Morgunblaðið - 24.07.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.07.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. júíí 1962 SL. laugardag vígði samgöngu- málaráðherra, Ingólfur Jónsson, hina nýju brú á Fjallsá á Breiða- merkursandi, að viðstöddum vega málastjóra Sigurði Jóhannssyni, Brynjólfi Ingólfssyni, ráðuneytis- stjóra, Árna Pálssyni yfirverk- fræðingi, Páli Þorsteinssyni, alþm. og fjölda annarra gesta. Er brúin 138 m á lengd, 7 stöplar í farvegi, og kostnaður 3 millj. kr. Með brúnni á Fjallsá standa vonir til að Öræfingar geti í fram tíðinni stytt leið sína til kaup- staðar úr liðlega 370 km. í 120 km., þó að örugg flutningaleið fá ist fyrst til Hafnar í Hornafirði, þegar brúin á Jökulsá á Breiða- merkursandi verður byggð. Meiri brúargerð en nokkru sinni í ræðu sinni við opnun brúar- innar fagnaði samgöngumálaráð- herra því að vera kominn öðru Nyja bruin yfir Fjallsá á Breiðamerkursandi. I baksýn sést sprungim; skriðjökultungan. __ (Ljósm. Björn Pálsson) 138 m. brú byggð á Fjallsá Styttir kaupstabaleih Öræfinga um meira en helming i framtiðinni sinni í þetta hérað á fagnaðar- stund, en nú væri tæpt ár síðan brúin á Hornafjarðarfljóti var vígð, en það mannvirki kostaði um 10 millj. króna. Kvað ráð- herra mjög ánægjulegt að vera þátttakandi í þeirri almennu gleði, sem fram hefði komið, við vígslu brúarinnar á Hornafjarð- arfljóti og að komið væri nú að Fjallsárbrú þótt stutt væri liðið síðan. Væri þegar ljóst, að fögn- uður væri meðal samkomugesta yfir þeim áfanga sem náðst hefur með byggingu brúarinnar á Fjallsá. Brúin á Fjallsá væri ein af 10 stærstu brúm landsins og hefði kostað um 3 millj. króna. Sagði ráðherra, að vegamálastjóri mundi gefa nánari lýsingu á brúnni síðar við þetta tækifæri. Ráðherra taldi það fagnaðarefni að nú væri unnið að miklum • framkvæmdum víðsvegar um landið, og hvað brúargerðir snerti væri meira að þeim unnið nú en nókkru sinni fyrr. Vitað væri, að í Austur Skaftafellssýslu væru mörg önnur vatnsföll óbrúuð og væri það önnur ástæðan fyrir því að hver stórbrúin væri byggð þar eftir aðra. önnur ástæða væri til þess að framkvæmdir væru mikl ar í þessu héraði og ekki veiga- minni, en það væri að íbúar þessa héraðs hefðu sýnt það með dugn- aði og þrautseigju að þeir væru þess verðugir að ríkisvaldið kæmi þeim til aðstoðar og veitti fé til samgöngubóta og annarra fram- kvæmda til þess að lífsbaráttan mætti verða léttari en áður. Ráðherra gat þess að hann hefði nú fyrir stuttu rætt við bændur úr héraðinu og hafi þeir upplýst að framkvæmdir væru miklar í héraðinu í byggingum og ræktun. Upplýst væri að fram leiðslan væri vaxandi og afkoma íbúa héraðsins færi batnandi. Hér í þessu héraði væri eins og kunn- ugt er mikið af söndum og auðn- um, sem dregið hefðu úr fram- leiðslugetu og landkostum byggða lagsins. Það væri því ánægju- efni, að á sl. vori hefði verið hefizt handa með ræktun sand- anna með aðstoð Sandgræðslu ríkisins. Væri myndarlega af stað farið og fyrirheit hafi verið gefið um áframhaldandi aðstoð í