Morgunblaðið - 13.12.1962, Síða 18
13
MORGVlSBLAÐIh
Fimmtudagur 1S. des. 1962
Hátíðarmessa í
Melstaðarkirkju
STAÐARBAKKA, 4. des.: —
Sunnudaginn 2. des. fór fram
hátíðarmessa í Melstaðarkirkju í
tilefni af því að þá var kveikt
í fyrsta sinni á . neonljósakrossi
á kirkjunni, sem gefinn hefur ver
ið til minningar um sr. Jóhann
sál. Briem, er var prestux 1 Mel-
staðarprestakalli í 42 ár, en lét
af emibætti 1954. En sr. Jóhann
var fædidur 3. des. 1882 og hefði
því orðið áttræður 3. þ.m.
Kvenfélagið „Iðja“ í Ytri-Torfu
staðahreppi hafði forgöngu um
fjársöfnun í prestakallinu í þessu
skyhi, og sá um framkvæmd og
uppsetningu.
Formaður kvenfélagsins, frú
Gunniaug Hannesdóttir, tók til
máils í messubyrjun, lýsti að-
draganda málsins, og las upp
gjafabréf, þar sem sóknarpresti
og sóknarnefnd er afhentur
krossinn til eignar og varðveizlu
en formaður sóknarnefndar,
Björn G. Bergmann, veitti því
viðtöku.
Sóknarpresturinn, sr. Gísli H.
Kolbeins, þjónaði fyrir altari og
flutti prédikun þar sem hann
meðal annars minntist fyrirrenn
ara síns, og hans löngu prest-
þjónustu með hlýjum orðum, og
þaikkaði að lokum fyrir hönd
kirkjunnar þessa minningargjöf.
Þar sem unnið hafði verið að
því undanfarið, að setja nýtt
upphitunarkerfi í kirkjuna
minntist hann þess einnig og
þakkaði þá framkvæmd.
Kirkj ukór Melstaðarkirkj u söng
við messugjörðina undir stjórn
frú Sigríðar Kolbeins. Var at-
höfnin öll hin virðulegasta. Að
lokinni messu þágu kirkjugest-
ir rausnarlegra veitingar í boði
kvenfélagsins.
★
Hér er tíðarfar gott, og jörð
alauð og hefur svo verið oftast
það sem af er vetri. Gengur
sauðfé víða sjálfala enn, og hef-
ur ekki komið í hús, en allmang-
ir tóku þó fé til hýsingar nú
fyrir mánaðamótin.
— BG
Undrast
ræðismannsskipan
HAMBORG —: 1. desember var
haldinn hátíðlegur í Hamborg á
sama hátt og undanfarin ár. Fé-
lag ís'lendinga í borginni efndi
tiil fullveldisfagnaðar, sem þótti
takast með ágætum, enda vel
sóttur af löndum og gestum
þeirra.
Fundurinn gerði eftirfarandi
samþykkt: Fundur í Félagi ís-
lendinga í Hamborg haldinn 1.
des. 1962 lætur í ljós undrun
sína yfir skipun ólaunaðs ræðis-
manns í Hamborg. Telur fundur-
inn öll rök mæla með því, að
starfið sé skipað launuðum ræðis
rnannii, eins og áður var til hags-
bóta bæði fyrir íslendinga í Ham-
borg jafnt sem aðra íslendinga,
er ræðismannseðstoðar þurfa.
- Þ.E.
Frá afgreiðslu í nýju skrifstofunni
Söluskrifstofa F. í.
í Lækjargötu 2
SÖLUSKRIFSTOFA, farmiða-
sala, Flugfélags Islands hefur nú
verið flutt úr Lækjargötu 4, þar
sem hún hefur verið til húsa
undanfarin 17 ár. Hefur skrif-
stofan verið flutt í næsta hús,
Lækjargötu 2, þangað, sem Iðn-
aðarbankinn var áður.
