Morgunblaðið - 08.11.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.11.1962, Blaðsíða 23
Fimmtuaagur 8. nóvember 1962 MORGV1SBL4Ð1Ð 23 Nefnd gerir frumdrög að leikhúsi L. R. Miklar breytingar á Iðnó Jökull Jakobsson á sviðinu í Iðnó, við leiktjöldin í „Hart í bak“, L. R. frumsýnir „Hart í bak“ á sunnudagskvöld Nýtt leikrit eítir Jökul Jakobsson MIKLAR breytingar hafa að undanfömm verið gerðar á Iðnó. Verða ný :<æti sett í húsið, upp- hækkaííii pallar og svalir stækk- aðar að mun. Verður aðstaða öll að mun betri en áður var. Helgi Skúlason, formaður Leik félags Reykjavíkur, sagði frétta- mönnum í gær að ekki þyrfti að skýra hvernig á breytingunum stæði. Þróunin hefði verið sú und anfarin ár að Leikfélag Reykja- víkur hefði jafnvel tapað trygg- um vinum sínum á brott vegna ástands hússins. „Við sáum að með þessu áframihaldi myndum við á endanum standa uppi með tómt hús“, sagði Helgi. „Við fórum þá á fund borgar- stjóra, sem hefur verið okkur Ihin mesta stoð og stytta í þessu máli, og hann fól Einari Sveins- eyni, húsameistara bæjarins að gera teikningar, en Einar fylgd- ist síðan með verkinu öllu og hafði með því yfirjimsjón. „I>á hljóp borgarstjóri undir bagga með okkur varðandi kostnaðinn“ sagði Helgi. „Mælti hann með því við borgarráð og borgarstjóm, að "Reykjavikur- borg kostaði verkið að miklu leyti og var það einróma sam- þykkt. Fyrir þetta erum við mjög þakklát. Þá tók hússtjórn Iðnó á sig stóran lið, en það er breytingin á svölunum. Þær voru stækkaðar að mun og var það nauðsynlegt því að sætum fækkar í sal við breytingamar þar. Á svölunum eru nú 56 sæti og alls í húsinu 230, og hefur sæt unum fækkað um 74 þar sem hin nýju sæti eru breiðari og lengra er á milli bekkja en áður. Gunn- ar H. Guðmundsson, húsgagna- arkitekt, teiknaði stólana, en Stál SPARIFJÁRSÖFNUN skólabarna hefur starfað frá árinu 1954, og er rekið sem deild í Seðlabank- anum. 1954 gaf Landsbankinn öllum islenzkum börnum á aldr- inum 7—12 ára ávísun að upp- hæð 10 krónur og hefur síðan gefið öllum þeiin, er í barna- skóla setjast sömu upphæð, til þess að hefja sparifjársöfnun. Ávísun þessa má leggja inn á sparisjóðsbók í hvaða íslenzka innlánsstofnun sem er. Forstöðumaður Sparifjársöfn- unarinnar, Guðjón Jónsson, bauð fréttamönnum að horfa á kvik- myndina „Kláus Klifurmús", eft- ir Thorbjöm Egner. Fjallar mynd in um, hvernig Kláus eignaðist bankabók, og er ætluð til þess — Kennedy Framhald af bls. 1. Len Jordan sæti repúblikanans Henry Dworshak, sem er látinn. í Indiana sigraði demókratinn Birch Bayh repúblikanann Hom- er E. Capeheart, en hann hefur átt sæti í öldungadeildinni sl. 8 ár. 1 Maryland vann demókrat- inn Daniel B. Brewster sæti repúblikanans Johns M. Butlers. í New Hampshire vann demó- kratinn Thomas J. Mcintyre sæti repúblikanans Styles Bridges, sem nú er látinn. — 1 Wisconsin sigráði demókratinn Gaylord A. Nelson repúblikan- ann Alexander Wiley, en hann er 78 ára. I Wyoming sigraði repóbiikaninn Wilward Tomp- són demókratann J. J. Hicey. í Arizona var demókratinn Cárl Havden kjörinn" öldióigadeildar- maðui- í 7. sinn. Hann er 85 ára. húsgögn smíðaði þá. Áklæði eru frá Álafossi“. í sal hagar nú svo til að 8 fremstu bekkirnir eru á sléttu gólfi en sætin ganga á misvíxl. Fyrsta upphækkunin er á 9. bekk og eru á henni tveir bekkir. Vegna þess að dansað er í húsinu mátti ekki byggja fasta palla þannig að lyftuútbúnaður Iyftir tveimur siðustu upphækkunum upp úr gólfinu. Á fundi með fréttamönnum í gær sagði Helgi Skúlason að L.R. hefði áhuga á því að gerast at- vinnuleikhús. Ýmsir leikarar fé- lagsins vildu gera starfið að at- vinnu og væru sumir þegar farn- ir að reyna þetta. Sagði Helgi að þessi hópur