Morgunblaðið - 24.07.1962, Side 2
2
Þriðjudagur 24. júlí 1962
MÖVCTJNM 4 ÐIÐ
Leigubílstjóri tók
ölvaóan bilbjóf
TJM HELGINA voru framin þrjú
innbrot í Reykjavik og tveimur
bílum stoliS að auki. Náðust bíl-
þjófarnir.
Aðfaranótt sunnudags var stol
ið bifreið frá Úthlíð. Leigubíl-
stjóri frá BSR mætti þessari bif-
reið á Háaleitisvegi og sá að eitt-
hvað var skrýtið við akstur bíls-
ins. Sneri hann við og fékk öku-
manninn til að stöðva bílinn. —
Reyndist maðurinn mikið ölvað-
ur, réttindalaus og á stolinni
bifreið. Kallaði Ieigubílstjórinn
upp stöðina í talstöð sinni og
var lögreglunni gert aðvavt það-
an. Var stolni bíllinn óskemmd-
ur með öllu, en óvíst hvernig
hefði fariði, ef lelgnbilsíjörinn
hefði ekki stöðvað þessa öku-
ferð.
Um miðnættið var einnig
stolið bíl í Sóltheimum 23. Var
tilkynnt um hvarfið og fór lög-
reglan að leita. Fann hún bif-
reiðina á Gnoðavogi og skammt
þaðan sást til manns, sem var
að veifa í bíl. Var bíllinn
eltur og farþeginn tekinn, en
hann meðgekk að hafa verið
valdur að stuldinum. Einnig
5 drn drengui
hljóp í sjóinn
Akranesi, 23. júlí —
ÞAÐ gerðist niðri á hafnar-
garði kl. 2 e.h. í dag. að 5
ára drengur, sem heima á
á Bárugötu 16, var á hlaup-
um á hafnargarðinum, uggði
ekki að sér og hljóp út af.
Stakkst hann tvisvar sinnum
kollhnxs í loftinu. Drengur
úr Reykjavík, sem með hon-
um var, kallaði á skipshöfn-
ina á Ásbirni. Vélstjórinn
var skjótastur að bregða við,
reif si^ úr vaðstígvélum og
jakka og stakk sér eftir
drengnum og synti með
hann að. Á hafnargarðinum
voru gerðar á honum tilraun
ir til að ná upp úr honum
sjó er hann hafði drukkið.
Var hann síðan fluttur heim
og háttaður ofan í rúm.
— Oddur.
Svart: Svein Johannessen, 6sló
ABCDEFGH
A B C D E F G H
Hvitt: Ingi R. Jóhannsson.
52. — KÍ5-e5
53. Dh7-g7 Ke5-e4
54. g3xf4 g5xf4
55. dð-d6 HeR-e6
56. d6-d7 gefið
hafði hann stolið annarri bifreið
helgina áður.
Þrjú innbrot
Aðfaranótt sunnudags var
brotizt inn í Fatahreinsunina
Venus á Hverfisgötu 59, en ekki
vitað hvort einíhverju var stolið.
Þá var brotizt inn í kjötbúðina
á Sólvallagötu 9 og þar stoiið
ýmsum mat og loks var brotizt
inn í mannlausa Sbúð á Leifs-
götu 23 um hádegið á sunnudag.
Var sprengt upp skrifborð, en
mun litlu hafa verið stolið. En
borðið var mjög vandað teak-
borð.
Biður rannsóknarlögreglan þá
sem kynnu að hafa orðið varir
mannaferða á þessum stöðum
um að tilkynna það.
Nokkrar athugasemdir
út at verkfaUi þjóna
í TILEFNT af greinargerð frá Fé-
lagi framreiðsiumanna, sem birt
hefur verið í Reykjavíkurblöðun-
um, vill Samband veitinga- og
gistihúsaeigenda gera eftirfar-
andi athugasemdir:
f greinargerð framreiðslu-
manna segir-
„Þessu svöruðu veitingamenn
engu, hirtu ekki um að ræða
samninga fyrr en þeim barst verk
fallstilkynning 11. þ.m.“.
Þama er farið rangt með, eins
og sést af eftirfarandi bréfi, sem
formanni Félags framreiðslu-
manna barst í hendur hinn 9. júlt
„Hinn 27. júní s.l. var tekið
fyrir á stjómarfundi í SVG samn-
ingsuppkast, sem þér senduð okk-
ur 20. júní s.l.
