Morgunblaðið - 08.11.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.11.1962, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Fimrritudagur 8. nóvemTber 1962 JMtfttttittltfflMfr Ctgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 4.00 eintakið. KOMMÚNISTAR ALLS STAÐAR EINS ömmu áður en valdaránið var framkvæmt í Tékkó- slóvakíu, sagði Masaryk ut- anríkisráðherra við einkarit- ara sinn, er þeir ræddu hætt- una á kommúnískri bylt- ingu: „Það getur skeð annars staðar en ekki hér“. Masaryk var þeirrar skoðvmar, að þeir kommúnistar, sem sátu með honum á þingi og í stjómar- skrifstofum, væru önnur manngerð en kommúnistar annarra landa. Hann trúði því ekki, að þeir væru þjóð- svikarar og níðingar, sem stefndu að því einu að koma landi sínu tmdir járnliæl heimskommúnismans. Því miður hafði Masaryk rangt fyrir sér, og trúgimi hans og annarra lýðræðis- sinna leiddi til þess að land hans missti frelsið. Það er vissulega ástæða til þess að rifja þetta upp nú, þegar „ís- lenzkir“ kommúnistar geta ekki um annað talað en dýrð- ina á Kúbu og mikilmennið Castro, enda hafa þeir sent einn dyggasta Moskvuþjón- inn í námsferð til Kúbu. En það er út af fyrir sig ánægjulegt, að þeir skuli opinberlega viðurkenna, að Castro sé þeim kærastur og helzta fyrirmyndin. Þaðligg- ur sem sagt fyrir, að Castro þessi afneitaði því sýknt og beilagt, að hann hyggðist l:oma landi sínu undir stjóm heimskommúnismans, meðan hann var að ná völdum, al- veg á sama hátt og „íslenzk- ir“ kommúnistar þykjast í dag berjast fyrir hagsmunum lands síns en ekki undirok- un þess. 1958 sagði Castro t. d.: „Ég hef aldrei verið og er ekki kommúnisti. Væri ég það hefði ég hugrekki til þess að segja frá því“. En í desember 1961 sagði hann: „Ég er Marx-Leninisti og- mun verða Marx-Leninisti til dauðadags". Og nokkrum dögum síðar bætti hann við: „Að sjálfsögðu, ef við hefð- um sagt, þegar við vorum að- eins örfáir og á Turquino- ' tindi, að við værum Marx- Leninistar, hefði okkur e.t.v. aldrei orðið mögulegt að halda niður á sléttuna fyrir neðan.“ Þá, sem þekkja hið rétta eðli kommúnista hér á landi, furðar ekki á því, að þeir skuli einmitt telja þennan mann, sem stöðugt montar af svikaferli sínum, helztu íýr- irmyndina, sem sannir Marx- Leninistar eigi að feta í fót- spor eftir. Þeir, sem til þessa hafa verið svo einfaldir að gera sér ekki grein fyrir réttu eðli hinnar kommúnísku baráttu hér á landi og jafnvel geng- ið til hðs við erindreka heimskommúnismans í ýmiss konar samtökum, þurfa nú ekki lengur vitnanna við. — Kommúnistar hér segja nú sjálfir, að baráttan eigi að byggjast á svikum og prett- um, því að tilgangurinn helgi meðalið og tilgangurinn sé að leiða þann þrældóm yfir íslendinga, sem Kúbubúar verða að þola í dag. Þeir eru m. a. s. svo kokhraustir í blaði sínu að nefna þetta „hugsjónir“. KOSNINGARNAR í BANDA- RÍKJUNUM rins og ráð var fyrir gert ^ urðu tiltölulega litlar breytingar á styrkleika flokk anna í bandarísku kosning- unum, þótt kosningabaráttan væri býsna hörð. Þegar kosningar eru háðar í Bandaríkjunum, án þess að jafnframt sé forsetakjör, er ekki fylgst með þeim af jafn miklum ákafa, af þeirri ein- földu ástæðu, að vald forset- ans er svo mikið, að nokkur breyting á styrkleika í þing- inu hefur yfirleitt engin -úr- slitaáhrif á stefnu Banda- ríkjastjórnar. Menn hafa að vísu