Morgunblaðið - 08.11.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.11.1962, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 8. nóvember 1962 MORGVNBLAÐIÐ 13 Jón H. Þorbergsson, Laxamýri: Um landbúnaðarmál Á TÍMABILI var hér mikið rætt og ritað um meðferð o.g notkun búfjáráburðar, sem hafði drjúg áhrif til bóta. Nú heyrist aldrei á þetta minnzt, eins og að áburðarspursmáiið sé fullleyet með kaupum og notkun tilbúins áburðar. En það er langt frá því að svo sé. Áburðarmálið er stór- mál sem þarf mikilla aðgerða með og lýtur sérstaklega að bú- fjáráburðinum, um hirðu hans og notkun. Á síðustu áruim hefir sú öfuig þróun orðið að fjöldi bænda veitir þvaginu úr fjósum sínum burt, svo að það verður til engra nota, um leið og þeir stríða fjár hagslega við kaup á tilbúnum á- burði. Þetta stafar af vöntun á þvaggryfjum, fólksfæð á bæjum og áhaldaleysi til að koma þvag- inu í jörðina. Meðferð annars bú fjáráburðar er og líka í van- hirðu. En þá kemur fleira till greina sem athugunar þarf með og það eru áhrif búfjáráburðar á gróð- urmoldina annars vegar og til- búins áburðar hins vegar. Lesið hefi ég um þetta, eftir skozkan jarðyrkjumann, að til'búinn á- burður drepi nauðsynlegan gerla gróður í jarðveginum, sem bú- f j áráburðurinn verki á til þróun- ar. í>á verður á nœsta leiti að athuga og bera saman fóður- gildi töðu sprottinnar af búfjár- áburði, annars vegar, og af ti'l- búnum áburði hins vegar. Ég tel af reynslu, án gagngerðra rann- sókna, að búfjáráburðartaðan sé mun betra fóður. Tilraunastarfsemin í laridinu þarf að gefa bændum raunhæfar upplýsingar í þessum stóru atr- iðum: 1) Hvernig verkar búfjárá- fourður á gróðurmátt mold arinnar og hvernig tilbúinn á- burður. 2) Hver er gæðamunur á töðu sprottinni af búfjáráburði og þeirri sem sprottin er af til- búnum áburði. í*að er vitað að moldarmynd- un verður við notkun búfjárá- burðar, en ekki af tilbúnum á- burði, nema að land standi í sinu. Áburðarmálið er stórmál sem þarf mikilíla aðgerða og verður þá þetta hendi næst: 1) Héraðsráðunautar verði iátn ir safna skýrslum um hirðingu og notkun búfjáráburðar hjá bændum. 2) Þeir séu hvattir til að byggja nógu rúmgóð áburðar- hús og þvaggryfjur. 3) Búnaðarfélög sveitanna komi sér upp slöngum og dæl- um til að dreifa þvaginu í jörð- ina og gætu bændur notað þau áhöld í félagi. í hæfilegum halla þarf etoki dælur. Það er engum efa.bundið, að bændur glata árlega milljónum króna á milljónir ofan í van- hirðu og vannotkun búfjáráburð ar, um leið og þeir svara út öllum hinum mörgu milljónum króna fyrir tilbúinn áburð. Þetta er stórmál í landlbúnaðin- um, sem þarf mikillar lagfæring- ar með. n. Það gengur tregléga að koma elþjóð í skilning um það, að land'búnaðurinn hefir verið, er og verður undirstaða fyrir til- veru þjóðarinnar í landinu. Væri hér engin gróðurmold í landi, jþá væri hér heldur engin þjóð. Landið með gróðurmold og öðr- um gögnum og gæðum, er hinn eiginlegi höiuðstóll þjóðarinnar. Milljónir ha. lands bíða þess að moldin sé hreyfð og auðnir lands ins græddar upp. Á þann hátt má auka uppskerueiningar landsins i miMjónatali. Er hér mikill að- Btöðumunur eða hjá þjóðum, sem vantar mold. Þetta eru þeir mögu leikar, sem fyrst og fremst lofa þjóðinni