Morgunblaðið - 08.11.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.11.1962, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 8. nóvember 1962 MORGTJTSBLAÐIÐ 1? — Varðar- fundurinn Framhald .af bls. 24. leysi skylli á. Nú er hins vegar svo mi'kill skortur á vinnuafli að hvarvetna er kvartað und- an mannafæð, ekki eingöngu í Keykjavík, heldur líka t.d. á Ak- ureyri, svo að ekjki sé talað um Húsavík, þar sem höfundur móðuharðindahjalsins býr. Þar eru nú meiri framkvæmdir og meiri vinnuaflsskortur en nokkru sinni áður. Móðuiharðindaihjal Framsóknar er nú hvergi minnzt á nema í flimtingum. í móðuharðindunum kom til tals að flytja íslendinga til Jót- landsheiða. Sömu menn og töluðu sem mest um hin nýju móðuharð indi, beittu sér hvor í sínu lagi fyrir brottflutningi fólks úr land inu í sumar, en af nokkuð öðr- um ástæðum. Ungir Framsóknar menn efndu tid skemmtiferðar um Noreg í sumar og sögðu að þátttaka hefði verið mjög mikil. Um sama leyti aug lýsti ASÍ, að verkalýðssamtökin efndu í fyrsta skipti til utanfarar verkamanna — ekki þó til Jót- landsheiða, heldur til „sólskins eyjarinnar Borgundarhólms.“ Þessi tvö einföldu daemi skýra ef til vill betur og glögglegar en langur tölulestur, hvernig af- Ikomu fóks í landinu er raunveru lega kornið. Öllum má ljóst vera bvílík fásinna þessi bölmóðsboð skapur stjórnarandstæðinga var og er. Þeir verða nú að viður kenna, að því fari fjarri að fólki líði hér illa, búi við atvinnuleysi og fjárskort. En þeir scgjast Vita ástæðuna til þess. Eysteinn Jónsson segir, að vel megunin komi öll til af því, hve gersamleg umskipti hafi orðið í aflabrögðum, einkum úti um land, og þakkar það útfærslu landhelginnar. Þetta er sá sami Eysteinn Jónsson, sem fyrir tæp um veimur árum sendi veikur úr rúmi sínu boðskap til þjóðar innar um að standa kröftuglega gegn þvi, er stjórnin setti niður deiluna við Breta. Samningarn- ir um landhelgina áttu endan- lega að ganga frá landsfólkinu fjötruðu og nauðstöddu. Nií seg ir sá sarni Eysteinn, að allt sé að þabka þvú, hive landhelgin hafi reynzt vel, en gætir þess ekki, að um leið ómerkir hann fyrri orð sín. Miklar framkvæmdir Fúslega skal játað, sagði dóms- málaráðherra, að hinn mikli og góði árangur viðreisnarinnar er að nokkru að þakka góðæri. Mun urinn nú og 1958 er sá, að vegna annarra stjórnarhátta verður góð aeri nú allri þjóðinni til góðs. Áður jukust vandræðin þrátt fyrir góðærið, svo að vinstri etjórnin varð að gefast upp. Þar ekilur milli feigs og ófeigs. Enn er talað um samdrátt. En Ihvar er hann? Hvaða fram- kvæmdir geta stjórnarandstæð- — Alþingi Framhald af bls. 8. jafnframt skipstjóri sé enginn ákveðinn aðili, sem fylgist með (viðkomandi skipi. Þess vegna yrði gert að skyldu, að skip til- kynntu, er þau færu úr höfn og Ihvert ferðinni sé hgitið. Enn fremur tilkynni þau stöðu sína á 12 klukkustunda fresti til næstu loftskeytastöðvar, en nú eru firnm stöðvanna stöðugt opn *r allan sólarhringinn. Ein stöðv anna yrði þá aðalstöð, væntan- lega í Reykjavík, og yrði henni eíðan jafnóðum tilkynnt um etöðu skipanna. Elf tiltekið skip léti ekki til sín heyra á til- ekildum tíma, mundi nanðsyn- legar varúðarráðstafanir vera framkvæmdar. Að sjálfsögðu mundi þetta kosta nokkuð fé, en alþingismaðurinn kvaðst ekki ætla, að mjög yrði í það horft, þar sem mannslíf væru í húfi. Tillögunni var visað til alls- berjarnefndar. ingar bent á, að stjórnin hafi hindrað, og hvar á að fá menn til að vinna meiri störf? Iðnaðurinn stendur í meiri blóma en nokkru sinni fyrr, og ættu SÍS-herrarnir að