Morgunblaðið - 18.09.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.09.1962, Blaðsíða 1
24 síður 49 árgangur 206. tbl. — Þriðjudagur 18. september 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins OLGA I ALSIR Skœruliðar taka borgina Attef — Boudiat dregur sig til baka — mótmœli vegna kosningaundirbúnings Alsír, 17. september — (NTB) • Skæruliðar 4. svæðishersins, sem nýlega átti í deilum við stjórnarnefnd Ben Bella í Alsír, hafa nú tekið á sitt vald borg- ina Attef, sem er um 200 km fyrir vestan Algeirsborg. • Mohammed Boudiaf einn af svömustu andstæðingum Ben Bella, sem var, þrátt fyrir það á framboðslista stjórnarnefndar- innar til kosninganna í Alsír n. k. fimmtudag, hefur dregið sig til baka af listanum. • Formaður Þjóðflokks Alsír mótmælti kosningaundirbúningi etjórnarnefndarinnar og segir hann brjóta í bága við frelsi og mannréttindi. • Þrír Evrópubúar voru myrtir fyrir nokkrum dögum í Kolea- héraði í Alsír og leitar lögreglan nú morðingjanna. Stjómarnefnd Ben Bella til- kynnti í dag að skæruliðar 4. svæðishersins í Alsír hefðu tekið á sitt vald borgna Attef. Fékk stjórnarnefndin upplýsingar um þetta frá andspyrnuráði, sem komið hefur verið á laggirnar á staðnum og er hlutverk þess að tilkynna um ofbeldi, rán, ólög- lega skattaálagningu o. £1. And- spyrnuráðum hefur einnig verið komið á fót á fleiri stöðum í Alsír í sama tilgangi. Hafa and- spyrnuráðin í Algeirsborg, Orle- ansville og Medea mótmælt harð lega framferði skæruliðanna í Attef, en það brýtur í bága við samkomulag það, sem svæðisher- irnir gerðu við stjórnarnefndina fyrir skömmu. Kref jast and- spyrnuráðin þess, að lögregla staðarins verði látin taka í taum- ana. Skæruliðarnir, sem hafa Attef á sínu valdi, settu útgöngubann í borginni og hafa handtekið marga íbúa hennar. Beint gegn stjórnarnefndinni. Einn af talsmönnum stjórnar- nefndarinnar lét svo ummælt í dag, að ákvörðun Mohammeds Boudiaf um að láta strika sig út af framboðslista stjórnarnefnd- arinnar, væri beint gegn nefnd- inni. Bouldiaf var í framboði fyr ir 3. svæðisherinn og sagði tals- maður stjórnarnefndarinnar, að hann hefði átt að láta yfirmenn hersins vita það fyrir fram, að láta yfirmenn hersins vita það fyrir fram, að hann vildi ekki vera í framboði. Kosningaundirbúningur. Meðlimir stjórnarnefndarinnar vinna nú að undirbúningi kosn- inganna, sem fram eiga að fara fimmtudaginn 20. þ.m. Formaður alsírska þjóðarflokksins Messali Adj, mótmælti harðlega í dag hvernig kosningarnar væru ixndir búnar og sagði, að aðferðir stjórnarnefndarinnar brytu al- gerlega í bága við lýðræðislegt frelsi og mannréttindi. Sagðist hann vilja minna á það að upp- reisnin í Alsír hefði brotizt út vegna þess að frelsi og mann- xéttindi hefðu verið fótum troð- in. Alþjóðabankinn hefur aldrei lánað eins mikið fé og 1961 Washington 17. sept. (NTB-AP) HINN árlegi fundur Alþjóða- bankans og Alþjóðagjaldeyris- málajtofnunarinnar hófst í Was Rússar sprengja — nú 23. megat sprengju MÆLAR tækniháskólans í Stokk hólmi sýndu á sunnudagsmorgun inn, að Rússar höfðu sprengt öfl- uga kjarnorkusprengju í gufu- hvolfinu fyrir ofan Novaja Selmja. Þetta var tilkynnt í dag og sagt, að sprengjan hefði senni- lega verið 23 megatonn, eða sú stærsta, sem Rússar hefðu sprengt frá því að þeir hófu aft- ur tilraunir í haust. UNDIRBÚA ARÁS Á KATANGA — segir Tshombe Elisabetville 17. sept. (NTB) — MOISE Xshom.be, fylkisstjóri í Katanga, sagði í dag, að hann hefði fengið upplýsingar um það frá áreiðanlegum heimildum, að yfirmaður Kongóhers hefði skip að herjum sínum að ráðast inn í Katanga. Sagt var í Katanga í gær, að hersveitir stjórnarinnar í Leopoldville hefðu tekið á sitt vald virki eitt í Norður-Katanga. Talsmaður SÞ í Katanga sagði í kvöld, að ekkert væri hæft í þessu. • Tshombe, fylkisstjóri, sagði í tilkynningu, sem hann sendi yf- irmanni SÞ í Katanga, Robert Gardiner í dag, að Mobutu hers höfðingi, yfirmaður Kongóhers, hefði gefið öllum her landsins fyrirskipun um að