þyrfti að stækka til þess að unnt yrði að koma upp atvinnuleikhúsi. Sagði Helgi að hann áliti að rúm væri fyrir tvö atvinnuleikhús í Reykjavík og annað leikhús yrði hollt fjrrir leikhúslífið 'i bænum og myndi veita Þjóðleikhúsinu nauðsyn- legt aðhald. Helgi skýrði frá því að nefnd starfaði að því að gera undir- búningsathuganir vegna fyrir- hugaðrar leikhúsbyggingar fé- lagsins. í nefndinni eru Aðal- steinn Riohter, skipulagsstjóri, Gústav E. Pálsson, borgarverk- fræðingur, Jón Haraldsson, arki- tekt og Þorsteinn ö. Stephensen leikari. Jóh. Haraldsson skal gera útlitsteikningu af Ieikhúsinu á Klambratúni, en Leikfélagið hef- Ur mikínn áhuga á því að fá þá lóð. Verður útlitsteikning síð- an lögð fyrir viðkomandi yfir- völd. Helgi Skúlason sagði að L.R. vonaði að með þessu væri leikhúsmálið komið á nokkurn rekspöl. að glæða áhuga barna á spari- fjársöfnun. Verður hún sýnd í skólum víðs vegar um land. Guðjón skýrði svo frá að höfuð- markmiðið væri ekki það, að fá börnin til þess að safna veruleg- um fjármunum inn á bankabók, heldur, að kenna þeim snemma Þessi mynd er úr kvikmynd- inni „Kláus klifurmús og hin dýrin í Hálsaskógi“. að fara með peninga og skilja gildi þeirra, t. d. að ekki er hægt að kaupa tvisvar fyrir sömu krónuna o. s. frv. Skrítin svör fást oft, þegar börn eru spurð að því, hvað peningar séu, eitt er svona: „Peningur er flöt kúla með gati, og þegar við höfum enga peninga, grætur mamma og við fáum aðeins kartoflur áð horSa“« NÆSTKOMANDI sunnudags- kvöld, kl. 20.30, frumsýnir Leik- félag Reykjavikur nýtt íslenzkt leikrit eftir Jökul Jakobsson, „Hart í bak“, en þetta er annað leikrit Jökuls, sem félagið setur á svið. Var hitt „Pókók“, sem sýnt var í hitteðfyrra. Leikstjóri er Gísli Halldórsson, sem ennfremur fer með hlutverk í leiknum, en aðrir leikarar eru Helga Valtýsdóttir, Brynjólfur Jóhannesson, Birgir Brynjólfs- son, Guðrún Ásmundsdóttir, Guð- mundur Pálsson, Steindór Hjör- leifsson, Karl Sigurðsson og tveir nýliðar ,útskrifaðir frá leik- skóla LR, Gerður Guðmundsdótt- ir og Hrafnhildur Guðmunds- dóttir. Leiktjöld hefur gert Stein þór Stgurðsson en tónlist á milli þátta er eftir Jón Þórarinsson. „Hart í bak“ er leikrit í þrem- ur þáttum' og er annar þáttur í tveimur atriðum. Jökull Jakobsson sagði á blaða- mannafundi í gær að hann hefði unnið að leikriti þessu í tvö ár. Leikritið er að mestu alvarlegs eðlis, og gerist í Vesturbænum skammt frá Slippnum. Fjallar það m. a. um gamlan skipstjóra sem beðið hefur skipbrot í Hfinu, dóttir hans, sem er á miðjum aldri, spáir í sþil ,og bolla og er lífsþyrst mjbg. Á hún því marga aðdáendur, og þó einkum einn, brotajárnssala. 19 ára sonur spá- konunnar kemur og við sögu. Er hann misheppnaður slæpingi, en með stóra drauma. Næsta viðfangsefni L.R. verður La Ronde, austurrískur gaman- leikur í þýðingu Emils Eyjólfs- sonar. Leikstjóri verður Helgi Skúlason. Þá mun L.R. sýna í UMBOÐSMAÐUR vegamála- stjórnarinnar hér bauð í dag þau kostakjör að Siglufjarðarskarð skyldi rutt að snjó, ef Siglu- fjarðarkaupstaður bæri helming kostngðarins. Nú er það svo, að ríkinu ber lögum samkvæmt, að bera allan kostnað við þennan snjóruðning, sVo þessi liðlegheit koma heimarríönnum hér spánskt fyrir sjónir. Annaðhvort borga vetur „Eðlisfræðingana“ eftir Durrenmatt, en það leikrit er nú leikið víða um lönd. Halldór Stef- ánsson hefur þýtt leiritið en leikstjóri verður Lárus Pálsson. París 7. nóv. (NTB) Stjórnarskrárbreytingin, sem de Gaulle Frakklandsforseti beitti sér fyrir, og felur í sér að forseti Frakklands verði fram- vegis kjörinn af allri þjóðinni, en ekki kjörmönnum, gekk i gildi í dag. Sem knnnugt er fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrárbreytinguna 28. okt. sl. og var hún samþykkt. Forseti öldungadeildar franska Moskvu, 7. nóvember. — (NTB — AP) Pekingblöðin láta frásagnir af af mælisdegi októberbyltingarinnar í Sovétríkjunum víkja fyrir yfir lýsingum um stuðning við kröf ur Castros, forsætisráðherra Kúbu, á hendur Bandarikja- mönnum. Stjórnmálafréttaritarar benda á það, að undanfarin ár hafi mik ið verið sagt frá afmæli októ- berbyltingarinnar í Sovétrikjun um á forsíðum blaða í Kína, en nú sé aðeins skýrt frá helztu staðreyndum. Aðalfregnir blað- Siglfirðingar það sem ríkinu ber að borga, eða þeir sitja áfram með sína einangrun. — Hverjum var gert tilboð hr. vegamálastjóri, er Austur- vegur var ruddur? Hér er nú bezta veður, snjór tekinn upp í byggð, og ríflega dagsvinna að ryðja Siglufjarðar- skarð. en margir þílar bíða þess að komast leiðar sinnar yfir skarðið. — Stefán. Áðalfundur AÐALFUNDUR Stefnis, féftkgs. ungra Sjálfstæðismanna í Hafn- arfirði, verður haldinn næstk. sunnudag kl. 4 í Sjáifstæðishús- inu í Hafnarfirði. — Krúsjeff Framhald af bls. 1. Þegar fréttamennirnir spurðíl Krúsjeff hvort hann teldi gagn- legt að hann ræddi við Kennedy forseta, sagði hann: — Ég var aldrei hlynntur fundi æðstu manna. Þá minntu þeir forsætisráðherrann á það, að hann hefði sagt að fundur æðstu manna væri æskilegur í bréfi sínu til brezka heimspek- ingsins Bertrand Russel. Þá sagði Krúsjeff, að hann teldi fund æðstu manna gagnlegan, þegar friðinu mværi ógnað, en bætti við, að þannig væri ekki ástatt nú. Krúsjeff var spurður hvort hann væri hlynntur áframhald- andi tilraunum til samkomulags um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Sagði hann, að hann teldi, að nú væri góður jarðvegur fyrir slíkt samkomu- lag. Krúsjeff lagði áherzlu á það, að flýta þyrfti samningum um Berlín. — Við viljum ekki Berlín, við þörfnumst hennar ekki, en við viljum frið og friðarsamning, sagði Krúsjeff. Krúsjeff ræddi um hersýning- una á Rauða torginu og sagði, að það myndi gleðja Sovétríkin, ef allar þjóir heims sameinuðust undir merki kommúnismans. — Við vitum ekki hvenær að þvl kemur, sagði Krúsjeff, en þang- að til . verðum við að lifa við sömu aðstæður og við lifum nú. þingsins, Gaston Monnerville, hélt því fram að þjóðaratkvæða greiðslan hefði verið ógild og krafðist þess, að stjórnarskrár- breytingin yrði ekki framkvæmd en stjórnarskrámefndin visaði kröfu hans á bug Þingkosningar fara fram I Frakklandi 18. og 25. þm. og er mikil harka i kosningabarótt- unni. anna fjalli um hinn mikla stuón ing Kínverja við málstað Kúbu. „Dagblað Alþýðunnar“ er alltaf hefur birt ritstjórnargrein um byltingarafmælið á forsíðu birti hana nú á annarri síðu. I grein- inni segir m.a., að vinátta Sovét ríkjanna og Kína sé mikilvæg, en einnig er lögð áherzla á það, að eining verði að ríkja milli kommúnistaríkjanna. Ný!! penicillin LEITIN að nýjum penicillin- lyfjum heldur stöðugt áfram Fyrir skömmu kom nýtt pen- icillin á markaðinn frá Beech am Research Laboratories, og er það 1621. penicillinefnið sem þar hefur verið framleitt (af þeim hafa aðeins örfá reynzt notliæf). Hið nýja lyf hefur .fengið vörumerkið „Orbenin", en ekki er búið að gefa því lyfja- fræðilegt nafn enn. Áhrifum Orbenin svipar mikið til áhrifa methicillins, en ekki þarf að dæla hinu fyrmefnda inn í vöðva eins og metchillin, og er það því miklu þægilegra í notkun. Lyfið vinnur á graftasýkl- um, sem kljúfa venjulegt pen icilíin og mefchicillin. Sparifjársöfnun skólabarna T ilboð um ruðning Sigl ufjarðarskarðs Siglufirði 7. nóv. Stjórnarskrárbreytingin í Frakkl. gengur í gildi Kúba ú forsíða Pekingblaða, en ekki byltingarafmælið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.