Morgunblaðið - 24.07.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.07.1962, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 24. júlí 1962 MORCTJISBLÁÐIÐ 11 ’ Grátandi ég svínið sá.... Bretar skrifa, gefa út og kaupa hinar furðulegustu bæk ur. Ein slík kom út ekki alls fyrir löngu og heitir „The Symibollice Pig“ (orðrétt: Hið táknræna svin). Bókin fjall- ar aðallega um- myndir- af srvínum. Sirkusinn á raunverulega ekkert skylt við rómversku hringleikaúsin, sem voru and stæða hans. Sirkusar eru frið samlegir, en Rómverjar skemmtu sér við að horfa á blóðsútlhellingar. Rómversku leikararnir áttu sér stað á af- löngu sviði, en sýningarsvið sirkusins er hringur. Upphaf sirkusa Á súlu, sem skilur að glugga skeXlinöðruverzlunar og mat söluihús í Westminster Bridge Road, má finna plötu, sem á stendur: „Prá þessum stað breiddist sirkusinn út um heiminn." Þetta er hárrétt, því að Bhilip Astley reisíi fyrsta hringleikahús sitt á þessum stað 1769. Síðan hefur sirkusinn breiðst út um allan heim, og orðið mörgum til ánægju. Einkum eru börn hrifin af sirkus, en meðal aðdáenda hans hafa einnig verið jafn virðulegar persónur og Viktoría Englands drottning. Furðulegast af því, sem nefnt er í bókinni eru senni- lega svínamyndir í kirkjum. Víðsvegar um Evrópu má finna svínamyndir í gömlum kirkjum. bæði á stólfótum og í skrautlegum gluggamyndum í kórmyndum dómkirkn- anna finnast svín að leika á hörpu, svín að kippa í buxna- skálmar manna og menn að feasta rósum fyrir svín. í bókinni er einnig safnað miklu af smávísum og barna gælum um svín, svo og máls háttum. Ennfremur er þar fjöldi mynda af gistihúsaskilt- um með blessuðum skepnun- um. Hringurinn á rót sína að rekja til þess, að Astley komst að því að hann átti létt með að halda jafnvægi standandi á hesfbaki, þegar hann lét hest inn hlaupa í hringi. Miðflótta aflið kom-honum þá til aðstoð ar. Astley byrjaði einnig að reka hringleikahús í París, og sonur hans, John, kom oft fram fyrir Marie Antoinette, sem kallaði hann „Ensku rós- ina“. Astley feomst allt suður til Belgrad, en einn af sam verkamönnum hans, er síðar varð keppinautur, Oharles Hughes fann upp nafnið sirk us og fór til Rússlands. Einn al lærisveinum hans, William Riofeetts fór fyrst með sirkusinn til Ameríku og byggði fyrsta hringleikahús- ið þar í Fíladelfíu 1793. Um aldamótin 1800 var til aragrúi sirkusa um alla Evrópu og Ameríku og víðar. (The Geographical Magazine). Svín leikur á hörpu; úr St. Georgskirkju, Stowlangtoft Höfundarnir eru greinilega hinir mestu svínavinir, því efni bókarinnar fjallar að mestu leyti um bjartari hlið- arnar á samtoúð manna og svína. Gagnrýnendur hafa velt fyrir sér, hvort einhverj ir svínahatarar þurfi ekki að skrifa um þau líka. Af nógu er að taka, til dæmis segir bókin ekki frá því, að á mið öldum feom fyrir, að svín voru dregin fyrir rétt, ásökuð um að éta ungbörn á föstudögum. Margt er skrýtið í kýrhausn tun. (Boofes of the month) Enn í dag ágirnast menn gullið. Nú geta menn breytt öðrum og „óæðri“ málmum i gull, enda þótt það borgi síg ekki. Sú var tíðin, að þúsund ir manna um allan hinn sið- menntaða heim baukuðu við þetta í tilraunastofum sínum. f sögubókum er jafnan kennt, að gullgerðarlistin hafi verið undanfari nútíma efna fræði. Þefcta er þó ekki alls- kostar rétt. Fyrr á öldum voru til þrennskonar gullgerðarmenn: Hinir miklu