Morgunblaðið - 24.07.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.07.1962, Blaðsíða 13
w Þriðjudagur 24. júlí 1962 MORCTHSTtL 4 Ð1Ð 13 Harðvítugar landamæradeilur Indlands og Rauða-Kína Skipzt á skotum í Lacl^kh- héraði um síðustu helji SJm 400 orðsendingar Liafa farið á milli deiluaðilja ÞAU átta ár, sem Indland og Rauða-Kína hafa eld- að grátt silfur yfir landa- mærum sínum, hafa u.þ.b. 400 orðsendingar gengið á milli ríkjanna. Fyrst og fremst hefur deilan því | verið fólgin í orðum. En jí stöku sinnum síðustu ár- in hefur ástandið á landa mærunum sjálfum verið mjög ófriðlegt — og er svo um þessar mu«dir. Kröfur Kínverja Aðaldeiluefni Nehrus, for- sætisráðherra Indlands og kínversku kommúnistaleið- toganna er héraðið Ladakh í austurhluta Kasmír. Hérað þetta er nálægt 12 þúsund fermílur að stærð — eða sem svarar tæpum þriðjungi fs- lands. Indland hefur löngum talið hérað þetta til sín, en á landabréfum, sem kín- verskir kommúnistar gáfu út um eða upp úr árinu 1950 er Ladakh talið til Kína. — Þessu mótmæltu Indverjar strax, en fóru til að byrja með vægt í sakirnar. Kín- verjar svöruðu því til, að indversk landabréf hefðu ver ið gerð af „brezkum heims- veldasinnum“ og væru því marklaus. ítrekuðu þeir síð- an tilkall sitt til Ladakh og árið 1959 var svo komið, að þeir höfðu sent herlið til héraðsins, til þess að fylgja eftir landakröfu sinni. Ind- verjar létu ekki við svo bú- ið standa, heldur sendu tim hæl sveitir úr sínum eigin her til Ladakh. Alla tíð síðan hefur legið við að í odda skærist, og stundum borizt fregnir af árekstrum her- flokkanna, yfirleitt þó meir'’. eða minna óljósar. Stóryrði á vixl Stóryrðin hafa gengið á víxl, látlítið. Og báðir aðil- ar hafa staðið að baki þeim gráir fyrir járnum. Svo langt hefur jafnvel gengið, að kín- versku kommúnistaleiðtog- arnir hafa sett Indverjum úr slitakosti: Að hafa sig þegar á brott úr tveim tilteknum varðstöðvum í héraðinu, ella muni verr hljótast af. En Indverjar hafa skellt skolla- eyrum við slíku og hvergi viljað láta undan síga nema nauðugir, ef til þess kæmi. Þannig má segja, að fram til þessa hafi hvorki gengið né rekið. Harka hleypur í málið f fyrri hluta þessa mánað- ar hljóp á ný harka í deil- urnar. Kínverjar sendu Ind- verjum orðsendingu, þar sem því var lýst yfir, að ind- verskar liðssveitir hefðu far ið 7—8 km inn í Sinkiang- héraðið, sem liggur að Lad- akh. Með þessu hefðu þeir enn einu sinni reynt að stofna til ófriðar, sagði í orð sendingunni. Ef ekki hefði gætt mikillar stillingar í varð liði Kínverja, myndu bar- dagar hafa brotizt út. — En PAKISTAN Þetta litla kort sýnir með svörtu landssvæði þau á norðausturmörk- um Indlands, sem deilan stendur um við kínverska kommúnista, en það er aðallega Ladakhéraðið. Indverjar höfðu líka sína sögu að segja: Þeir lýstu því yfir, að 400 manna kínversks liðs hefði orðið vart í nánd við indverska herstöð á þess- um slóðum og væri þetta enn eitt dæmi um þær „skipu- lögðu árásaraðgerðir", sem Kínverjar héldu stöðugt uppi. 1 annarri orðsendingu Indverja, rétt fyrir miðj- an mánuðinn, voru svo nýjar ásakanir um hernað aðgerðir og Kínverjum borið á brýn að þeir „ykju spennuna og ..._____ kynni það að Ieiða til á- rekstra, hvenær sem væri.“ Skipzt á skotum um síðustu helgi Um síðustu helgi virtist Framhald á bls. 19. r^Tlo/Aon^) Dieselvélaverksmiðjurnar framleiða allar gerðir véla í fiskiskip — léttbyggðar, hrað- ( gengar með „gcar“ eða þungbyggðar, hæggengar með beinni tengingu á skrúfu. Upplýsingar um verð og tækni-atriði veitir o/ö\o umboðið á íslandi. Mo. MASCHiNENFABRIK AUGSBURG-NÖRNBERG A.G. Hefur um áratugi framleitt Dieselvélar af öllum stærðum frá 20 hö til 30.000 hö. Vélar frá o/ZS^o hafa hlotið viðuikenningu á heímsmarkaðnum og taldar í fremst-u röð Dieselvéla. ih.iitiwiwh.iw. ,rr; rsf J Hið nýja glæsilega fiskiskip M. B. JÓN FINNSSON GK. 506, Garði, er fyrsta íslenzka fiskiskipið í sínum stærðarflokki, sem knúið er C£] o/a\o Dieselvél. Aðalvél skipsins er fimm strokka, ósnarvend, fjórgengis Cm] o/g\o [jí£] Dieselvél, 465 hö við 428 sn/mín. Vélin er tengd beint á skiftiskrúfu án „gears“. ÚLAFUR GÍSLASON & CO. HF. Jafnarstræti 10—12, Reykjavík — Sími 18370 Sínmefni, ,,JNet“ — Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.