Morgunblaðið - 24.07.1962, Page 3
y Þriðjudagur 24. júlí 1962
MORCUNBLAÐIÐ
3
Raufarhöfn
heimsótt
EINS og fréttir undanfarinna
daga bera með sér, hefur
óhemjumikil síldveiði verið
fyrir Norður- og Norð-Austur
landi að undanförnu. Hvert
skipið af öðru kemur inn með
fullfermi og það er talið til
sérstakra tíðinda, ef skip
kemur inn með slatta. Á síld-
arsöltunarstöðvunum þar
eystra hefur fólk staðið við
söltun á plönunum, svo til all
an sólarhringinn við að gera
silfur hafsins að verðmætum
gjaldeyri, raða síldinni í tunn-
ur eða standa við vélar í verk
smiðjunum og bræða hana.
Ef við lítum yfir einn þess-
arra síldarbæja, t.d. Raufar-
höfn, snemima morguns, þá er
það eitthvað í þessa átt, sem
við oikikur blasir:
Sólin er fyrir löngu koomm
á loft, ef hún hefur þá nokk-
urn tíma horfið bak við haf-
flötinn í nótt. Varla sést nokk
ur skýhnoðri á lofti og spegil-
sléttur flötur hafnarinnar gár-
ast, ekki, en honum íspeglast
margs konar myndir — mynd-
ir af tunnustöflum, skipsmiöstr
um, húsum og reykháfum,
sem spúa dökkum reyk og
gufu hátt til himins. Einhver
myndi segja, að lyktin væri
ekki beinlínis góð, en þeir,
sem þekkja hana, hafa ekkert
við hana að athuga — þeim
finnst hún góð. Hún boðar
MtfnwtMa
Söltun í fullum gangi.
(Ljósm. St. E. Sig.)
einu. Maður, sem stjórnar
einu löndunartækjanna segir
okkur, að nú sé rúm fyrir
4.500 mál í þrónum, en við
bryggjuna bíða skip með 10—
16 þús. mál. ög það er ábyggi-
legt, bætir hann við, — að
áður en búið er að landa þvi
öllu, verða komin skip með
mörg þúsund mál til viðbótar.
Þannig líður dagurinn og
næsta nótt. Það er lítið sofið
á Raufarhöfn. Aðeins skröpp-
ið í mat o@ drukkinn kaffi-
sopi, oft standandi á planinu.
Hér á bak við síldarverksmiðj
una stendur allstórt hús, —
bíóið og aðalsamkomuhús
staðarins. Okkur er sagt, að
þar sé oft fjölmennt, þegar
bræla er og lítið veiðist. Nú
er það lokað og enginn lætur
sér detta í hug að renna þang
að augunum, því nú er það
vinnan, sem situr fyrir öllu
og við sjáum 'í dag, að það er
ekki rétt, sem sumir segja, að
unga fólkið nú á dögum hugsi
ekki um annað en að skemmta
sér. Þessa dagana dettur eng-.
um í hug skemmtanir.
Annar morguninn okkar á
Raufarhöfn rennur upp og
enn er saltað og brætt. I nótt
hafa borizt fregnir um óhemju
mikla veiði. Þegar á daginn
líður, kemur í ljós, að þessi síð
asti sólarhringur hefur verið
sá fengsælasti á síldarmiðun-
um, sem sögur fara af, því að
veiðin hefur orðið nær 100
þús. mál og tunnur.
Fengsælasti sólarhringur,
sem sógur fara af
Þeir eru ekki allir gamlir, sem vinna í síldinni. Þessi
eru 10 ára og standa sig þó vel.
herrar
vinnu — mikla vinnu og þessi
vinna gefur peninga, velmeg-
un og bætt lífskjör.
— Allt í einu tökum við
eftir því, að einhver hreyfing
er komin á hinn slétta flöt
hafnarinnar og er við athug-
um, hvað veldur því, sjáum
við, að skip siglir inn höfnina,
drekkhlaðið síldarskip. Það
leggst að einni síldarbryggj-
unni og er bundið í skyndi.
Þessi bryggja var áður mann-
laus, en eftir komu skipsins,
er þar allt í einu orðið krökt
af fólki, — Síldin er komin.
Sjómennirnir fara þegar að
fylla síldarkassana, smástrák-
ar koma á fleygiferð með
tómar tunnur, en eldri menn-
irnir aka fram vögnum, hlöðn
um saltkössum.
Mitt í þessu birtist skari af
síldarstúlkum. Þær eru á öll-
um aldri, en þær ungu
kannáke í mieiri hluta. En eitt
eiga þær sameiginlegt. Þær
ætla allar að salta síld.
Það skrjáfar í olíúbornum
pilsunum, þegar þær hreyfa
sig. Flestar eru þær með,
skýluklút á höfði, hafa bitur-
legan hníf í annarri hendi, en
gúmmívetlinga í hinni. Eftir
skamma stund hafa þær raðað
sér við kassana og söltunin er
hafin. Þær þrifa annarri hend
inni ofan í kassann, grípa
eina síld, leggja hana á slétta
fjöl, sem er á kassabiúninni,
hnífnum er brugðið á síldina,
skammt aftan við hausinn og
hann flýgur af. Með einu
handibragði eru innyfli síldar-
innar fjarlægð, en síðan er
síldinni kastað í saltkassann.
Þegar sá kassi er fullur, færir
stúl'kan sig til og fer að salta.