gullgerðarmenn leituðu fyrst og fremst að vizku sem væri algild. Að- ferðir þeirna byggðust fyrst á ævafornum helgisögum og táknmáli, Það voru alltaf aðr ir til, sem höfðu höndlað vizku steininn. Leit þeirra var kerf isbundin, og táknræn. Vizku steinninn fól í sér bekkingu á öllu, sem vitað varð um heiminn og tilveruna, bæði andlega og efnislega. Listin að breyta ýmsum efnuim í gull var aðeins einn þáttur þeirrar vizku. Þessi vísindi hétu alkemi. Aðrir voru að leita út í bláinn. Leit þeirra fól ekki 1 sér kerfi né heim- speki. þeir studdust aða^ega við efnislega hluti, og voru að nokkru leyti feður efna- fræðinnar.. Þessi vísindi hétu spagyrv. Auk þess voru svo til svikar ar. Þótt undarlegt megi virð- ast eru allar þessar þrjár teg undir gullgerðarmanna til enn þann dag í dag. Hinir fyrst- nefndu hafa með sér leynifél- ag, sem heitir „Bræður Helí- ópólis“. Félag þetta mun hafa verið stofnað fyrir 1700 árum í Egyptalandi. Helgisiðir laun helga Egyptalands lifa enn að einhverju leyti meðal félags þessa, og er það að því leyti skylt frímúrarareglunni. Um síðustu aldamót var stunduð talsverð „æðri-efna- fræði“ eða hjrperkemi, eins og áhangendur hennar nefna hana. Þar er aftur um að ræða trú á, að allt efni væri í raun inni sama eðlis, og því ætti að vera Tnögulegt að um- breyta því með „efnafræðileg um“ aðferðum. Frægastur hyparkemista var F. Jollivet- Castellot. Hann hafði marga lærisveina um aldamótin og meðal þeirra var sænska skáld ið August Strindberg. þó að fæstir muni eftir því nú. Str- indberg átti rannsóknarstofu og gerði þar tilraunir. Hér er bréf, sem hann skrifaði Jolli- vet-Castelot 15. apríl 18S>6' Táknræn mynd úr gullgerðarhandriti. Asninn táknar nr.erki Saturnusar (guðsins, en ekki plánetunnar) og táknar frum efni. Nægtahornið að haki hans er merki auðæfanna, sem gullgerðarmanninum geta hlotnast. Vegna þess, að alkemí var einnig tónlist, leikur asninn á. trompett og eftir því dansa hinir forvitnu „apar náttúrunnar“, gullgerðarmennirnir. Kæri herra. Þar sem þér álítið, að mögulegt sé að búa til gull, sendi ég yður þessi sýnis- horn og bið yður um að segja skoðun yðar á málm- inum, sem hefur fallið út. iþér minnist ef til vlll skoð- ana minna á hlutverki járn- súlfats, (salt af brennisteins sýru og járni. — þýð.) sem fellir gullsölt. Tilraunin: Eg bleyti pappírsræmu með járnsúlfati. Síðan held ég henni yfir opinni amoní aksflösku í tæpa mínútu. Eftir það þurka ég ræmuna í vindlareyk í 5 til 10 mín- útur. Meira geri ég ekki. Vindillinn þornar og gefur frá sér amoníak. Þetfca kem ur í veg fyrir að járnsýring urinn verði aftur að járni. Ef sýnishorn mín hafa skemmzt þarf aðeins að hita þau yfir sígarettu. Eg hef unnið meira að þessum til- raunum, en sé ekki ástæðu til að gera málið flóknara. Eg bið yður að endurtaka tilraun mína og segja mér hvort yður virðist hinn guii málmur innihalda gull —■ að vísu í örlitlu magni, en gullið í Traanswaal er það líka.... En rétt er að minnast þess, að þessir menn unnu í fullri alvöru og voru ekki að ryna að svíkja sér út auðævi, eins og verk Jollivet-Castelot bera með sér. Þessar tilraunir eru spagyry. Samtíma alkemistar höfðu fyrirlitningu á þeim. Nútímamönnum ferst varla að býsnast yfir forfeðrum sín um. (Heimildir: The Alchem ists, M.Caron og S. Hut- in). Gulliö býður Hoffinn . . . Jóhannes Jörundsson ÖRÐUGT á ég með að sætta mig við þá