langri framtíð, ef hún býr að sínu og opnar ekki land- ið fyrir ruslfólki frá öðrum þjóð um. Hér heyrast jafnvel svo hjá- róma raddir, að sauðfjáreign sveitamanna sé að verða of mik- i'l fyrir beitarþol landsins. Enn nær þó ekki tala þess sauðfjár, sem á vetur er sett, einni milljón. En hér í landi eru skilyrði til þess að framfleyta mörgum millj Jón H. Þorbergsson ónum sauðfjár. Ég hefi séð Gunnarsholti rígvæna dilka ganga á landi, sem var nýgrætt upp. Það væri nauðsynlegt fyrir hina skammsýnu menn að sjá landstærð og gróðurfar hjá Bret- um, þar sem þeir framfleyta tug um milljóna sauðfjár. Hér má líka fylla. ár og vötn með silungi og laxi og flytja út fyrir hundruð milljóna króna árlega. Hér má rækta suðrænan gróður með hjálp jarðhitans o.s. frv. Allt eru þetta möiguleikar, sem landið býður, höfuðstóll þjóð arinnar. Það er ekki hentugt að vera of nærsýnn á möguleikana. Bóndi, sem skilar eftir sig út- ræktuðu landi og öðrum varan- legum mannvirkjum, hann hefir aukið verðmæti höfuðstólsins, hann hefir offrað fyrir sitt land. Það er göfugt. Það er menning. Jörðin stendur kyrr og meðan hún er við lýði, skal hvorki linna sáð rié uppskeru. Bújarðirnar á sjónum, fiskiskipin, keypt' frá út.Iandinu, hverfa í hafsins og tímans djúp. Þótt lítið sé enn ræktað af landinu er þó ársarður landbún- aðarins einhvers staðar á öðrum milljarð króna virði, samkvæmt gengi krónunnar. Annað verð- mæti hans er ekki metið tU pen inga, sem er hollustan fyrir heilsu og líf þjóðarinnar. Hjá mörgum í landinu má segja, að gleymt sé þegar gleypt er. Inn- lend landbúnaðarfæða er aðal- matur á borðum hjá öllum heim- ilum landsins. Talið er nú að tæplega 2% af fæðu alls fólks í heiminum sé sjófang. Þetta mun líta furðu lega út í augum margra hér, af því svo mikill sjávarafli er dreg inn hér á land. III. Bændafólkið er ákaflega dug- legt. Enda er það svo í landbún- aðinum, að eitt verk kallar á annað verk. Ég dvaldist með bændum á Norðurlöndum og í Skotlandi. Allsstaðar var sama sagan, mikið að gera á bæjunum og ýtið áframhald. Stórbændur, sem ekki unnu líkamlega vinnu, voru einkum skógarbændur Skandinavíu og sauðfjárbænd- ur í Bretlandi, sem áttu upp í 5000 fjár. Nýbýlendur í Noregi og Danmörku unnu mest sjálfir og svo íslenzkir bændur. En þeir held ég eigi metið. Má þá líta á verk þeirra frá siðustu alda- mótum. Þau verk hefðu þó orðið mun meiri, ef bændur, á þessu tímabili, hefðu ekki orðið fyrir miklum skakkaföllum. Árin 1906, 1910 og 1920 urðu þeir fyrir miblum vanhöldum á búfé vegna harðinda og fóður- skorts. Voru það erfiðar eftir- hreytur hinna gömlu frumstæðu búnaðarhátta. Ég hefi verið bóndi síðan 1917 eða í 45 ár. Á því tímabili höf- um við bændur -orðið að þola miklar landbúnaðarkreppur, of lágt verð á búvörunni, saman- borið við framleiðslukostnað og annað verðlag í landinu. Þessar kreppur voru 1920 — Það ár féll búvara bænda í verði frá 20 til 50%, til viðbótar van- höldunum í búum bænda það ár. Ekki tók þó mörg ár til að verðlagið færðist í betra horf. Næsta kreppa féll á 1930 og stóð yfir í 9 ár. Þá var verðlagið svo langt niðri að bændur fengu sum árin 8 kr. fyrir dilkinn, þegar framleiðslulkostnaðarverð hans var 24 kr. — án nokkurrar á- lagningar á kostnaðarverðið. Sölu