Morgunblaðið - 23.12.1962, Side 6

Morgunblaðið - 23.12.1962, Side 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. des. 1962 í gær birtist síðasta verS- launamyndin í keppninni um jólasveinateikningarnar. Einn þátttakandinn sendi okkur þó mynd, sem við getum ekki stillt okkur um að birta vegna þess hversu takmarka- laust hugmyndaflug kemur í Ijós í henni, enda þótt hún sé langt utan þess ramma, sem keppninni var upphaflega sniðinn. Myndina sendi okk- ur 11 ára drengur, Páll Gunn- arsson, Lynghaga 13. Glæsilegt jóla- blað Hamars Erlendir námsstyrkir veittir Islendingum á árinu 1962 EINS og að undanförnu hlutu á þessu ári allmargir íslendingar erlenda styrki til háskólanáms og rannsóknastarfa utanlands. Fer hér á eftir yfirlit um þær styrkveitingar, sem menntamála- ráðuneytið hefur haft einhvers konar milligöngu um, m. a. í sambandi við auglýsingu styrkj- anna og tillögur um val styrk- þega. Styrkimir hafa verið boðn ir fram af stjórnarvöldum við- komandi landa, nema annars sé getið. Finnland: Sigurði Thoroddsen, stúdent, var veittur styrkur til að halda áfram námi í húsagerðarlist við Tækniháskólann i Helsinki. ftalía: Hreinn Líndal, söngvari, hlaut styrk til áframhaldandi söng- náms við Conservatorio di Mus- ica Santa Cecilia í Róm. styrk til að leggja stund á indó-evrópska samanburðarmál- fræði við háskólann í Kraká. Svíþjóð: Auður Björg Ingvarsdóttir, stúdent, hlaut styrk til að hulda áfram námi í læknisfræði við Gautaborgarháskóla. Haukur Haraldsson hlaut ferða styrk, sem dr. Bo Ákerrén, hér- aðslæknir i Visby á Gotlandi, bauð fram og íslenzka mennta- málaráðuneytið ráðstafaði. Sviss: Baldur Elíasson, stúdent, hlaut styrk til náms í rafmagnsverk- fræði við tækniháskólann í Ziir- ich Og Ketill Ingólfsson styrk til að nema eðlisfræðii við háskól- ann i Ziirich. Sambandslýðveldið Þýzkaland: Davíð Atli Ásbergs, stúdent, og Jónas Bjarnason, stúdent, hlutu styrk til náms í efnafræði við Tækniháskólann í Miinchen, Guðmimdur Ólafsson, stúdent, til náms í rafmagnsverkfræði við Tækniháskólann í Karlsruhe, Pétur Stefánsson, stúdent, til náms í byggingaverkfræði við Tækniháskólann í Múnchen og Sigurlaug Sæmundsdóttir, stúd- ent, til náms í húsagerðarlist við Tækniháskólann í Karlsruhe. Jafnframt hlutu Sigrún Jónas- son, stúdent, og Sigrún Valde- marsdóttir, stúdent, styrki til að sækja 3—4 vikna sumarnám- skeið við háskóla í Þýzkalandi. Styrki frá Alexander von Humboldt stofnuninni fyrir há- skólaárið 1962/63 hlaut Jens PálssOn, mannfræðingur, til rann sókna í mannfræði. Jafnframt var styrkur sá, er stofnunin veitti Sigurði H. Líndal, lögfræðingi, til náms og rannsókna í germanskri réttarsögu fyrir há- skólaárið 1961/62, framlengdur um tvo mánuði. Námsstyrkir þeir, sem getið var hér að framan, eru yfirleitt veittir til eins skólaárs. Sumir þeirra voru boðnir fram gegn sams konar styrkveitingu af hálfu íslands, Og enn aðra má telja endurgjald fyrir styrki, er menntamálaráðuneytið hefur áð- ur veitt námsmönnum frá við- komandi löndum. Á þessu skóla- ári hefur ráðimeytið veitt eftir- töldum erlendum námsmönnum styrk til náms við Háskóla ís- lands í íslenzkri tungu, sögu ís- lands og bókmenntum: Frá Ástralíu: Jane Vaughan. Danmörku: Kjartan Simonsen. Finnlandi: Leila Grönlund. Frakkl.: Marie-Louise Schmidt. Færeyjum: Liv Joensen. írlandi: John A. Claffey. Kína: Li Chih-chang. Noregi: Bjarne Fidjestöl. Sambandslýffveldinu Þýzkalandi: Gerlind Sommat og Renate Pauli (framhalds- styrkur). Svíþjóff: Astrid Ohrlander Og Inger Grönwald (2ja mánaða framhaldsstyrkur ). (Frétt frá menntamála- ráðuneytinu). HAFNARFIRÐI — Jólablað Hamars er komið út og er það vafalaust fjöibreytilegasta og myndarlegasta jólablað Sjálf- stæðisfélaganna hingað til. f þvi er aragrúi mynda og margvís- legar