hafa orðið varir við það, því að það er fyrst nú að þeirra iðnfyrirtæki geta selt framleiðslu sína úr landi. Ráðizt hefir verið í stór- fellda byggingu síldarverksmiðja á Austur- og SV-landi, og framkvæmdir hafa eingöngu taf- izt af skorti hæfra manna. Nær vikulega er skýrt frá nýj um bátakaupum. Hafskip hafa mörg verið keypt til landsins, og flest skipafélög aukið við flota sinn. Sum hafa þegar fengið skip, önnur ný- lega gert samninga um skipa- smíði eða ákveðið að kaupa skip. Hitaveituframkvæmdir þekkja Reykvíkingar. Unnið er að fullvirkjun Sogs ins og verður henni lokið áður en mörg misseri eru liðin. Andstæðingar okkar segja að dregið hafi úr íbúðasmíði, en hvar sem farið er um landið, blasa nýbyggingar við augum. Á Alþingi í dag var því haldið fram ómótmælt, að ein höfuð- ástæða þess hve seint gengi að ljúka byggingum, væri skortur á faglærðum mönnum. Víst er, að núverandi stjórn hefir aflað meiri fjár í aknenna veðlánakerf ið en nokkru sinni hefir verið gert áður. Vegalagning mætti auðvitað ganga hraðar, en stöðugt er unn ið að tengir.-u vegakerfisins, t.d. á Austfjörðum. Auk þess er nú hafin lagning fyrsta steinsteypta vegarins, Keflavíkurvegar. Þá veik ráðherrann að brúar- smíði og hafnargerð. Hinir nýju og stóru bátar þurfa á stærri höfnum að halda, en ekki væri hægt að framkvæma allt í einu, en nú væri t.d. unnið að stór- framkvæmdum eins og Þorláks- höfn. Ekki ætti að þurfa að deila um. það hvort landbúnaðurinn dregst sapian eða ekki, því að staðreyndin er sú, að framleiðsl- an eykst stöðugt. Vöxtur land- búnaðarins nú er eingöngu í skjóli laganna um verðlagningu landbúnaðarafurða, sem sett voru í núverandi stjórnartið. — Bændastéttin ætti að vísu í ýms- um erfiðleikum, að nokkru vegna tíðarfars og að nokkru vegna véla- og stofnkostnaðar. Örð- ugra væri, nú að yfirfæra bú milli kynslóða þar sem meira fé væri bundið í þeim, en hitt víst, að íslenzk bændastétt hefði aldrei búið við meiri velsæld og öll þjóðin nyti þess. Vandinn sök andstöðunnar Ráðherrann sagði, að þjóðin hefði ekki einungis meiri tekj- ur en nokkru sinni fyrr, heldur og meira frelsi til að ráðstafa fé sínu. í heild hefur flest tekizt vel hjá núverandi stjórn, og þótt bl*t> tæki ekki við góðu búi og v*ri spáð fyrir henni, hefur | allt snúizt í betra horf. Ekki er þó allur vandi leystur og ekki allt tekizt eins og stjórnin vildi. Meiri verðhækkanir hafa orðið en búizt var við. Verðhækkan- irnar eru fyrst og fremst afleið- ing kauphækkana, sem hafa verið meiri en efnahagur þjóð- arinnar gat staðið undir. — Að ekki skuli verr hafa farið, stafar af framleiðsluaukningunni og þar af leiðandi meiri velsæld. Almenningur hefur í rauninni ekki orðið fyrir kjaraskerðingu frá 1958, heldur býr hann við meiri velmegun en nokkru sinni áður. Stjórnarandstæðingar hafa komið af stað hækkununum. Stundum hefir órðið að breyta út af þeirri reglu, að atvinnu- rekendur og launþegar semji sjálfir um kjaramálin, t. d. i síld- veiðideilunni í sumar. Lögin, serrt þá voru sett, urðu til vegna ýtr- ustu nauðsynjar og slík lög verða að hafa almenningsálitið á bak við sig. Sagt er að stjórnin horfi á síldveiðideiluna í haust aðgerð- arlaust, en hvað getur stjórnin annað gert en reynt að miðla málum? Það tjóar ekki að heimta afskipti stjórnarinnar, ef deilu- aðilar hafa ekki sjálfir skilning á að leysa eigin vanda. Ríkis- valdið á ekki og má ekki skerast í leikinn nema af mjög ríkri nauðsyn. og þegar almennings- álitið og þjóðarhagsmunir krefj- ast þess. Þegar hliðsjón er höfð af viðbrögðum sjómanna við gerð