Morgunblaðið - 08.11.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.11.1962, Blaðsíða 14
14 MORCl’NBLAÐIÐ Fimmtudagur 8. nóvember 1962 Teak útihurðir Staerð 90 x 205 cm. Verð m/karmi kr. 6.900. fyrirliggjandi. HJÁJ.MAR ÞORSTEINSSON & CO. H.F. Klapparstíg 28 — Sími 11956. Stúlkur óskast til eldhússtarfa strax. Uppl. í eldhúsinu frá kl. 3—4 í dag! SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ. Vefnaðavöruverslun Til sölu vefnaðarvöruverzlun í eigin húsnæði í út- hverfi bæjarins. Verzlunin er í fullum gangi. Lager þarf ekki að fylgja með í káupunum. SVEINN FINNSSON, HDL. Málflutningur — fásteignasala Laugavegi 30 — Sími 23700. Eftir kL 7 — Símar 10634 og 22234, Vegna jarðarfarar verður skrifstofa undirritaðra lokuð í dag. Málflutningsskrifstofan EGGERT CLAESSEN GÚSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn. Móðir okkar MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR, Hvassaleiti 46, Reykjavík lézt í Landsspítalanum aðfaranótt 7. nóvember. Börn hinnar látnu. FRIÐGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR andaðist að heimili sínu, Skeggjastöðum 19, aðfaranótt 6. þessa mánaðar. Kveðjuathöfn fer fram í Fossvogs- kirkju föstudaginn 9. nóvember klukkan 13,30. Jarð- sett verður að Skarði Landssveit laugardaginn 10 nóv- ember klukkan 1 eftir hádegi. — Ferð verður frá B.S.Í. klukkan 9,30 um morguninn. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlega bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Þóranna Guðjónsdóttir. Vinum og vandamönnum nær og fjær, þökkum við af heilum hug, sýnda vinsemd og virðingu, við andlát og útför mannsins míns og föður okkar JÓSEPS JÓHANNSSONAR frá Ormskoti, Vestur-Eyjafjöllum. Guðrún Hannesdóttir og börn. Ynnilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför STEINUNNAR WAAGE. Sigurður Waage, Svava Þórðardóttir, Vilhjálmur K. Lúðvíksson, Guðrún Waage, Sigurður S. Waage, Ellen Waage, Björn Þorláksson, Hulda Waage, Ágúst Svérrisson. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður JÓNS BJARNASONAR SelfossL Jenny Jónsdóttir, t Guðrún Jónsdóttir, Baldur Karlsson, Sigríður Jónsdóttir. Frystihúsið á Balvík stækkað Dalvík, 30. okt. í LOK síðustu viku var tekin í notkun viðbótarbygging við frystihús K.E.A. hér á Dalvík, sem verið hefur í smíðum und- anfarin 3 ár. Allur útbúnaður, sem reyndur hefur verið, virð- ist í ágætu lagi. 8 frystitæki, þar af 4 stór, eru nú í húsinu og flökunarvél fyrir smáfisk. Frysti geymsla er fyrir 350 smálestir af fiskflökum.Með fullri afkasta- getu mun frystihúsið nú geba tmnið úr 4 smálestum af fiski á klst. og hafa afköstin þá um það bil tvöfaldazt. Yfirsmiður var Jón Sigurðsson. Vélsmiðjan Oddi hf., Akureyri, sá um niðursetningu á færibönd um, frystitækjum og vélum. Frystiihússtjóri er Tryggvi Jóns son. 2 ný skip. Nýlega var keyptur hingað vél báturinn „Dröfn“ frá Kópa-vogi, 18 smálestir að stærð. Eigendur hans eru Helgi Jakobsson, skip- stjóri o. fl. Báturinn mun verða gerður út á línuveiðar í vetur. 2 skip um 200 smálestir að stærð, eru nú í smíðum í Noregi fyrir útgerðarmennina, Egil Júl- íusson og Aðalstein Loftsson. Sláturtíð lauk 19. okt. Slátr- að var 7939 dilkum og var kroppþungi að meðaltali 13,78 kg., en það mun vera aðeins hærri meðalþungi en á S.l. ári. Fullorðið fé var 1432. Þyngsti dilkurinn, 25,5 kg., var eign Gunnlaugs Gíslasonar, bónda á Sökku í Svarfaðadal. 143 stór- gripum var slátrað. Aflabrögð. Snjóa tók nokkrum dögum fyr ir misseraskipti og má segja, að nú sé fyrsta stórhríð vetrarins um garð gengin. Sjósókn hefur gengið erfið- lega I haust, sökum ógæfta en afli verið sæmilegur, þegar ró- ið hefur verið. — ks. - ' Hallsdóttir Fædd 8. janúar 1887 Dáin 25. september 1962 Kveðja frá sjúklingum á Elliheimilinu Grund. Þú vildir hjálpa og hugga sjúka hrellda að gleðja — lækna und hressandi og svöl var hönd þín mjúka hajrtað svo ríkt — og göfug lund. Mig dreymdi þig vina — þú vildir mig finna um vesælan kofa leiddir mig þar átti ég eitthvert verk áð vinna — ég veit ekki hvað — en ég skrifa, um þig. Líknarsystir! — þín löng var ganga við lýjandi — og við erfið kjör. Með lýsandi þolgæði þerraðir vanga á þreyttu barni — sem ýtti úr vör Grátandi léztu Guðs trúna teyga gaddfreðnar sálir um veraldar hjarn, þó heilbrigð viljum við heiminn eigá — er hjálparlaus sjúkur — sem lítið barn. Þinn óbundni nú svífur andi yfir á sólarlandsins strönd. Alt er liðið — leystur vandi losnuð eru sjúkdóms bönd. Margur auð og upphefð grætur en allt er fallvalt heimsins hnosa. Nú hljóð ég bið í húmi nætur — heilagi Faðir — líknaðu oss. Guðrún Jónmundsdóttir. GeriS þvotfadaginn að hvíldardegi Veljið SfS VELADEILO Kv: } • v vJ /, WA .'rfVsvV1 -.-ll'feý >">>?. .iui •■£ ,r»- r*f- K -«> ■>.*? ilijwioft ■•-ir- i ■ ■••'«•- i w ■■■-: X£~.ií té ; -Í-I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.