gaman af að bollaleggja um það, hvað úrslit kosning- anna þýði. Af þessum úrslit- um verður þó naumast dreg- in nokkur skýr ályktun, en þó ætti að mega segja, að þau séu frekar til styrktar Kenn- edy, því að venjan er sú, að stjórnarflokkurinn á erfiðara uppdráttar í kosningum, þeg- ar ekki er jafnframt kjörinn forseti. ÁHRIF LÆKNA- DEILUNNAR T æknadeilan veldur að von- *-J um miklum erfiðleikum í sjúkrahúsunum, þótt reynt sé að bæta úr með heimild þeirri, sem er til að kveðja lækna til einstakra starfa. Vonir stóðu til þess, að skjót- lega tækist að greiða úr rétt- arágreiningnum, sem skotið var til Félagsdóms, en lækn- ar hafa nú ákveðið að kæra Fleet Street, gatan, sem blaðahverfið í Lonðon dregur nafn sitt af. FRÁ árinu 1949 hafa 17 brezlt blöð hætt að koma út. I byrjun þessa tímabils áttu þrír stærstu blaðahringar landsins 45% allra blaða, en nú eiga þeir 67% blað- anna. Þessi þróun hefur vakið ugg í Englandi. Eftir að blaðið „News Chronicle“, sem seldist í meira en milljón eintaka daglega, dó og tveir blaðakóngar kepptust um að bjóða í blaðahring, sem var að gefast upp, var sett á laggirn- ar konugleg nefnd til þess að f jalla um þessi mál. Nefndin hóf starfsemi sína í marz s.l. ár og hefur nú skilað áliti. Segir nefndin, að sú hætta, sem fylgi því, að fáir menn eigi blöðin og stjórni þem, sé óum- deilanleg. Þó segir hún, að ekki megi ofmeta vald blaðanna yfir hugum fólksins. Það sé að vísu mikið,. en vald sjónvarpsins sé þó meira. Nefndin telur því ekki rétt að blaðahringir eigi eða reki sjón- varpsfélög. Þessi niðurstaða nefndarinnar er sögð eiga rætur sínar að rekja til þess að kana-1 díski milljónamæringjurinn, Roy Tompson, hefur ekki aðeins keypt blöð í Englandi. Hann á auk þess 80% hlutabréfa í skozka sjón- varpinu. Blöðin „The Ðaily Telagraph" og „The Guardian", hafa lýst samþykki sínum við þessa niður- stöðu nefndarinnar. Nefndin segir, að það sé skoðun margra, að orsökin til blaðadauð ans sé fláræði og því eigi hið- opinbera að grípa í taumana. Þessi skoðun, segir nefndin, að sé ekki á rökum reist. Veltir hún fyrir sér fjárhag blaðanna í Fleet Street og segir að fé það, sem brezk blöð fái frá kaupendum nemi tveimur þriðju hlutum út- gáfukostnaðarins. Helmingurinn af söluverðinu nægi aðeins til að greiða pappír og prentsvertu. Áfkoma blaðanna veltur á því að féð, sem þau þá fá fyrir aug- lýsingar brúi bilið milli söluverðs og útgáfukostnaðar. Nefndin segir óhikað, að út- gáfukostnaður blaðanna sé meiri en nauðsynlegt er vegna vinnu- svika, sem setji svip sinn á starf- semina. Vinnusvikin séu mest í prentsmiðjum, tæknideildum og við dreifingu. Nefndin lét fara fram athugun á fjórum stórum dagblöðum í London. Samkvæmt niðurstöðum ’ athuganarinnar ályktaði hún, að blöðin gætu til hæstaréttar úrskurð dóms- ins um það, að hann væri bær að fjalla um málið. Tef- ur sú ákvörðun óhjákvæmi- lega úrlausn. Hvað sem líða kann þeim sjónarmiðum lækna, að þeir eigi rétt á hærri launum og geti ekki eins og aðrir opin- berir starfsmenn beðið þess í nokkra mánuði, að úrlausn fáist í samræmi við lög um kjaradóm, þá virðist ekki ó- eðlilegt að læknar byðust til að gegna nauðsynlegustu störfum meðan málið er fyr- ir dómstólunum. Enginn vafi er á því, að læknar myndu vinna sér aukna samúð, ef þeir færu þessa leið og greiddu fyrir því að viðunandi lausn