Morgunblaðið - 24.07.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.07.1962, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 24. júlí 1962 tntMafrife Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. ^ Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) SigurSur Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. rMORCVNBLAÐIÐ 4------------ UTANRIKISMÁL OG MÚTUR ¥ fyrri viku vék Aiþýðu- blaðið að því, „að þegar býður þjóðarsómi, þá verður að múta Framsókn“. Sl. sunnudag er síðan í blaðinu rökstutt að stefna Framsókn ar í utanríkismálum hafi verið óábyrg og venjulega allt önnur í stjómarand- stöðu en í stjóm. Tíminn brást ókvaeða við fullyrðing um Alþýðublaðsins og lét að því liggja, að Aiþýðuflokk- urinn mundi „þiggja erlent fé sem endurgjald fyrir stefnuna í utanríkis- og vam armálum“. Eins og áður segir hefur Alþýðublaðið fært rök að því, að Framsóknarflokkur- inn notaði utanríkismál sem nokkurs konar verzlunar- vöru, en fullyrðing Tímans um að fémútur séu bornar á Alþýðuflokkinn til að fá hann til ákveðinnar afstöðu til utanríkis- og varnarmála er með því freklegasta, sem sézt hefur á prenti hérlend - is. — Stefna Sjálfstæðisflokks- ins í utanríkis- og vamar- málum hefur verið skýr. — Flokkurinn hefur talið þau mál hafin yfir dægurþras og aldrei hvikað frá ábyrgri stefnu sinni í þessum mál- um í von um pólitískan stundarhagnað. Að vísu er ekki hægt að segja það sama um Alþýðu- flokkinn, því að hann stóð að tillögunni um endurskoð- un vamarsamningsins vorið 1956, en samt sem áður hef- ur afstaða hans ti'l utanríkis- og vamarmála verið mikl- um mun ábyrgari en afstaða Framsóknarflokksins. • Málgagn Framsóknar- flokfcsins segir nú, að stuðn- ingur Alþýðuflokksins við heilbrigða stefnu í utanrík- is- og varnarmálum byggist á mútum. Blaðið segir með öðrum orðum að bandalags- ríki okkar öll eða eitthvert greiði Alþýðuflokknum og Aiþýðublaðinu fjármunifyr- ir afstöðuna. HVER ER TILGANG URINN? Tlíenn hljóta að velta fyrir sér, hver sé tilgangur Tímans með því að halda því fram að Alþýðuflokkn- um sé mútað til að fylgja ábyrgri stefnu í utanríkis- og vamarmálum. Vera má að ritstjómargrein Tímans sé vanhugsuð, og þar sé að- eins run að ræða venjulegan íslenzkan skæting í umræð- um um stjómmáL En sú grunsemd hlýtur þó að vakna að tilgangur rit- stjóra Tímans sé að læða því inn, að stefnufesta í utanrík- is- og varnarmálum skipti svo litlu máli, að annar sá stjómmálaflokkur, sem stefna okkar byggist á, noti þetta mál einungis sem fé- þúfu. Ef sú sboðun yrði almenn, teldu Framsóknarmenn, að erfiðara væri að ásaka þá fyrir ábyrgðarleysið og þeir myndu þannig styrkja áróð- ursaðstöðu sína. Þá myndi einnig vera auð veldara að koma á þjóðfylk- ingunni, sem leiðtoga Fram- sóknarflokksins dreymir um. Aðal þrándur í götu fyrir nánu samstarfi Framsóknar flokksins og kommúnista er að sjálfsögðu utanríkismálin, því að mikill hluti Fram- sóknarflokksins styður ein- dregið samstarf okkar með öðrum lýðræðisþjóðum. — Þeirra aðstaða til að hafa áhrif mundi auðvitað verða öll önnur og verri, ef sú skoðirn yrði almenn, að alla einlægni vantaði, líka í öðr- um flokkum, þegar um ut- anríkis- og varnarmál væri að ræða. Þá mundi vinstri armur Framsóknarflokksins styrkjast og ná enn meiri völdum. Engum blandast hugur um, að draumur Þórarins Þórarinssonar er sá, að vinstri öflin ráði lögum og lofum í Framsókriarflokkn- um, og þess vegna er ekki ólíklegt að tilgangur hans með þessurn skrifum sé að reyna að mynda þá skoðun, að aðrir flokkar telji mál þessi næsta lítilfjörleg. FRJÁLSAR UM- RÆÐUR U'ftir að bæklingur Frjálsr- ar menningar, þar sem birtar eru umræður um efnahagsbandalög á ráð stefnu félagsins, kom út, hafa orðið allmiklar umræð- ur um hann. Tíminn hefur birt megin hluta þess máls, sem Ey- UKYMSm, Eitt af því sem vakti hvað mesta athygli á síðasta árs- þingi Læknafélags Bandaríkj anna var ný tækni við aðgerð ir gegn