Hefur aðstaða Flugfélagsins til
bættrar þjónustu batnað mjög
við þessi skipti, enda var kostur
félagsins í gamla húsnæðinu orð-
inn æðiþröngur. Fréttamönnum
og öðrum gestum var í gær boð-
ið að skoða húsakynnin og sagði
örn ó. Johnson, framkvæmda-
stjóri félagsins, við þetta tæki-
færi, að hingað til hefði félagið
lagt megináherzlu á að endur-
nýja flugvélakost sinn. Ýmsir
þættir starfseminnar hefðu því
orðið að sitja á hakanum þess
vegna. Þegar farmiðasala Flug-
félagsins flutti inn í Lækjargötu
4 flutti félagið 4 þús. farþega það
árið, en við reiknum með að far-
þegatalan verði 20 sinnum meiri
á þessu ári. Það er m.a. þess
vegna kominn tími til að sölu-
skrifstofa okkar fái annað og
veglegra húsnæði en við höfum
búið við, sagði Örn.
Birgir Þórhallsson, framkvstj.
millilandaflugs félagsins, lýsti
hinum nýju húsakynnum. — Á
götuhæð er farmiðasala og al-
menn afgreiðsla, en á 2. hæð
verður upplýsingaþjónusta fyrir
farþega og aðra, sem til skrif-
stofunnar leita. Á 5. hæð er far-
pantanadeild félagsins staðsett.
Sú deild sér um allar farpantan-
Birgir Ólafsson
ir með vélum félagsins, pantanir
á áframhaldsleiðum, pantanir á
hótelherbergjum — og þar er
TELEX-þjónusta félagsins, þ. e.
a. s. fjarritasamband við skrif-
stofur félagsins erlendis — svo
og önnur flugfélög og ferðaskrif-
stofur.
í kjallara hefur Flugfélagið
einnig fengið geymslur og annað
þess háttar. í söluskrifstofunni
vinna að staðaldri 8—10 manns.
Birgir Ólafsson veitir henni for-
stöðu, svo og pantanadeildinni,
en umsjón með henni hefur
Gunnar Hilmarsson.
IMær 300 ha. ný-
rækt í Skagafirði
Aðalfundur Búnaðarsambands
Skagfirðinga B.S.S. var baldinn
á Sauðárkróki 30. nóvember.
Mættir voru þar fulltrúar frá öll-
um búnaðarfélögum sýslunnar,
ásamt stjórn, ráðunautum og
endurskoðendum.
Vélaeign sambandsins er nú
6 ýtur af mismunandi stærðum,
2 dráttarvélar og 2 skurðgröfur.
Á síðastliðnu ári var aðallega
unnið í vestur sýslunni, þar sem
Sá háttur er nú tekinn upp að
skipta sýslunni í vinnusvæði,
verða flutningar með því ódýr-
ari og vinna drýgri, enda hefir
rekstur gengið vel síðan byrjað
var á þessu fyrirkomulagi.
Unnið var 298 hektarar af ný-
rækt, 37,547 m af girðingum
1088 rúm. áburðarhús. Hlöðu-
byggingar 2550 rúm. súgþurkun-
arkerfi 845 fermetrar, vélgrafn-
ir skurðir 17,027 m langir 94631
ten.m. Auk þess nóikkrar súg-
heysgryfjur og garðávaxta-
geymslur. Verð á vinnustund
hjá ýtum eru nú frá 250—325
krónur á klukkustund, eftir
stærð þeirra.
Árið 1962 er ekki að fullu upp
gert, en rekstur þessa árs virð-
ist verða ágætur eða með því
bezta síðan sambandið var stofn
að 1932. Starfskraftar eru mjög
ónógir og er ráðunautar og
framkvæmdastjóri sambandsins,
Egill Bjarnason, um of störfum
hlaðinn .Annan ráðunaut hefir
B.S.S. einnig, Sigurþór Hjörleifs
son, sem hefir eingöngu umsjón
með vélavinnunni og viðgerðum
á dráttarvélum bænda að vetrin-
um.
