Morgunblaðið - 31.08.1962, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 31.08.1962, Qupperneq 22
22 MO HfíllNBL AÐIÐ FSstudagur 31. ágúst 1962 Keflvíkingar komnir í 1. deild * Unnu Þrótt i úrslitaleik 3-1 ÍÞRÓTTABANDALAG Keflavíkur endurheimti sæti sitt í I. deild í gærkvöldi með því að sigra Þrótt í úrslita- leik á Laugardalsvellinum. Markatalan, 3:1, gefur ekki rétta hugmynd um gang leiksins, því Keflvíkingar hefðu eins getað sigrað með 5—6 marka mim, ef miðað er við tækifæri. Karl Hermannsson, 16 ára nýliði í liði ÍBK, var bezti maður á vellinum. i( Sókn án marka Úrslitaleikur ÍBK og Þrótt- ar hófst í rigningu 5 mínútum eftir auglýstan leiktíma. Áhorf- endur voru furðu margir og auðséð var að Keflvíkingar höfðu fjölmennt á völlinn. Lið ÍBK hóf þegar á fyrstu mínútunum harða sókn og get- ur Þróttur þakkað góðri mark- vörzlu Þórðar Ásgeirssonar að fá ekki mörk úr harðri skot- hríð Keflvíkinga. Það tók nefni- lega ÍBK 10 hornspyrnur og 27 mínútur af leiktíma fyrri hálf- leiks áður en fyrsta markið kom. Hólmbert Friðjónsson skoraði eftir góða sendingu frá Jóni Jóhannssyni, en samleikur þeirra Hólmberts, Jóns og Karls Hermannssonar, vinstri útherja, var oft með ágætum og skapaði mikla hættu fyrir framan mark Þróttar. Fleiri mörk voru ekki skoruð í hálfleiknum, en oft skall þó hurð nærri hælum við mark Þróttar, eins og t.d. þegar Þórði tókst að slá knöttinn yfir þver- slá eftir hörkuskot Högna eða er knötturinn hrökk af bakverði framhjá opnu marki og út fyrir endamörk eftir gott skot Páls Jönssonar. í þessum hálfleik sýndu Keflvíkingar algjöra yfirburði, enda fékk markvörður þeirra aðeins einu sinni að grípa knött- inn frá mótherja í hálfleiknum. Keflvíkingar voru allsráðandi á miðju vallarins og samleikur framvarða og framherja gaf góð fyrirheit um að þetta lið eigi framtíð fyrir sér. ir Þróttur jafnar Það var eins og Þróttarar hefðu fengið vítamínssprautu í hléinu milli hálfleika. Þeir hófu þegar stórsókn og á 2. mín. varði Kjartan hörkuskot frá Hauki, miðherja Þróttar. Mín- útu síðar einlék Jón Jóhanns- son inn fyrir vörn Þróttar, en Þórður varði með glæsilegu út- hlaupi. Þróttur herti sóknina og markið virtist liggja í loftinu og á 16. mínútu skoraði Jens Karls- son af stuttu færi fyrir Þrótt eftir nokkur mistök í vörn ÍBK og markvörðurinn hafði misst af knettinum úti á vítateig. ÍC Yfirhurðir Margir voru farnir að spá sigri Þróttar, en Keflvikingar vildu ekki gefa sig. Á 23. mín- útu einlék Karl Hermannsson fram vinstri kantinn, renndi knettinum til Jóns, sem hljóp af sér einn varnarleikmann og skaut jarðarknetti í bláhornið. Fallegt mark og vel útfært. Nú voru það Keflvíkingar sem virtust hafa fengið víta- mínsprautu. Á 25. mín. gómaði Þórður knöttinn af tánum á Jóni og mínútu síðar bjargaði Eysteinn á línu eftir mjög góð- an samleik Karls og Hólmberts. Þriðja og síðasta mark