skjálftalömun (Park- insonsveiki). Höfundur henn- ar er dr. Irving S. Oooper og felst hún í að frysta tauga- ihiðstöðvar djúpt í heilanum. Dr. Cooper hefur náð frábær um árangri með þessari að- ferð og býst við að hún geti með breytingum, komið að gagni við fleiri sjúkdómum. Dr. Cooper byrjaði á að fgg sýna myndir af skjálftalömun og krömpum. Síðan sýndi hann sömu sjúklingana eftir aðgerð. Þótt samkomu lækn- anna fyndist mikið til um ár angurinn, voru þetta ekki sjúklingar, sem hann hafði viljað sýna. Þetta fólk hafði verið skorið upp með aðferð um, sem dr. Cooper telur nú úreltar. Þótt margir hafi feng ið fullan bata með hinum gömlu aðferðum, er hlutfalls tala þeirra, sem batnar nú undir læknishendi Dr. Ooop- Cooper skurðlæknir við a ðgerð sína - ný tækni við heilaskuröi ers miklu hserri en fyrr. Um frúmorsök skjálftalöm unar er lítið eða ekkert vit- að, en hún kemur fram í að hópur af taugafrumum í grennd við stúkuheilann, (en svo nefnist mikilvæg tauga- miðstöð, sem staðsett er ná- lægt miðjum höfuðkúpubotnin um) senda frá frá sér tauga- boð í tóma og ótíma. Veldur þessi starfsemi kippum þeim er fara um líkama sjúkling- anna. Dr Cooper hefur fengist við að skera þessa sjúklinga upp síðan 1952. Upphaflega skar hann sundur slagæð, er flytur umræddum taugafrum um næringu, en síðar tÓK hann að sprauta beint í þær 100% vínanda til að drepa þær. Hin nýja tækni felst í að reka nál gegnum gat á höfuð kúpunni, skáhall-t niður og inn á við, unz röntgenmyndir sýna að endi nálarinnar er kominn á réttan stað. Síða-n er rekin pípa gegn- um nálina og dælt í gegnum hana fljótandi köfnunarefni við 100° C. Aðgerðin er fram kvæmd í staðdeyfingu, og þegar sjúklingurinn er far- inn að geta hreyft hendurnar óaðfinnaniega er aðgerðinni lökið. Eftir árangrinum af braut ryðjandastarfi dr. Ooopers bíða um 300.000 sjúklingar í Bandaríkjunum einu-m. AUt vel-tur nú á, að aðrir tauga- skurðlæknar geti náð ja-fn- góðum árangri (TIME) steinn Jónsson flutti á þess- ari ráðstefnu, en hins vegar lítt skýrt frá skoðunum ann arra. En þær geta menn kynnt sér með því að eign- ast bæklinginn. Ráðstefna Frjálsrar menn- ingar var nýjung hér á landi. Tilgangur hennar var að reyna að kryfja til mergj ar viðkvæmt vandamál í ræðum, þar sem forðastværi að vera með aðdróttanir eða skæting. Þetta tókst vonum fram- ar, þótt áður væri ekki reynsla af slíkum fundum hér á landi. Á félagið Frjáls menning þakkir skildar fyr- ir frumkvæði sitt og þyrfti að efna til fleiri ráðstefna. Morgunblaðið telur til dæmis fulla ástæða til að ráðstefna yrði haldin rnn samskipti launþega og vinnu veitenda og þær mismun- andi hugmyndir, sem komið hafa fram um það, hvemig leitazt eigi við að forðast á- rekstra og illvígar deilur, sem öllum eru til tjóns. frjálsum og heilbrigðum um- Lokafundur Laos-ráðstefnu GENF, 21. júlí (AP) — Síðasti fundur 14-ríkja ráðstefnunnar um Laos hólst hér á laugardagsmorg- un og var utanríkisráðherra Breta, Horne lávarður, í forsæti. Fyrir fundinum liggur að stað- festa tvö skjöl; annars vegar er hlutleysisyfirlýsing stj órnarinnar í Laos og hins vegar yfirlýsing þátttökuríkja ráðstefnunnar um að þau niuni virða hlutleysi landsins. Ýmsir þátttakendur í ráðstefn- unni, þ. á. m. utanríkisráðherrar stórveldanna, munu nota þetta tækifæri til viðræðna um önnur mál, sum mjög mikilvæg. Ungir knattspyrnu menn frá Akranesi til Norðurlanda AKRANESI, 20. júlí. — Seytján ungir knattspyrnumenn á aldrin um 14—16 ára, þriðji flokkur, fljúga n.k. þriðjudag frá Reykja vík kl. 13 til höfuðborgar Noregs. Þeir hafa hlakkað til þessarar far ar undanfarna tvo mánuði. Þjálf ari er Georg Elíasson. Ráðgert er að leika tvisvar í Langesund, vina bæ Akraness. Þá í sænska vina bænum Vestervik, og síðan verð ur haldið tii Kaupmannahafnar. Fararstjórar verða þrír, Óðinn S. Geirdal, Þórleifur Bjarnason og Hallgrímur Árnason. — Oddu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.