tilhugsun að Jó- hannes Jörundsson sé látinn. Hygg ég að svo sé um fleiri, sem þekktu þennan dugmikla og viðmótsglaða mann. Sjálfum munu honum ekki hafa komið þessi þáttasfeil svo mjög á ó- vart, þótt ekki léti hann á því bera. Þótt hann væri manna reifastur og einlægastur í kunn ingjahópi var hann dulur að eðlisfari; hreinskilinn, en flík- aði þó lítt tilfinningum sínum, ijafnvel ekki við nána vini. Þeir munu því ekki hafa verið marg ir, sem vissu að hann gekk ekki heill tH. skógar, og þó ennfærri sem höfðu grun um að hann vissi að hverju fór. Það sann- rýmdist ekki skapríki hans og karlmennsku að æðrast eða slá af; hann var einn af þeim, sem efcki gat látið bugast fyrr en hann brotnaði og kippti þar í kynið. Hann vann því af sama kappi og hlífði sér hvergi, með- an hann mátti uppi standa. — Getur þó nærri hvílík hugraun það hefur verið jafn tilfinninga ríkum manni, að vita dauðann í námunda við sig í blóma lífs- ins, á meðan hann átti flest ó- unnið — og hafði hann þó kom ið furðu miklu í verk, þegar hann lézt, þrjátíu og eins árs að aldri, þann 14. þ. m. eftir stranga, en ekki mjög langa sjúkdómslegu. Kynni okkar Jóhannesar urðu skömm — en góð. Betri samstarfsmann gat ekki. Hann var manna prúðastur í öllu dag fari, jafnan kátur og örvandi, en fastur fyrir og ákveðinn ef því var að skipta og um leið slíkur drengskaparmaður, að hann vildi á engan ganga. Hann var glæsimenni í sjón og fram- komu, og hatði ósjálfrátt þau áhrif, að öllum leið betur og allt varð glaðara, þegar hann bættist í hópinn. Kappsamur var hann og kunni því illa að láta hlut sinn, en sárast þótti honum, ef hann fann sig beitt- an rangsleitni — hafði þó ekfei orð á því við neinn, heldur duldi það með sér, og seint mun hann hafa leitað hefnda. Hann tók virkan þátt í stjórnmála- baráttunni um skeið, og kvað þar að honum eins og annars staðar; hafði þó dregið sig þar nokkuð í hlé að undanförnu, ef til vill ekki áverkalaust, þótt hann léti ekfei á bera. Efast ég og um að hann hafi í rauninni verið vel til slíkrar baráttu fall inn, eins og hún er háð með þjóð vorri, og var hann þó glæsilegur baráttumaður, mál- snjall, rökfastur og einarður. Jóhannes Jörundsson var ó- venjulega fjölhæfur maður og góðum gáfum gæddur. Um skeið mun hann hafa ætlað sér að ganga listamannabrautina, og nám stundaði hann í Handíða- skólanum á sínum tíma. Hygg ég að myndlistin hafi alltaf átt rík ítök með honum, og að hann hafi löngum saknað þess að hann vígði henni ekki starfs- krafta sína. í eðli sínu var hann listamaður, og hefði hann vafa- laust náð miklum árangri sem slíkur, eins dugmikill og hann var og heill, að hverju sem hann gekk. 1 dag er Jóhannes Jörundsson til grafar borinn. Það hygg ég, að enginn sé sá er honum kynntist, sem ekki saknar hans. Og að þeir sakni hans mest, sem þekktu hann bezt. Loftur Guðmundsson. ÉG sem þessar fáu línur rita, finn mig knúinn til að minnast með þakklæti, vinar rnins Jó- hannesgr Jörundssonar sem í dag er borinn til hinnar hinztu hvílu. Jóhannes var eimhver fjölhæf- asti maður sem ég hef kynnzt á lífsleiðinni, ágætléga greindur, lisfchneigður vel og átti létt með að vinna flest verk, enda dugn- aðarforkur að hverju sem hann gekk. — En fyrst og fremst var hann frálbær drengur í smáu og stóru, enda vinmargur og vinsæll. Munu margir vinir hans og Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.