Morgunblaðið - 23.12.1962, Síða 22
22
M O J* r tt m r> r 4 m Ð
Sunnu'dagur 23. des. 1962
Séra Birgir Snæbjörnsson
A jóladag verða messur fyr-
ir og eftir hádegi. Klukkan
ellefu um morguninn verður
útvarpað messu úr Dómkirkj-
unni, þar sem séra Jón Auð-
uns, dómprófastur predikar
fyrir altari, og Páll ísólfis-
og Páll ísólfsson er organ-
leikari. Eftir hódegi verður út
varpað messu úr hátíðarsal
Sjómannaskólans kl. 14.00.
Prestur við þá messu er séra
Jón Þorvarðsson en organleik-
ari Gunnar Sigurgeirsson.
Loks er útvarpað messu úx
safnaðarheimili Langholts-
sóknar kl. 11 á annan jóladag.
Prestur þá er séra Arelíus
Níelsscxn og organleikari Máni
Sigurjónsson.
TÓNLIST.
Tónlist um jólin verður
Pólífónkórinn í Kristskirkju um síðustu jól
Helga Valtýsdóttir
Reykjavík sé bara venjulegur
bóndabær, en þegar þangað
er komið komast þeir svo
sannarlega að raun um að svo
er ekki. Þeir lenda í alls kyns
vandræðum; vegna hluta, sem
þeir ekki þekkja.
— Hér í Reykjavík fylgjast
tvö systkin með ferðum þeirra
og gegnum samskipti systkin-
anna við jólaveinana kynn-
ast börin ýmsu um jólin í
gamla daga, um leið og jóla-
sveinarnir kynnast nútíman-
um.
— í byrjun barnatímans er
hátíðlegur leikþáttur, Jól í
Bethlehem, en svo er strax
brugðið á léttara hjal. í lokin
fáum við svo heimsókn a-f
Klifurmúsinni og refnum úr
dýrunum í Hálsaskógi.
Á sama tíma, kl. 17,31, á
annan í jólum sér Anna
Snorradóttir svo um barna-
tíma, sem hún kallar Jól í
Jólalandinu. Þetta er samfelld
dagskrá fyrir börnin, og aðal-
persónan er lítil stúlka, sem
heimsækir jólalandið og ræðir
á því ferðalagi við jólasveina
og fleiri.
SMÆRRI Þ/ETTIR.
Loks er að geta nokkurra
smáþátta. Á aðfangadagskvöld
mun Guðrún Sveinsdóttir
kynna jólalög og á jóladag
mun Baldur Pálmason að
venju fara með hljóðnemann
í eitt sjúkrahúsið hér í borg-
inni. Að þessu sinni hefur
Landsspítalinn orðið fyrir
valinu og mun hann þar ræða
við sjúklinga, lækna og annað
starfslið.
Kl. 20 á 2. í jólum verða
leiknar nokkrar gamanvísur
frá fyrri árum úr safni út-
varpsins. Þetta hefur löngum
verið vinsælt efni, og að þessu
sinni munu Alfreð Andrésson
og Lárus Ingólfsson skemmta
hlustendum.
Dagskrárlok það kvöld
verða kL 2 eftir miðnættL
MORGUNBLAÐIÐ mun hér á
sama hátt og í fyrra skýra
nokkuð frá því sem hæst ber
í jóladagskrá útvarpsins. Dag
skráin í heild, jóladagana,
mun hins vegar birtast á
öðrum stað í blaðinu.
★
Segja má að jóladagskrá
útvarpsins hefjist kl. 13 á
aðfangadag með lestri jóla-
kveðja til sjómanna á hafi
úti. Sigríður Hagalín, sem
hefur stjórnað sjómannaþætt-
inum, mun lesa kveðjurnar og
velja lög þau, sem verða flutt
til að lifga upp á lesturinn.
