Morgunblaðið - 12.12.1962, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.12.1962, Qupperneq 1
24 slður 49 árgangur 279. tbl. — Miðvikudagur 12. dcsember 1962 Prentsmiðja Morgwnblaðsins Framkvæmdastjóri IATA kallar Loftleiðir ,sníkjudýr‘ IATA veitir SAS frest til janúarloka S I R William Hildred, fram- kvæmdastjóri Alþjóðasam- bands flugfélaga (IATA) er nú staddur í Stokkhólmi, þar sem hann ræðir við yfirmenn SAS um. ágreininginn, sem risið hefur vegn hinna lágu fargjalda Loftleiða yfir Norð ur-Atlantshaf. í dag ræddu sir William og Karl Nilsson, aðalforstjóri SAS, við fréttamenn í Stokk- hólmi. Á fundinum var skýrt frá því, að fresturinn, sem IATA veitti SAS til þess að falla frá fyrirvaranum, sem félagið setti á ráðstefnu IATA í haust, hefði verið fram- lengdar frá 15. des. til janúar- loka. Einnig var skýrt frá því að í byrjun janúar yrði haldinn í París fundur þeirra aðildarfélaga IATA, sem fljúga yfir Norður-Atlants- haf og á honum yrði rætt mál SAS og Loftleiða og far- miðaverð yfir Norður-At- lantshaf. Á fundinum með frétta- mönnum fór sir William mjög lofsamlegum orðum um SAS og starfsemi þess, en um Loft- leiðir sagði hann, að hinar ó- dýru ferðir félagsins yfir At- lantshaf væru hreinn og beinn þjófnaður. Loftleiðir væru „óþjóðfélagslegt stund- arfyrirbrigði“ og „umferðar- letjandi sníkjudýr.“ Þrátt fyrir þetta stingur sir Willi- am upp á þeirri lausn, að Loftleiðir gerist aðili að IATA. Annars staðar á forsíðunni birtast ummæli Kristjáns Guð- laugssonar, stjórnarformanns Loftleiða, en hér fara á eftir skeyti frá' fréttariturum Mbl. í EXNKASKEYTI, sem Mbl. barst í gaer frá fréttaritara sínum í Kaupmannahöfn, segir m.a.: Sir William Hildred, yfirmað- ur IATA, stakk upp á þeirri lausn á máli SAS og Loftleiða, að reynt yrði að fá Loftleiðir til þess að gerast aðila að IATA. Sir William skýrði frá pessu á fundi með fréttamönnum í Stokk hólmi í dag. Sagðist hann ekki trúa því, að til fargjaldastríðs Framh. á bls. 23. Ný stjorn í Bonn Bonn 11. des. (NTB-AP). f DAG náðist samkomulag í Bonn um embættaskipun í hinnl nýju samsteypustjórn Kristilegrra demókrata og Frjálsra demó- krata undir forystu Konrads Adenauer. Verða jafn margir ráðherrar frá hvorum flokki í stjórninni og voru í síðustu stjóm, 15 kristilegir demókratar og 5 frjálsir demókratar. Við embaetti landtvarnarráð- herra, sem Franz Joseph Strauss Framh. á bls. 23. Vilja drepa Loftleiðir til að geta hækkað fargjöldin Ummæli sir Williams barnaleg, segir Kristján Guðlaugsson Morgunblaðið fékk þessa myn d símsenda í gærkvöldi. Sýn- Ir hún sir William Hildred (t. h.) og Karl Nilsson (t. v.) á fundi með fréttamönnum í Stokkliólmi — (AP) MBL. átti í gær samtal við Kristján Guðlaugsson, stjórn- arformann Loftleiða, um um- mæli sir William Hildred, framkvæmdastjóra Alþjóða- sambands flugféiaga (IATA) í Stokkhólmi í gær, en þar fór hann mjög hörðum orðum um Leiftleiðir, sem hann ásakaði um „þjófnað“ og nefndi „sníkjudýr." Kristján Guðlaugsson sagði að þessi ummæli sir Williams væru barnaleg, „og raunar álíka gáfuleg og fyrri ummæli þessa manns“. „Ég veit ekki betur,“ sagði Kristján, „en SAS flytji far- þega frá Bandaríkjunum til skandínavísku