Morgunblaðið - 13.12.1962, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 13.12.1962, Qupperneq 9
JTimmtudagur 13. des. 1962 MORGUNBLAÐ1Ð 9 Guðmundur Þorleifsson fyrrum bóndi i Hjörleifshöfða ÞaS skeSur eiithvai dásamlegt þegar þér gefið Parker 61 Dásamlegt .... þetta spennandi augna- • blik eftir a'ð gjafapakkinn er opnaður og hinn nýi Parker 61 hvílir í hendi hins heillaða eiganda. Dásamlegt, það er það, þegar þessi frábæri penni líður undur- mjúkt og áreynslulaust yfir pappirinn og gefur þegar í stað við minnstu snert- ingu. — í þessarri nýju gerð af penna er blekið mælt mjög nákvæmlega .... Það er ætíð nægilegt blek við penna- oddinn. Parker 61 er meira en góður penni. Sem gjöf sýnir hann frábæran smekk yðar og hugarþel. Parker 61 Fsest nú í bókabúðum! Nýtt Parker SUPER QUINK blekið sem er bezt fyrir alla penna .. sérstaklega Parker 6 FRAMLEIÐSLA THE PARKER PEN COMPANY O ÖI21 Bezt ú auglýsa í Moryunblaðinu GUÐMUNDUR Þorleifsson verkamaður að Víðimel 19 hér í bæ, fyrrum bóndi í Hjörleifs- höfða, andaðist að Landakots- spítala 19. nóvember síðastlið- inn eftir stutta en þunga legu. Hafði hann að vísu ekki verið heill heilsu síðari hluta sumars, en vinir hans og vandamenn óttu þó ekki von á því, að frá- fall bæri svo fljótt að höndum, því að Guðmundur, hafði ávallt verið manna hraustastur bæði til sálar og líkama, þótt kominn væri nærri áttræðu. Bálför hans var gerð frá Fossvogskapellu hinn 28. fyrra mánaðar. Guðmundur Þorleifsson var Skaftfelldngur að ætt og uppruna fæddur 11. júlí 1884 að Á á Síðu. Voru foreldrar hans hjónin Sig- ríður Sigurðardóttir og Þorleifur Guðimundsson, sem þar bjugigu. Voru þau ættuð úr Skaftártungu t»g þóttu sæmdarhjón hin mestu. Guðmundur var aðeins tíu ára ©ð al’dri, er faðir hans fóll frá. Giftist móðir hans öðru sinni, og eru þrjú barna hennar enn ó lífi, einn sonur í Vestmanna- eyjurn, öldruð dóttir búsett í Vesturheimi og dóttir af síðara hjónabandi, sem lifir og starfar hér í Reykjavik. Þegar Guðmundur hafðd misst föður sinn, var hann tekinn í fóst ur af Jóni Þorleifssyni bónda að Skáil á Síðu og konu hans Björgu Guðmundsdóttur, valinkunnum ágætishjónum. Voru þau bæði al- kunn þar eystra fyirr dugnað og mannkosti. Eignuðust þau hjón mörg mannvænleg börn, og er eitt þeirra Guðrún Jónsdóttir kennslukona við Landakotsskól- ann, sem fjöldi Reykvíkinga kannast við fyrir frábær kennslu störf um áratugi. Jón Þorleifs- son var bókhneigður maður og vel gefinn og hinn mesti at- orkumaður að hverju sem hann gekk. En hann dó langt um ald- ur fram árið 1900, og var Guð- mundur ekki nema sextán ára að aldri, þegar hann hlaut að sjá á baik fóstra sínum. Gefur auga leið, hvílík raun það hefur verið óhörðnuðum æskumánni að missa þannig nánustu ást- vini sína á viðkvæmasta skeiði æfinnar. Nokkrum árum eftir fráfall manns síns brá Björg Guðmunds dóttir búi að Skál og fluttist að Skaftárdal á Síðu með þrjú börn sín, Þorleif, Sigríði og Jón sem öll voru í æsku, en Guðrún fór þá til frænku sinnar a(ð Garðsauka. Fluttist Guðimundur með fóstru sinni að Skaftárdal og var það í frásögur fært, með hve miklum dugnaði og þraut- seigju Björg barðist áfram með barnahópinn og hve mjög Guð- mundur létti undir með henni, enda var hann fljótt liðtækur vel til allrar vinnu. Hinn 21. nóvember 1914 kvænt ist Guðmundur Sigríði dóttur fósturforeldra sinna hinni mestu myndarkonu. Hófu þau búskap á hluta Skaftárdals og vegnaði þar vel í fynstu. En eftir Kötlu- gosið 1918 rýrnaði jörðin svo mjög um hríð, að þau tóku sig upp þaðan og fluttu til Hjör- leifshöfða árið 1920. Hjörleifshöfði er að mörgu leyti skemmtilegur staður, nátt- úrufegurð mikil og hrikaleg og útsýni óvíða meira né glæsilegra Hann er að vísu ekki mikil hey- skapar eða búskaparjörð í venju legum skilningi þess orðs. Hins vegar eru þar allmikil hlunnindi einkum fýlungatekja og al'lTnikl ar rekafjörur. Hefur því mörg- um, sem þar hafa búið, vegnað vel. En Höfðinn er afskekktur