ardómnum í sumar, þarf veru- lega að harðna á dalnum til þess að fært sé á ný að skerast í leik- inn. Verðum að fara að lögum Á sl. vori náðist samkomulag milli BSRB og rikisstjórnarinnar um launamál opinberra starfs- manna, sem nú fengu samnings- rétt, en til þess að þeir gætu ekki knúið fram vilja sinn með verk föllum, var kjaradómnum komið á. Verkföll opinberra starfs- manna höfðu verið bönnuð með lögum frá 1915 og raunar áður talin af flestum ólögmæt. En í vor tók hópur lækna sig út úr og sagði upp vinnu. Að mínum dómi, sagði dómsmálaráðherra, er hér ekki um annað en verk- fall að ræða í skilningi laganna. Sagt hefir verið að opinberir að- ilar hefðu verið of seinir að taka upp samninga. En er nú auð- velt fyrir ríkisvaldið að taka upp samninga við þá, sem samkvæmt löguip eru skyldir til að vinna og hlíta lögum í því efni? Samnings rétt höfðu þeir ekki fyrir setn- ingu laganna í vor. Menn verða að átta sig á þeim réttarregl- um, sem menn gangast und- ir, er þeir gerast opinber- ir starfsmenn, og bæði þeir og ríkisstjórnin er bundin við. Sjálfsagt er að ræða við þessa menn, en ekki má taika bað sem fjandskap, ef yfirvöldin geba ekki leyst deiluna innan ramma laga og reglna. Þetta á ekki ein göngu við um læknadeiluna held ur almennt. Læknunum var þeg ar bent á það í sumar, að mjög tvísýnt væri að þeir hefðu heim- ild til uppsagnarinnar, þar eð hún jafngilti verkfalli. Nú halda læknar því fram, að hægt hefði verið að leggja málið fyrir Fé- lagsdóm fyrr en gert var. — Eg verð að játa, sagði dómsmála- ráðherra, að mér kom aldrei annað til hugar en hægt væri að leysa málið með samkomulagi. Ef til vill hefði stjórnin orðið að tefla á tæpasta vað uim hvað væri innan ramma laganna. Við litum svo á, að nokkur sanngirni væri í kröfum læknanna og sam komulag myndi takast með góðum vilja. Það var fyrst er ég sá, hve mikið bar á milli krafna lækna og þess, sem frekast var hægt að gera innan ramma laga og reglna, að ég fann enga aðra leið en leita til BSRB og síðan Félagsdóms. Dómsmálaráðherra kvaðst ekki á nokikurn hátt vilja deila á læknana. Hann vitnaði í blaðagrein 'Fheodórs Skúlasonar læknis, þar sem talið er eðlilegt, að læknar hyrfu frá störfmn. þar eð til- boð stjórnarinnar væri ögrun. Nú er vitað, að læknar fóru fram á 14 þúsund kr. kauphækkun á mánuði. Meðalmánaðartekjur þeirra munu nú vera um 14 þús. Ráðherrann kvaðst ekki vilja segja, að það væri ögrun við ríkisstjórn, BSRB eða Alþingi að heimta 14 þús. kr. kauphækk un af stjórninni án heimilda í lögum og án samþykkis BSRB, en hann kvaðst ekki hafa trúað, að þeim væri alvara með kröfu gerðinni. Það var fyrst er ríkisstjórnin sá að læknunum var alvara að fá umsvifalaust 14 þúsund kr. hækkun — og launakerfi ríkis- ins þar með brotið niður að stjórn in viidi fá úr því skorið hvort þessi aðferð væri lögleg. Þótt stjórnin sé ekki í vafa um, að hér sé um ólöglegt verkfall að ræða, mun hún ekki kæra læknana fyr ir brot á lögum frá 1915, því að fjarstæða er að þvinga menn til læknisstarfa. Við teljum að auk laganna frá 1915 falli kjör þessara manna undir kjaradómslögin og samn- ingana á bak við þau frá því í vor. Ég skal ekki segja um hvernig dómur fellur í málinu. Það kem ur í ljós á sínum tíma. En þótt stjórnin vinni málið, þá er sjálf sagt að reyna að leysa málið með samningum við læknana og BSRB. En það verður að vera Ijóst, hver landslög eru í þessu efni. Vinnulöggjöfin úrelt Æ fleirum verður nú Ijóst að vinnulöggjöfin er úrelt. Við Sjálf stæðismenn viljum breyta henni, en enn hefir ekki náðst samkomu