Morgunblaðið - 28.12.1962, Page 2
2
MORGVNBLA01Ð
Föstudagur 28. des. 1962
Þota ferst eða
á Græniandsjökii
Tveir björgunarinenn og þrjú
björgunartæki farast við
leitartilraunir
FRÉTTIR hafa fyrir
nokkru borizt af því að
þota frá bandaríska
flughernum hafi farizt
á Grænlandsjökli. Hins
vegar niun ekki kunn-
ugt hér að björgunar-
og leitartilraunir hafa
tekizt mjög slysalega og
þremur farartækjum
hlekkst á við þær að-
gerðir.
Blaðið átti í gær tal
við Viktor Aðalsteins-
son flugstjóra hjá Flug
félagi íslands, en hann
hefir að undanförnu
haft flugstjórn á hendi
á einni af vélum félags
ins, sem flogið hafa á
Grænland með bæki-
stöð í Syðra-Straum-
firði. Kom hann ásamt
áhöfn sinni hingað
heim aðfaranótt Þor-
láksmessu.
Viktor segir svo frá, að þota
af gerðinni F 102 frá banda-
ríska flughernum með bæki-
stöð á Thule-flugstöðinni í
Grænlandi hafi farizt eða
nauðlent ekki langt frá flug-
stöðinni á 76,5 gráðum n. br.
og 69 gráðum v. 1. Nú er svart
asta skammdegi norður þar, og
lýsir ekki hið minnsta að degi
til, svo erfitt er um alla leit.
Þotunnar var saknað hinn 15.
des. s.L
Lentu lifandi
Eftir að þotan fórst var haft
lof tskeytasamba nd við flug-
manninn, svo vitað er að
hann hefir verið á lífi eftir
slysið. Flugvél þessi er af
sömu gerð og þotur þær ,sem
staðsettar eru hér á Kefla-
víkurflugvellL
Þyrla hrapar
Þegar var gerður út hjálp-
arleiðangur og fór þyril-
vængja með 3—4 mönnum að
leita. Ekki tókst þó betur til
en svo að þyrlan hrapaði en
mennina sakaði ekki.
DC 3 ferst í lendingu
Næst var send flugvél af
gerðinni Douglas DC 3. Var
hún búin skíðum og lenti á
jöklinum þar sem áhöfn þyrl-
unnar hafðist við. Lendingin
tókst þó svo slysalega að vélin
fórst og tveir af fjögurra
manna áhöfn létu lífið.
Snjóbíll hverfur
Næst var sendur mikill og
voldugur snjóbíll búinn hin-
um fullkomnustu tækjum,
enda að verðmæti 100 þús.
dollara virði. Ekki löngu eftir
brottför hans slitnaði við hann
aUt samband og hefir ekkert
til hans spurst síðan. Er ótt-
ast að hann hafi hrapað niður
um sprungu þótt að sjálfsögðu
verði ekkert um það fullyrt.
Leitað hjálpar í Straumfirði
Er hér var komið sögu leit-
uðu stjómendur flugstöðvar-
innar á Thule aðstoðar hjá
flugvélum bandaríska hersins,
sem bækistöð hafa í Syðra-
Straumfirði. Eru þær af svo-
nefndri Hercules gerð og not-
aðar til birgðaflutninga tU
veðurathugunarstöðva inni á
GrænlandsjökU. Tvær þessara
véla vora þegar sendar á vett-
vang og lenti a.m.k. önnur
hjá þyrluáhöfninni og hinum
tveimur eftirlifandi mönnum
af Douglasvélinni og tókst að
bjarga þeim.
30 stiga gaddur
Er Viktor og félagar hans
fóm heim aðfaranótt Þorláks-
messu var flakið af þotunni
enn ófundið og ekkert vitað
um snjóbUinn, eins og fyrr
segir.
Þarna norður frá er a.m.k.
30 stiga gaddur eða jafnvel
meira. Svo lífsvon mannsins
er orðin næsta lítil, þótt lif-
andi hafi lent á jöklinmn.
Þýzkur sjómaður stung-
inn hnífi á Pafreksfirði
PATREKSFIRÐI, 27. des.
Föstudaginn 22. des. mUli kl.
17 og 18 varð sá atburður, að
matsveinninn á þýzka togaran-
um Freiburg frá Bremerhaven,
var lagður hnífi af einum há-
setanna. Togarinn lá, þá í höfn á
Patreksfirði.
