Morgunblaðið - 18.09.1962, Qupperneq 10
10
MORGlNBLAÐIB
Þriðjudagur 18. sept. 1962
Vopnafjarðarkauptún séð úr Skipshólma.
Vopnafjðrður - vaxandi bær
Miklar framkvæmdir i aðsigi
Markús Örn
Antonsson
ferðaðist ný-
lega um Norð
Austurland.
Hér birtist
grein frá
Vopnafirði.
Á SÍLDARVERTÍÐINNI í
sumar hefur síldarverk-
smiðja Vopnafjarðarhrepps
á Vopnafirði samtals tekið
á móti 223 þús. málum
síldar til bræðslu og má
reikna með að brúttóverð
mæti framleiðslunnar
verði um 80 milljónir kr.
— Vopnaf jarðarkauptún
mun líklega eiga vaxandi
hlutverki að gegna í sam-
bandi við síldarmóttöku af
miðunum fyrir norðan og
austan á komandi árum
og eru nú gerðar áætlan-
ir um margvíslegar fram-
kvæmdir á staðnum til
þess að bæta aðstöðu síld-
arbræðslunnar og salenda,
þannig að Vopnfirðingar
megi í ríkari mæli njóta
góðs af heppilegri legu
staðarins til móttöku á
sumarsíld.
Landa 500 mál i á klst.
Það var bræla á mið- og
austursvæðunum þegar frétta
iuaður Mbl. kom á Vopna-
fjörð, en flotinn hafði fært
sig á vestursvæðið og engir
bátar voru í höfn á Vopna-
firði. Fyrir uta.i síldarverk-
smiðjunna hittum við Sigur-
jón Jónsson verkstjóra og
gekk hann með okkur niður á
bryggju að nýjum löndunar-
krana, sem reistur var í vor
og barst talið að rekstri síld-
arverksmiðjunnar og þó fyrst
að hinum nýja löndunarkrana,
en Sigurjón tjáði okkur að
með tilkomu hans mætti taka
á móti tveimur bátum í senn
og landa 500 málum á klukku
stund með tveimur krönum.
Verksmiðjan á Vopnafirði
hefur nú starfað í fimm ár
og er síldarmagnið í sumar
búið að slá öll fyrri met. 1
fyrra var tekið á móti 146
þús. málum og hefur mála-
fjöldinn farið stöðugt vaxandi
ár frá ári. Við byggingu
verksmiðjunnar var afkasta-
geta hennar áætluð 5 þús.
mál á sólarhring, en í sumar
hafí' afköstin verið rétt rúm-
lega 3 þús. mál. Stafar þetta
af vélaskorti og hefur vinnsl-
an á síldinni seinni hluta sum
ars gengið verr en í byrjun
vertíðar, þegar auðveldara er
að pressa lýsið úr síldinni. —
Þega. líða tekur á sumarið er
eins og fitan verði ekki eins
auðunnin, vélamar óhreink-
ast og afköstin minnka.
Mjölgeymslurnar fullar
í sumar er oúið að skipa út
2600 lestum af mjöli frá verk-
simðjunni. Mjölgeymslurnar
eru enn fullar og var búið að
aka 300 lestum í annað hús-
næði í bráðabirgðageymslu.
í haust er áformað að byggja
nýtt nijölgeymsluhús og leysa
þar með úr miklum vandræð-
um. Sagði Sigurjón, að ef á-
fram veiddist sunnan Langa-
ness fram á haustið væri að-
eins um tvennt að velja fyrir
verksmiðjuna, að taka ekki á
móti meiri síld eða bá að
stafla mjöli úti, sem verður að
teljast mjög vafasöm ráð-
stöfun.
HiC lága verð á lýsi hefur
einnig dregið kjark úr mönn-
Landið
okkar
um um að taka á móti meiri
síld í sumar. Lýsisbirgðirnar
nema 3200 lestum, á þremur
geymum, þar af einum 2500
lesta, sem byggður var fyrir
verksmiðjuna á þessu ári af
vclsmiðjunni Odda á Akur-
eyri. Hollenzkt lýsisskip hef-
ur komið fjórum sinnum í
sumar og flutt út 2 þús. lest-
ir í.1 lýsi, og var bá hver lest
seld fyrir 32 sterlingspund.
Heimsmarkaðsverð á lýsi er
ákaflega breytilegt og hefur
upp á síðkastið verið 20 sterl-
ingspundum læfara en í fyrra.