landanna og áfram þaðan. Um þetta hefúr staðið ágreiningur milli bandarísku flugmálastjórnar- innar annars vegar og SAS hins vegar. Bandaríska flug- málastjórnin hefur rætt sér- staklega um málið við SAS, sem svaraði því til að banda- rísku flugmálastjórninni kæmi það ekki við hvert far- þegarnir væru fluttir frá Skandinavíu. Á þessu lifa öll flugfélög í heimi; flytja far- þega annarra þjóða, ekki endilega til ákvörðunarstaðar í heimalandi viðkomandi flugfélags heldur áfram, eins og farþegarnir óska.“ „Um þjófnaðarkenningu sir Williams vil ég segja að hún er lagaleg vitleysa, eins og þegar hann bjargaði sér á því í sambandi við bandarísku auðhringalögin að Loftleiðir væru ekki í IATA, og af þeim sökum væri IATA ekki auð- hringur. I>á hló allur flug- málaheimurinn.“ „Ég vísa öllum þessum um- mælum sir Williams til föð- urhúsanna. Þau eru álíka gáfuleg og fyrri ummæli þessa manns.“ Kristján Guðiaugsson „IATA-félögin keppa að því að drepa Loftleiðir til þess að geta hækkað fargjöldin enn frá því sem þau eru nú sam- kvæmt IATA-töxtum,“ sagði Kristján. „Það eru uppi um þetta háværar kröfur frá mörgum félögum innan Framh. á bls. 23. Bretar tóku Seria Brunei, London 11. des. (NTB-AP). BREZKIR hermenn náðu horg- inni Seria í dag úr höndum upp reisnarmanna í Brunei. Þó er lögreglustöð borgarinnar enn á valdi uppreisnarmanna og þar haida þeir 9 Evrópumönnum í gislingu. Framh. á bls. 23. NOBELSHÁTÍÐ sjá 2. síðu Kaupmáttur atvinnutekna vaxið um 10% frá 1958 Hlutur launþega ■ þjóðarframleiðslunni fer vaxandi VIÐ umræður á Alþingi í gær gaf Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- málaráðlierra upplýsingar um at- vinnutekjur og kaupmátt kvæntra verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna frá 1950, en þær upplýsingar eru byggðar á útreikningum Efnahagsstofnunar- innar. Leiddu þeir m. a. í ljós, að kaupmáttur atvinnutékna þess- ara stétta er nú 42,8% meiri en 1950 og 10% meiri en 1958, síð- asta ár vinstri stjórnarinnar. Þá hefur og hlutur þessara laun þegastétta í þjóðarframleiðslunni farið vaxandi siðustu ár og er nú nokkru hærri en í byrjun síðasta áratugs. Hinar raunverulegu atvinnutekjur Kvað ráðherrann nauðsynlegt, ef menn vildu gera sér grein fyrir breytingum á lífskjörum launþega á ákveðnu tímabili, að bera breytingar atvinnutekna saman við breytingar á fram- færslukostnaði. Svo vel vildi til, að frá 1949 hefðu verið gerðar rannsóknir á atvinnutekjum kvæntra verkamanna, sjómanna- og iðnaðarmanna í sambandi við ákvörðun á verðlagi landbúnaðar vara. Kvaðst ráðherrann hafa beðið Efnahagsmálastofnunina að gera skýrslu um niðurstöðu þess- ara rannsókna frá 1950 og áætl- un um tekjur þessara sömu stétta á yfirstandandi ári. Við tekjurnar hefur Efnahagsstofnunin síðan bætt áhrifum skattalækkana og aukningu beinna persónulegra. styrkja frá og með 1960 og loks borið niðurstoðuna saman við breytingar á vísitölu neyzluverð- lags. Koma þá hinar raunveru- legu atvinnutekjur fram, en þær verður að telja mælikvarða á lífs kjörin, meðan ekki verða telj- andi breytingar á lengd vinnu- tíma. Atvinnutekjumar 1950—1962 Atvinnutekjur kvæntra verka- Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.