Er umboðsmaður yðar, hr. Þor-
steinn Pétursson talaði við fram-
kvæmdastjóra SVG í s.L viku,
tjáði hann Þorsteini frá niður-
stöðu stjórnarfundarins frá 27.
júní þess efnis, að veitingamenn
teldu kröfur Félags framreiðslu-
manna svo frámunalega háar og
óréttlátar, að SVG teldi sig ekki
geta gengið til samninga á grund-
velli fyrrgreinds samningsupp-
kasts.
Að lokum vill stjórn SVG
benda á, að þær víntegundir, sem
mest eru seldar á vínveitingahús-
um hafa hækkað í verði nýverið
og hækka laun þjóna þá um leið“.
Þá sendi SVG Félagi fram-
reiðslumanna einnig bréf 12. júlí,
þar sem óskað var skýringa á
setningunni: „Samið verði sér-
staklega um afgreiðsluhætti í
veitingahúsum", sem var einn
liður í kröfugerð framreiðslu-
manna. Svar við því bréfi barst
aldrei, en óljósar upplýsingar
fengust á fundi með sáttasemjara,
þar sem það virtist vera fram-
reiðslumönnum sérstakur þyrnir
í augum, að veitingamenn hafa
í hyggju að setja stimpilkassa á
bari, svo að viðskiptamenn fái
kvittun fyrir það, sem þeir kaupa.
Þess má einnig geta, að á fundi
þeim, þar sem framreiðslumenn
tóku ákvörðun um verkfall, var
staddur Þorsteinn Pétursson og
samkvæmt upplýsingum Jóns
Móiríussonar, formanns Félags
Lastffi komiÖ aö
salta upp í samnincfa
BÚIÐ er að salta 166.132 tunnur
af síld norðan og austanlands á
síldarvertíðinni, þar af yfir 20
þús. á síðasta- sólarhring, en ör-
uggir samningar eru um sölu á
210—220 þús. tunnum. Þessar
upplýsingar fékk Mbl. í gær hjá
Jóni Stefánssyni, framkvæmd-
arstjóra Síldarútvegsnefndar á
Sigiufirði.
Sagði Jón að enn stæðu yfir
samningaumleitanir við Rússa
um sölu á talsverðu magni af
síld til Sovétríkjanna, en ekki
hafa tekizt samningar. Auk þess
standa yfir samningar við kaup-
endur víðar, og kvaðst Jón vona
að ekki þyrfti að koma til stöðv-
unar á söltun á næstunni.
framreiðslumanna, upplýsti hann
ekkert um samtal það, sem getið
er um í bréfi SVG frá 9. júlL
I sambandi við lokun veitinga-
sala á Hótel Borg vill SVG taka
fram, að ógerlegt er að afgreiða
suma viðskiptamenn en aðra
ekki. Hins vegar tíðkast sú venja
bæði hér og erlendis, að hótelgest
ir fái veitingar á herbergi sin, og
þannig er það þrátt fyrir verk-
fall framreiðslumanna.
Loks er rétt að undirstrika, að
þjónustugjald er hér hærra en
nokkurs staðar annars staðar,
sem SVG hefur spurnir af. Þess
vegna eru kröfur um hækkað
þjónustugjald fráleitar, og sérstak
lega væri undarlegt ef launþegar
vildu styðja svo fráleita kröfu
framreiðslumanna, að þeir fái
30% álag á frídögum ýmissa
Þorvaldtir
á Skúmsstöðum
látinn
ÞORVALDUR Jónsson, bóndi á
Skúmsstöðum, lézt í Landsspítal-
anum aðifaranótt sl. laugardags
af völdum slyss, er hann varð
fytrir 17. þ. m. Lenti hann þá
undir dráttarvél eins og áður
Ihefir verið skýrt frá í blaðinu.
Þorvaldur var 77 ára að aldri.
Hann var Skaftfellingur að ætt,
frá Hemru í Skaftártungu, en
lengst af bjó hann rausnarbúi að
Skúmsstoðum í Vestur-Landeyj-
um. Hann var í hópi merkustu
bænda í Rangárþingi og karl-
menni hið mesta.
stétta, eins og Sjómannadaginn
og frídag verzlunarmanna. En
framreiðslumenn eru eina stéttin,
sem fær laun sín hækkuð sjálf-
krafa eftir því sem breytingar
verða á verðlagi.
Veitingamenn telja verkfall
framreiðslumanna ólöglegt, eins
og getið hefur verið um í blöðum,
og munu ekki ræða málið frekar,
fyrr en úrskurður er fallinn í fé-
lagsdómi.