sandrækt Austur-Skaftfellinga. Brúin á Fjallsá væri vottur þess, að ríkisvaldið vildi tengja byggðarlagið saman og létta lífs- baráttu fólksins, sem hefir átt við samgönguerfiðleika að stríða. Brúin á Fjallsá væri og tákn þess Verkfæri Rýmingarsala Rýmingarstkla Vegna breytinga á verzluninni, munum við næstu daga selja allSKcuar handverkfæri með góðum afslætti. Verzlun B. H. BJARNASONAR H.F. Aöalstræti 7, Reykjavík — Sími 13033. Góð herb. íbúð Góð tveggja herbergja íbúð með öllum þægndum óskast í skiptum fyrir lítið einbýlishús á góðum stað í Kópa- vogi. Austurstræt.i 14, 3. hæð símar 14120 og 20424. að áfram væri haldið á markvísan hátt að yfirstíga þær hindranir, sem fyrir væru í samgöngum landsmanna. Með hverri fram- kvæmd sem væri til almennings- nota væri ísland raunverulega gert stærra og ríkara en það áður var. Að lokum þakkaði ráðherra vegamálastjóra, verkfræðingum, verkstjóra, verkamönnum og öðr- um, sem unnið höfðu að þessari framkvæmd, sem hafði verið lokið fyrr en áætlað var. Austur- Skaftfellingum og þá sérstaklega Öræfingum óskaði ráðherra til hamingju með þessa myndarlegu brú og óskaði þess að sú gifta mætti áfram vera ráðandi að far- artálmum yrði rutt úr vegi og áfram yrði haldið á þeirri braut sem nú er farin. Að síðustu lýsti ráðherra brúna opna til frjálsrar afnota. Auðvelt að flytja brúna Eftir að ráðherra hafði opnað brúna talaði Sigurður Jóhanns- ar þessir eru af nýrri gerð, sem gefa sama stýrkleika og hnoð, en hafa þann stóra kost, að auðvelt er að taka brúna í sundur aftur, ef svo skyldi fara, að Fjallsá fyndi upp á því að renna til sjáv- ar á nýjum stað. Slíkt er ekki óþekkt fyrirbæri hér í A-Skafta- fellssýslu og bein afieiðing þess, að jökullinn er sífellt að minnka. Mælingar og teikningar af brú þessari hafa gert verkfræðingarn- ir, Sigfús Örn Sigfússon og Björn Ólafsson, undir yíirumsjón Árna Pálssonar yfirverkfræðings. Verk stjóri við brúarsmíðina hefur verið Jónas Gíslason og verk- stjóri við vegagerðina að og frá brúnni Þoisteinn Jóhannsson á Svínafelli. Mestan vee oe vanda 9 ár óbrúaðar á Sv' nlandsvegi Enn eru eftir mu o,___...iar ar á Suðurlandsvegi í A-Skaftafells- sýslu, en yerða væntanlega ekki nema átta í haust, þegar byggð hefur verið brú á Reyðará í Lóni. Sömuleiðis eru eftir óbrúaðar níu smáár og má því segja að nokk- urt verkefni sé framundan, en þeirra viðamest verður þó áreið- ' anlega bygging brúar á Jökulsá á Breiðamerkursandi, sem án efa mun koma með tíð og tíma. Tildrögin að því að byggja varð þessa brú eru þau að á árunum 1954—55 tók Breiðá, sem féll fram úr Breiðamerkurjökli milli Fjalls ár að renna vestur í Fjallsá og var orsökin sú, að jökullinn hafði færzt mikið aftur, eins og jöklar hafa gert hér seinustu áratugina, en við það varð Fjallsá svo mikið vatnsfall, að hún var ekki fær neinum ökutækjum nema rétt um háveturinn. Fyrstu athugun á brúarstæði á Fjallsá gerði Sig- urður Björnsson, brúarsmiður, síðla haust 1952 og á næstu árum fóru fram nokkrar undirbúnings- athuganir og mælingar. í fjárlög- um 