Morgunblaðið - 13.12.1962, Síða 3

Morgunblaðið - 13.12.1962, Síða 3
Fimmtuclagur 13. des. 1962 MORGUNBLAÐIÐ um menn og listir Á SÍÐASTLH>NU vorl var frumflutt í Dómkirkjunni í Coventry á Englandi nýtt tónverk — „War Requiem“ — eftir brezka tónskáldið og hljómsveitarstjórann Benja- min Britten. Tónverk þetta er allóvenjulegt, það er eins kon ar messa, en ekki hyggð á trú arlegum texta, heldur á ljóð- um eftir brezka skáldið Wil- fred Owen, sem hefur flestum betur ort um stríð og hörmung ar þess og náði þó aðeins 25 ára aldri. Dómkirkjan í Coventry var að mestu eyðilögð á styrjald- arárunum, en hefur nú verið endurreist og hafði nýlega verið vígð að nýju, þegar verk ið var flutt. „War Requiem" Brittens hlaut einróma lof gagnrýnenda og áheyrenda í Bretlandi. „London Times“ sagði, að það væri meistara- legast og göfugast verka hans, — en þegar ákveðið var að flytja verkið 1 Þýzkalandi, urðu jafnvel mestu aðdáendur höfundarins uggandi um, að því yrði ekki vel tekið af Þjóðverjum. Sú varð þó ekki raunin. Til þess að leggja áherzlu á sáttaanda verksins hafði Britten upprunalega fengið hina heimsfrægu söngvara, brezka tenorsöngvarann Peter Pears og þýzka bariton-söngv- arann Dietrich-Fischer Die- skau til þess að syngja tvö helztu einsöngs hlut- verkin og bandarsísk sópr- ansöhgkona Ella Lee, fór með aðal kvenhlutverkið. Við flutning verksins í Coventry hafði Dieskau verið svo hrærð ur, að hann megnaði vart að syngja sum atriðin — svo sterk áhrif höfðu bæði Ijóðið og tónsmíðin á þennan mikla meistara. Svo slysalega vildi til fyrir nokkrum vikum, að Dieskau veiktist af bronkítis ið ríkti fyrst alger þögn í áhorf endasalnum, en síðan ætlaði allt um koll áð keyra. Hljóm- sveitarstjórinn og höfundur- inn voru kallaðir fram hvað eftir annað og Benjamin Britt- en létti. Allar hrakspár höfðu reynzt ósannar. Þjóðverjar höfðu skilið, hvað fyrir hon- verkið verði nú virt á upp- hæð, er nemur hvorki meira né minna en hálfum miljarði xslenzkra króna. Þegar ítalinn Vicenco Peru- gia stal málverkinu árið 1911 var það virt á 630 milljónir íslenzkra króna, sem var held- ur engin smá upphæð í þá daga. Meðal orsaka þess, að mál- verkið er tryggt fyrir slíka ógnar upphæð er sú, að.Mona Lisa leggur bráðlega upp í sitt lengsta ferðalag til þessa. Hún hyggur á Ameríkuferð til þess að sýna sig í New York og e.t.v. einnig í Washington. André Malraux, mennta- málaráðherra Frakkiands er upphafsmaður þessarar hug- myndar, sem mörgum Frökk- um þykir ganga guðlasti næst. Malraux hafði sagt í ræðu, er hann var á opinberu ferðalagi í Bandaríkjunum í fyrravor, að hin miklu listaverk fyrri alda væru í raun og veru eign allra þjóða heims, og hann gæti t. d. vel hugsað sér, að Mona Lise yrði send á sýningu í Bandaríkjunum. Nú er ætlun in að standa við þessi ummæli Maximillian Schell í hlutverki „fangans“ Mona Lisa og varð að hætta að syngja um hríð. Þá tók við hlutverki hans austurríski baritonsöngvar- inn, Walter Berry, og söng það, er verkið var flutt með Philharmoníuhljómsveitinni í Beirlín, undir stjórn Colin Davis. Þegar verkinu var lok- um vakti, og metið verk hans að verðleikum. Benjamin Britten hefur um árabil verið mikill andstæð- ingur hernaðar og styrjalda. Hann neitaði að gegna her- þjónustu í heimsstyrjöldinni síðari og í verki sínu leggur hann áherzlu á þjáningar, eyðileggingu og tilgangsleysi styrjalda. Ljóð Wilfred Owens eru vel til þess fallin að byggja á slík tónverk. Það ljóð, sem mun helzta uppistaðan í hlutverki Brittens heitir „Strange Meet- ing“. Wilfred Owen lét líf sitt 25 ára að aldri á vígstöðvun- um í Frakklandi í heimsstyrj- öldinni fyrri, aðeins viku áður en vopnahléð komst á. Nokkr- um vikum fyrir lát sitt skrif- aði hann móður sinni og sagði m. a.: „Ég kom hingað til þess að hjálpa þessum piltum — beinlínis á þann hátt, að stjórna þeim, eins vel og nokkrum liðsforingja er unnt, óbeint á þann hátt að íhuga þjáningar þeirra, svo að ég geti - síðar gerzt málsvari þeirra." Owen lézt í blóma lífsins, rétt í þann mund, er hann ætlaði fyrir al- vöru að hefja skáldferil sinn og yrkja boðskap sinn til mannkynsins. Engu að síður er honum skipaður sess næst Seefried Sassoon, þeim manni, er bezt allra Englendinga hef- ur ort um styrjaldir. Þær fregnir bárust frá París fyrir skömmu, að innan skamms ætti að endurnýja tryggingu á málverkinu fræga af Monu Lisu og hækka trygg ingarupphæðina um leið. Segja þessar fregnir, að mál- austur vígstöðvunum, sem komizt hefur undan réttar- höldunum í Núrnberg með