ráðast á Katanga. hington í dag. Framkvæmdarstj. i aði fram spurninpu um, hvort Alþjóðk gýaldeyrismákastoftiun- I viturlegt hefði venð að hækka arinnar, Svíinn Per Jacobsson hélt ræðu í upphafi fundarins. Sagði mann m.a. að gjaldmiðill í hinum Vestræna heimi væri mun traustari nú, en á undan- förnum á>rum. Ársskýrsla Alþjóðabankans fyr ir 1961 var birt um leið og fund urinn hófst og sézt af henni, að bankii hefur aldrei fyrr lánað eins í.iikið fé á einu ári til upp- byggingar í hinu i ýmsu löndun%. Upphæðin, sem bankinn lánaði á árinu nam 882 misljónum doll- ara, um 37 milljörðum ísl. króna. Það kemur fram í skýrslunni að Al'l jóðabankinn fær stöðugt fé frá fleiri löndum og aðstaða hans nú er mjög úlík bví, sem hún var á árunum eftir síðari 'heii-sstyrjöldina, þegar starf- semi hans byggist nær eingöngu á framlögum frá Bandaríkjunum. Stærst var framlag bankans ár- ið 1961 til S-Ameríkuríkjanna 412 millj. dollara. Per Jaoobsson, sagði frétta- mönnum áður en fundurinn hófst, að hann ótt.aðist að sam- dráttur yrði fjármálum og varp 6 l 0 þús. i Earast t írleaa ■ [ Strasbourg 17. sept (NTB) j í skýrslu, sem lögð verður fyrir Evrópuráðið í vikunni og , 1 samin er af urnfcrðamálasér- fræðingum frá mörgum lönd- ■ um, segir, að 60 þús. manna ' farist árlega í umferðaslysum á vegum í V.-Evrópu og 1 og ■ ' hálf milljón manna slasist. vexti eins mikið ag gert hefði verð á undanförnum áruim Hann sagði, að 'hinir háu vextir á verðbólguárunum eftir síðari heimsstyrjöldina hefðu ekki kom ið að sök, en öðru máli gengdi nú. Þessi mynd var tekinn í Hels- < ingfors 12. sept. s.l., en þá hófst þar ntanríkisráðherra- fundur Norðurlanda. Á mynd inni eru frá vinstri: Thor Thors, sendiherra í Bandaríkj unum, sem sat fundinn af Ís- lands hálfu, utanríkisráðherra Dana Fer Hækkerup, utanrik- isráðherra Svía Östen Unden, utanríkisráðherra Noregs Hal- vard Lange og utanríkisráð- herra Finnlands Veli Meri- koski. Eins og skýrt hefur verið frá í blaðinu lauk utanríkis- ráðherrafundinum 14. septem- ber. Hús hrynur í Belgíu Talib að rúmlega 20 hafi farixt Brússel, 17. september. FJÖGURRA hæða opinber skrifstoíubygging hrundi í Briissel í dag. Talið er að á þriðja tug manna hafi látið lífið og 19 særzt. 15 lík höfðu verið grafin úr rústunum í gærkvöldi og þeir 19, sem særðir voru fluttir í sjúkrahús. Álitið er að enn séu 11 menn grafnir í rústunum og lítil von um að nokkur þeirra sé á lífi. Ekki er enn vitað með vissH hve margir menn voru í húsinu, þegar það hrundi og ekki er held ur vitað nve mörgum tókst að forða sér í tæka tíð. Maður, sem varð vitni að því, er húsið hrundi sagði, að hann hefði heyrt drun- ur, sem minntu á sprengingu. ■ Mest af rústum hússins hrundi ofan í grunn, sem verið var að grafa við nliðina á því. Þegar menn komu að rústun- Framhald á bls. 23. Forsætdsráðherrahjón- unum boðið til Israel HINNI opinberu heimsókn for- sætisráðherra ísraels, David Ben Gurion, og frúar hans til íslands lauk á laugardagskvöld en ráðherrahjónin dvöldust hér til roánudags. f kveðjuveizlu sinni bauð David Ben-Gurion Ólafi Thors, forsetisráðherra, og fiú hans að heimsækja ísrael og hafa þau þegið boðið. Til minningar um komuna til íslands gaf Ólafur Thors David Ben-Gurion ljós- prentað og áletrað eimak af Flat- eyjarbók. Frú Paula Ben-Gurion fékk að gjöf silfurafsteypu, sem Leifur Kaldal gerði af Þórslíkneski því, er fannst að Eyrarlandd árið 1819 og varðveitt er í Þjóðminjasafn- inu. Dóttir ráðherrahjónanna, frú Renana Ben-Gurion-Leshem, hlaut að gjöf könnu úr brennd- um íslenzkum leir, gert af frú' Steinunni Marteinsdóttur. Frú Paula Ben-Gurion gaf frú Ingibjörgu Thore fagra skál með 9kjaldamerki ísraels og nafni sínu, en Ben-Gurion gaf Ólafi Thors 2200 ára gamlan skraut- vasa í öskju úr olíuviði. Á öskj- unni er málmplata, sem á er letr- að, gjöfin sé til Ólafs Thors, sem votttur vináttu og virðingar frá David Ben-Gurion. (Frétt frá forsætisráðuneytinu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.