Eins og áður var drepið á,
verður hafin bygging á nýju
mjölgeymsluhúsi fyrir veri--
I sumar hefur verið söltuð síld í rúmlega 13 þús. tunnur á Vopnafirði. Þessi mynd var tekin
á plani söltunarstöðvarinnar Auðbjargar, sem þeir bræður Sveinn og Aðalsteinn Sigurðssynir
hafa haft á leigu. Með þeim á myndinni er nokkur hluti starfsfólks stöðvarinnar.
smiðjuna í haust. Sömuleiðis
stendur fyrir dyrum að
byggja mötuneyti fyrir starfs-
fólk og íbúðarhúsnæði fyrir
járnsmiði, sem allir eru að-
komumenn. Er margt aðkomu
manna starfandi í kauptún-
inu í sumar við verksmiðj-
una og hjá söltunarstöðvun-
um, en hjá verksmiðjunni hafa
starfað að jafnaði um 70
menn, hafa flestir orðið 142
á vinnuskýrslum, bæði að-
komu- og heimamenn.
Ný skilvinda
Til nýjunga í verksmiðj-
unni má telja skilvindu, fram
leidda af Titan verksmiðjun-
um í Danmörku, sem sett var
upp af dönskum sérfræðingi í
vor. Skilvinda þessi er hið
mesta þarfaþing, enda kostaði
hún næstum 1 milljón króna
og er almennt þekkt undir
nafninu Milla meðal Vopnfirð
inga. Milla er sjálfvirk og
vinnur verk, sem áður varð
að gera í tveimur skilvind-
um — svokölluðum slamskil-
vindum og öðrum, sem hrein-
skilja soðið úr vélunum. En
Mili ’. gerir hvort tveggja. —
Venjulegar skilvindur barf að
þvo einu sinni á hverri átta
stunda vakt en nýja Skilvind-
an gerir það sjólfvirkt á 6
mín. fresti og er svo hreinsuð
rækilega einu sinni til tvisvar
á vertíðinni. Er þetta önnur
skilvindan búin þessum kost-
um, sem til landsins kemur,
hin er staðsett á Fáskrúðs-
firði.
10 þús. mála þróarpláss
æskilegt til viðbótar
Er við höfðum rætt við Sig-
urjón var haldið upp að verk-
smiðjuihúsunum og litið á síld
arþróna, sem tekur 20 þús.
mál í átta hólf. Voru sex þeirra
full af sild, en bátur hafði
komið til að landa tveimur
kvöldum áður. í hólfin hafði
verið dælt rotvarnarefnum
um leið og síldinni var land-
að, einum lítra af natríum-
nitrati í hver tvö mál síldar.
Má þannig með góðu móti
geyma ferska síld í allt að
tvær vikur, þó að endingin sé
að vísu mikið undi; því kom
in í hvaða ástandi fiskurinn
er, þegar hann berst að landi
Sigurjón sagði að lokum, að
mjög æskilegt væri að þróar-
plássið yrði stækkað um 10
þús. mál og yrði það mjög til
hagsbóta ef um jafna síldveiði
yrði að ræða eins og verið
hefur í jumar. Bótarnir koma
svo að segja af syðstu og
nyrztu miðum og sagði hann
að mjög hefði færzt í vöxt í
sumar, að báta, sem flyttu sig
milli veiðisvæðanna færu með
afla af svæðinu, sem beir yfir
gæfu í bili, inn á Vopnafjörð,
-----------—---------------- ~ - r- • ri n»>—in rn i ni
losuðu sig og héldu síðan á
hin J.ýju mið í stað þess að
fara ; flokkum til næstu hafn
ar og bíða þar lengri tíma eft
ir löndun og vera seinir fyrir
með komast út aftur á ann
að svæði.
Vatnsveitan.
Fyrir dyrum standa fram-
kvæmdir í vatnsveitumálum
ó Vopnafirði. Vatnsskortur hef
ur gert vart við sig vegna vax
andi þarfa síldarverksmiðjunn
ar og á plönunum þar sem
söltun fer fram. Síðan 1957
hefur vatni verið veitt í 3—4
þumlunga rörum um 6 km
leið úr Ljótsstaðalæk. Vatnið í
honum er talið frekar lélegt
til drykkjar, en áður var ein
ungis notazt við brunnvatn
á staðnum. Fyrst um sinn verð
ur vídd vatnsröranna víkkuð
í 6 þumlunga, en áformað er
að jarðborinn, sem staðsettur
er á NA-landi verði notaður
til að bora eftir meira og betra
vatni í haust eftir tilsögn jarð
fræðings. Síldarverksmiðjan
krefst vatnsj rýstings, sem
ekki má fara niður fyrir 2 kg
og hefur iðulega orðið að
Stöðva rennsli hús til að halda
þessum þrýstingi. Ekkert fé
var til þessara framkvæmda,
sem kosta munu að minnsta
kosti 600 bús. krónur, en síld
arverksmiðjan hefur hlaupið
undir bagga með sveitarfélag
inu þannig að af þessum fram
kvæmdum geti orðið sem
skjóta. 1. Einn liðurinn í stækk
Framhald á bls, 15.
Sigurjón Jónsson, verkstjóri
hjá Síldarverksmiðju Vopna
fjarðarhrepps.