Morgunblaðið - 13.12.1962, Side 4
4
MORCVTS BL 4Ð1Ð
Fimmtudagur 13. des. 1962
BIRGIR GUÐGEIRSSON SKRIFAR UM
HLJÓMPLÖTUR
í ÞÆTTINUM í dag, verður
fyrst og fremst fjallað um þær
hljómplötur, sem gefnar voru
út í október og nóvember.
Síðar meir er ætlunin að birta
dóma og umsagnir um þær
plötur, sem helzt eru á boðstól
um í verzlunum hér og eink-
um mega teljast athyglisverð-
ar. Við val á hljómplötum er
við býsna mörg vandamál að
eiga, eflaust fleiri en margur
hyggur. Vil ég aðeins drepa
lauslega á nokkur atriði.
Fyrst er að sjálfsögðu tónlist-
in sjálf. Er hún þess verð að
eiga hana í hljóðritun? Þar
'hlýtur að sjálfsögðu smekkur
hvers og eins að ráða, en þó
er hægt að gefa vísbendingar,
sem ættu að auðvelda valið.
Næst má nefna flutning og
tæknileg gæði hljóðritunar.
Þau eru vægast sagt stórlega
misgóð. Þar eð oft eru fáan-
legar fjöldamargar upptökur
á sama verkinu, jafnvel tugir,
er veljandinn í hreint ekki svo
litlum vanda staddur. Þess
vegna mun megináherzla lögð
á það atriði í þáttum þessum.
Flutningi listamanna eða túlk
un virðist mér oft ekki nægur
gaumur gefinn, en skiptir að
mínu áliti megin máli. Einnig
t mun verða fjallað um með-
ferð á hljómplötum, flutnings-
tæki og sitt hvað fleira, er
máli þykir varða.
Ég veit um a. m. k. fjórar
upptökur á fimmtu sinfóníu
Beethovens undir stjórn þýzka
hljómsveitarstjórans Wilhelm
Furtwángler. Sú er seinast var
gefin út kom á þessu ári hjá
Deutsche Grammophon (D.
G.) Er þar um að ræða upp-
töku gerða á tónleikum með
Philharmoniuhljómsv. Berlín-
ar, sennilega árið 1947. Upp-
taka þessi er mjög sérkenn-
andi fyrir Furtwángler. Kem-
ur þar margt til, sem of langt
mál yrði að gera ýtarleg skil
í þetta sinn. Ég vildi þó benda
á það, sem helzt blasir við
strax við fyrstu heyrn. Furt-
wángler náði alltaf fram mjög
persónulegum hljóm(klang)
hvaða hljómsveit, sem hann
stjórnaði. Svo er einnig hér.
Tempi hans voru mjög per-
sónuleg svo og hin mikla
breidd og tíguleiki fraseringa
og hið glóandi intensitet, sem
ljómaði alltaf í gegn hversu
hægt, sem tempóið var. Allt
þetta einkennir þessa upptöku
og við heyrum Furtwángler
oft stappa niður fótunum,
þegar hann vill herða á sínum
mönnum. Fyrsti þáttur ein-
kennist mjög af því hversu
paukum er mikið beitt með
sívaxandi styrkleik eftir því
sem á líður, þar til í lokin að
maður gæti haldið að skinnin
þyldu ekki öllu meira álag.
Yfir þriðja þætti hvílir ógn-
þrungin skuggi, kontrabassarn
ir eru sem jötunefldir og
hvassir, en alltaf hljómfagrir
og byrjun fjórða þáttar er
flutt af svo tröllauknum
mætti, að ég hef aldrei heyrt
því likt; nema hjá Furtwángl-
er. Svipaðir eiginleikar ein-
kenna „Egmont" forleikinn
eftir Beethoven, sem einnig er
á sömu plötu. Hljóðritun er
merkilega góð miðað við ald-
ur. Katalog númer er LPM
18724.