fengist. Sjónarmið lækna hafa líka fyrr og síðar verið þau, að lækningin gengi á undan hugsuninni um greiðslu. komizt af með 34% minna starfs- lið, án þess að draga saman segl- in. En starfsliðinu væri fækkað samkvæmt þessu, mundi kostn- aðurinn við útgáfuna lækka um 40%. Nefndjn telur, að ábyrgðin á vinnusvikunum, skiptist milli stjórnenda blaðanna, stéttarfé- laga, iðnaðar- og verkamann og leiðtoga þeirra félaga á blöðun- um. Vinnulaunin i Fleet Street eru hærri en nokkurs staðar annars staðar i Englandi, en af- köstin langt fyrir neðan meðal- lag. Þetta var þó ekki orsök þess, að „News Chronicle“ hætti, þó að það hafi átt þátt í því. Það, sem talið er hafa orðið blaðinu endanlega að falli, er aðgerðar- leysi ráðamanna þess og stefna ritstjórnarinnar. Þessi hætta er sögð leynast á öðrum brezkum blöðum. Kaupmannahöfn, 1. nóv. (NTB). DANSKI herinn hefur kvartað undan því við dómsmálaráðu- neyti landsins, að sovézkir og a.-þýzkir togarasjómenn, sem koma á land í Skagen í N.-Dan- mörku, sýni herstöðvum Dana þar grunsamlega mikinn áhuga. Austur-þýzkir og sovézkir tog- arar liggja oft í höfn í Skagen og Stokkhólmi, 1. nóv. (NTB). SÆNSKA utanríkisráðuneytið hefur farið þess á leit við yfir- völd A.-Þýzkalands, að þau veiti upplýsingar um rússneska konu, er hvarf í A.-Þýzkalandi á dular- fullan hátt. Kona þessi er sænsk- ur ríkisborgari. Fór hún til A.-Þýzkalands fyrir hálfum mánUði með systur sinni, sem áður hafði flúið frá A.- Þýzkalandi til V.-Þýzkalands. Tókust þær ferð á hendur eftir, að þeim hafði borizt skeyti um, að móðir þeirra sem býr í A,- Þýzkalandi væri sjúk. Er talið Nefndin ræddi margar tillög- ur, sem lagðar voru fram til úr- bóta. Samþykkti hún m. a. til- lögu um að komið yrði á fót sér- stökum dómstóli. Þegar kæmi til greina að tvö stór blöð rynnu saman, ætti hann að skera úr um, hvort það væri andstætt hagsmunum þjóðfélagsins. Einng lagði nefndin til, að vinnudag- urinn á blöðunum yrði endur- skipulagður, þannig að afköst starfsmannanna ykjust. Flest brezk blöð lýstu því yfir, að þau teldu að starf nefndar- innar hefði verið spor í rétta átt. „The Times“ og „The Daily T^legraph" telja hinsvegar til- lögur nefndarinnar til úrbóta ekki nægilega gagnlegar". Eng- inn dómstóll ge'tur komið í veg fyrir að blað deyi“, segir „The Daily Telegraph". The Times“, segir, að blöðin ein geti ráðið fram úr vandanum, sem að þeim steðjar. áhafnirnar hafa það fyrir venju að fara í gönguferðir til her- stöðvanna þar í grennd. Herinn hefur einnig kvartað undan því, að lögreglan hafi of lítið eftirlit með áhöfnum tog- aranna og geti því. ekki fylgzt með hvort allir sjómennirnir, sem koma með togurunum, fari með þeim aftur að skeýti þetta hafi verið falsað, því að viku eftir að konan lagöi af stað frá Svíþjóð fékk maður hennar bréf frá henni, þar sem hún skýrði honum frá því, að móðir hennar væri við góöa heilsu og hefði ekki sent neítt skeyti. Bréfið var skrifað á unct- arlegu sambandi af rússnesku, sænsku og þýzku, en maðurinn þeicKti rithönd konu sinnar. Þótti honum tortryggilegt, að hun skyldi skrifa þannig bréf. Fór hann því til heimabæjar konu sinnar í A-Þýzkalaadi til að reyna að finna hana. Grunsamlegur dhugi rússn. og a-þýzkra — sjómanna á dönskum hertiúðum Sœnskur ríkisborgari hverfur í A-Þýzkalandi [

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.