Morgunblaðið - 08.11.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.1962, Blaðsíða 1
24 siður Kennedy ánægður með úrslit kosninganna Washington og New York, 7. nóv. — NTB-AP tr R 'S LIT öldungadeildar- kosninganna, sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær, urðu þau, að demókratar bættu við sig 4 öldungadeildarþing- mönnum. Höfðu þeir 64 full- trúa í deildinni, en hafa nú 68. Repúblikanar höfðu 36, en hafa nú 32. í fulltrúadeild- arkosningunum voru endan- leg úrslit ekki kunn, en talið var að demókratar töpuðu 2 fulltrúum. Þeir höfðu 261, en repúblikanar höfðu 174. Af 35 ríkisstjórum, sem kosið var um, fengu demó- kratar 21, en repúblikanar 14. Er það sama tala og báðir höfðu fyrir kosningar, en demókratar unnu 6 ríkis- stjóraembætti af repúblikön- um og repúblikanar jafn- mörg af demókrötum. Demókratar hafa nú stærri meirihluta á Bandaríkjaþingi, en nokkru sinni sl. 20 ár. Eru úrslit kosninganna talinn sig- ur fyrir demókrata, Kenne- dy Bandaríkjaforseta og stefnu hans. Kennedy lýsti í dag á- nægju sinni með úrslit kosn- inganna og sagðist spá því, að mikill árangur næðist af starfi þingsins á næsta kjör- tímabili. • RIKISSTJÓRAR I ríkjsstjórakosningunum unnu repúblikanar í þremur fjölmennum ríkjum, þar sem demókratar höfðu áður gegnt rikisstjóraembættum. Eru þessi ríki Michigan, þar sem George Rommey, bílakonungur, sigraði, en talið er að hann keppi að því, að verða í framboði við næstu forsetakosningar, Pennsylvania, þar sem William Scranton var kjörinn ríkisstjóri, og Ohio, en þar var George Rodes kjörinn ríkisstjóri. Önnirr ríki, sem repú- blikanar unnu af demókrötum, eru: Colorado, Oklahoma og Wyoming. Er þetta í fyrsta skipti í 55 ár, sem repúblikani er kjörinn ríkisstjóri í Okla- homa. Ríkin, sem demókratar unnu af repúblikönum eru: Hawaii, Iowa, Massachusetts, New Hamp shire, New Mexiko og Vermont. Vakti mikla athygli, að demó- kratar skyldu vera kjörnir rikis- stjórar 1 Vermont og New Hamp shire, en þar hafa repúblikanar átt mjög miklu fylgi að fagna um áraraðir. • öLiDUNGADEILDIN í Colorado vann repúblikan- inn Peter H. Dominic öldunga- dejldarsæti demókratans Johns A. Carrol. í Connecticut vann demókratinn Abraham Ribi- coff, fyrrv. heilbrigðis- og kennslumálaráðherra Kennedys, sæti repúblikanans Prescott Bush. í Idaho vann demókratinn Eramhald á bls 23. Menon biðst lausnar Edward M Kennedy Þrir bræður í voldastöðum I öldungardeildarkosningun um i Massachusetts sigraði Ed ward M. Kennedy, bróðir Bandaríkjaforseta, glæsilega. IFrambjóðandi demókrata var George Cabot Lodge, sonur Henry Cabot Lodge, fyrrv, fulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Eins og kunnugt er var Kennedy Bandaríkjaforseti öldunga- deildarþingmaður fyrir Massa chusetts áður en hann var kjörinn forseti. Edward M. Kennedy er yngsti bróðir Bandaríkjafor- seta. Hann er 30 ára, kvænt- ur og á tvö börn. Þegar Edward Kennedy hef ur tekið sæti í öldungadeild- inni verður það í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna, sem forseti landsins á bróður í deildinni. Edward Kennedy hefur ekki tekið þátt í stjórnmálum áður, og var það mikið not- að gegn honum í kosninga- baráttunni. Einnig héldu margir því fram, að ekki væri æskilegt að ein ætt fengi eins mikil ítök í stjórnmálum Bandaríkjanna og Kennedy ættin hefur nú. En eins og kunnugt er, er Robert Kenne dy, bróðir Bandaríkjafor- seta, dómsmállaráðherra lands Nýju Dehli, 7. nóvember. (NTB)— Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, tilkynnti í dag, að Krishna Menon, fyrrv. varnarmálaráð- herra, hefði sagt af sér embætti ráðherra, sem fer með fram- leiðslu varnarvopna. Sagði Nehru að lausnarbeiðni Menons hefði verði tekin til greina. Fréttastofan Nýja Kína skýrði frá því í dag, að forsætisráð- harra Kína, Chou En-Lai, hafi sent Nehru forsætisráðherra bréf og skorað á hann að hef ja samn ingaviðræður um landamæradeil una . ,20 meðlimlr kommúnistaflokks Indlands hafa verið handtekmr. Eru þeir sakaðir um að vera á bandi Kínverja í landamæradeil unni. Nehru skýrði frá því að Menon hefði verið leystur irá emn^iti á fundi þingflokks Kongress- flokksins, en 18 af 24 stjórnar- meðlimum flokksins höfðu kraf- izt þess, að Menon yrði vikið úr ríkisstjórninni. Skýrt