Væntanlegur er hingað til
til lands fiðluleikarinn Wolf-
gang Schneiderhan. Deutsche
Grammophon (D. G.) gaf út
í nóvember plötu með honum,
þar sem hann flytur fiðlukon-
'sert Beethoven með undirleik
Philharmoniu'hljómsveitar Ber
línar undir stjórn Eugen Joch-
um. Af nýrri upptökum er
þetta sennilega sú, sem örugg-
ast er að mæla með. Schneid-
erhan leikur verkið af mikilli
snilld, fögrum og mjúkum tón
og snerpu. Hann mætti ef til
vill gefa sér dálítið lausari
taumínn í síðasta þætti. Hljóð-
ritun er framúrskarandi góð,
en aðeins fáanleg í stereo.
Merki er Slpm 138999.
Columbia gaf út í nóvem-
ber 7. sinfóníu Bruckners
ásamt Siegfried Idyll eftir
Wagner flutt af Philharmonia-
hljómsveitinni í London stjórn
að af Klemperer. Bæði verkin
eru meðal frægustu og feg-
Wilhelm Furtwángler æfir
útfararmarzinn úr Ragnarök
urstu verka þessara höfunda.
Siegfried Idyll er hér flutt í
sinni upprunalegu mynd af 16
hljóðfæraleikurum. Mér hefur
enn ekki gefizt kostur á að
heyra þessa upptöku, en gagn-
rýnendur erlendra blaða eru
mjög á einu máli að telja flutn
ing sinfoniunnar næsta afleit-
an, en góðan á Siegfried Idyll.
Hljóðritun þykir góð. Merki
eru: CX1808—9 í mono SAX
2454—5 í stereo.
His Masters Voice gaf ný-
lega út sex sónötur fyrir fiðlu
og harpsichord eftir Bach.
Flytjendur eru Yehudi Menu-
hin, George Malcolm og Am-
brose Gauntlett, sem leikur
með á viola da gamba. Þetta
eru plötur, sem ég vil mæla
sterklega með fyrir alla aðdá-
endur Bachs, og reyndar þá,
sem eru það ekki. Reynið að-
eins síðu no. 4, hún er kannske
sú bezta, og sannfærizt. Ég
verð að segja, að það er sjald-
an, sem manni gefst kostur á
að heyra jafn göfugan flutn-
ing á svo stórfagurri tónlist
sem þessi upptaka hefur að
geyma. Hljóðritun er mjög
góð, þó er fiðlan kannske að-
eins of sterk, a.m.k. í stereo,
samanborið við hin hljóðfær-
in. En það eru smámunir. Ég
get ekki mælt of mikið með
þessari upptöku. Hún angar af
fegurð. Merki ALP 1924—5
(m) ASD489—90 (s).
Capitol sendi frá sér plötu
með Magnificat eftir Monte-
verdi og „Laud to the Nati-
vity“ eftir Respighi. Heldur er
það leiðinleg upptaka. Útsetn-
ingin á verki Montverdis vafa
söm og verkið fremur hrotta-
lega flutt af Roger Wagner
kórnum og Philmarmoniu-
hljómsv. Los Angeles stjórn-
að af Alfred Wallenstein,
Respighi verkið kemur ekki
eins illa út, en er það verk,
sem maður mundi hlusta mjög
oft á? Merki er P 8572 (m)
SP 8572 (s).
Franco Corelli syngur lög
frá Napoli á nýútkominni
plötu frá His Masters Voice
(H.M.V.). Corelli hefur tals-
vert mikla rödd og að mínum
dómi fallega. Því er ekki að
neita, að ég ég hafði þó nokk-
uð gaman af að hlusta á þessa
plötu enda er hljóðritun með
miklum sóma og hljómsveit-
arundirleikur góður. Kannske
syngur Corelli af helzt til
miklum ofsa (sbr. del Monaco
og fleiri ítalska tenóra nú til
dags). Óhætt að mæla með
þessari plötu fyrir þá, sem
vita hvað þeir vilja. Merki
(eða númer) ALP 1923 (m)
ASD 488 (s).