því að láta opinberlega fregnast, að hann hafi flúið til útlanda og látizt þar. f raun og veru leynist hann á heimili sinu á þakloftinu, í eigin fangelsi, án nokkurs samneytis við um- heiminn og án þess að vita hvað gerist í Þýzkalandi eftir stríðið. Eina manneskjan, sem hann umgengst er systirin, er gætir hans og annast og er jafnframt ástmey hans. Aldr- aður faðir hans, fyrrverandi vopnasmiðjueigandi, býr á neðri hæðinni, haldinn krabba meini og bíður dauðans. Ann- ar sonur hans hefur sagt skilið við fjölskyldu sína, en kona hans (Sophia Loren) kemst að tilvist fangans á loftinu og fer og talar við hann. Um hríð virðist hún ætla að falla fyrir honum og frásögnum hans af styrjöldinni, en hún er heitur andnazisti og svo kemur, að hún fær ógeð á sjálfsvorkunn semi hans. Margt mun athyglisvert við þessa nýju mynd. í henni er á sérstæðan hátt sýndur sann- leikurinn að baki ímyndaðra frásagna fangans. Kjarni sögu hans er sá atburður, er böðuls starf hans hefst með því að hann tekur af lífi tvær konur, fanga í Smolehsk. Hann gyllir atburðinn æ meira fyrir sér og þeim er á hann hlýða, en um leið málar hann á veggina, að boði samvizku sinnar, myndir er sýna hina sönnu sögu. Veggjamálverkin í myndinni eru gerð af einum sterkasta og hugmyndaríkasta málara Ítala Renato Guttuso og eru sögð ná einstæðum áhrifum. Tónlistin í myndinni er að mestu leyti þriðji þáttur ell- eftu sinfóníu Shostakowits — og er nánasti aðstoðarmaður ráðherrans þegar farinn vest- ur um haf til þess að búa í haginn fyrir hina yndislegu og óskiljanlegu. Franskir mál- verkasérfræðingar eru and- vígir þessari hugmynd, þeir óttast að breyting á loftslagi, hitabreytingár og flutningur vestur um haf kunni að valda skemmdum á málverkinu. Ýmislegt hefur drifið á daga Monu Lisu, frá því hún varð til af höndum meistara síns, Leonardo Da Vinci, í byrjun sextándu aldar. Málarinn tók Ayndina með sér á flótta til Frakkiands, þar sem Franz 1. skaut yfir hann og myndina skjólshúsi. Hún hefur hangið í svefnherbergj um Loðvíks 14. og Napóleons mikla, en það var hann, sem gaf Louvre safninu málverkið árið 1804. Árið 1911 var henni stolið, eins og fyrr segir, og fannst hún þá ekki í tvö ár. Á styrj- aldarárunum var hún geymd á hinum og þessum stöðum, mest í gömlum höllum og síð- ast fyrir fimm árum lá við að suður-amerískur náungi eyði- legði myndina, þar sem hún hékk í Louvre. í það sinnið slapp Mona Lisa með litla rispu á handleggnum. Víða um heim bíða kvik- myndaunnendur þess með eft- irvæntingu að sjá hina nýju kvikmynd Vittori de Sica, Fangana í Altona. Myndin er byggð á leikriti eftir Jean- Paul Sartre og tekin í Róm, Hamborg og Austur Berlín. Aðalhlutverk myndarinnar leika Maximillian Schell, Sophia Loren og Frederic March. Schell leikur hlutverk fyrrverandi nazistaböðuls frá Wilfred Owen In memoriam — Helztu stef þáttarins ganga gegmun alla myndina og síðustu tuttugu mínútur myndarinnar er þátt urinn leikinn allur. Benjamin Britten Ýmsir hafa þótzt sjá til- hneigingu hjá sovézku ríkis- stjórninni til þess að gefa lista mönnunum rússnesku frjálsari hendur í listsköpim og listtúlk- un. En þetta virðist vera bjart- sýnin einber, ef dæma má af viðbrögðum Krúsjeffs, er hann sá sýningu ungu listamann- anna í Moskvu á dögunum. Fyrir nokkrum dögum birti „Pravda“, málgagn sovézka kommúnistaflokksins harðorða grein um þá listamenn, sem hlypu hugsunarlaust eftir vest rænum tízkufyrirbrigðum og legðu sig niður við að gera ómerkilegar stælingar á hinni siðspillandi vestrænu list, sem væri í eðli sínu óendanlega fjarlæg sjónarmiðum og lífs- skoðun sovézkra borgara. „Pravda" hvetur mjög öll sam tök listamanna til að fordæma slí'kan hugsunarhátt og leggur á það áherzlu að helgasta hlut- verk þeirra sé að samræma hugmyndir hæfileikamanna á sviði bókmennta og lista á grundvelli kenninga sósíalism- ans og hinna miklu hugsjóna kommúnismans. Á sviði tónlistarinnar hefur „Pravda“ mikið horn í síðu jazzins og fordæmir hugsunar- lausa ástríðu á jazzi. „Er það í raun og veru löglegt athæfi, er spurt í greininni „að félag tónlistarmanna í Sovétríkjun- um skuli á hljómleikum sín- um láta þrjár jazz-hljómsveit- ir leika“. Og stjórnarblaðið „Izvestija“ hefur tekið undir gagnrýni „Pravda“. Þar segir m. a. að alls kyns eftiröpun á listum, hvort sem um sé að ræða tónlist, málaralist eða kvikmyndalist sé skaðleg þroska þeirra, sem eiga að byggja upp hinn nýja heim framtíðarinnar. Sophia Loren sem mágkonan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.