var frá því í dag, að Indverjar væru farnir að nota vopn þau, er Bandaríkja menn sendu þeim í bardögunum við Kínverja. Richard Nixon Nelson Rockefeller Nixon faeið Næsti for- ósigur Flugvöllurinn við Chusul í Ladakh héraði er enn á valdi Ind verja, en gert er ráð fyrir að Kínverjar ráðist á hann á hverri stundu. f ríkisstjórakosningunum i Kaliforníu urðu úrslitin þau, að demokratinn Edmund Brown, núverandi ríkisstjóri sigraði Richard Nixon, fyrrv. varaforseta Bandaríkjanna. Telja stjómmálafréttaritarar að þessi ósigur muni binda enda á stjórnmálaferil Nix- ons, en talið var sennilegt, að hann yrði frambjóðandi repú blikana við næstu forseta- kosningar, ef hann sigraði nú Sem kunnugt er var Nixon frambjóðandi repúblikana við forsetakosningarnair 1960 og beið ósigur fyrir Kennedy Bandarikjaforseta m<eð litlum atkvæðamun. I»egar talning var komin það langt í Kaliforníu, að Nixon sá, að fullvist væri að hann myndi tapa, sendi hann Edmund Brown skeyti og óskaði honum til hamíngju með sigurinn. Þá hafði Brown hlotið 250 þús fleiri atkvæði en Nixon. Framh. á bls. 2. seti USA? f RÍKISSTJÓRAKOSNING- UNUM í New York, sigraði núverandi ríkisstjóri, repúblik aninn Nelson Rockefeller, lítt þekktan demókrata, Robert Morgenthau. Hlaut Rockefelk er mikinn meirihluta atkvæða Er talið, að þetta auki mögu- leika Rockefellers á því að verða frambjóðandi repúblík- ana við næstu forsetakosning ar. En þegar repúblíkanar völdu forsetaefni sitt 1960, var hann skæðasti keppinauf ur Richard Nixon. Rockefeller hefur verið rík isstjóri New York-ríkis frá 1958, en þá sigraði hann fyri verandi ríkisstjóra ríkisimj demókratann Averell Harri- man. Rockefeller sigraði Harri- man með 573 þús. atkv. og spáð var að hann myndi sigra Morgenthau með 800 þús. til miUjón atkv., en þegar taln- ingu var um það bil að ljúka hafði hann tæpa hálfa milljóa atkvæða fram yfir Morgent, hau. Mandela dæmdur í fangelsi. PRETORIA, t. nóv. — NTB — Einn af leiðtogum þjóðernis- flokks Afríkumanna í S-Afríku, Nelson Mandela, sem kallaður hefur verið „svarta akurliljan“, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa rekið áróð- ur gegn ríkisstjórninni. Flokkur Mandela er bannaður i S-Afríku, en hann hefur starf- að leynilega árum saman. Krúsjeff telur heims- friðinn ekki í hættu Segir brottflutning eldflauga frá Kúbu hafinn Moskvu,' 7 .nóv. — NTB-AP • Nikita Krúsjeff, forsæt- isráðherra Sovétríkjanna, sagði í dag, hð hann teldi ekki ástæðu til fundar æðstu manna austurs og vesturs, þar sem heimsfriðurinn væri ekki í hættu. • Krúsjeff sagði, a?S 40 sov- ézkar eldflaugar hefðu verið á Kúbu; lokið væri við að taka þær niður og væru skip sennilega lögð af stað með þær til Sovétríkjanna. • Hann kvaðst vera sann- færður um, að Kennedy Bandaríkjaforseti héldi lof- orð sitt og léti ekki gera inn- rás í Kúbu. • Forsætisráðherrann sagði, að Rússar myndu hætta kjarnorkutiiraunum 20. þ. m., en hefja þær á ný, ef sam- komulag næðist ekki um til- raunabann. — Krúsjeff ræddi ennfremur Berlínarmálið, en tiltók ekki hvenær Rússar ætluðu að gera friðarsamn- ing við A-Þýzkaland. Forsætlsráðherrann skýrði fréttamönnum frá þessu í dag við móttöku í Kreml í tilefni 45 ára afmælis októberbyltingar- innar. Krúsjeff lagði áherzlu á það, að heimurinn hefði ramb- að á barmi kjarnorkustyrjaldar fyrir viku. Báðir aðilar laefðu verið undir það búnir að hefja slíka styrjöld. Þó að astandið hafi batnað er það enn allalvaj legt. — 1 Kúbumálinu sýndui við viljastyrk og féllumst á sarr komulag, sagði Krúsjeff, en t þess að forðast að komast aftu í slíka aðstöðu, verðum við a veita meira aðhald. Við vérðui að uppræta allt, sem getur oi sakað ósamkomulag. Harka stjórnmálum borgar sig ekl alltáf, sagði Krúsjeff og í utar ríkismálum er sveigjanleiki nau synlegur. Krúsjeff sagðist hafa ákveði að láta flytja sovézku eldflauj arnar frá Kúbu, eftir að Kenne dy hafði lofað að tryggja örygj eyjarinnar. — Kúbubúar sögðu: ekki treysta Kennedy Bande ríkjaforseta, en við sögðum: treysta honum, sagði Krúsjef — Við sögðum þeim, að þetl væri eina leiðin til þess að kon ast hjá styrjöld. — Ég trúi því að Kenned gangi ekki á bak orða sinn; sagði Krúsjeff og bætti við: - Ég vil trúa því. Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.