1958 og 1959 var veitt til brúarinnar 550 þús. kr. Árið 1959 kom geysilegt flóð í Fjallsá og varð þá ljóst að flytja þyrfti til brúarstæðið og brúin yrði að vera 120—140 rn löng og kostnaður á þriðju milljón Var þá ljóst að hægt myndi sækjast að safna fé til brúarinnar af fjárlögum og varð niðurstaðan sú að samgöngu málaráðherra ákvað í bréfi, dags. 19. feb. 1960, að Fjallsá skyldi byggð fyrir fé brúarsjóðs á yfir- standandi ári í framhaldi af bygg ingu brúarinnar á Hornafjarðar- fljóti. Einu teljandi erfiðleikarn- ir í sambandi við byggingu þess- arar brúar voru í sambandi við flutning brúarefnis, sem alls er um 240 tonn, á brúarstaðinn. Var valinn sá kostur að flytja efnið landleiðina frá Höfn í Hornafirði vestur að Jökulsá, því komið yfir ána er hún stóð uppi fyrri hluta vetrar og í byrjun apríl voru flutt ýmis áhöld og tæki frá Reykjavík. Hefur verið unnið að brúargerðinni síðan um páska. Ýmsir fleiri tóku til máls við þetta tækifæri, svo sem Páll Þor- steinsson, alþingismaður, Þor- steinn á Svínafelli o. fl. Við Fjallsárbrú, talið frá vinstri: Jónas Gíslason verkstjóri, Arni Pálsson, verkfræðingur, Sigurður Jóhannsson, vegamálastjóri, Ingólfur Jónsson, ráðherra, Brynjólfur Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri og Páll Þorsteinsson, alþingismaður. —. son, vegamálastjóri. Rakti hann tildrög og lýsti m. a. nýju brúnni: Brúin, sem við sjáum hér fyrir framan okkur, er í níu höfum, alls 138 m á lengd. Hún er byggð úr stálbitum með brúargólfi úr gegndreyptum viði. Breidd henn- ar er 3,6 m að utanmáli og hún er reiknuð fyrir 12 tonna þungan vagn. Sjö stöplar í farvegi eru steyptir og hvílir hver þeirra á ellefu staurum, sem reknir eru niður í botn árinnar. Endahöfin eru úr timburokum og er það gert af sparnaðarástæðum. f burð arbitum eru 57 tonn af stáli og í stöpla fóru 152 rúmm. af steypu og timbrið í brúargólfinú er alls 3.175 ten. fet. Sú nýlunda er við brú þessa, að bitasamskeyti öll eru boltuð, en ekki hnoðuð. Bolt- Meistaramótið í frjáls- íþróttum 11-12 ágúst SAMKVÆMT upplýsingum frá Frjálsiiþróttasamibandinu hefst Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum 1962 með keppni í tug- (þrau/t 10 km hlaupi og 4x800 m boðlhlaupi dagana 28. og 29. júlí. 8. ágúst fer fram keppni í 4xil00 m og 4x400 m boðtilaupi, 3000 m hindrunarhlaupi og fimimt arlþrauit. Aðalhluti mótsins fer fram 11. Oig 12. ágúst og verður keppt í eftirtöldium greinum: 11. ágúst 200 m hlaup, kúlovarp, 800 m ihlaup, spjótkast, langstökk, 5000 m haup og 400 m grindalhaup. 12. ágúst 100 m hlaup, stangarstökk, kringluikast, 1500 m hlaup, þrí- stökk, 110 m grindahlaup, sleggjukast og 400 m hlaup. Keppni fer fram á Laugardals- vellinum í Reykjavík. Frjálsíþróttadeild K.R. sér um framkvæmd mótsins. Þátttöbutilkynningar sendist f pósthólf 1333 eigi síðar en viku fyrir keppni. — af flutningum á efni hefur haft Hafsteinn Jónsson, verkstjóri á Höfn í Hornafirði, svo og birgða- vörður áhaldahússins í Reykja- vík, Kristján Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.