Morgunblaðið - 02.11.1962, Síða 3

Morgunblaðið - 02.11.1962, Síða 3
Föstudagur 2. nóvember 1962 MORGITSBLAÐIÐ 3 Hjðrð kúrekanna AUSTUR í Gunnarsholti á Rangárvöllum hefur verið sérstæð nautgripahjörð um alllangt árabil. Hjörð þessi hefur verið talsvert á dag- skrá í íslenzkum landbún- aðarmálum og jafnvel komizt alla leið inn í sali Alþingis. Rætt hefur ver- ið um að bæta hana og hreinrækta. Marga bændur hefur og fýst að fá gripi úr þessari hjörð til þess að rækta holda- naut á búum sínum jafnframt mjólkurkúaræktun. — Nú er svo komið að leyfð hefur verið sala á einstökum grip- um og er kunnugt um að tarfur er kominn að Egils- stöðum á Völlum og annar að Miklaholtshelli í Flóa. Kann svo að fara að innan tíðar geti að líta flokka kúreka með hjarðir sínar á leið til markaðsstaðar og þannig fá- um við svipmynd af villta vestrinu hingað til íslands. Kúrekar í úlpum Síðastliðinn sunnudag gafst fréttamanni blaðsins tæki- færi að sjá hóp af kúrekum, þeysandi á gæðingum sínum kringum villinautin í Gunn- arsholti, sem þeir ráku síðan til slátrunar að Hellu á Rang- árvöllum. Það var fallegt veður og heiðskírt, en svelj- andi á norðan og því kulda- legt á Rangárvöllum. Kúrek- arnir voru úlpuklæddir á ís- lenzka vísu, en ekki með barðastóra hatta og skamm- byssur, eins og við sjáum þá í kvikmyndunum. Hjörðin þokaðist niður stilltara. Einn og einn tuddi þurfti þó að bregða sér af og til út fyrír veginn, en þá var þar kominn kúreki á samri stundu og leiðbeindi honum að hjörðinni á ný. Fjórir kúrekar fóru þarna með 40 ungneyti, sem Þor- valdur í „Síld og fisk“ hafði keypt öll og munu þau verða til sölu í verzlunum hans, svo og veitingastöðunum, hinu nýja Hótel Sögu, Lídó og Leikhúskjallaranum. Þor- valdur var kominn þarna austUr til að líta á hjörðina og athuga hve vænir gripirn- ir væru. Hann fær að þessu sinni einn að sitja að sölu Bringubreiður blendingur. hafnar í grillinu á Hótel Sögu Hjörðin á Rangárvallasöndum. brúnin er hann sá mylkar kýr í flókknum, en seinna upplýstist að þær voru ekki frá Gunnarsholti, heldur höfðu verið látnar fylgjast með hópnum, bæði til að auð- velda reksturinn og svo áttu þær hvort sem var að falla í valinn á þessu hausti. Hefur verið sögulegur rekstur Á undanförnum árum hef- ur þessi rekstur verið allsögu- legur og hefur ballið fyrir alvöru byrjað er flokkurinn hefur komið niður í kaup- túnið að Hellu. Fyrir tveim- ur árum misstu rekstrar- menn 4 tarfa úr hópnum og trylltust þeir gersamlega, ' |t hlupu sumir í Rangá og hent- ust norður í Holt, en aðrir ruku upp sand og stefndu heim a leið. Fljótlega tókst I.aglenga hyrndur höfðingi af Gallaoway-stofninum í Gunnars ®ð handsama tv0 °S koma tioltl þeim ínn, en tveir sluppu enn, stökk annar í Rangá á ný og var ekki sýnna en hann sandinn og tvær eða þrjár þeirra holdanauta, sem fram- ætlaði að drekkja sér, því er mylkar kýr stýrðu ferðinni leidd eru í landinu. Heldur böndum hafði verið komið á og var ungviðið þá mun þótti okkur síga á honum hann, stakk hann hausnum SIAKSTEINAR Hópurinn rennur gegnum kauptúnið á Hellu. Hellubíó sést í baksýn. niðui í vatnið og þurfti mikil átök til að ná honum upp. Tuddar þessir eru hraustir vel og því þarf margt manns- aflið til að hnika þeim nauð- ugum úr stað. Krakkarnir á Hellu hafa flykkzt í hópum að hjörð- inni, þegar komið héfur ver- ið með hana og hefur þá komið styggð að nautunum, sem eru villt að eðlisfari, enda koma þau sjaldnast i hús. Páll Sveinsson sandgræðslu stjóri sagði okkur að hann hefði nú í hyggju að ala upp eitthvað af úrvalsgripum til lífs, ef fleiri fengju leyfi til að hafa holdanaut. Þá þyrfti að hafa kálfana á húsi fyrsta veturinn. Eftir það væru þeir spakir. Þegar flokkurinn kom inn í kauptúnið að Hellu mátti greinilega sjá að ungviðin voru hrædd við bíla og fólk, sem fram hjá fóru. Mylku