Morgunblaðið - 17.11.1962, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.11.1962, Qupperneq 24
FRÉTTASIMAR MBL — eftir lofcun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 258. tbl. — Laugardagur 17. nóvember 1962 / Kaupmannahöfn Með hverri Faxa-flugferð til K.- hafnar kemur MBL. samdægurs í Aviskiosken, 1 Hovedbanegárden Samið í Tálknaiirði upp á Akraneskgör Á FIMMTUDAG tókust samn- ingar á Sveinseyri í Tálknafirði um síldveiðikjörin. Var samið um sömu kjör og á Akranesi og Hellissandi með þeim fyrir- vara, að þegar Alþýðusamband Vestfjarða geri heildarsamninga falli Tálknfirðinigar undir þá. Tveir bátar eru gerðir ú- á síld frá Tálknafirði. Saltað á Akranesi Síldin stendur Mbl. hefur frétt, að samkomu lagstilraunir fari nú fram í Ólafsvík á sam.s konar grund- velli og samið var á Akranesi og Hellissandi. Skráð hefur verið á mb Helga Fióventsson frá Húsavik, sem gerður er út frá Reykjavík á sild, og mb Héðin frá Húsavík, sem gerður er út frá Hafnar- firði á sild. Sjómennirnir róa upp á Akraneskjörin. KÓPAVOGIJR SFILAÐ í Sjálfstæðishúsinu í Kópavogi í kvöld, hefst kl. 21. — Dans á eftir. Rannsókn lokið í mesta þjófnaðarmáli Reykjavíkur Fimm piítar uppvisir oð 95 þjóínuðum djúpt Akranesi, 16. nóv. ÞAÐ var heldur en ekki handagangur i öskjunná í gær kvöldi, þegar konumar komu að kössUnum, til þess að salta fyrstu síldina á þessu hausti, 1500 mál. Engin vettlingatök, maður ! Og nau hundruð tunnur bárust hingað í dag af silfurglitrandi síld af tveimur bátum. Annar var Skírnir, sem fékk 600 tunnur, hinni Keilir með 300. Sagt r gott veiðiveður vestur frá, en sildin stendur djúpt. Síldina fengu þeir í Kolluálnum. — Oddur. __ _______ Vorboðafumlur HAFNARFIRÐI — Næstkom- andi mánudagskvöld heldur Sjálfstæðiskvennafélagið Vor- boðinn fund í SjáJfstæðishúsinu og hefst hann kl. 8,30. Auk venju Iegra fundarstarfa verður upp- lestur og skuggamyndir sýndar. Kaffi verður framreitt á futi.l- inum. — Félagskonur eru beðnar að fjölmenna og taka með sér gesti. RANNSÓKNARLÖGREGLAN í Reykjavík hefur upplýst eitt um fangsmesta þjófnaðarmál, sem um getur í Reykjavík til þessa. Er hér um að ræða 95 innbrot og þjófnaði sem fimm piltar, 17 —18 ára gamlir, eru valdir að. Nema kröfurnar, sem gerðar hafa verið vegna þjófnaðanna, sem heita meg?. eingönigu nen- ingaþjófnaðir, samtals 58,296 kr., en þar sem margir hafa ekki gert kröfur, má telja að þjófnaðir og skemmdir piltanna nemi um 90 þús. kr. Þjófnaðina frömdu pilt- arnir á þessu ári, flesta seinni hluta þess. Vorú þeir yfirleitt ó- drukknir við iðju sína. Piltarnir eru allir úr Reykjavík, og er mest fór fyrir þeim komust þeir allt upp í fimm innbrot á nóttu. Sveinn Sæmundsson, yfirmað- ur rannsóknarlögréglunnar, skýrði frá því í gær að upphaf máls þessa hefði verið að tveir piltar stálu ávísun og sparisjóðs- bók úr herbergi í Sjómannaskól anum 25. okt. sl. Er þeir reyndu að selja ávísunina í útibúi Út- vegsbankans daginn eftir voru þeir handteknir. Hafa þeir síðan verið í stöðugum yfdrheyrslum og vegna vitnisburðar þeirra voru hinir þrír handteknir. Þrír piltanna koma mest við sögu, en hinir tveir minna. Aðeins einn þeirra hefur áður komizt unddr manna hendur. Hjálpaði það mjög til við að upplýsa hina fjölmörgu þjófnaði að fingraför hafa fundizt á mörg Fimm sækja um starf búnaðar- málastjóra FIMM hafa sót um stöðu búnað- armálastjóra, en Steingrímur Steinþórsson lætur nú af því starfi fyrir aldurs sakir. Þessir fimm eru Árni Jónsson, tilrauna stjóri á Akureyri, Halldór Pálsson, ráðunautur hjá Búnað- arfélagi Islands, Lárus Jónsson, búfræðikandidat (við framhalds nám í Svíþjóð), Ólafur Stefáns- son, ráðunautur hjá Búnaðar- félagi íslands, og Sigurður Elías son, tilraunastjóri á Reykhólum. Stjórn Búnaðarfélags íslands, sem veitir starfið, sat á fundi á föstudag, og var búizt við, að starfið yrði þá veitt. Það varð þó ekki, en væntanlega verður það þegar eftir helgina. Spilakvöld á Akranesi Spilakvöld Sjálfstæðisfélag- anna á Akranesi hefjast að nýju sunnudaginn 18. nóv. kl. 20.30 í Hótel Akranesi. Dansað til kl. eitt. um stöðum, og komu upp um þjófana. Einn piltanna hafði það að sér grein sinni að fara inn í íbúðir og herbergi, og stal hann all- miklu fé