verðið varð þannig 1/3 af kostn- aðarverðinu. Þá vofði sú geig- vænlega hætta yfir, að bændur gæfust upp í baráttunni. Haust- ið 1933 átti ég 200 dilka. Þeir voru allir teknir í opinber gjöld það ár. Tapið á búrekstri bænda var ægilegt í þessari kreppu, einkum 6 árin frá 1930—1935. Fljótlega eftir að verðlagið rétti við, úr þessari kreppu, kom svo niðurskurður sauðfjár, sem þrátt fyrir mikla opinbera hjálp var búhnekkur fyrir bændur. Fjárhagsörðugleikar þeir, sem bændur standa nú í, hefir smá sigið yfir allt frá 1955 fyrir van mat á auknum kostnaði búanna við framleiðsluna. í stórauknum vélakosti, sem ekki varð komizt hjá, ef bændur áttu ekki að leggja árar í bát í hækkandi verði tilbúins áburðar, í hækkun á fóðurbæti, launum o.fl. Þessi kostnaður hefir undan- farið hækkað allt í 100% á sama tíma og búvaran hefir tii jafn aðar hækkað um 26%. Það er hættulegt fyrir fram- tíð þjóðarinnar, að haldið sé niðri með verðlagnin;j\ aukn- ingu á aðal-höfuðstól þjóðarihn- ar, sem er landið með mann- virkjum Athafnamenn verða að sjá sér fært, fjárhagslega, að hreyfa moldina. — Vanmat það sem ríkir með þjóðinni á land- búnaðinum verður að hverfa. Á honum .•verðum við hvort sem er að geta lifað. Lán hafa verið veitt, ríkulega undanfarið, til að kaupa skip og veiðarfæri, en engin lán fáanleg til að kaupa bújarðir í sveit. Er þetta eitt dæmi um vanmatið gagnvart landbúnaðinum. Allt slíkt van- mat gæti orðið þjóðinni dýrt spaug. Það er ekki á minu færi að meta til peninga það risatjón, sem kreppurnar hafa valdið landbúnaðinum og bændum. En slikt misræmi á verðlagi í land- inu gegn landbúnaðinum verður að mást út varanlega. Á þessum sama tíma hafa sveitirnar alið upp tugi þúsunda fólks handa öðrum atvinnuvegum í landinu og nú hafa sveitirnar á sumar framfæri þúsundir barna fyrir þéttbýlið. Gegn þessum kreppum hefir bændafól'kið beitt því vopni, sem er hendi næst. Að spara og lengja vinnudaginn. Margir hafa auka- vinnu, nú á dögum, fyrir tekju lind. En aukavinna bændafól'ks skilar sér ekki til þess í pening- um. En sumt af henni skilar sér tid þjóðarinnar í auknum höfuð- stól, í mannvirkjum til sveita. Nú hefir búvara bænda hækk- að þessa dagana um 12%. Er það vissulega gott spor í áttina til verðjafnvægis fyrir landlbúnað- inn. Verð á búvörum bænda er miklu hærra í nágrannalöndun- um heldur en hér. Verðlagsmálin, innanlands, eru mangslungin og vandamál En verðlag sem dregur úr aukm ingu á framtíðar-höfuðstól þjóð- arinnar er tvímælalaust rangt. Það er óneitanlega furðulegt fyrirbæri, ef fermingardrengur er á síldarskipi eina viku eða einn dag og aflar á þeim tíma eins mikils nettóarðs og bóndinn allt árið. Annars var í hinni miklu síldarvertíð. síðastliðið sumar hlutur sjómanna til jafn- aðar 60 þúsund krónur. Bændur, nú á dögum verða að vera miklir sérfræðingar. Þeir þurfa að sækja námskeið í vélfræði og bæði jarðrækt og búfjárrækt eru margþættar fræðigreinar, sem útheimta mikla sérþekkingu. íslendingar eru félagshyggju- fólk. Mig undrar að efnaðir Reykvíkingar skuli ekki taka sig saman, kaupa land og koma upp nýbýlahverfum til búskapar ungu fólki í Reykjavík, sem larigar að búa í sveit. í Reykja- vík er einkum veltufé þjóðar- innar. Reykvíkingar ættu því að ganga á undan