Samband veitinga-
og gistihúsaeigenda.
Myndavél stolið
í DAG kl. 17.30—17.45 var mynda
vél af gerðinni Kodak-Betina 3C
stolið úr bifreiðinni M 303, sem
er áætlunarbifreið, þar sem hún
stóð á planinu á BSÍ. Ef ein-
hverjir hefðu orðið varir við
slika vél uálægt bílnum, er hann
beðinn um að gera lögreglunni
aðvart.
Þannig hafa bílstjórar í Bíl-
stjórafélagi Þingeyinga rað-
að bílum sínum fyrir á-
mokstursvél í malargryfju í
Aðaldalshrauni, til að koma
í veg fyrir að bílstjórar frá
Húsavík geti komízt þar að,
en deila stendur nú milli bil-
stjóranna um það hvort bíl-
stjórar á Húsavík eigi rétt á
vinnu við vegagerð í sýsl-
unni, sem bílstjórar á félags
svæði BÞ vilja hafa einir.
Varð fyrir óhappi
á leið frá íslandi
Álasundi, 23. júlí — NTB.
NORSKI síldarbáturinn „Harjan'*
sem var á leið til Noregs frá sild-
armiðunum við ísland, varð fyrir
því óhappi, að nótin flæktist í
skrufunni. Var báturinn þá um
25 sjómílur frá strönd Noregs.
Skömmu síðar kom annar fiski-
bátur að „Harjan“, þar sem hann
var á reki og dró hann til hafnar.
Þetta veldur að minnsta kosti sól
arhringsseinkun fyrir „Harjan".
sem mun halda strax aftur á ís-
landsmið, er lokið hefur verið
við að losa hann.
Islenzk deild á vöru-
sýningu í Nigeríu
ÍSLENDINGAR munu taka þátt | Það er Vörusýningarnefnd, er
í alþjóðlegri vörusýningu, sem hefur forustu um þátttöku ís-
verður í Lagos í Nigeríu seint í { lands, en skreiðarframleiðendur
október, en það er sú af Afríku-
þjóðunum, sem mest viðskipti
hefur við fsland, kaupir árlega
skreið fyrir á 4. millj. kr. beint
eða gegnum aðra.
EFTIR sólskinið og þrumu-
veðrið í fyrradag kom hingað
kaldara og rakara loft úr
vestri með súldarágöngum.
Hlýjast var á Kirkjubæjar-
klaustri kl. 15, 15 stig. Lægð-
in fyrir SV Grænland var
nærri kyrrstæð í gær, en loft-
vog vai stígandi fyrir sunnan
land.
Veðurspáin kl. 10 í gær-
SV-land til Vestfjarða og
miðin: SV kaldi, dálítil rign-
ing með köflum.
Norðurland, norðurmið og
NA-mið: Vestan gola eða
kaldi, skúrir.
NA-land: Hægviðri og skýj-
að, sums staðar síðdegisskúrir.
Austfirðir, SA-land og mið-
in: Vestan gola og léttskýjað
með köflum.
eru aðalsýnendur, Skreiðarsam-
lagið, SÍS, Helgason & Melsted
o. fl. Formaður vörusýningar-
nefndar, Gunnar Friðriksson,
tjáði blaðinu í gær, að íslend-
ingar mundu hafa þarna 50
ferm. sýningardeild. Hefði
Skarphéðinn Jóhannsson teikn-
að hana og væri verið að leita
tilboða um uppsetningu í Lond-
on, þar sem væru fyrirtæki sem
settu upp slíkar deildir i Lagos.
Sagði Gunnar að lögð yrði á-
herzla á að kynna ísland í Nig.
eríu og fá þarlenda menn til að
greina á milli íslands og annarra
landa og skreiðar frá íslandi og
t. d. Noregi. Yrði þarna almenn
kynning á íslenzkum málum,
ísl. menningu og menntun. —
Framkvæmdastjóri vörusýning-
arnefndar er Már Elísson.
Nigeríumenn hafa í Lagos
stórt sýningarsvæði með nokkr-
um sýningarskálum og halda
þar árlega helztu vörusýningu.
sem er í Afríku, með þátttöku
ríkja hvaðanæva að Sýna marg-
ar Evrópuþjóðir þarna, meðal
þeirra Norðm. og Svíar. Höfðu
þeir fyrstu vörusýninguna í sam
bandi við bátíðahöldin er þeir
fengu sjálfstæði og hafa verið
að færa út kvíarnar á hverju
ári síðan.