Morgunblaðið - 24.07.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.07.1962, Blaðsíða 1
20 siður 49 árgangur 166. tbl. — Þriðjudagur 24. júlí 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tekur Ben Bella völdin í Alsír? Tveir ráðherrar i stjórn Ben Khedda sögbu at sér embættum sinum í gær r Algeirsborg, 23. júlí — AP — ALLAB líkur eru nú til þess, að bráðabirgðastjórn Ben Kbedda sé að falli komin. í dag sögðu tveir af ráðherrum hans sig úr stjórninni, þeir Saad Dahlab, utanríkisráðherra, og Mohammed Yazid, upplýsingamálaráðherra. í>á er og uppvíst orðið, að tveir (þeirra er sitja , stjórnaTnefnd Ben Bella, sem komið var á fót fyrir nokkrum dögum í Tlemcen, voru áður svarnir andstæðingar Ben Beila. Þeir munu nú hins yegar hafa skipt um skoðun. Þessir menn voru á sínum tíma taldir vera í hópi þeirra, sem hvað mest mundu láta til sín taka í andspyrnunni gegn hugmynd- um Ben Bella. Hann hefur sem kunnugt er fylgt þeirri skoðun, að aðeins beri að leyfa einn stjórnmálaflokk í Alsir, auk þess sem hann er fylgjandi sósíalistisk um hugmyndum um stjórn lands- ins. Annar af þessum mönnum, sem nú hafa snúizt til fylgis við Ben Bella, er Hocine Ahmed, sem mjög lét til sín taka í frelsis baráttunni. 27 létu lífið, en 13 er voru aftast, kom- ust lifandi ur flakinu Honolulu, 23. júlí (NTB-AP) 27 MANNS létu lífið í flugslysi því, er varð í gærkvöldi, þegar' kanadisk farþegaflugvél, af gerð inni „Britannia“, í eign félags- j ins Canadian Pacific Airlines, reyndi að nauðlenda á flugvell- | inum í Honolulu. A1LS voru 40 manns í flugvélinni. Þeir 13, sem lífi héldu, eru margir hættulega særðir, og tvísýnt um líf sumra. Flugvélin var á leið frá Hon- olulu til Sydney í Ástraldu, og Ihafði fyrir skömmu hafið sig til flugs, er flugmaðurinn til- kynnti, að bilun hefði komið fram í einum hreyflinum. Bað Ihann þá um leyfi til að varpa niður eldsneyti yfir sjó, en hugð ist siðan nauðlenda. Sjónarvottar segja, að flugvél in hafi verið í mjög lítilli hæð, er hún kom inn yfir flugvallar- evæði. Rétt áður en bún hefði ótt að lenda á brautinni, rakst hún á jarðýtu og sundraðist. Brauzt þegar út eldur, sem breiddist út um framlhluta vél- arinnar og annan vænginn. Það, sem varð fólki því, er af komst, til lífs, var, að aftari faluti búksins brotnaði frá, ásamt öðrum vængnum. Þeir sem í þeim hluta voru, urðu ekki eldinum að bráð. Aðeins einu sinni áður hefur „Britannia" flugvél lent í slysi, jr V-þýzkir eldflaugasérfræö- ingar starfa fyrir Nasser Stórslys á Indlandi Calcutta, Indlandi, 23. júlí — AP. 42 létu lífið nærri Calcutta á laugardagskvöldið, er vöru- og póstflutningalcst rakst á aðra vöruflutninga- lest, sem stóð á sporinu. Auk þeirra, sem fórust, slösuðust um 36, þar af sum- ir illa. Óstaðfestar frgenir hermdu, að fjöldi þeirra, er létu lífið, bafi verið miklu meiri, eða um 100. Munchen, Kairð, 23. júlí — (AP-NTB) — VESTUR-ÞÝZKA kvöldblaðið „Abendzeitung“, sem gefið er út í Miinchen, sagði í dag, að um 250 v-þýzkir eldflaugasérfræðingar séu nú að störfum fyrir Nasser, forseta Egyptalands. 