Morgunblaðið - 24.07.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.07.1962, Blaðsíða 20
Fiéttasímar Mbl — eftir lokun — Erletsdar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 UTAN UR HEIMI Sjá bls. 13 166. tbl. — Þriðjudagur 24. júlí 1962 Látlaus síldarsöltun fyrir norðan Skipin aftur veiði í gærkvöld I.ATL.AUS síldrrsöltun var í sildarstöðvunum norðanla.ids um helgina. Frá því á sunnudagsmorgun og fram á mánudagsmorgr- un var síldaraflinn 80 þús. mál og tunnur hjá 92 skipum. í gær var veiðin aðeins tregari og stóð síldin djúpt, en í gærkvöldi voru skipin öll farin að kasta og mörg farin að fá góða veiði. Voru svo mörg búin að tilkynna komu sína til Raufarhafnar kl. 11, að þar verður næg söltun í alla nótt og allan dag Flotinn var aðallega á þrem- ur stöðum: vestur af Sporða- grunni, út af Þistilfirði og út af Digranesi og Vopnafirði. — Sagði Jakob Jakobsson að mik- il síld væri á svæðinu út af Þistilfirði og að Kolbeinsey, en hún væri dreifð eins og oft vildi verða þegar hún er orðin svona feit, því þá safnast hún ekki eins ákveðið í átuna. En öðru hverju myndar hún stórar torf- ur og þá er hægt að ná henni. Út af Þistilfirðinum voru þessi skip búin að fá veiði í gærkvöldi: Sigurður AK 1200, Héðinn 700, Höfrungur II. 1000, Smári 900, Ólafur Magnússon 100, Björn Jónsson 1100, Jón Garðar 1100. Fyrir sunnan Laniganes hafði Ólafur EA fengið 700 tunnur og lagður af stað með það, er har\i bætti á sig og einnig voru Fram, Þorlákur IS, Ljósafell, Guðbfjörn GK að fá hana. Óhemjudagur á Siglufirði Fréttaritarj blaðsins á Siglu- firði símaði í gær: Óhemjudagur var hér í gær. 105 skip tilkynntu komu sína með 90 þús. mál og tunnur. Og 80 skip tilkynntu komu sína í dag. Hefur verið óslitin löndun síðan á laugardagsmorgun á öll- um stöðum, en aldrei hefur verig meira en nokkurra tíma löndunarbið og nú bíða aðeins örfá skip. Þrjár verksmiðjur brseða nú hjá Ríkisverksmiðjunum og svo Rauðka og er því unnið úr gifur legu magni af síld. Þar við bæt- ist söltunin og var dagsöltunin í gær 7938 tunnur. Er dagurinn í gær einhver mesti dagur, sem um getur hér — Guðjón. Eyjafjarðarhafnir. Fréttaritararnir á hinum stöðvunum símuðu: DALVÍK, — Frá því kl. 6 á laugardag til jafnlengdar í dag hefur söltun verið samfelld hér. Framhald á bls. 19. Togararnir í síldarflutn- inga til Rvíkur Síldarflutningar eru nú að hefjast með togurunum að austan til Síldar og fiskimjöls- verksmiðjunnar á Kletti í Reykjavík. Fóru togararnir Geir og Freyr Ingvars Vil- hjálmssonar austur um helg- ina og eru komnir til Seyðis- f jarðar til að taka síld. Jónas Jónsson, frkvstj. á Kletti tjáði blaðinu í gær, að ætlunin hefði verið að senda 3 af 4 tog- urum Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar í þessa flutninga og einnig togarann Sigurð Einars Sigiuxðssonar, og einn togara frá Bæjarútgerðinni en Síldarverk- Motureitrun ó Akureyri AKUREYRI, 23. júlí — Hér- aðslæknirinn sagði mér að- spurður, að borið hefði hér á slæmum magakvilla, sem rekja mætti til matareitrun- ar. Hefðu sum tilfellin verið mjög slæm, svo að flytja hefði þurft fólk á sjúkrahús og e. t. v. gæti verið þar um taugaveikibróður að ræða. — Sýnishorn frá fólki þessu hafa verið send suður til rann sóknar, og þegar þeim rann- sóknum væri lokið væri fyrst hægt að segja örugglega um 'þetta. Héraðslæknirinn sagði jafnframt að alltaf á þessum tíma árs kæmu fyrir allmörg slík tilfelli, en í sumar mætti segja að þau hafi verið með meira móti. — St.a.Sig. Héraðsmót Sjálfstæðis- manna í V-lsaf jarðarsýslu HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna i Vestur-ísafjarðarsýslu verður baldið á Þingeyri laugardaginn 28. júlí n.k. kl. 9 e.h. Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, og Gísli Jónsson, al- þingismaður, flytja ræður. Þá verður sýndur gamanleikur- urinn „Mótlætið göfgar“ eftir Leonard White. Með hlutverk fara leikaramir Valur Gislason og Helga Valtýsdóttir. Ennfremur verður til skemmt- unar einsöngur og tvísöngur. Flytjendur eru Kristinn Hallsson, óperusöngvari, Þórunn Ólafsdótt- ir, söngkona, og Skúli Halldórs- son, pianóleikari. Dansleikur verður um kvöldið. smiðjiurnar teldu að löndunar- tækin fyrir austan gætu ekki af- greitt svo marga togara til við- bótar við aíldarflutningaskipin og mundu því aðeins 4 togarar fara í aíldarflutningana, Geir, Freyr, Sigurður, og togari frá Bæjarútgerðinni. Einn af Bæjar- útgerðartogurunum, Pétur Hall- dórsson, hefur verið leigður Síld arverksmiðjum ríkisins í sdldar- flutninga og er farinn til að flyitja síld til verksmiðja þeirra fyrir norðan. Er áætlað að minni togaramir taki 3—4 þús. mál, en þeir stærri, Freyr og Sigurður 7—9 þús. mál. Háseti slasast ÞORLÁKSHÖFN 23. júiií. — Það slys vildi til hér í Þorlákshöfn í dag kl. 15 er verið var að setja ís um borð í Mb. Helga Hjálm- arsson frá Hafnarfirði, að háseti að nafni Hallgrímur Jons- son, 20 ára gamall, féll af vöru- bdlspalli ofan í bátinn, ujþJb. fjögurra metra fall. Var þegar hringt á Magnús Ágústsson, hér- aðslækni i Hveragerði og sjúkra- bifreið frá Selfbssi. Var Hall- grámur fluttur á slysavarðsstof- una í Reykjavík. Taldi Magnús héraðslæknir að Hallgrímur væri mjaðmabrotinn. MB. Verksaniðjan stækkuð. Verksmiðjan á Kletti bræðir nú um 4 þús. mál á sólarhring, en hafinn er undirbúningur að stækkun hennar um 50%. Sagði Jónas að þetta væri þó byggt á (því að ián fengjust. Hefðu fleiri verksmiðjur hér á Suðvestur landd hug á að stækka og hefði verið rætt um lántökur við ríkis- stjómina, sem hefði tekið vel í það. Þetta er billinn, ef bíl skyldij kalla, sem fleygt var í Gljúf ( urá í Borgarfirði sl. sunnu- dag, svo að hægt væri að I kvikmynda „slysið“ á aðal-1 söguhetjunni í kvikmyndinni / „79 af stöðinni“. Var þessi bíll málaður alveg eins og1 sá sem notaður er í mynd-1 inni, og fleygt fram af, enda ( lítið annað við hann að gera,, þar sem ekki var einu sinni iengur í honum véi. Að' sjálfsögðu var söguhetjan, | bílstjórinn, hvergi nærri, er / bíllinn fór fram af og lenti ] í ánni. Loftbelgur í 40 þús. feta hæð fyrir norðoin FRÉTTARITARI blaðsins, Jón Sigfússon á Ærlæk í Norður- Þingeyjarsýslu símaði í gær að á laugard. og sunnudag hafi hann og fleiri séð torkennilegan belg eða eins konar gervihnött á himninum hátt á lofti. Blaðið fékk þær upplýsingar hjá flug- turninum í Reykjavík að flug- vél frá SAS flugfélaginu hefði aðfaranótt sunnudags séð loft- belg í um 40 þús. feta hæð fyr- ir norðan land (á 67 brgr. og 17 lengdargr.) og eins hefðu 1—2 aðrar SAS flugvélar séð hann. Ekki er vitað hvaðan þessi belgur kemur, og veðurstofum- ar kannast ekki við að þetta sé veðurathugunarbelgur. Skeytið frá hljóðar svo: Jóni á Ærlæk ÆRLÆK, 22. júlí. — f gær um kl. 2 e. h. sást með berum aug- um héðan frá Ærlæk, eins kon- ar gervihnöttur eða loftbelgur svífa nokkuð hátt á lcdti, í þvervestur héðan. Líktist petta stjörnu að sjá þegar sólin skein á hann, en skoðaður í sjón- auka virtist hann vera allstór og perulagaður og gekk eins og saman í odd að neðan. Margir sáu og horfðu á um stund unz ský bar á milli. Kl. 10 í gær- kvöldi sást þessi hnöttur aft- ur og var þá í norðvestri og I morgun um kl. 7 sást hann enn og þá í hánorðri. Kemur síldin með köldum sjávariungum á N-svæBið? í SÍMTALI við blaffið í gær- kvöldi sagði Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, sem er um borð í Ægi frá skemmtilegu fyrirbæri á Vestursvæðinu, sem hann kvaðst mjög ánægð- ur yfir að hægt hefði verið að fylgjast með. E.t.v. væri þar að finna skýringuna á því að á síldarárunum bárust alltaf göngur aftur og aftur inn á vestursvæðið, en þá voru eng ar rannsóknir og hefur þetta verið fiskifræðingunum ráð- gáta. Um miðjan júlí urðu þeir sem sagt varir viff að hlýr At- lantshafssjór var kominn vest an að. Bar straumurinn með sér mikið af glærátu. Hefur þetta venjulega boðað emda- lok síldveiðanna fyrir norðan og eftir það aðeins veiðzt sild fyrir austan, og sagði Jakob að sér hefði ekki litizt vel á þetta. I sl. viku fór ástandið að breytast. Kom köld tunga inn í Húnaflóa. í henni var engin glæráta, bara rauðáta og síkl, ekki mikil i fyrstu þó. Fylgd- ist síldarleitaskipið, Pétur Thorstein/sson vel með, og grunaði Jakob hvað væri í aðsigi. Fyrir tveimur nóttum fór svo að koma sterk ganga á mörkum kalda sjávarins. Og segir Jakob að þarna sé örugg lega mikið síldarmagn. Kvaðst hann ákaflega hrif- inn af að geta fylgzt svona nákvæmlega með þessu og telur hugsanlegt að þaamig hafi göngumar á sáldarárun- um komið með köldum sjávar- tungum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.