lag við aðra aðilja, og óhyggi- I ^t er að s_*.ja l"_gjÖf, er and- stæðingar túlka sem þyingun, og kæmi þó ekki að fullu gágni. Mörg viðfangsefni eru fram- undan, en aðalvandinn nú sem fyrr er að reyna að stöðva verð- bó'lguna, sem óhjákvæimilega hlýtur að fylgja í kjölfar kaup hækkana og verðhækkanna, ef ekki verður að gert. í vor urðu hinir lægstlaunuðu verst úti, og spurningin er, hvort hægt er að rétta hlut þeirra án þess að hleypa skriðunni af stað. Unnið er að samningi fram- kvæmdaáætlunarinn, r, sem ekki er auðvelt verk og hefir tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert. Efnahagsbandalagið Ráðherrann kvaðst ekki vilja fjölyrða um Efnahagsbandalag- ið að þessu sinni, enda yrði á- kvörðun um það ekiki tekin í bráð og umræður á þessu stigi gagnslitlar. Fyrst verða þjóðirnar á meginlandinu ^ð leysa sín vandamál, en ef Bretland og ein hver Norðurlandanna gerast að- ilar, verðum við að fá einhver tengsl við bandalagið. Ráðherra kvaðst telja sýnt, að full aðild kæmi ekki til greina, en ákvarð anir, sem teknar væru í slíku bandalagi, hafa þýðingu fyrir obkur í ósegjanlega mörgum samböndum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Því getur svo farið að til þess sjálfstæði okkar, verðum við að halda að fá aðstöðu til að hafa einhver áhrif á gang mála í bandalaginu, en ekki láta aðra eingöngu um það. Þá drap ráðherra á stóriðju og utanríkismál, en síðan ræddi hann nokkuð .samstarfið í ríkis stjórninni. Kvað hann það hafa tekizt ágætlega og betur en nokk urt stjórnarsamstarf í heilan mannsaldur hér á landi. Að vísu hefðu stjórnir setið lengur, en eft ir jafnlangan tíma hefði alltaf verið komin brotalöm í samstarf ið. Þetta væri ekki hvað sízt því að þakka, að Framsókn ætti ekki sæti í ríkisstjórn. Ráðherra kvað fullar líkur á, að stjórnarflokkarnir kæmu jafn sterkir út úr næstu kosningum og haustkosningum 1959. Engin vissa væri fyrir sigri. Það færi m.a. eftir því hvernig stjórninni tækist að leysa vandamálin. Heilbrigð stjórnmálaþróun á fs- landi væri fyrst og fremst kom- in undir sigri Sjálfstæðisflokks- ins, „Mars 1“ hefur far ið 1.664.000 km. Moskvu, 6. nóv. (NTB). TASSFRÉTTASTOFAN skýrðl frá því í dag, að geimfar Sovét- ríkjanna „Mars 1“ hafi farið 1,664.000 kílómetra, frá því að geimfarinu var skotið áleiðis til Mars s.l. fimmtudag. Samkvæmt upplýsingum frá Sovétrfkjunum mun geimfarið fara fram hjá Mars í um það bil 261.000 km fjarlægð, ef það heldur óbreyttri stefnu, en talið er að hægt verði að breyta stefnu þess þannig, að það fari fram hjá plánetunni í frá 1 þús. til 11 þús. km. fjarlægð. — Blöndubrúin Framh. af bls. 8. Orðin var elzt allra brúa landsins. Ný brú er nú þar í smíðum, helm ingi breiðari og nær sem þvi svarar lengra upp eftir ánni. Var sá hluti steyptur síðastliðið sum- ar, og á mánudaginn var þ. 5. nóvember, var gömlu brúnni lyft upp á þessa nýju brú, sem er allmiklu hærri, settir undir hana kjálkar og hún dregin upp á þurrt land, þar sem hún verður geymd í vetur, en ef til vill verð ur hún flutt og sett á Svartá. Má því segja, að hún, sem í 65 ár var sveitarprýði og hjálpar- hella, sé nú komin í hornið, en þó ekki m?ð öllu orðin aflóga skar. Svo fölnar heimsins frægð. Blöndubrú var mikið mann- virki og vel unnið á sinni tíð, bætti mjög úr miklum vanda og hefur áreiðanlega sparað nokkur mannslíf. Því er það og maklegt að minnast allra þeirra, sem áttu þátt í því, að hún varð til, þvf að eftir lifir minning mæt, þótt moldin l*'ír*ti sitt. P. V. G. Kolka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.