Kefl- víkinga kom með þeim hætti, að Karl markvörður ÍBK spyrnti knettinum langt fram fyrir miðju til Páls Jónssonar, sem gaf knöttinn þegar til Jóns. Hann átti í höggi við bakvörð- inn og úr þeirri viðureign kom hár knöttur svífandi að marki Þróttar, en markvörðurinn stóð of framarlega og missti knött- inn yfir sig inn í markið. Enda þótt 12 mínútur væru eftir af leiktíma og nokkur harka færð- •ist í leikinn, þá var sigur Kefla- víkur orðin staðreynd, sem liði Þróttar tókst ekki að hagga. Alls fengu Keflvíkingar 17 hornspyrnur á lið Þróttar gegn 5 hornspyrnum Þróttar á lið ÍBK. — i( Liðin Lið Keflavíkur, sem nú tek- ur sæti í I. deild, hefur unnið alla sína leiki í II. deild, nema einn, er liðið tapaði gegn Þrótti á Melavellinum. Þessa' ósigurs hefndu Keflvíkingar með því að bursta Þrótt á heimavelli í Keflavík. Lið IBK er að mestu skipað ungum leikmönnum og það eru fyrst og fremst hinir imgu Keflvíkingar, sem hafa fært liðinu sigra sína í sumar. KR og Fram í aukaleik Hér eru tvær myndir frá leik Fram og Vals í Reykjavíkur- mótinu. Á hinni stærri sýnir Sveinn Þormóðsson okkur mark Fram, sem Ásgeir Sigurðsson (lengst t.v.) skoraði. Á hinni er Sigurgeir Guðmannsson, þjálfari KR, og horfir spenntur á með tóman kaffibolla í hendi. Sigur Fram þýðir að KR verður að leika aukaleik við Fram um Reykjavíkurtitilinn. Þetta er gleðilegur vottur þess að Keflvíkingar leggi rækt við sína ungu knattspyrnumenn og gefur fyrirheit um að liðið eigi annað og meira erindi upp í I. deild, heldur en að falla strax niður aftur á fyrsta keppnis- tímabili. Hinir ungu framherjar ÍBK, Jón Jóhannsson, Hólmbert Frið- jónsson að ógleymdum Karli Hermannssyni, báru hita og þunga þessa leiks með góðri að- stoð hins leikreynda Högna Gunnlaugssonar. Vörnin er veik- ari hluti liðsins en þó skilaði annar unglingur, Gísli Ellerup, framvörður, hlutverki sínu vel. íþróttasíða Mbl. óskar Kefl- víkingum til hamingju með sigurinn. Dómari var Hannes Sigurðs- son og dæmdi hann vel ef frá er sk-ilið hið undarlega senti- metrastríð hans við aukaspyrn- ur útj á miðjum leikvelli. — B. Þ. Hörour ekki meö HÖRÐUB. Felixjson miðvörður landsliðsins verður ekiki með í landsleiknum á sunnudaginn. Hörður hafði verið valinn en í leik KR gegn Akureyri fyrir norðan sparkaði Hörður svo hastarlega í jörð, að hahn er enn ekki góður. — Ég vil ekki eiga það á hættu, sagði Hörður í gær, að fara inn á, meiðast kannske eftir 10 mín. og haltra svo á kantinum í 80 mín., því ekki má skipta um mann þó eitthvað verði að. Helgi Eysteinsson landsliðs- nefndarmaður tjáði Mbl. í gær- kvöldi að Jón Stefánsson Akur- eyri hefði verið valinn sem mið- vörður í stað Harðar. Er iþetta annar landsleikur sem Jón leikur. Enska knatfspyrnan * 4. umferð eusku deildarkeppninnar fór fram fyrri hluta þessarar viku og urðu úrslit þessi: m ALBERT Guðmundsson var stjarna í leik hinna gömlu at- vinnumanna Milan og Inter- nazionale í fyrrakvöld. Gamlir atvinnumenn reyndu þar með sér og allur ágóði rann til munaðarlausra barna. 