kýrnar héldu hópnum þó saman og gengu á undan að sláturhúsinu og eftir litið þóf tókst að koma öllum gripun- um inn án þess nokkur slyppi. Deyfðir fyrir slátrun Á eftir áttum við spjall við þá Pál og Þorvald. Gripum þessum er ekki slátrað fyrr en þeir hafa verið deyfðir með sérstökum tækjum. Villi- gripir eins og hér um ræðir verða svo hræddir þegar þeir eru handsamaðir að æðar þeirra herpast saman, svg blóðrennsli úr skrokknum verður ekki eðlilegt og það þýðir skemmd á kjötinu. — Deyfilyfið hefur hins vegar engin áhrif til skemmdar á kjötinu. Þeir félagar létu vel yfir gripunum, sögðu þá yfir- leitt fallega og ekki þarf þá Framhald á bls 23. Afurðalánin hækka Upplýsingar Ingólfs Jónssonar landbúnaðarráðherra á Alþingi í fyrradag um bankalán til bænda út á birgðir landbúnaðarafurða, stinga óneitanlega mjög í stúf við hinn öfgfulla áróður framsókn- armanna um fjandskap núver- andi ríkisstjómar í garð bænda- stéttarinnar. Þar upplýsti ráð- herrann, að ríkisstjómin mundi beita sér fyrir því, að útborg- anir á afurðaverði yrðu hækkað- ar I samræmi við óskir bænda- samtakanna eftir því sem frekast yrði við komið og að landbún- aðurinn fengi ekki iakari fyrlr- greiðslu í þessum efnum en sjáv- arútvegurinn. Þessar upplýsing- ar hljóta að vera allri bænda- stétt landsins mikið fagnaðar- efni, en gleðja hins vegar sjálf- sagt ekki hjörtu framsóknarleið- toganna að sama skapi. f ræðu sinni á þingi greindi ráðherrann einnig frá því, að samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum hefðu landbún- aður og sjávarútvegur setið þar við sama borð að því er lánveit- ingar varðaði. Og svo mun enn verða, því að líklegt má telja, að Seðlabankinn veiti að þessu sinni 55% lán út á landbúnaðar- afurðir, eins og út á sjávaraf-. urðir. Á hinn bóginn liggja ekki fyrir eins nákvæmar upplýsingar um viðbótarlán viðskiptabankanna, þar sem engar fastar reglur gilda um þau lán. Þó er talið, að sjáv- arútvegurinn fái undir flestum kringumstæðum allt að 15% við bótarlán í viðskiptabönkunum. Þess vegna er sú ósk mjög þýð- ingarmikil fyrir alla bændur landsins, sem landbúnaðarráð- herra og bankamálaráðherra hafa fyrir hönd ríkisstjórnarinn- ar borið fram við bankastjóra vðiskiptabankanna, að landbúnað ur fái þar ekki lakari fyrir- greiðslu en sjávarútvegur. Lofsverð hreinskilni Moskvumálgagnið er svo hrein skilið í gær að lýsa því yfir, að stefna „íslenzkra" kommúnista sé nákvæmlega hin satna og flokksbræðra þeirra á Kúbu. f forystugrein blaðsins, sem skrif- uð er af Magnúsi Kúbufara Kjart anssyni, segir m. a. svo: „Utanríkisstefna íslenzkra sósía lista er ljós. Þeir vilja, að ísland sé hlutlaust og vopnlaust ríki og hér fái engar aðrar þjóðir her- bækistöðvar eða önnur yfirráð. Sósíalistar vilja, að ísland hafi viðskiptasambönd við sem flestar þjóðir og vilji sér markaði sam- kvæmt hagsmunum sínum, en forðist að gefa erlendum aðilum áhrifavald með einhliða viðskipta samböndum. ÞETTA ER EINNIG STEFNA STJÓRNARVALD- ANNA Á KÚBU“. Það er nú öllum ljóst hvernig kommúnistar á Kúbu hafa fram- kvæmt þessa utanríkisstefnu „ís- lenzkra sósíalista". 1 reynd hefur „hlutleysi“ og „vopnleysi“ þeirra orðið á þann veg, að Kúba hefur í einu og öllu skipað sér í fylk- ingu með einræðisríkjum komm- únismans, tekið upp sams konar stjórnarfar innanlands og þar tíðkast og nú síðast leyft — eða látið viðgangast — staðsetningu sovézkra árásarstöðva gegn þjóð- um Vesturheims. Það er sérstök ástæða til að þakka þá hreinskilnislegu játn- ingu kommúnistablaðsins, að utanríkisstefna „íslenzkra sósíal- ista“ sé hin sama og flokksbræðra þeirra á Kúbu. Með henni ætti að vera komið í veg fyrir, að nokkur heilvita maður ljái stefnu þeirra lið af óvitaskap einum saman. Fylgismenn þeirra vita, hvað þeir eru að gera.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.