinu „Ord och Bild“ 1959, no. 68, bls. 201— 210. í „Nordisk Tidskrift" (no. 2, 1958) segir Ö.L. m.a.: „Um lýs- ingu Stefáns Einarssonar á bók- menntunum frá siðaskiptum er það að segja, að hún fyllir eyðu eigi aðeins á alþjóðavettvangi, heldur líka á Norðurlöndum. Að vísu er til á dönsku „Islands Litt eratur efter Sagatiden“ (1949) eftir Bjarna M. Gíslason, en lýs- ing Stefáns Einarssonar á sama tímabili er bæði fyllri og gagn- rýnni. Það eru því engar ýkjur að segja að Stefán Einarsson hafi gefið oss handbók sem eng- inn má án vera.“ í „Journal of English and Ger man Philology" (no. 58, 1959) segir Hedin Bronner m.a.: Það eru margar ástæður til þess að hugsandi Bandaríkjamenn skyldu kynna sér sögu íslenzkra bókmennta, og þeir munu senni- lega gera það í vaxandi mæli eftir því sem hjálpargögnum fjölgar. Menningarstraumar frá íslandi eru fleiri en flesta grun- ar, og þeir eru eldri en hin ný- bakaða vinátta í NATO eða for- vitnin sem fylgdi Nóbelsverð- launasigri H. K. Laxness. Hvað sem veröldin kann að skulda HEIMDALLARFERÐ verður farin austur fyrir fjall n.k. laugardag kl. 2 e.h. Lagt verður af stað úr Valhöll og ekið í Hveragerði, þar sem Matthías Sveinsson sveitarstjóri, sýnir þátttakendum 9 merkustu gróðurhúsinu. Þaðan verður ekið á Selfoss og Mjólkurbú flóamanna skoðað. Á Selfossi verður sameiginleg kaffidrykkja með þátttakendum og ungum sjálfstæðismönn- um úr nágrenninu. Þar mun Þór Vilhjálmsson, formaður 3.U.S., flytja stutt erindi um starfsemi samtakanna. Síðan verður ekið í Steingrímsstöð og hún skoðuð undir leiðsögn. Kvöldverður verður snæddur í Valhöll á Þingvöllum og komið verður til baka milli kl. 10,30 — 11 um kvöldið. Miðar eru seldir á skrifstofu Heimdallar í Valhöll, upp- iýsingar í síma 17100 og 18192. STJÓRNIN. SKRIFSTOFUSTARF Skrifsfofumenn Vér viljum ráða tvo skrifstofumenn strax. Fjöiþætt viðskiptareynsla er æskileg og enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknareyðu blöð fást hjá Starfsmannahaldi SÍS Sam- bandshúsinu, sem gefur ennfremur nánari upplýsingar. STARFSMAN NAHALD höfundum eins og Ibsen, Björn- son, Strinberg, Undset og Hams un er byggt á hugsjónum og erfð um sem Norðurlönd hafa frá ís- landi til forna. . . Vera má að útkoma bókarinnar boði nýja aukningu á ástundun íslenzkra fræða í Bandaríkjunum." í „The Germanic Rerview" (febr. 1959) segir Paul Schach m.a.: „Stíll bókarinnar er góð- ur frá upphafi til enda. Það er ekiki oft að torkennilegt orðatil- tæki uppljóstri því um höfund- inn,. að hann ritar á fjórar tung- ur. íslenzk glettni, sem ekki læt- ur mikið yfir sér, gerir bókina ánægjulega aflestrar. — Fræði- menn í germönskum og norræn- um fræðum eiga þakkir að gjalda Henry Goddard Leach fyrir að hafa fengið höfundinn til að takast á hendur það tor- virki að skrifa bókina, en hon- um fyrir að hafa leyst þetta ást- virki svo vel af höndum, og The American-Scandinavian Foundation fyrir að hafa dreift bókinni svo víða ásamt öðrum bókum um bókmenntir Norður- landa.“ í „Mordern Language Notes“ (marz 1959) segir Jóhann Hann esson m.a.: „Á kápu þessarar bók ar er henni lýst svo, að hún sé fyrsta og eina saga íslenzkra bókmennta á enska tungu. í raun og veru er hún miiklu meira en það, hún er eina heila yfir- litið á npkkru máli um íslenzkar bókmenntir frá upphafi til vorra daga. Hún er' þannig að nokkru leyti brautryðjandaverk og að miklu meira leyti byggð á rann sóknum höfundarins sjálfs held- ur en venja er um bókmennta- sögur manna er skrifa um bók- menntir Evrópuþjóða nú á dög- um . . . Aftur hefur Stefán Ein- arsson sett alla íslenzka fræði- menn í þakkarskuld við sig, því lýsing fornbókmenntanna í þess ari bók er mjög nothæf en lýs- ing nútímabókmenntanna alveg ómissandi." f „Neophil#logie“ (no. 43, 1959) segir A. D. Bouman m.a.: „Höfundur sneiðir hjá deilum, samt eru skoðanir hans venju- lega ljósar. Aðalatriðum, sem byggð eru á rannsóknum, er raðað á sannfærandi hátt. Með öðrum viðameiri sögum ís- lenzkra bókmennta ætti að koma þessari síðustu í hendur sérhvers fræðimanns til að veita honum vítt útsýni yfir allt sviðið og til að hann finni í henni efni til frekari rann- ( sókna“. ■ ( f „Saga-Book of the Viking Society" (no. 15, 1957—59) seg- ir Peter Foote m.a.: „Á síðari árum hefur enginn fræðimað- ur gert eins mikið fyrir íslenzkt mál og bókmenntir utan ís- lands eins og prófessor Stefán Einarsson.... Ritari slíkrar sögu á við marga erfiðleika að Stríða. Mestu af fornbókmennt- únum og hinum ýmsu greinum þeirra hefur verið lýst ná- kvæmlega af mörgum fræði- mönnum, þótt niðurstöður þeirra séu langt frá því að vera samhljóða. Eyður eru jafnvel frá þessum fornfrægu tímum, og þegar kemur fram á 14. öld og fram til siðaskipta verða eyðurnar meiri og lengri. Eftir siðaskipti eru til rit um einstaka höfunda, en lítt hafa þeir verið metnir né. staða þeirra ákveðin í bókmenntun- um. Ekkert hefur heldur verið ritað um þróun bókmennta- forma eða útlend áhrif, svo eitthvað sé tilgreint. Síðari hluti bókar Stefáns er því brautryðjandaverk og skyldi dæmdur eftir því“. Á fslandi rituðu um ensku útgáfuna á bókmenntasögu dr. Stefáns þeir dr. Halldór Hall- dórsson í Skírni 1958, Árni Böðvarsson í Tímarit Máls og og menningar no. 19, 1959, Sig- urður A. Magnússon í Morgun- blaðið 22. 6. 1958 og Guðmund- ur Daníelsson í Vísi 25 . 2. 1959. Haraldur Bessason skrifaði einnig um bókina í Tímarit Þjóðræknisfélagsins í Winnipeg, no 39, 1957. Richard Beck skrif- aði tvo dóma um ,bókina á ensku, annan í „The American- Scandinavian Review (vorið 1958) , hinn í „Speculum" (jan. 1959) .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.