Á sama tíma á jóladag og
öðrum degi jóla, verða síðan
fluttar jólakveðjur frá íslend-
ingum erlendis. Á jóladag
verða fluttar kveðjur frá
London, Stuttgart, Stavanger
og Múnchen og á annan jóla-
dag frá París og Stokkhólmi.
í gær var enn von á fleiri
kveðjum, og ekki fyllilega
Ijóst hvorn daginn þær yrðu
fluttar.
MESSUR.
Eins og venja hefur verið
munu verða fluttar fjórar
messur í jóladagskránni.
Sr. Emil
Björnsson
Aftansöngurinn á aðfanga-
dag verður að þessu sinni
fluttur úr kirkju Óháða safn-
aðarins. Prestur verður séra
Emil Björnsson og organleik-
ari Jón G. Þórarinsson.
Seinna á aðfangadagskvöld
mun séra Birgir Snæbjörns-
son á Akureyri flytja jóla-
hugvekju, og verður sá liður
felldur inn í kirkjutónlistar-
þátt úr DómkirkjunnL
meiri og fjölbreyttari en á
venjulegum dögum. Flutt
verða bæði innlendar og
erlendar tónsmíðar og flytj-
endur eru jöfnum höndum
innlendir og erlendir. Hæst
ber þar sem fyrr jólaóperan,
sem að þéssu sinni er Cosi
fan tutte eftir Mozart. Eins
og kunnugt er, er þetta meðal
þekktustu og jafnvel vinsæl-
ustu verka hans og upptakan,
sem er hljóðrituð á tónlistar-
hátíð í Wien, hefur meðal
annars upp á að bjóða söng-
konunni Elisabeth Schwarz-
kopf, stjómandanum Karl
Böhm, kór Ríkisóperunnar og
fílharmóníusveit Vínarborgar.
Til þess að óperan verði
meira lifandi fyrir hlustend-
um mun Þorsteimn Hannesson,
söngvari, kynna óperuna og
flytja með henni skýringar.
★
Á aðfangadagskvöld verða
fluttir tónleikar úr Dómkirkj-
unni þar sem Páll ísólfsson
verður við orgelið en Þuríð-
ur Pálsdóttir og Guðmundur
Guðjónsson syngja einsöng.
Kl. 15;15 á jóladag verðjur
flutt Jólaoratoria eftir Bach
og verða flytjendur þýzkir.
Kl. 21,05 mun Liljukórinn
sem er nýlega stofnaður,
syngja jólalög undír stjórn
Jóns Ásgeirssonar og kl. 22.00
verða fluttar tvennar hljóð-
ritanir hérlendar frá síðast-
liðnu árL Sú fyrri er frá síð-
ustu jólum er Pólífónkórinn
söng jólalög í Kristskirkju
undir stjóm Ingólfs Guð-
brandssonar, en hin frá hljóm
leikum danska píanóleikarans
Victors Schiölers og -Sinfóníu-
hljómsveitarinnar fyrr í þess-
um mánuði.
Tónlistin skipar samt mest-
an sess á annan í jólum
Þegar um morguninn verða
óvenjufjölbreyttir . tónleikar
úr borgum og hirðsölum
Evrópu á 18. öld. Kl; 14 um
daginn verður svo flutt jóla-
óperan, sem getið var um 1
upphafi og létt og vinsæl
hljómsveitarlög verða leikin í
miðaftanstónleikum kl. 18,30.
Um kvöldið verða síðan
kammertónleikar kl. 21,35,
sem standa fram að fréttum
★
Loks er rétt að geta þess
undir þessum lið, að kl. 20 á
jóladag verður flutt samfelld
dagskrá um dýrling tónlist-
arinnar, hina heilögu Sesselju.
Heilög Sesselja var af
gamalli rómverskri höfðingja-
ætt, sem átti heima á Via
Appia. Hún gerðist kristin og
dó píslarvættisdauða og var
grafin í Katakombum. Hún
hofur verið talin hafa fundið
upp orgelið. Á gömlum mynd-
um sést hún leika á orgel
og þetta er orsök þess að hún
var gerð að dýrlingi tónlist-
arinnar. Nafn hennar er tengt
nokkrum íslenzkum kirkju-
stöðum og frásögn af henni
er til í Heilagra manna sög-
um. Kristján Eldjárn hefur
tekið saman íslenzka efnið
henni viðkomandi, Vilhjálm-
ur Þ. Gíslason það rómverska
og Árni Kristjánsson tón-
listina.