Atvik að þessu eru með öllu
ókunn að öðru leyti en því, að
hásetinn hafði vcrið með morð
hótanir við matsveininn þennan
sama morgun, eftir að einhverj-
ar ýfingar höfðu orðið með þeim.
Þegar menn voru að matast í
matsal skipsins, greip háisetinn
flatningshníf og lagði honum í
brjósthol matsveinsins, ofarlega
vinstra megin, með þeim afleið-
ingum að lungað særðist. Mat-
Mikil kirkju-
sókn um jólin
MIKIL kirkjusókn var um jólin í
Reykjavík og nágrenni. T.d. varð
fólk sums staðar að hverfa frá á
aðfangadagskvöld, svo sem frá
Dómkirkjunni. Var þar Og víðar
hvert sæti setið góðri stundu áður
en aftansöngur hófst kl. 18.
Messað var í fyrsta skipti í
Kópavogskirkju eftir vígslu
hennar kl. 23 á aðfangadags-
kvöld, Var þar geysileg aðsókn,
Og segja sjónarvottur, að tæplega
hafi komizt nema helmingur
þeirra, er vildu, í kirkjuna.
Svipaða sögu er að segja um
kirkjusókn um jólin úti á landi,
þar sem færð og veður leyfði.
sveinninn var tafarlaust filuttur
í sjúkrahús og þar gert að sári
hans. Gerði það Kristján Sigurðs
son héraðslæknir. Þykir nokkuð
örugg vissa fyrir því, að hann
komist yfir þetta.
Réttarnannsókn fór ekki fram
hjá sýslumanni í sambandi við
þetta, en aftur á móti var gefin
skýrsla ti'l þýzku ræðismanns-
Skrifstofunnar á Patreksfirði, og
mun sú skýrsla send til réttra
aðiilja í Þýzkalandi. Úr þeirrd
skýrslu hefur ekkert verið lát-
ið uppskátt.
Matsveinninn er 31 áns að
aldrL
Það skal tekið fram, að skip-
verjar voru ekki undir áhrifum
áfengis, er atburður þessi átti
sér stað.
Nafn matsveinsins, sem stung-
inn var, er Gúnther Tielke, en
nafn hásetans hefur ekki fengizt
gefið upp. — Trausti.
Leyfi þarf til
flugeldasölu
SKV. 152. gr. brunamálsam-
þykktar fyrir Reykjavík er sala
flugelda bundin leyfi slökkviliðs-
ins. Nokkuð hefur borið á því,
að kaupmenn hafi selt flugelda,
án þes«s að fá leyfi. Hefur lög-
reglan þegar stöðvað slíka sölu.
Brýnist því fyrir kaupmönnum
að verða sér úti um leyfi, áður
en þeir hefja sölu á þess konar
vamingi, því að annars kostar
er salan ólögleg.
Á ANNAN jóladag var leik-
ritið Pétur Gautur, eftir
Henrik Ibsen, frumsýnt í
Þjóðleikhúsinu. Áhorfendur
tóku leiknum mjög vel og
klöppuðu óspart. bæði milli
atriða og í leikslok. Þjóðleik-
hússtjóri, Guðlaugur Rósin-
krans, færði leikstjóranum,
frú Gerda Ring, blómakörfu
að lokinni sýningu Og þakk-
aði henni vel unnið starf.
Gerda Ring þakkaði Guðlaugi
Og ávarpaði leikara og áhorf-
endur og þakkaði samstarf og
móttökur. — Á myndinni:
Gunnar Eyjólfsson og Arndís
Björnsdóttir í hlutverkum
Péturs Gauts og Ásu, móður
hans. Atriðið er dauði Ásu.
Réttindalaus okumaður
brýtur Ifósastaur
Hljóp á brott ásamt farþegunum
UM hálf þrjúleytið aðfaranótt
jóladags var lögreglunni í
Reykjavík tilkynnt að varnarliðs
bíl hefði verið ekið á ljósastaur
við Rauðarárstíg, brotið hann en
farþegar bílsins síðan hlaupið á
brott.
Lögreglan hóf þegar leit að
mönnum þeim, sem í bílnum
voru, og voru þeir, fjórir talsins,
handteknir, er þeir komu aftur
að bílnum kl. hálf fimm um morg
uninn.