Byrjað er nú á byggingu sæð-
ingarstöðvar fyrir nautgriparækt
ina. Eru Skagfirðingar og Aust-
ur-Húnvetningar í félagi um þess
ar framkvæmdir. Vonir standa
til að Vestur-Húnvetningar verði
einnig með í þessum framkvæmd
um enda er staðsetning miðstöðv
ar að nokkru með það fyrir aug
I um, því að byggingarframkvæmd
Því gleymi ég aldrei
KVÖLDVÖKUÚTGÁFAN á Ak-
ureyri hefúr verið sérlega hepp-
in með útgáfubækur sínar. í
fyrra komu út á vegum hennar
meðal annarra bóka, Skáldkonur
fyrri alda, mjög athyglisverð og
skemmtileg bók, skráð af Guð-
rúnu P. Helgadóttur skólastjóra,
og æviminningar Bernharðs
Stefánssonar, skráðar af honum
sjálfum, og í haust kom út á
vegum Kvöldvökuútgáfunnar, á-
samt fleiri bókum, bókin: Því
gleymi ég aldrei. Eru það frá-
söguþættir merkra manna af
minnisstæðum og merkum at-
burðum úr lífi þeirra. Atburðum,
sem ekki gleymast.
Nokkrir þættirnir eru úr rit-
gerðasamkeppni Ríkisútvarpsins
um þetta efni, og þar á meðal
þeir þættir, er verðlaun hlutu.
En auk þess eru þarna margir
þættir samdir eingöngu fyrir út-
gefendur bókarinnar. Alls eru
þættirnir í bókinni 21 að tölu og
eru höfundarnir þjóðkunnir og
ágætlega ritfærir menn.
Auk höfundanna, er verðlaun
hlutu hjá útvarpinu, þeirra Ragn
heiðar Jónsdóttur, Kristjáns
Jónssonar og Þórunnar Eífu
Magnúsdóttur, má nefna marga
ágæta þætti eftir þekkta og þjóð-
kunna menn, svo sem: séra
Árelíus Níelsson, Árna óla og
skáldið Davíð Sefánsson. — öll-
um þáttunum, í þessari bók, er
það sameiginlegt, að þeir bera
glögg persónu-einkenni höfund-
anna, eru frábærlega vel stíl-
færðir og segja frá ógleymanleg-
um atburðum. — Kemur það í
ljós, þegar tækifæri gefast, hve
miki'll fjöldi manna býr yfir
góðri frásagnargáfu og leikni til
að segja frá merkum atburðum
úr lífi sínu. Ber þarna að sama
brunni og þegar fróðleiksfúsir og
þjóðhollir menn fóru að safna
þjóðsögum á íslandi. Kom þá í
ljós að mikill fjársjóður þjóð-
legra sagna lifði óskráður á vör-
um alþýðunnar. Sá fjársjóður
glataðist ekki fyrir árvekni og
fórnfýsi þjóðhollra fræðimanna
og þess vegna eru nú íslenzkar
þjóðsögur í fremstu röð íslenzkra
bókmennta.
Ég tel því þarft verk og sam-
boðið þjóðhollum mönnum að
safna, skrá og gefa út sem mest
af minnisverðum atburðum úr
lífi nútíðarmanna og kvenna.
Munu slíkir sannfræðilegir
þættir verða merkur þáttur í
sagnfræði komandi áratuga og
alda við hlið þjóðsagnanna.
Kvöldvökuútgáfan á Akureyri
á því þakkir skilið fyrir útgáfu
bókarinnar Því gleymi ég aldrei.
Stefán Jónsson
námsstjóri.
Deild Norrænafél-
agsins í Kópavogi
STOFNFUNDUR deildar Nor-
ræna'fiélagsins í Kúpavogi var
fhaldinn miðvikudaginn 4. des.
í GagnfMæðaskóla Kópavogs.
Eru þá deildir Norrænafélagsins
orðnar 23 talsins. Á fundinn
ikamu auflc innanbæj armanna
framfcvæmdastjóri Norrænafiél-
agsins, Magnús Gíslason og frú
Arnheiður Jónsdóttir úr stjórn
(heildarsamtakanna.
Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri,
setti fundinn bauð gesti og aðra
fundiarmenn velkomna og skýrði
frá (þvií, að í sumar hefði bæjar-
yfirvöldum Kópavogskaupstaðar
borizt tilmæli frá Norrænafélag-
inu í Norrköping í Svíþjóð um
vina/bæjartengsl, en sú borg á
eftirtalda vinabæi á hinum Norð-
urlöndunum: Trondheim í Nor-
egi, Odense í Danmörku og Tamp
ere (Tammerfors) í Finnlandi.
Bæj arstjóri gat þess að sér
þætti eðlilegt að leita ef(ir vina-
bæjartengslum í Færeyjum og
nefndi í Klaksvík í því sam-
bandi. Sagðist hann hafa snúið
sér til Norrænaifélagsins vegna
fyrrgreindrar málaleitunar og
árangur þess væri stofnfundur
ir eru hafnar skammt frá Blöndu
ósi. Er von til að starfsemi þess
geti byrjað næsta vor eða sum-
ar. Bj. J. Bæ.
Ný bók um
Sovétríkin
BÓKAÚTGÁFAN Heimskringla
'hefur nýverið sent á markaðinn
bók um Sovétríkin eftir sovéska
höfundinn Nikolaj N. Mifchailov.
Bókin ber nafnið „Sovétríkin",
og hefir Gísli Ólafsson þýtt hana
á íslenzku.
Bókin skiptist í fjóra megin-
kafla: Náttúrufar, Atvinnuivegir,
Lýðveldi Sovétrfkjanna, Þjóð-
skipulag og lifnaðarlhætti. Er
þessi. Þá var sýnd norsk kvik-
mynd og síðan tók til máls fram-
kvæmdastjóri Norrænafélagsins,
Magnús Gíslason námstjóri. Hann
ræddi sögu Norrænafélagsins 1
stórum dráttum minnti á tilgang
þess og markmið. Greindi frá
þeim verkefnum sem unnið væri
að og framtíðaráformum. Loks
las hann lög heildars.amtakanna
og lagði fram drög að lögum
fyrir félagsdeildina 1 Kópavogi,
sem síðar var samþykkt.
Þá var gengið til stjórnarkosn-
inga. Hjálmar Ólafsson, bæjar-
stjóri var einróma kosinn formað
ur félagsins. Aðrir stjórnarmenn,
Andrés Kristjánsson, ritstjóri,
Gunnar Guðmundsson, skóla-
stjóri, frú Þorbjörg Halldórs frá
Höfnum og Frímann Jónasson,
skólastjóri. í varastjórn: Bjarni
Bragi Jónsson, deildarstjóri, Odd
ur A. Sigurjónsson, skólastjóri,
frú Petrína Jakobsson og Axel
Benediktsson, bæjarfulltrúi.
Endurskoðendur voru kjörnir
Axel Jónsson, bæjarráðsmaður
og Magnús B. Kristinsson, yfir«
kennari.
Frú Arnheiður Jónsdóttir flutti
félaginu árnaðaróskir.
Þá tók formaður til máls og
loks var sýnd norsk kvikmynd,
Fundarstjóri var Jónas Páls-
son, sálfræðingur.
Á stofnskrá eru þegar um 60
manns og ákveðið var að gefa
mönnum kost á að innrita sig á
hana enn um hríð.
'hjverjum kafla síðan skipt I
styttri kafla, og er t.d. rætt uiu
ihvert hinna fimmtán sambands-
lýðvelda í kaflanum um Lýð-
veldi Sovétríkjanna. Þá eru 1
bókinni sknár yfir stærstu borg«
ir Sovétríkjanna og yfir nöfn I
bókinni. Löks er stuttur formáli
við íslenzku útgáfuna eftir Árna
Böðvarsson og leiðbeiningar um
ritfhátt nafna á rússnesku. Bókin
er prýdd mörgum myndum af
náttúru, mannvirkjum og athafna
lífi Sovétríkjanna. Hún er 181
bls, að stærð.