mjög, í rauninni eyja úti á eyði- sandi og einatt umluktir sand- vatnsaga svo langt sem augað eygir. Er þess því ekki að vænta að nútímafólk geti unað þar hag sínum, þegar til lengdar lætur, enda er hann nú kominn í eyði fyrir alUöngu. í Hjörleifshöfða bjó Guðmund ur sæmilegu búi og undi vel hag sínum. Gekk hann fast fram í að auka og bæta bú sitt, en átti við ramman reip að draga, einkum eftir að heilsu konu hans tók að hnigna. Hrakaði heilsu hennar svo mjög á fáum árum, að þau neyddust til að hætta bú- skap. Fluttu þau hingað til Reykjavíkur haustið 1926. Þegar hingað kom átti Guð- mundur að litlu að hverfa. Erfitt var um vinnu á þeim árum, ekki sízt fyrir þá, sem ókunnugir voru öHum staðháttum. En þraut- seigja hans og meðfæddur dugn- aður til alilrar vinnu voru hon- um gott veganesti, og ekiki sat hann lengi auðum höndum. Réðst hann brátt í byggingar- vinnu, sem hann stundaði jafn- an síðan meðan kraftar leyfðu. Starfaði hann fyrst hjá Davíð Jónssyni múrara og síðustu árin á vegum Magnúsar Vigfússonar byggingarmeistara. En lengst af var hann hjá Einari Sveinssyni byggingarmeistara, hinum kunna framkvæmdamanni. Hafði Einar jafnan mikið álit á Guðmundi, enda hefur hann látið svo um- mælt, að hann hafi verið einn af alira beztu verkmönnum, sem hann hafi nokkru sinni haft í þjónustu sinni, bæði fylginn sér, duglegur og verklaginn. Sama máli var og að gegna um starfsfélaga Guðmundar. í hópi þeirra naut hann virðingar og vinsælda, enda fór saman hjá honum prúðmennska og festa í framkomu, ásamt stakri sam- vizkusemi við öll störf. Kom þetta gerst fram, þegar starfs- félagar fjölmenntu til hans á há- tíðum og öðrum merkisdögum æfinnar. Guðmiundur var lágur maður vexu, en þéttur og kraftalegur útlits, rólegur og geðþekkur, en ákveðinn í framkomu. Hann var skemmtilegur heim að sækja, fróður og minnugur. Las mikið og hafði yndi af fornsögunum. Hann var jafnan hress og ákveð inn í skoðunum, sem voru fast- mótaðar og sjálfstæðar. Hann var fastur fyrir og íhaldssamur maður í þess orðs beztu merk- ingiu. Að vísu gat hann á stund- um verið nokkuð einþykkur, en aldrei kom það að sök. Ef til vill eðli bóndans, sem ávallt var svo ríkt í honum. Þeim hjónunum Sigríði og Guð mundi varð ekki barna auðið, en þau eignuðust fósturson, Irtgi berg Sveinsson, ættaðan úr Með- allandi, hinn ágætasta dreng, sem reynzt hefur fósturforeldr- um sínum traustur ag trygglynd ur sonur. Hann var kunnur sund maður á yngri árum, og er nú vagnstjóri hjá Strætisvögnum Reykj avíkur. Þegar leiðir skilja, er jafnan mangs að minnast. Ég minnist þess, þegar ég barn að aldri fór í sveit á sumrum austur í Hjör- leifshöfða. Guðmundur sótti mig út í Vík í Mýrdal, og man ég vel, hve hlýlega og alúðlega hann tók á móti mér, enda var það svo, að ég kvaddi hann á haustum jafnklökkur í huga og ég fór að heiman á vorin. Ef til viW er þetta fullmikil viðkvæmni en svona var þetta samt. Ég batt tryggð við Guðmund og festi ræt ur í Höfðanum, sem enzt hafa fram á þennan daig. Fórum við Guðmundur oft saman síðar aust ur í Skaftafellssýslu, helzt á hverju sumri, ef þess var kost- ur, ásamt Ingibergi fóstursyni hans. Var sem lifnaði yfir hon- um í hvert skipti, sem hann kom á æskustöðvarnar, enda mun hann í rauninni aldrei hafa sætt sig við að hafa þurft að yfirgefa þær. Búskapurinn og átthagarnir voru hans innsta eðld í mínum augum var hann ávallt ímynd hins trausta og góða ís- lenzka bónda. Ég kveð nú vin mdnn Guð- mund með söknuð í sinni. En enginn má sköpum renna, ag skai því eigi sýta, enda væri slíikt fjarri skapferii hans. En Guðmundur verður mér ávaMt minnisstæður, og í huga mér mun ég varðveita minningu um góðan og harðfengan drengskap armann, sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu. Blessuð sé minning hans. Haraldur Hannesson iSunBedm STEIKARPÖIMIMUR MEÐ HÁIJ LOKI VERÐ kr: 1897.— M U N IÐ ALLT FRÁ Hafnarstræti 1 — Sími 20455.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.