i framtaki á þessu sviði. Með því er þá um leið aukinn meginhöfuðstóll þjoð arinnar. Það er framundan stórmál í landbúnaðinum, að auka útflutn- ing á búvöru, og svo og aflaföng- um úr ám og vötnum. Það þarf að hefja miklu meiri áróður með þjóðinni fyrir þessum elzta og merkilegasta atvinnuvegi þjóo- arinnar, sem landlbúnaðurinn er. Jón H. Þorbergsson. „Þroskaárin6; NÝLEGA er út komið ann\ ð bindá af endur minningum Vig- fúsar Guðmundssonar, en fyrs.a bindi kom út fyrir tveimur ár- um. Hefst þetta bindi á því, er höfundur kemur heim eftir langa útivist, en lengst þó í „villta ve_-..- rinu“, og fjallar um árin frá 1918 og aUt fram til síðustu ára. Þó greinir hér ekki frá ferðalögum höfundar um meiri hluta hnait- arins, því að ferðaminningar hans eru þegar komnar út áður, í tveimur bókum, sem hafa orðið mjög vinsælar. Eins og nærri má geta, er hér komið víða við; jafn margvísleg og fjarskyld störf sem höfundur hefur haft með höndum þessi rúmlega fjöruiíu ár. Erlendir fréttamenn í stofufangelsi á Kúbu i i mmm íörgen E. Petersen Havana, 1. nóv. — NTB -RSBUTER ÁTTA erlendir frétta- menn, sem í gær komu frá Mexico City til Havana, voru þegar eftir komuna til borgarinnar settir í ^tofufangelsi á Hotel Cap- ri. Fréttamennirnir voru frá Vestur-Þýzkalandi, Kanada, Bretlandi, Frakk- landi og Japan. Allir böfðu þeir fengið full komna vegabréfsáritun og Iandsvistarle5rfi hjá ræðis- manni Kúbu í Mexioo City, en þegar til Havana kom sögðu borgaryfirvöl.' n, að vegabréf in væru öll ógild. Hefur stjórn in lýst yfir því, að þeir /erði reknir úr landi, sendir þaðan með kúbanskri flugvél, en þangað til fái þeir ekki að yfirgefa hótelherbergi sín. Á þriðjudaginn höfðu fimm fréttamenn, fjórir Svíar og einn Dani, veri, settir í stofu fangelsi og meinað að ’gj- ast með ferðum U Thants framkv.stj. S.Þ. svo sem ætl- un þeirra var. Sendiherra Svía í Havana vann að því, að þeir yrðu látnir lausir og fengju að halda áfram sínu starfi, en það eitt er vitað um árangurinn, að einn Svianna, Björn O. Ahlander, er nú á leið til Kanada með skipi. Hafði sendiherranum tekist að fá hann lausan og mátti hann velja, hvort hann vildi fara sjóveg til Kanada eða flugleiðis til Prag í Tékkó- slóvakíu. ★ Náði sambandi við konu sina. Daninn fyrrgreindi, Jörgen E. Petersen er hinn eini, sem komið hefur frá sér boðuim. Tókst honum að ná símasam- bandi við konu sína í Árósum og sendi hún aftur sögu hans til danska útvarpsins og blað- anna sem hann ætlaði að skiýfa fyrir. Petersen og Svíarnir höfðu í marga daga reynt árangurs laust að ná símasambandi heim og þegar reynt var að hringja þá upp á hótelher- berginu í Havana var alltaf sagt, að þeir væ.a ekki við. Aðfaranótt miðvi'kudags- ins tókst Petersen að ná sam bandi við konu sína og segja henni sögu sína, áður eri stúlka kom inn á línuna og spurði hvort um væri að ræða fréttasímtal, og sagðist nauð beygð að slita því. Kona Pet- ersens er s;"f fréttaritari og sendi sögu hans þegar til dan- ska útvarpsins og blaðanna, sem ætluðu að kaupa efni hans. I danska útvarpinu voru tilraunir gerðar. dag og nótt til þes að ná sambandi við Petersen. Einu sinni tókst það, en símtalið var slitið eftir 29 sekúndur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.