LEIKRIT.
Tvö leikrit verða flutt um
þessi jól. Hið fyrra er ítalskt
verðlaunaleikrit úr sam-
keppni, sem ítalska ríkisút-
varpið í Róm efndi til. Það
verður flutt kl. 20,25 á annan
í jólum og leikstjóri er Helgi
Skúlason. Við höfum snúið
okkur til hans og beðið hann
að segja okkur lauslega um
hvað leikritð fjallar.
Ilelgi Skúlason
— Þetta er gamanleikrit en
þó með þungum undirstraumL
Aðalpersónur leikritsins er
ungt par í litlum bæ á Ítalíu
og er hann fjallahermaður í
síðasta stríði. Þau verða fyrir
því óláni að hann drukknar
dag nokkurn, þegar þau láta
sér líða vel þarna í nágrenni
þorpsins við á.
— Síðan fjallar það mest-
megnis um viðbrögð hans að
handan, því hann getur ekki
vel sætt sig við að það komi
aðrir í spilið í hans stað.
— Það er sérstakt við flutn-
inginn á þessu leikriti, að við
fengum allar tónupptökur frá
flutningnum í ítalska útvarp-
inu að láni og notum þær
náttúrlega í okkar flutningi.
Þá er rétt að víkja nokkuð
að jólaleikriti útvarpsins, enda
þótt það sé ekki flutt fyrr en
laugardaginn 29. desember.
Jólaleikritið er að þessu sinni
enskt, eftr Edward Sackville-
Ward. Það heitir Frelsunin
og er byggt á Hómerskviðum,
eða nánar til tekið hrakning-
um og frelsun Odysseifs.
Aðalpersónur leikritsins eru
Odysseifur og Penelópa, sem
Róbert Arnfinnsson Og Guð-
björg Þrbjarnardóttir leika.
Mikil tónlist fylgir þessu
leikriti og hefur Benjamin
Britten samið hana en hún
verður flutt með því af
Sinfóníuhljómsveit Islands
undir stjórn Williams Strick-
lands. Leikstjóri er Lárus
Pálssön.
Lárus Pálsson
Þetta er vafalaust með
stærstu fyrirtækjum, sem út-
varpið hefur ráðizt í, því
þátttakendur eru ekki færri
en 80. Leikritið tekur um
þrjár klukkustundir í flutn-
ingi, og útvarpsstjóri kvað í
gær allar horfur á, að leikrit-
ið yrði flutt með hléL
BARNATÍMAR.
Ekki má láta hjá líða að
minnast á bamatímana. Það
hefur orðið venja á undan-
förnum árum að útvarpa á
jóladag barnatíma beint úr
útvarpssal. Að þessu sinni
sjá þar Helga og Hulda Val-
týsdætur um tímann og óhætt
mun að fullyrða að þar beri
hæst nýr leikþáttur eftir
Jökul Jakobsson, sem gerður
er með hliðsjón af jólasveina-
kvæði Jóhannesar úr Kötlum,
sem Hallgrímur Helgason hef-
ur samið lag við. Við snerum
okkur til Heigu Valtýsdóttur
til að forvitnast um þennan
leikþátt Jökuls og annað sem
á góma ber í barnatímanum.
— Þátturinn fjallar um það,
þegar jólasveinarnir koma í
fyrsta sinn til Reykjavíkur.
Nafnið er þannig til komið,
að jólasveinarnir koma saman
á aðalfund, þar sem samþykkt
er að þeir fari allir til Reykja-
víkur. Þeir koma vitanlega
hver atf sínu landshorni, og
standa í þeirri meiningu að