Morgunblaðið - 17.11.1962, Blaðsíða 1
r
24 siður
49. árgangur
258. tbl. — Laugardagur 17. nóvember 1962
Prentsmiðja Morgunblaðsins
egja Norðurlönd up
oílferðusa
vegna samkeppni Loft'eiða við SAS?
Q í G Æ R bárust um það staðfestar fregnir frá Stokk-
holmi, að óformlegar viðræður muni hafa farið fram milli
Norðurlandaflugfélagsins SAS og ríkisstjórna Norðurlanda,
vegna samkeppni Loftleiða við félagið. Á SAS að hafa gert
grein fyrir sjónarmiðum sínum og þeim gagnráðstöfunum
er félagið hyggst gera.
^ Sterkur orðrómur var uppi í dag um, að úrslit þessa
máls kunni að verða þau, að loftferðasamningnum milli
lslands og hinna Norðurlandanna verði sagt upp.
^ Karl Nilsson, forstjóri SAS í Stokkhólmi sagði í
fcænska útvarpinu í gærkv., að farþegaaukingin hjá Loft-
ieiðum á umræddri flugleið hafi verið 155% frá því árið
1958, en aukningin hjá SAS aðeins 21% á sama tíma. Enn-
fremur, að Loftleiðir hafi í ár flutt 68.000 farþega yfir At-
lantshaf en SAS 80.000 farþega, en ferðir félagsins munu
vera helmingi fleiri en ferðir Loftleiða.
Ingólfur Jónsson flugmálaráðherra upplýsir í sam-
bandi við mál þetta, að sendiherrum íslands á Norður-
löndum hafi verið falið að ræða við stjórnir Noregs, Sví-
þjóðar og Danmerkur og reyna að skapa réttan skilning
á'málinu. Segir ráðherrann alrangt, að tala um óheiðarlega
samekppni af hálfu Loftleiða, — það séu ekki fremur Loft-
leiðir en önnur flugfélög sem fljúga á Atlantshafsleiðum,
sem valda fjárhagsörðugleikum SAS.
0 í einkaskeyti til Morg-
unblaðsins frá Kaupmanna-
höfn í gærkvöldi, segir að
bandaríska flugfélagið Pan
American Airways hafi sam-
þykkt fargjaldaákvæði IATA
— alþjóðasambands flugfé-
laga — á flugleiðinni yfir At-
lantshafið og sé SAS því eitt
um að kref jast réttar til sam-
keppni við hin lágu fargjöld
Loftleiða. SAS mun hafa
frest til 15. des. að samþykkja
ákvæði IATA.
£ Þar er ennfremur haft
eftir danska blaðinu „Ekstra-
hladet“ að 11.000 manns vinni
hjá SAS — eða 230 manns
fyrir hverja flugvél félagsins,
á móti 70 manns fyrir hverja
flugvél Loftleiða.
Einkaskeytið frá fréttaritara
Mbl. í Kaupmannahöfn hljóðar
svo:
Bandaríska flugfélagið Pan
American Airways hefur nú sam-
þykkt fargjaldaákvæði IATA —
alþjóðasambands flugfélaga — á
flugleiðinni yfir Atlantshafið.
Norðurlandaflugfélagið SAS er
því eitt um að krefjast réttar til
samkeppni við hin lágu fargjöld
Loftleiða. Talsmenn SAS hafa í
viðtali við dönsk blöð upplýst,
að haldið verði fast við þær kröf-
ur, en jafnframt er á það bent,
að SAS hefur frest til 15. des-
ember til þess að samþykkja
ákvæði IATA. Stjórn SAS mun
hafa sent flugmálastjórnum Sví-
þjóðar, Noregs og Danmerkur
leynilega greinargerð, þar sem
gerð er grein fyrir sjónarmiðum
félagsins.
í Noregi er talið, að SAS von-
ist eftir beinni stjórnarskipan,
um að hefja ferðir með skrúfu-
vélum og lægri fargjöldum. En
í Kaupmannahöfn er talið, að
SAS vilji einungis tryggja sér
opinbera viðurkenningu á þeirri
ráðagerð, sem samsvarar stríðs-
yfirlýsingu við IATA. Neiti SAS
að viðurkenna fargjaldaákvæði
IATA getur afleiðingin orðið
bein verðstyrjöld á Atlantshafs-
leiðunum, — einnig með þotum,
enda þótt SAS viðurkenni far-
gjalda ákvæði IATA fyrir þotur.
Forstjóri New York deildar
SAS, Tore Nilert segir, að SAS
tapi um 300 milljónum króna
árlega vegna óheiðétrlegrar sam-
keppni Loftleiða. David Thomsen,
forstjóri Loftleiða-skrifstofunnar
í Kaupmannahöfn segir, að þessi
fullyrðing Nilert eigi ekki við
rök að styðjast. „Engin sönnun er
fyrir því að við tökum farþega
frá SAS“, segir Thomsen. „Marg
ir farþegar Loftleiða segja, aðþeir
hafi, einungis vegna hinna lágu
fargjalda Loftleiða, efni á að
fljúga þessa leið. >að bendir því
margt til þess, að við tökum
frekar farþega frá farþegaskip-
um á Atlantshafsleiðinni. Við er-
um þeirrar skoðun, að við höf-
um aflað fluginu yfir Atlants-
hafið nýrra viðskiptavina og því
verði ekki fljótsagt, hver steli frá
hverjum". „Ekstrabladet“ í Kaup
mannahöfn minnist á þau vanda-
mál, sem SAS kunni að eiga við
að etja, ef til verðdeilu komi.
