Morgunblaðið - 13.12.1962, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.12.1962, Qupperneq 12
12 MORCVTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. des. 1962 Þorstelfin IVf. Jónsson skritcir um bókina: íslenzkar Ijdsmæður tslenzkar ljósmæður I. Ævi- Fremst i bókinni er þáttur eftir hann geymdi hj þættir og endurminningar. Séra I séra Svein Víiking um hina elstu Sveinn Víkingur bjó til prentun- ar. Kvöldvökuútgáfan h.f., Akur eyri. „Hún var glöðust, ef hún gat veitt bót og hjálpað, er þjakaði raunin, og hún var óvenju handviss og fljót —- og hugsaði aldrei um launin.“ Jón Sigtryiggsson frá Fram- nesi setur vísu þessa sem eink- unnarorð framan við grein sína, er hann skrifar um Pálínu Guð- nýju Björnsdóttur, móður Her- manns Jónassonar fyrrverandi forsætisráðherra. En vísa þessi gæti átt við allar þær konur, 26 að tölu, er bók þessi fjallar um. í greininní um Pálínu Guð- nýju Björnsdóttur kemst höf. meðal annars svo að orði: „Enginn má með öllu vera án aðstoðar annarra. Frá fyrstu stund þessa jarðlífs einnstaklings ins og til andlátsstundar er hon- um háuðsyn að njóta aðstoðar, hjálpar eða félagsskapar annarra manna. Venjulega veitir ljósmóð irin fyrstu aðstoð hverjum ein- 6taklingi, við fæðingu hans. Starf ljósmóðurinnar, sem er meðál þeirra göfugustu starfa, hefur löngum verið unnið af hjartans gleði og hreinni fórn- arlúnd.“ Það er líklega vegna þessarar fórnarlundar íslenzkra ljós- mæðra, og eins því hve illa þær voru launaðar, og margar þeirra voru fátækar, að svo hljótt hef- ur verið um þær til þessa. En við lestur bókar þessarar undrar m.ig, að enginn bókaútgefandi skyldi fyrr en nú hafa gefið út bók um æfi þeirra og störf. Þessi bók, sem hér um ræðir, bregður upp mörgum, ógleyman legum myndum um störf ljós- mæðranna og íslenzkt þjóðlíf og menningarháttu á þeim tíma er þær lifðu á. Hin elzta þeirra, er bók þessi fræðir um, var fædd um áramótin 1827—1828 og sum- ar þeirra lifa enn þá, en allar eru þessara ljósmæðra, hina þjóð- kunnu merkiskonu og kvenskör- ung, Þorbjörgu Sveinsdóttur. — Var hún ljósmóðir í Reykjavílk 1856 og til dauðadags 1903. Þá kemur mjög skemmtilegur og athyglisverður þáttur eftir Steindór Björnsson frá Gröf um Sveinn Víkingur Þórunni Ástríði Bjömsdóttur, er andaðist 1935 og hafði þá lengi verið kennari við Ljósmæðra- skólann í Reykjavík. Er þar lýst áhuga hennar þegar á barnsaldri að kynna sér sem nákvæmast allt, sem að fæðingunum laut. Hún rannsakaði leg úr lamb- fullum ám, sem varð að slátra, og er hún fyrst las í bók um yfirsetufræði, las hún hana spjaldanna á milli með mikilli hrifningu. Einn af alskemmtilegustu þátt um bókarinnár eru endurminn- ingar Bjargar Magnúsdóttur frá Staðarfelli. Sýna þær, að hún hefur ekki aðeins verið góð yfirsetukona, heldur einnig prýðilega ritfær. Hún lýsir ást sinni í bernsku á litlum börnum og löngun til þess að verða ljós- móðir. Henni fannst litlu böm- in vera englar, sem guð sendi þær fæddar á öldinni, sem leið. mönnunum af himnum ofan, en VONDUÐ II FALLEG I ODYR U Oyúnþórjónssori &co ^ JJafnawtnvti 4 Seljum STÁLHÚSGÖGIM í úrvali Athugið að við höfum opnað verzlun að Brautarholti 4, 2. hæð, þar sem við seljum stálhúsgögn á sérlega hag- stæðu verði. Getum ennþá afgreitt fyrir jól eftirfarandi: Eldhúsborð frá . .. . Kr. 1295,00 Eldhússtóla frá — 545,00 Kolla — 185,00 Símaborð — 685,00 ÍJtvarpsborð 445,00 Straubretti — 385,00 Ermabretti 89,00 Komið og reynið viðskiptin. Póstsendum um land allt. STÁLSTÓLAR Brautarholti 4. — Sími 36562. — Rvík. a ser vængma, þar til hann kallaði þau aftur til sín upp í himininn. Hún bregð ur upp ógleymanlegum myndum frá ýmsu í sambandi við ljós- móðurstörf sín. „Góði guð. Stjórna þú höndium minum,“ bið ur Þuríður Guðmundsdóttir ljós- móðir, er hún stígur yfir þrösk- uld inn til stúlkna, er hún ótt- aðist, að sér yrði erfitt að bjarga. Og henni heyrðist rödd svara: „Ég er með þér.“ Henni finnst ljós Ijóma í vitund sinnj, ótti hennar hverfur og hún gengur örugg og fumlaust að verki. Hún var eitt sinn á ferð í brattri fjalls hilíð. Hún og fylgdarmaður henn- ar gengu með hestunum. En hestarnir og fylgdarmaðurinn hrapa ofan í sjó. En er fylgdar- maðurinn kemst á land með hest ana og segir þá og sig ómeidda, þá veifar hún höndunum hlæj- andi til hans. Slíkur var kjarkur hennar. Sumar ljósmæðranna, er bók- in fræðir um, höfðu að gegna víð áttumiklum og erfiðum umdæm- um. Oft voru þær rifnar upp úr rúmi um hánótt og urðu að fara út í hvaða veður, sem var. Stund um var yfir fjöll að fara og erfið vatnsföll. Viðbragðsflýtir þeirra að búast af stað var jafn mikill og þrek margra þeirra og þróttur undraverður, það kom fyrir, að fylgdarmennirnir villt- ust, og eitt sinn tók yfirsetukon- an ráðin af fylgdarmanninum í blindofsabyl og náði réttum á- kvörðunarstað. Var þetta Sigur- fljóð Einarsdóttir í Grund í Höfðahverfi. Signý Jakobína Sveinsdóttir á Galmarsstöðum á Galmarsströnd er tók á móti 1300—1400 börn- um, átti við erf-iðan fjárhag að stríða vegna veikinda manns síns og mikillar ómegðar. Eitt sinn er hún var sótt til konu í barns- nauð voru skór hennar orðnir ónýtir, er hún hafði farið bæjar- leið. Húsfreyjan á bænum bauð henni matarbita en Jakobína af- þakkaði, því að sér lægi mikið á, „en ef þú ættir skó, yrði ég þeim fegin“. Tók hin konan þá brydda skó af fótum sér með þykkum íleppum og fékk henni. Eitt sinn í aftaka veðri séinni hluta nætur er Jakobína sótt til konu og þurfti yfir Þorvaldsdalsá að fara á timburbrú og undir brúnni var fallhár foss. Hestarnir voru trylltir af óveðrinu og héldu sprettinum út á brúna og fylgdar maður á undan. Þegar á brúna kemur fælist hestur Jaikobínu, kastast hún úr sÖðlinum yfir brúna, en nær í stólpaenda er stóð út úr brúarhliðinni. Þar hékk hún í nær því klukkustund, er fylgdarmaður ásamt tveim öðr- um mönnum komu til baka og gátu þeir bjargað henni. Slíkar voru hættur þær, er yfirsetu konurnar lentu stundum L Átakanleg var oft fátæktin á heimilum sængurkvennanna og aðrar ástæður eftir því. Ung kona fæðir þríbura og þakkar fyrir, að sá þriðji fæddist and- vana. Svo var fátækt