Meðan verið er að leggja
niður neðstu lögin, hverfa
næstum höfuð og herðar salt-
andans ofan í tunnuna, en
eftir því sem lögunum fjölgar
í tunnunni, getur stúlkan unn
ið uppréttari og eftir ótrúlega
sutta stund er tunnan full. Þá
kallar stúikan: TUNNA og
samstundis kemur maður með
sérkennilegan vagn, krækir
honum undir tunnuna og ekur
henni burt. Þannig gengur
þetta fyrir sig, þar til söltun-
inni er lokið, en í þetta sinn
er henni ekki lokið fljótt, því
áður en þetta skip hefur ver-
ið losað, er annað komið að
bryggjunni, jafnhlaðið, og
síldin úr því verður einnig
söltuð.
Þessir atburðir eru ekki ein
kennandi fyrir þetta plan. Á
öllum plönunum er sama sag-
an að gerast. Við göngum í
átt til síldarverksmiðjunnar,
en þar liggja mörg fullhlaðin
skip. Sum hafa beðið síðan í
gær, því aðeins er unnt að
landa úr þremur skipum í
1
fóhanna Ragnarsdóttir, 10 ára
er dugleg í síldinni. Það ei
verst með neðsta lagið í tunn-
unni: „Ég er svo stutt.“
Um Iágnættið er sólin eins
og bráðið gull við hafsbrún.
Geislar hennar, rauðir og lang
ir, teygja sig eftir sjónum.
Það er fögur íslenzk sumar-
nótt, sem breiðir milda vængi
sína yfir hið starfandi fólk á
Raufarhöfn. — St. E. Sig.
Skip á Akureyri að lesta tunnur til Raufarliafnar.
STAKSTEIMAR
Framsókn og
Ef nahag sbandalagið
Benedikt Gröndal ræðir Efna-
hagsbandalagið ; hugleiðingu
sinni í Alþýðublaðinu sl. sunnu-
dag. Bendir hann þar m.a. á þá
sögulegu staðreynd síðustu 15
ára, „að Framsóknarflokkurinn
hefur aldrei tekið ábyrga afstöðu
til utanríkismála, þegar hann
hefur verið í stjórnarandstöðu.
Þá reynir flokkurinn jafnan að
nota þessi mál sjálfum sér tii
pólitísks framgangs. Þess vegna
þarf að m.úta Framsókn með völd
um, helzt ráðherrastólum., til að
hugsa um þjóðarhag í utanríkis
málum“, segir Gröndal.
f niðurlagi greinar sinnar kemst
hann m.a. að orði á þessa leið:
„Ríkisstjómin hefur komið
mjög drengilega fram við Fram
sóknarflokkinn í efnáhags-
bandalagsmálinu. Ráðherrar
hafa mánuðum saman átt einka
fundi með forystum.önnum Fram
sóknar og skýrt þeim frá þvi sem
var að gerast. Við erum allir
sammála um að verja hagsmuni
íslands eins vel og unnt er í
þessu má.li, en það er ekkert vit
að ákveða hvernig það verður
hezt gert, fyrr en allar upplýsing
ar liggja fyrir og útséð er um
samninga annarra fiskveiðiþjóða
við handalagið. Þess vegna hef-
ur stjórnin ekki enn tekið sina
afstöðu eða lagt málið fyrir Al-
þingi til afgreiðslu eios og gert
verður.
Eysteinskan
sprettur eins og arfi!
En nú hamast Tíminn nákvæm
lega eins og Þjóðviljinn. Hann
lætur þjóðarhagsmuni lönd og
og leið — hugsar eingöngu um
að gera þetta viðkvæma hags-
munamál að sem mestu áróðurs-
máli til að skaða stjórnarflokk-
ana, er halda á málinu á ábyrgan
há.tt. Sérstaklega er sorglegt að
sjá eysteinskuna spretta eing og
arfa'í huga hinna yngri Fram-
sóknarmanna, sem ættu að skilja
þessi mál betur en eldri menn
flokksins."
Greinarhöfundur bendir að
lokum á. það, að þetta mál sé of
alvarlegt til þess að gera það að
pólitískum leiksoppi.
Málefnalausir menn
Umboðsmenn Moskvuvaldsins
á Islandi eru um þessar mundir
gersamlega málefnalausir. Blað
þeirra staglast ýmist á bvi að
Atlandshafsbandalagið hafi kraf
izt aðstöðu til að koma upp stór
kostlegri kafbátastöð í Hvalfirði
eða að ríkisstjórnin sé að „selja
Iandið“ með inngöngu í Efna-
hagsbandalagið.
Hafa menn ekki heyrt þessa
þvælu fyrr? Komnr.únistar hamra
stöðugt á því að verið sé að koma
upp nýjum og nýjum herstöðv-
um í landinu. Þeir halda áfram
að japla á þessu, enda þótt því
hafi margsinnis verið lýst yfir
bæði af stjórn landsins og ráða
mönnum Atlandshafsbandalags-
ins að ekki hafi verið óskað eft
ir neinum stöðvum fyrir kafbáta
lægi i Hvalfirði.
Ótti kommúnista við efnahags
málasamvinnu vestrænna þjóða
er heldur engin nýjung. Þeir
vita að hin ná.na efnahagssam-
vinna Vestur-Evrópuþjóða og
Bandaríkjanna hefur átt rikastan
þátt í þeirri örhörðu uppbygg-
ingu, senr. átti sér stað að styrj-
öldinni lokinni. Það er fyrst og
fremst í skjóli þessarar samvinnu
sem lífskjör almennings í Vest-
ur-Evrópu hafa stórbatnað, á
sama tíma sem þau hafa ýmist
staðið í stað eða versnað í þeim
löndum, sem kommúnistar ráða
austan járntjalds.