greinar. Fremst í blaðinu er skýrt frá messuhaldi í kirkjum bæjarins um hátíðina. Séra Sigurður Ó. Þorsteinsson skrifar jólahug- vekju. Laufey Jakebsdóttir skrif- ar um jólahald i sjö löndum. Rætt er við Jón Gest. Sigurveig Guð- mundsdóttir SKrifar um Jólin á Hellu. Þá er þáttur úr bæjarlíf- inu. Ljóðið Vetur eftir Jón Berg- stein Pétursson. Grein er um Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Þá er grein, sem heitir Frækilegt björgunarafrek, skráð eftir Gísla Sigurðssyni. Jólagetraun. Óseyri eftir Gisla Sigurðsson lögreglu- þjón. Sparisjóður Hafnarfjarðar 60 ára. Hjá lækni eftir Sigurjón Gunnarsson. Gamall og góður siður að norðan. Fyrir börnin. Sólveig Eyjólfsdóttir ritar æsku- minningar Kristínar Þórðardótt- ur. Hafnfirðingar á Hrafnistu. Listin að reykja pípu. Leikfélag- ið. Kökuuppskriftir. Öllum þessum greinum fylgir fjöldi mynda frá nýjum og gömlum dögum. — G. E. Jólamessa fyrir ensku- mælandi fólk EINS og undanfarin ár verður jólaguðsþjónusta fyrir enskumæl andi fólk haldin í Hallgríms- kirkju ,sunnudaginn 23. desem- ber kl. 4 e.h. Síra Jakob Jónsson predikar. Allir velkomnir. Eftirtalin hlutu 1—2 mánaða styrki til að sækja ítölsku-nám- skeið við Societá NazionaleDante Alighieri í Róm. Hreinn Líndal, Ingibjörg Þorbergs og Thor Vilhjálmsson. Noregnr: Vésteini Ólasyni, stud. mag., var veittur styrkur til að leggja stund á sögu norskra bókmennta. Ráffstjómarríkin: Á undanförnum árum hefur nokkrum íslenzkum námsmönn- um verið veitt skólavist í rúss- neskum háskólum. Þarlendir námsstyrkir hafa tíðum fylgt skólavistinni. Síðastliðið haust hlaut Eyvindur Erlendsson þar skólavist og styrk til leiklistar- náms. Pólland: Jón Gunnarsson, stúdent, hlaut Brandajólin stóru í DAG er messa heilags Þor- láks. Nú er allur jólaundirbún- ingur langt komin eða lokið. Bærinn hefur verði sópaður h/átt og lágt og tólgarkertin því í gamla daga. Jólahelgin er að því leyti merkileg að þessu sinni, að Þorláksmessu ber upp á sunnudag. Um þetta efni segir í íslenzkum þjóðhátt- um: „Fram að 1770 var þríheilagt á öllum stórhátíðum, en þá var það numið úr lögum. Þegar fjóilheilagt varð, ef aðfangadag- inn eða 4. jólum bar upp á sunnudag, hétu það brandajól. Síðan heita brandajól ef þrí- heilagt verður, en brandajól hin stóru nefndu menn þá hina fornu fjórhelgi, og eins jafn- vel, ef Þorláksmessuna bar upp á sunnudag". Heita má að fjórheilagt sé nú, þótt unnið sé á stöku stað hálf- an aðfangadaginn. Við blaða- menn höldum að minnsta kosti brandajólin stóru í gömlum skilningi. Það er fyrst og fremst verzlunarfólkið, sem verður að sinna störfum sínum á morg- un. -<* Grýla og óþekku börnin í gamalli þjóðtrú var það, að hverskonar illþýði væri á ferð, er að jólum leið. Fóru þá allar ófreskjur um og gerðu það illt af sér sem þær máttu. f þeirra hópi voru tröll og ó- vættir og bar þar mest á Grýlu gömlu, sem margir kannast við. Hún er á ferð til þess að taka börn sem eru óþekk og æpa og (hrina. Hirðir hún þau og hefur til bíslags á jólunum handa sér og karli sínum, Leppalúða. Þessa sögu heyrði Velvakandi sem krakki og af henni eimir nokkuð enn. Að undanförnu 'hefur Velvakandi búið sig und- ir jólin með því hvorki að æpa né hrína og í dag slíðrar hann sverðin, því að nú er hann kom inn í jólaskap. Allt nöldur og suð skal nú lagt á hilluna og efeki á það minnzt, nema bvað eitthvað kann í hógværð að vera sagt milli jóla og nýárs. Að visu liggja hjá Velvakanda nokkur kvartanabróf, en ef- laust mun eins komið fyrir bréf riturum og Velvakanda, að þeir eru komnir í jólaskap og kæra sig því ekki um frekari ýfingar. Um leið og Velvakandi kveð- ur fyrir þessi jól, óskar hann öllum landsmönnum sældar og blessunar og biður þeim öllum gleðilegra jóla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.