hennar mikil og umkomuleysi. Þá er kuldinn í bæjunum svo mikill, að þess voru dæmi, að er yfir- setukonan kom, var yfirsæng sængurkonunnar frosin við vegg inn. Fórnarlund margra ljós- mæðranna var mikil og úrræði að sama skapi. Eitt sinn var Pálína Guðný Bjornsdóttir sótt til konu, engin spjör var til á hið nýfædda barn, er hún tók á móti og hvergi neitt að finna, sem grípa mætti tii að skýla barninu. Tók þá Pálína sjal sitt, skar það í sund- ur og vafði öðrum helmingnum utan um barnið. Stundum komu yfirsetukpn- urnar með hin nýfæddu börn heim til sín, þegar ástæður mæðr anna voru það slæomar, að eng- EARLMANNAFÖT Verð frá 1875 - UNGLINGAFÖT DRENGJAFQT Verð frá 1160 - Athugið okkar hagstæða vöruverð. GEFJUKM IÐUIUIU Kirkjustræti in-n rétti þeim hjálparhönd. Eitt sinn kom Margrét Gisladóttir ljósmóðir, móðir þeirra Jóns Páls sonar bankagjaldkera og ísólfs Pálssonar tónskálds heim með tvo reifstranga er í voru tvíbur- ar fátækrar konu. Var hún þó þá efnalítil ekkja. En enginn má halda að bók þessi segi einungis frá erfiðleikum yfirsetukvenna og fátækra rnæðra. í henni bregð ur Líka fyrir léttu gamni. Má þar nefna skemmtilegan þátt Þórar- ins Eldjárns hreppstjóra á Tjörn í Svarfaðardal um Þórunni Hjör leifsdótbur yfinsetukonu, Kímileg atvik koma og fyrir, eins og þegar bóndi heldur því fram við yfirsetukonu, að kona sín gæti aldrei fætt, nema þegar hann sæti með hana, en það vildi yfir- setukonan ekki leyfa honum. En eitt sinn er yfirsetukonan brá sér frá, hóf bóndá konuna úr rúminu og setti hana á hné sér, og barnið fæddist nær sam- stundis. Seinasti kafli bókarinnar er endurminningar Sigríðar Eiríks- dióttur Snælands yfirsetukonu í Hafnarfirði. Hún segir margt athyglisvert, svo sem: „Mörg börn ná ekki að dafna. Þau hjara. Það koma ekki tár þó að þau gráti — vegna þess að þau eru búin að gráta svo lengi. Ægi legasti bölvaldur barnanna er á fengið, sem leggur fjölda heimila í rúst, og alltaf bætast fleiri og fleiri í þann hóp. Ríkið rekur svívirðilega verzlun, þar sem á- fengið er. Þungur verður sá dóm ur, sem framtíðin mun kveða upp yfir slíku framferði.“ Bókin endar með þessum orð- um frú Sigríðar: „Það er dásamlegt að hafa lif- að og þoiað langan starfsdag.“ Ég vil taka undir þessi orð frúarinnar og segja: „Það er dá- samlegt, að okkar litla þjóðfélagi hefur auðnazt að eignast margar slíkar konur, sem konurnar 26, er bókin „íslenzkar ljósmæður** segir frá. Það eru þær og þeirra líkar, sem fremur öllum öðruim hafa bjargað okkar litla þjóð. félagi frá tortímingu, er hafis, eldar, drepsóttir og illt stjórnar. far hafa á það herjað á dimm- um öldum. Allir þættir þessarar bókar eru vel sagðir og gæddir lífi og sumir með ágætum. Hún er laus við væmni og mælgi. Allir þeir, sem iesa hana, munu óska, að fram hald hennar komi út sem fyrst, að minnsta kosti ekki síðar en fyrir önnur jól. Ég tel bók þessa einhverja fróðlegustu, lœrdómsríkustu og skemrn tilegus tu ævisagnabók, sem óg hefi Lesið. Þorsteinn M. Jónsson,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.