1 dag var haldið hátíðlegt 10 ára afmæli egypzku byltingarinn- ar, sem svipti Faruk konung völdum. Var efnt til mikillar her- sýningar I Kairó, þar sem m. a. voru sýndar eldflaugar. Hafði fjórum eldflaugum verið skotið á loft um helgina í tilraunaskyni. Jafnframt var efnt til flugsýningar, þar sem mest bar á rúss- neskum flugvélum, jafn orustuþotum og sprengjuflugvélum, sum- um af nýjustu gerð. Viðstaddir voru m. a. Nasser, forseti, og aðrir ráðamenn. Landvaranaráðherrann, Abdel Hakim Amer, sem jafnframt er varaforsætisráðíherra, hélt við íþetta tækifæri ræðu, þar sem Ihann lýsti því yfir, að flugfaer Arabalýðveldisins væri nú svo sterkur, að hann væri einráður í Mið-Austurlöndium, og jafnframt fullkomnasti fluglher í Afríku. Ráðlheirrann lýsiti því einnig yfir, að ísrael væri versti óvinux Aralbaríkj anna. Mikla atfaygli faetfúr vakið ytfir- lýsing Viþýzka blaðsins „Abend zeitung“ þess etfnis, að nú starfi fyrir Nasser um 250 sérfræðingar á sviði eldtflaugasmíði. Segir blað ið þá startfsemi fara fram á leynd. í forsíðufrétt blaðsins í diag, segir, að þessir menn faafi verið ráðnir til starfa atf fyrirtækjum, sem komið hafi verið á stotfn í Ziirich í Sviss, og starfi þar und- ir fölsku flaggi. Segir blaðið, að eldflaugum iþeim, sem skotið faafi verið á lotft í Egyptalandi um helgina 'faafi upprunalega verið smyglað til Egyptalands frá Bandarikj- unum, en siðan hafi þýzkir sér- fræðingar unnið að því að full- komna þær. Segir blaðið ennfremur, að Framhald á bls. 19. Síldaratflinn undanfarna daga hefur vcrið svo mikill, að engin dæmi eru um slika , veiði. Á einum sólarhring veiddust um 100 þús. mál og tunnur og er hrotan stóð sem hæst, brá fréttaritari blaðsins sér til Raufarhafnar. Þessa mynd tók hann ofan atf þaki stjórnpalls eins bátsins, sem nýlega hafði lagzt að bryggju og var lön.dun nýhafin. Bátur- inn kom drekkhlaðinn í höfn, eins og myndin ber með sér og um leið og löndun er lokið, er farið á fullri ferð aftur út á miðin. (Ljósm.: St. E. Sig.). j Sjá grein á bls. 3. í blaðinu 1 í dag. V 36 fórust og um 100 særðust Dijon, 23. júM (NTB). MIKIÐ járnbrautarslys varð i dag við Dijon, er hraðlestin frá Paris til Marseilles fór af spor- inu. Slysið varð við gil nokkurt, og einn járnbrautarvagn þeytt- ist tfram af 50 m hárri brú. Talið er að a.m.k. 36 hafi látið líiið, en fregnir herma, að um 100 manns hafi slasast, sumir alvar- lega. Slysið varð síðdegis. Tvær aðrar hraðlestir voru þá a | sömu leið, en það tókst að 1 stöðva ferð þeirra í tæka tíð. Lögregla, slökkvilið og hjúkr- unarlið fór þegar á staðinn, og ] var tekið fyrir alla bílaumferð í nógrenninu, til þess að ekki kæmi til tafa, er verið var að j fXytja slasaða. Sjúkrabifreiðar úr öllu ná- grenninu voru kallaðar til, og | öll Xaus rúm í héraðssjúkrahús- inu voru tekin undir þá, sem meiðzt Xtöfðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.