þaðan víðs vegar um Framhald á bls. 13. SAMNINGANEFND sjómanna- samtakanna um síldveiðikjörin kom saman á fund í gær og sam- þykkti að fara þess á leit við mið stjórn ASÍ, að hún óski eftir því af verkalýðsfélögum á þeim stöðum, sem verkfallið nær til, að síldveiðibátar, er þangað kynnu að Ieita til löndunar, verði ekki afgreiddir, og ekki verði unnið úr afla þeirra. Skv. frétt í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi hafði fréttastofa út- varpsins spurt forseta ASl um af stöðu Alþýðusambandsins. Svar- aði hann því, að ASÍ mundi Nýr flugvöllur ■ Árnonesi við Hornnfjörð Mikii samgönguhót Höfn í Hornafirði, 16. nóv. í DAG var í fyrsta skipti lent á nýjum flugvelli við Árnanes í Hornafirði. Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri, vígði þennan nýja flugvöll. Gerð hef- ur verið þarna 500 metra löng flugbraut á malarvelli. Ætlunin er, að framtíðarflugvöllur Horna fjarðar verði á þessum stað. Með tilkomu nýs flugvallar við Árnanes batnar mjög öll aðstaða við afgreiðslu flugvéla, þar sem mjög oft eru miklir erfiðleikar við að komast yfir fjörðinn að gamla flugvellinum. Þar að auki er það að öllu loyti mjög kostn- aðarsamt. — Gunnar. Þessi mánaðargamli bátur, sem svífur hér í lausu lofti, er á leið út í ms. Tröllafoss. Myndin var tekin í gær- kvöldi, þegar hann var að leggja af stað til heimahafn- ar sinnar, Sauðárkróks. Bát- urinn heitir Jóhann Skúlason^ og er smíðaður í Bátalóni h.f. í í Ilafnarfirði. Hann er llj4 tonn, og í honum er 54 ha Lister-Diesel-vél. Norður á Sauðárkróki verður hann sjó- settur með kraftbómu í Trölla fossi. Báturinn er þannig gerður, að einn maður á að geta stjórnað honum. Stýri er frammi við spil á dekkinu. — Eigendur bátsins eru Skúli Jóhannsson og Sigurjón Þór- oddsson. beina þeim tilmælum til verka- lýðsfélaganna, að þau gerðu þessar samúðarráðstafanir með sama hætti og við löglega verk- fallsboðun, en í því fælist, að slíkar aðgerðir þyrfti að boða með sjö daga fyrirvara. Viðræður við út-| gerðarmenn um kaup á Faxa- verksmiðjunni j Á FUNDI borgarstjórnar ý Reykjavíkur í gær skýrði / Geir Hallgrímsson borgar- 1 stjóri frá því, að viðræður | færu nú fram við samtök ýmissa útgerðarmanna, í Reykjavík og utan henmar, undir forystu Guðmundar Jörundssonar, um kaup á eignum Faxa í Örfirsey. Jafn- framt skýrði hann frá því að viðræðum við eigendur síld- ar- og fiskimjölsvcrksmiðjunni ar h.f., Kletti, hefði lokið, án þess að gengið hefði frá samn- ingum. Því hefði verið snúið sér til fyrrnefndra samtaka útgerðarmanna, sem í upphafi hefðu auk Kletts lýst yfir áhuga sínum á að kaupa eign- ir verksmiðjunnar. YVarðarkaffi l Valhöll 'l dag kl. 3—5 siðdegis ASÍ gerði ekki athuga- semd við félagatal LÍV ÖRVÆNTING kommúnista vegna dóms Félagsdóms í máli LÍV hefur nú brotizt út i persónulegum árásum á forystu- menn verzlunarmanna. Ræðst kommúnistablaðið í gær á formenn LÍV og VR og kveður þá „alls ekki eiga heima í verkalýðsfélögum". Telur blaðið sig augljóslega dómbært um, hverjir eiga þar heirna, enda þótt það treysti ekki lög- legum dómstólum landsins til að gegna þeirri skyldu sinni að úrskurða um það atriði. Rétt er að vekja athygli á því í þessu sambandi, að Fé- lagsdómur lagði sérstaklega fyrir ASÍ að gera athuga- semdir við félagaskrár og lög allra meðlima LÍV, en þegar ASl svaraði þeim tilmælum dómsins loksins með bréfi, var þar ekki að finna athugasemd við eitt einasta nafn eða lagagrein. Var það að sjálfsögðu algjör uppgjöf varðandi þetta atriði, enda leit Félagsdómur svo á. Ringulreiðina í málflutningi kommúnista má marka á i því, að daginn fyrir þessa persónuárás Þjóðviljans lýsir Hannibal því yfir, að „mál verzlunarmanna hefði blasað allt öðru vísi við, ef sótt hefði verið um inngöngu fyrir hvert i einstakt verzlunarmannafélag. Það hefði ekki brotið í bága við skipulag okkar“ segir Hannibal. Samkvæmt því eru menn þeir, sem kommúnistablaðið ræðst á, stórhættulegir atvinnurekendur, ef þeir eru í lands- sambandi, en „blasa allt öðru vísi við“ í einstökum félög- um. Slíkan málflutning viðhafa ekki aðrir en þeir, sem berjast fyrir vonlausum málstað. Samninganefndin óskar eftir samúðarverkfalli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.