Morgunblaðið - 08.11.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.1962, Blaðsíða 2
2 MORGLNBLAÐIÐ Fimmtudagur 8. nóventíwr f962 J.J. Quintettinn leikur í Sjálfstæðishúsinu. Sérstök unglingakvöld í Sjálfstæðishúsinu EINN þáttur í starfsemi Sjálf- stæðishússins í vetur verða unglinigakvöld og skemmtanir, sem ungir Sjálfstæðismenn og Heimdallur standa að. Verður húsið opið fyrir unglinga á mið- vikudagskvöldum svo og milli 3 og 5 á sunnudögnm, og leika þá ýmsar hljómsveitir. Unglingar fá nú ekki að öðru jöfnu að koma í Sjálfstæðisihúsið vegna vinveitinganna þar. .Hug- myndin að því að hafa húsið op- ið fyrir þá tvisvar í viku er kömin frá formanni hússtjórnar, Jóhanni Hafstein, en þeir Steinar Lárusson, Gunnlaugur Jóhanns- son og Þorsteinn Ingólfsson munu annazt þessi unglinga- kvöld. KTNNISFERÐ N.K. laugardag fer Heimdallur í kynnisferð til Akraness. Farið verður með ms. Akraborginni og sementsverksmiðjan skoðuð. Haldinn verður kaffifundur með ungum Sjálfstæðismönnum á Akranesi. Þar mun Bragi Hann- esson flytja erindi um framtíð stóriðju á íslandi. Nánari upplýs- ingar i skrifstofu Heimdallar í Valhöll (Suðurgötu 39) sími 17102. MÁLFUNDAKENNSLA N.k. þriðjudag 13. nóv. hefst á vegum félagsins málfundanám- skeið. Námskeiðið fer fram í Val höll í þremui' flokkum. Leiðbein- endur verða Birgir ísl. Gunnars- son, Guðmundur H. Garðarsson og Þór Vilhjálmsson. Þeir félags- menn sem vilja láta skrá sig til þátttöku eða afla sér frekari upp lýsinga hringi í síma 17102. Félagsmenn. Skrifstofan í Valhöll er opin frá kL 9—7, komið og kynnið ykkur hina ein- stöku liði félagsstarfsins. Ætlunin er að margar hljóm- sveitir ungra manna, t. d. ýmsar sko.lahljómsveitir, komi fram í hléum á miðvikudagskvöldum, en að öðru leyti mun J.J. kvint- ettinn ásamt söngvaranum Rún- ari Guðjónssyni, skemmta. Að- gangseyrir verður 30 kr. og er ein gosdrykkjaflaska innifalin í verðinu. París, 7. nóvember (NTB) Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða Rauða krossins ræddu í dag við fulltrúa Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna hjá Sam einuðu þjóðunum um það, að r.auði krossinn taki að sér eftir lit með skipum, sem sigla til Kúbu. Haft var eftir áreiðanlegum heimildum að talsverður ágrein- ingur hefði risið milli fulltrúa Bandaríkjamanna og Rússa, er þeirræddu eftirUt með brottflutn ingi árásarvopna frá Kúbu. En í kvöld skýrði fréttaritari Sov- ézku fréttasofunnar Tass í New York frá því, að Sovétríkin væru samþykk því, að alþjóðlegt eftir lit yrði haft með skipum, sem flyttu vopn frá Kúbu. Opinberar heimildir í Banda- ríkjunum hermdu, að Bandarík in teldu ástæðu til að ætla, að brottflutningur soyézkra eld- flauga frá Kúbu væri hafinn. Happdrætti BNN eru ósóttir vinningar í happ drætti Ungmennafélags Kjalnes- inga, er dregið var í 1. okt. ’62. Þessi númer komu upp. 613 frystikista 4806 húsgögn 2760 búsáhöld 2690 útvarp. Vinningar sóttir til Bjama* Þorvarðssonar Bakka sími um Brúarland. Þá hefur hússtjórnin lýst því yfir að unglingar geti fengið hús ið önnur kvöld í vetur ef sér- staklega stendur á, t. d. ef mán- aðarfrí eru í skólanum. Ætlunin með þessu er að koma til móts við þarfir og kröfur unglinganna, og veita þeim holla