Blaðið spyr: „Hefur SAS efni á
að fara í fargjaldastyrjöld- Starfs
lið SAS er um 11.000 manns eða
230 manns fyrir hverja flugvél
félagsins, en þær eru 48. Fyrir
hverja flugvél Loftleiða vinna að
eins 70 manns. Verði Loftleiðum
bolað úr vegi missir SAS þess
utan um 2 milljónir kr. (ísl.) ár-
lega, sem það fær greitt fyrir af-
grsiðslu flugvéla Loftleiða í Kaup
mannahöfn.
• Verður
ioftferðasamningnum
sagt upp ?
I fréttaskeytum NTB segir í
gær.
SAS lítur mjög alvarlegum
augum á samkeppni íslenzka flug
félagsins Loftleiða og talsmenn
sænskra flugmála vænta þess,
að SAS muni í nánustu framtið
grípa til einhverra gagnráðstaf-
ana.
Framh. á bls. 23.
-<í>
I Brússel
Pétur Thorsteinsson, sendi-
herra Islands í París, hefir
jafnframt verið skipaður
sendiherra Islands i Belgíu.
Hann afhenti nýlega Boudoin
konungi trúnaðarbréf sitt í
Brússel við hátíðlega athöfn.
Myndin er af sendiherranum,
þegar hann kemur af konungs
fundi. — Morgunblaðið hefur
fregnað, að ráðgert sé, að Pét-
ur Thorsteinsson verði sendi-
herra fslands hjá Efnahags-
bandalaginu í Brússel.
Höröustu bardagar til þessa
í styrjöld Indlands og Kína
Nýju Delhi og Peking, 16.
nóiv. — (AP - NTB-Rauter)
• í dag kom til hörðustu bar-
daga, sem til þessa hafa orð-
ið í landamærastyrjöld Indlands
og Kína. Gerðu Kínverjar á-
hlaup á norð-austursvæðinu, fyr-
ir norðan og vestan borgina
Walong. Ekkert lát var á bar-
dögum í allan dnj. Mannfall
mun eitthvað hafa orðið, telur
talsmaður Indlandsstjórnar að
10—20 manns hafi fallið úr liði
beggja.
• f frcgnum frá Peking segir,
að teknir hafi verið til
fanga 927 indverskir hermenn,
þar af átta háttsettir liðsforingj-
ar og einn hershöfðingi, Dalvi.
Segir, au föngum hafi verið feng-
in klæði og hjúkrun og ráð sé
gert fyrir, að þeir fái óhindrað
að iðka trú sína.
Talsmaður indverska varnar-
málaráðuneytisins skýrði frétta-
mönnuan svo frá, að Kínverjar
hefðu hafið öflugt áhlaup í morg
un og beitt stórskotaliði og
sprengj uvörpum. Væri þetta á-
'hlaup þeirra hið mesta frá þvi
bardagar hófust 20. Október s.l.
240 millj. Rr. framkvæmdalan
GDNNAR THORODDSEN fjár-l
málaráðherra fylgdi í gær úr
hlaði á Alþingi frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar um töku 240 millj.
kr. framkvæmdaláns í Englandi.
Fénu á að verja til að efla út-
flutningsiðnað, til hafnargerða,
raforkuframkvæmda og annarra
framkvæmda, sem stuðla að aukn
ingu þjóðarframleiðslunnar og
gjaldeyrisöflun.
Verður lánið til Iangs tíma eða
25—26 ára og afborgunarlaust
fyrsta 5% árið, sem er ekki sízt
þýðingarmikið, þegar þess er
gætt, hve skuldabyrðin út á við
vegna lána og skulda til skamms
tíma er þung nú í ár og næstu ár.
Vextir má búast við að verði
«%%.
Um lán þetta er öðru vísi farið,
en mörg þeirra Iána, er íslenzka
ríkið hefur tekið á undanförnum
árum og mörg hafa fengizt fyrir
atbeina og fyrirgreiðslu annarra
ríkisstjórna, að nú eru horfur á,
að íslandi takist að komast inn
á helztu peningamarkaði heims
á hreinum viðskiptagrundvelli.
Sjá nánar þingfréttir bls. 8.
Hefðu Kínverjar reynt að ná
aftur stöðvum. er Indverjar náðu
í áhlaupi í gær, en ekki tekizt.
Sagði talsmaðurinn, að barizt
hefði verið látlaust í allan dag,
Indverjar hefðu misst tíu til
tuttugiu fallna og fleiri særða
og þess mætti vænta, að álika
stórt skarð hefði verið höggvið
í lið Kínverja.
Á hinn bóginn segir í fregn-
um frá Peking, að indverskir her
menn sem hefðu grafið sig nið-
ur í Se La-héraðinu suður af
Tawang-fljóti hafi gert áhlaup,
hið mesta til þessa og haldið
uppi látlausri fallbyssuskothríð.
Hafi kínverska liðið neyðst til
að svara árásinni í sjálfsvörn.
í tilkynningu Pekingstjórnar-
innar til indversku stjórnairinn-
ar, sem birt var síðdegis í dag,
er það harðlega átalið, að fjöl-
mennu herliði Indverja hafi ver
ið komið fyrir við landamæri
Kína. Kveðst Pekingstjórnin
fylgjast náið með öllum herflutn
ingum á landamærasvæðunum
og ráðleggur Indlandstjórn að
vísa ekki á bug góðvild Kínverja
og vilj. þeirra til friðsamlegrar
lausnar. Segir Pekingstjórnin,
að Kínverjar hafi misst mörg
mannslíf vegna árása Indverja á
landamærunum.