40 þús- Albert í búningi Milan 1« «■*%■! Internazonale vann leikinn með 2 gegn 1. Albert sagði við fréttamanr Mbl., að ánægjnlegt hefð. verið að fá tækifæri til að hitta sína gömlu leibbræður í keppni. Fréttamenn hópuðust Albert skoraði á 5. mínútu 40 Jbi/s. manns fögnuðu gömlu at- vinnumönnunum ákaflega und manns sáu leikinn og fögnuðu ákaft þegar Albert náði forystu fyrir Milan, með marki á 5. mínútu leiksins. Það var ekki annað að sjá en Albert kynni vel við sig í rauðröndóttum búningi síns gamla félags, Milan, segir fréttaritari Mbl. á staðnum. Vallargestir voru 40 þúsund sem fyrr segir og nutu leiks- ins í ríkum mæli. Þeir fögn- uðu hjartanlega sínum gömlu hetjum, sem sumir hverjir voru á sínum tíma dáðir sem dýrlingar. Margir áhorfenda voru mið- aldra fólk, sem fyrir löngu er hætt að fara á völlinn, en kom nú aftur til að fagna sínum gömlu vinum. Leikurinn var dálítið hægur miðað við leiki þjálfaðra manna. En gamli góði stíllinn var yfir leik liðanna Og margt laglega gert. Mark Allberts vakti gífurlegan fögnuð. Það var eina mark Milan, en um hann fyrir leikinn og ágæt ítölskukunnátta hans vakti athygli. Allbert sagði fréttamönnum að 14 ár væru nú liðin síðan hann fór á fyrstu æfingu með Milan. Síðan keppti Albert þrjú keppnistímabil með Milan, svo hélt Albert til Racing í Frakk- landi. Albert sagði frétta- mönnum að Ítalía væri sér alltaf kær síðan, hann ætti góða vini þar og því hefði sér verið ljúft að stofna ásamt öðrum „Ítalíuvinaklúibb“ í Reykjavík. Albert sagði eftir leikinn að sérlega ánægju- legt hefði verið að vera með. 1. deild. Burnley — Bolton 2—1 Ipswich — Blackpool S—2 N. Forest — Blackburn 2—0 Birniingham — Arsenal 2—a Fulh-am — SheffieM U. 2—3 Leyton O. — W.B.A. 13 LiverpooŒ - - Mandhester City 4—1 Manchester U. — Everton 0—1 Sheftield W. — Leioester 0—3 Tottenham — Aston Villa 4—3 Wolverhampton — West Ham 0-« 2. delld. Charlton — Sunderland 2—3 Preston — Plymouth 0—0 Rotherham — Leeds 3—1 Scunthorpe — Chelsea 3—0 Cardiff — Norwioh 2—4 Huddersfield — Walsall 4—0 Luton — Southampton 3—3 Newcastle - - Middlesbrougih 6—1 Portsmouth — Grimsby 2-1 Stoke — Derby 3—3 í Skotlandi var keppt i bikar- keppninnl og tapaði St. Mirren fyrir Hibernian 0—2 á útivelli. Staðan er nú l>essi: 1. deild (eístu og neðstu liðin) Stig: Everton 4 4-0-0 11:3 8 Wolverhampton 4 3—1—0 14:2 7 Tottenham 4 3—0—1 14:5 6 Aston Villa 4 3-0—1 9:6 6 Leyton Orient 4 0—1—3 6:9 i Manchester City 4 0—1—3 4:16 1 West Ham 4 0—1—3 3:13 1 2. deUd (etstu og neðstu liðin). Huddersfield 4 2—2—0 13:4 6 Chelsea 4 3—0—1 9:3 6 Portsmoutih 4 2—2—0 8:4 6 Mlddlesibrough 4 1—0—3 6:16 3 Preston 4 0—2—2 4:13 2 Southampton 4 0—1—3 5:10 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.