og ánægju- lea skemmtun. g Þessu var lýst yfir eftir að Krú sjeff forsætisráðherra Sovétríkj anna hafði sagt, að hann teldi að eldflaugarnar væru þegar komnar um borð í skip á leið frá Kúbu. — Nixon . . . Framhald af bls. 1. Sagðist hann óska Brown tll hamingju með sigurinn, og sagði, að honum hefði hlotn- ast mciri heiður en nokkrum öðrum ríkisstjóra Bandaríkj anna, en á herðum hans hvildi einnig mjög mikil í- byrgð. — Eg óska honum allra heilla sagði Nixon og hélt á- frair.: Eg álít ekki að Brown, rikisstjóri sé hjartalaus mað- ur, þó að hann álíti að ég sé hjartalaus. Eg trúi þvi að, hann sé sannur Bandaríkja- maður jafnvel þó að það sé skoðun hans, að ég sé það ekki. Eg vil að bað sé kunn- gjört, að ég hef aldrei gert persónulega árás á andstæð- ing minn og sakað hann um að vera hjartalausan og skorta f öðu riandsást. Áður en Richard Nnxon varð varaforseti Bandarikj- anna, 1953, hafði hann bæði átt sæti í fulltrúadeild Banda ríkjaþings og öldungadeild þingsins fyrir heimaríki sitt Kalifomíu. Eftirlit með vopna- flutningum frá Kúbu Adenauer samþykkur aðgerðun um í Spiegel-málinu Bonn 7 nóv. (NTB) KONRAD Adenauer kanzlari V- Þýzkalands lýsti í dag fullum stuðningi við aðgerðir dómsmála ráðuneytis landsins í Spiegel- málinu. Einnig lýsti kanzlarinn hryggð sinni yfir því, að ýms blöð hefðu látið að því liggja, að bann hefði frestað för sinni til Bandaríkjanna vegna Spiegel- málsins. Þetta kom frám í ræðu, sem Adenatær hélt í þinginu ,í dag, en þar fór.u fram viðræður um Spiegel-málið. Svaraði kanzlar- spurningum sósíaldemókrata um málið, en þeir hafa oft lyst því yfir að þeir telji aðgerðim- ar gegn vikuritinu ólöglegar. Adenauer mótmælti fullyrðing um stjórnarandstöðunnar og lagði á'herzlu á stuðning sinn við aðgerðir yfirvaldanna í málinu. Sagði kanzlarinn, ð stjórmnála flokkamir og almenninigur mætti ekki gleyma því, • að allt útlit væri fyrir að SpiegeLmálið varð aði öryggi þjóðannnar. Hann sagjSi að það gæti haft mjög al- öryggi landsins, til þess að auka ágóðann af Starfsemi sinni. Kanzlarinn skoraði á stjórnar andstöðuna, að hætta, að harnra á því, að aðferðum Gestapo væri enn beitt í V-Þýzkalandi. Adenuuer réðist harðloga á Augstein, útgefanda Der Spiegel — Hvað er Augstein? sagði kanzl árinn, — Hann er maðúr, sem notar landráð sér til lífsviður- væris. AðstOðarforseti .frjálsa demó- krataflofcksis, Wolfangang, Doer ing, sváraði árásurn Adenauers á Augstein og sagði, að hann rlegar afleiðjngáí fyrir V. •zkaland ef daghíað eðá tírna , gripi íil aðgeíðg, sein óghuéui vspri sönnuð. gæti ekki þoiað,. að maður yæri fordærndur áðtir ön sök hans Hefði haldið barns- morðinu leyndu Liege, Berlín 7. nóv (NTB) — f DAG var réttarhöldunum yfir móðurinni, sem varð vansköp- uðu bami sinu að bana, hldið áfram í Belgíu. Læknir, sem rannsakaði barnið skömmu eftir að það lézt, Andre Herpin, sagði að hann hefði ekki látið orsökina til dauða þess uppskáa, ef hann hefði verið viss um, að engitm airnar ht tii vitað um hana. Herpin sagðist bafa skoðað lfk brnsins og honum hefði strax orðið ijóst, að þvá hefði verið styttur aldur. Hann sagðist hafa ráðfært sig utn það við annan lækni, hvað til bragðs ætti að taka. Herpin sagði, að þessi lækn ir