í allra fremstu röð verður í
að telja nýjustu upptökuna 7
á píanókonsert nr. 1 eftir 1
Brahms, sem leikinn er af Clif
ford Curzon, Sinfóníuhljómsv.
Lundúna undir stjórn Georg
Szell. Hljóðritun er tvímæla-
laust framúrskarandi, og Cur-
zon leikur verkið af yfirburða
snilld. Sumir munu þó heyra
eina eða tvær feilnótur! Szell,
sem oft þykir nokkuð kaldr-
analegur hljómsveitarstjóri
(robot), sýnir hér að mínu viti
sína beztu eiginleika. Decca
gefur plötuna út og númer er
LXT 6023 (m) SXL 6023 (s).
Nýkomin er út plata með
Horowitz með sónötu no. 2
eftir Chopin og verkum eftir
Schumann, Rachmaninoff og
Liszt. Það eitt, að út skuli
koma plata með Horowitz er
merkur viðburður og verður
vikið nánar að því síðar.
Ég ætla nú og sennilega
framvegis að birta lista um
þær plötur, sem tímaritið
„Monthly Letter“ telur beztar
í hverjum mánuði. í nóvem-
ber þessar:
BACH: Cello svítur no. 1
og 2 (Fournier).
BARTOK: Strengjakvartett-
ar (Ungverski kvartettinn).
BEETHOVEN: Píanókonsert k
no. 3 (Tocchino). i
BEETHOVEN: Fiðlukonsert 1
(Schneiderhan). 7
BLISS: Píanókonsert (Barn-
ard).
DUKAS: Lærisveinn galdra-
mannsin og La Péri (Fré-
maux) o. fl.
HAYDN: Sinfoníur no. 82
og 86 (Ansermet).
HAYDN: Messur (Schrems).
HINDEMITH: Mathias Mál-
ari. Útdráttur. (Ludwig).
MOZART: Píanókonsertar
K. 238, K 482 (Anda).
SCHUBERT: Söngvar (Fisc-
her-Dieskau).
ftölsk og spönsk lög (Berg-
anza).
Að lokum vil ég geta þess,
að nú í þessum mánuði gaf ,
Deutsche Grammophon út all-
ar sinfóníur Beethovens flutt-
ar af Philharmoníuhljómsveit
Berlínar undir stjórn „arf-
taka“ Furtwánglers, Herbert
von Karajan. Þær eru seldar
allar saman í vönduðu albúmi,
en ekki fáanlegar einstakar
sér. Þessarar merkilegu útgáfu I (
verður væntanlega getið síðar |
hér í þessum 'þætti. /
Birgir Guðgeirsson. i
3cf
jn
Punktar
Þar sem skýringar mínar í efn-
isskrá Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands um tónverk mitt „Punkta“
hafa valdið ýmsum heilabrotum
og misskilningi þá vil ég hér með
leitast við í örfáum orðum og
nokkrum dæmum að útskýra
verkið nánar. Það er rétt að snún
ingur þessara púnkta breyta ekki
afstöðu hvor til annars innbyrð-
is ef þeir snúast allir með sams
hraða, sjá dæmi I.
Hinsvegar breyta þeir afstöðn
hvor til annars ef dregin er lóð-
rétt lína niður frá þeim, eins ég
hef gert og dæmi II; sýnir:
Þessar breytilegu afstöður hef
ég síðan yfirfært í „Rýthmískt“-
form, sjá dæmi III:
Sú fullyrðing sem sett hefur
verið fram um að ekki sé hægt að
yfirfæra „geometríska“-mynd yf
ir í músík-form er því vægast
sagt mjög vafasöm.
Magnús Bl. Jóhannsson.