Á daginn kom, að ökumaður-
inn, sem reyndist íslenzkur, var
ökuréttindalaus, og að auki skal
þess getið að íslendingar mega
ekki lögum samkvæmt aka bíl-
um varnarliðsmanna, og eru bílar
þessir aðeins tryggðir fyrir
Bandaríkjamenn sjálfa. Bíllinn
Xf'NA IShnuhr | þ/ SV 50 hnútar ¥ Snjikoma * ÚH V Skvrir K Þrumur W’Al Ku'Jaskit Hiitskif H Hmi L Lmgi
mun hafa verið í viðgerð hjá
ökumanninum.
Auk þess leikur grunur á að
einn farþeganna, sem allir voru
drukknir, hafi ekið bílnum fyrr
um nóttina og þá undir áhrifum.
Ökumaðurinn sá, sem ók á ljósa-
staurinn, mun hinsvegar hafa
verið ódrukkinn.
Róleg jól á
Akureyri
UM jólin var stillt veður hér
á landi og bjart, því hæðin
sem enn er skamt suður und-
an, var þá yfir landinu og
stóru svæði umhverfis. Hæst
stóð loftvogin um hádegi á
annan í jólum, eða 1044 millí-
bör NA til á landinu. Frost
var um allt land, víðast 4—10
st., mest 14—16 í innsveitum
Þingeyjarsýslu.
í gær var komin vestanátt,
nær alskýjað og frostlaust
vcstanlands. Þar gerði sums
staðar snjómuggu fyrst, en
lítils háttar súld eða rigningu
seinna um daginn. Á Galtar-
vita var hitinn orðinn 5 stig
kl. 14.
Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi.
SV-land: NV kaldi og skýj-
að en úrkomulaust.
SV-mið: NV kaldi, lítils
háttar súld vestan til.
Faxaflói, Breiðafjörður og
miðin: Vestan kaldi, súld með
köflum.
Vestfirðir og miðin: Vestan
kaldi Og dálítil súld fyrst en
NV kaldi og smáél á morgun.
Norðurland og miðin: NV
kaldi og þurrt að mestu í inn-
sveitum vestan til en stinn-
igskaldi og slydduél austan
til og á miðum Og annesjum.
NA-land. NV stinningskaldi,
slydduél norðan til.
NA-mið: Stinningskaldi eða
allhvass NV, slydduél.
Austfirðir, SA-land og mið-
in: NV kaldi, léttskýjað.
AKUREYRI, 27. des. — Veðrið
var mjög gott hér um jólin. —
Snjólaust hefur verið með öllu í
byggð Og allir vegir færir. Frost
hefur verið 7—11 gráður.
Að sögn lögreglunnar hafa jól-
in verið ákaflega róleg, engir
árekstrar eða slys, og ekki ölvun
svo orð sé á gerandi. Slökkviliðið
hefur aldrei verið kallað út um
jólin.
Á jóladag fór Tryggvi Helga-
sön flugmaður til Raufarhafnar
og sótti þangað fársjúkt barn,
sem þurfti að komast tafarlaust
í sjúkrahús. Flugferðin gekk vel,
en 18 tiga frost var í loftinu.
— St. E. Sig.
Erindi um Masfnús
o
Steph
ensen
f GÆR kl. 17.30 flutti dr. jur.
Þórður Eyjólfsson, hæstaréttar-
dómari, erindi um Magnús Step-
hensen dómstjóra á fundi í Lög-
mannafélagi íslands. Erindið var
flutt í tilefni þess, að í gær
voru liðin 200 ár frá fæðingu
Magnúsar. Það var flutt í L
kennslustofu Háskóla íslands, og
má heita, að húsfyllir hafi verið.
— Erindið verður síðar birt í
Lesbók Morgunblaðsins.
Rílslys í Ölfusi
Á ÞRIÐJA í jólum varð það slys
í ölfusi, á móts við Sandhól, að
jeppi, sem var á austurleið, skrik
aði út af veginum í hálku. Kom
hann illa niður, og kurlaðist hús-
ið af bílnum. Fjórir voru í bíln-
um, og lágu þeir eftir í brakinu,
en bílvagninn rahn lengra áfram.
Fólkið slapp furðulega vel;
þrennt skrámaðist.