hefði ráðlagt honum, að segja að barnið hefði dáið eðlilegum dauðdaga. Ef ég hefði ekki vitað hve margir vissu, að barninu hafði verið gefin inn of stór skammtur af svefnlyfi, þá hefði ég staðfest, að það hefði dáið eðlilegum dauðdaga. Eins og skýrt hefux verið frá tók móðir hins vanskapaða barns Suzanne Vanderput, inn Ttalido mide snemma á meðgöngutíman um, Þegar barnið var Jætt, hand leggjalaust með vanþroskuð inn yfli tók hún ákvörðun um að stytta því aldur. Móðir hennar systir og eiginmaður vissu um ákvörðunina og laeknirinn, sem útvegaði henni svefnmeðalið vissi einnig hvað hún ætlaði sér. Hafa þau öll verið kölluð fyrir rétt. Talið er að faðir barnsins hljóti ekki þungan dóm, því að læknar hafa úrskurðað hann vilja lausan og veikgeðja mann, sem ekki hafi haft bolmagn til að taka fram fyvir hendurnar á konu sinni. Aftur á móti er sagt að Suzanne Vanderput sé vilja sterk kona, sem verði að bera ábyrgð á gerðum sínum. Páll Kolka hlýtur gull- verðlaun úr Heiðursverð- launasjóði Daða Hjörvar PÁLL Kolka læknir hefur hlot- ið 'heiðursverðlaun úr gulli, árið 1962, úr Heiðursverðlaunasjóði Daða Hjörvar, fyrir útvarpserindi, hin síð- ustu missiri, um misfellur í þjóðfélaginu, örlög jarðar- barna og rök mannlegrar til- veru, flutt af hreinni og lif- andi tungu af sterkum hug og stórmannlegri bersögli. Tvennar reglur eru um veit- ingu gullverðlauna úr sjóðinum; sú fyrri að veita gullverðlaun reglulega þriðja hvert ár, og skal þá engin önnur verðlaun veita það ár; hin síðari felst í sérstökum ákvæðum um það, að dómnefnd geti, með einu sam- þykki og af sérstöku tilefni veitt heiðursverðlaun úr gulli, óháð reglulegum veitingum. Eftir þess um ákvæðum hafa áður verið veitt fern gullverðlaun: Davíð skáldi frá Fagraskógi (á 95 ára afmæli hans), og á 30 ára af- mæli útvarpsins þeim Sigurði Nordal (fyrir erindi og erinda- flokka frá upphafi útvarpsins), Einari Ól. Sveinssyni (fyrir forn- sagnalestur) og Brynjólfi Jó- ihannessyni (fyrir útvarpsleik frá uppihafi)'. Nú, 1962, bar í fyrsta sinn að veita ársverðlaun úr gullL Engar aðrar tillögur komu fram um veitinguna, og voru Páli Kolka veitt verðlaunin einróma. í dómnefnd eru: Hélgi Hjörv- ar. form., tilnefndur af útvarps- ráði; Guðni prófessor Jónsson (frá heimspekideild háskólans); Lárus Pálsson (frá Ieikurum þjóðleibhússins); Þóroddur Guð- mundsson (frá rithöfundum) og dr. Broddi Jóhannesson (valinn af dómnefndinni, eftir auka- ákvæðum í skipulagsskránni). (Frétt frá dómnefndinhi). í GÆR var SA-átt hér, þykkt loft og súld eða þoka með suðurströndinni til Aust- fjarða. í Vestur-Evrópu er hlýtt og norður eftir Skandin- avíu, en á vesturströnd Banda ríkjanna er kalt og bjart. — Þannig var kl.. 11 I.M.T. 1 stigs hiti í New York en eins stigs frost í Washington. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land og miðin: SA gola síðar SV kaldi, þokuloft, dó- lítil rigning með morgninum. Faxaflói til Vestfjarða og miðin: SA gola og skýjað í nótt, SV kaldi og dálítii rign- ing á morgun. Norðurland, NA-Íand og miðin: Sunnán eða SA golá, skýjað og víðast þurrt veður Austfirðir, SA-ja«d og mið. in: Sunnan gola eða kaídi, þokulöfí og víða rigning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.